Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is J ón Ásgeir Jóhannesson hélt í gær áfram að gefa skýrslu vegna meintra stórfelldra bókhaldsbrota sem hann og Tryggvi Jónsson eru sak- aðir um að hafa framið árið 2001. Þessi meintu brot snerta færslur í bókhaldi Baugs með bréf í breska smásölufyrirtækinu Arcadia, kredit- reikning frá SMS-verslunarfélaginu í Færeyjum og kreditreikning frá Nordica sem Jón Ásgeir kallaði í gær „frægasta reikning Íslandssögunn- ar.“ Í öllum tilvikum eru þeir Jón Ás- geir og Tryggvi sakaðir um að hafa með þessu látið líta svo út að afkoma Baugs væri betri en raunin var. Ákæruliður 14 varðar meint ólög- mætt meiriháttar bókhaldsbrot sem ákæruvaldið telur að snúist um sýnd- arviðskipti með hlutabréf í Arcadia. Látið hafi verið líta svo út að þau hafi verið seld Kaupþingi í Lúxemborg til að búa til hagnað í bókhaldi Baugs fyrir árið 2000 en sú sala hafi aldrei átt sér stað. Fyrsta færslan sem ákært er fyrir átti sér stað í mars 2001 en þá var bókfærð sala á hlutabréfum Baugs í Arcadia til Kaupþings í Lúxemborg fyrir 332 milljónir, með færsludegi 31. desember 2000. Telur ákæruvald- ið að upphæðin hafi verið færð til eignar á viðskiptamannareikningi Kaupþings og þar með myndað til- hæfulausa skuld. Tryggvi hafi síðan látið færa í bókhald Baugs endur- kaup félagsins á framangreindum hlutabréfum í Arcadia fyrir 544 millj- ónir sem stofnframlag í A-Holding. Með þessu hafi ranglega verið búinn til hagnaður í bókhaldi Baugs upp á 164 milljónir. Seinna hafi færslurnar verið leiðréttar. Ekki glámskyggni Jón Ásgeir sagðist, aðspurður af saksóknara, ekki muna nákvæmlega hvernig hann leit á þessar færslu á sínum tíma en tók fram að hann hefði talið fyllilega eðlilegt, og í samræmi við reglur, að þessi hlutabréf væru færð í reikningum félagsins á mark- aðsvirði en ekki kaupverði, enda hefði verið um skammtímaeign að ræða. Þá taldi hann hugsanlegt að hann hefði litið svo á að færslan ætti við um framvirka samninga. Sigurð- ur Tómas var þá fljótur að benda á að hvergi væri neitt rætt um framvirka samninga í gögnum sem fylgdu um- ræddum færslum, heldur sölu. Að- spurður sagðist Jón Ásgeir telja að Baugur hefði áfram haft öll réttindi yfir þessum bréfum og atkvæðisrétt í krafti þeirra. Hann tók ítrekað fram að hann þekkti ekki til hlítar þær færslur sem ákært er út af en þær tengdust fjármögnun félagsins. Sig- urður Tómas spurði einnig hvort það hefði ekki vakið athygli Jóns Ásgeirs, sem hefði sagst fylgjast vel með árs- reikningsskilum, að krafa Baugs á hendur Kaupþingi í Lúxemborg, hefði skyndilega hækkað um 330 milljónir. Jón Ásgeir sagði svo ekki vera og að ekki væri um óvenjulega glámskyggni að ræða af hans hálfu. Spurður af verjanda sínum sagði Jón Ásgeir að tilgangurinn með færslunum tengdist skuldaskipan í félaginu en Tryggvi Jónsson gæti þó skýrt þetta betur. Sjálfur hefði hann ekki gefið fyrirmæli um þessar færslur. Í ákærulið 15 er fjallað um ein- hvern frægasta reikning síðustu ára, kreditreikninginn frá Jóni Gerald Sullenberger upp á 62 milljónir sem Jón Ásgeir og Tryggvi eru sakaðir um að hafa látið útbúa að tilhæfu- lausu til að hægt væri að fegra árs- hlutauppgjör. Útgáfa kreditreikn- ingsins þýddi að Nordica var í 62 milljón króna skuld við Baug. Jón Ásgeir sagði að reikningurinn hefði verið gefinn út vegna vand- ræðalagers sem hefði safnast upp í verslunum Baugs. Ætlunin hefði verið að hreinsa þau mál upp en síð- an setja kraft í að auka viðskipti Baugs við Nordica upp í 3 milljónir Bandaríkjadali á ári. Nordica gæti nýtt þau viðskipti til að greiða niður reikninginn. Saksóknarinn benti á móti á að á 10 ára tímabili hefðu viðskipti Nor- dica og Baugs numið um 700 millj- ónum. Álagningin hefði verið lág og það hefði þýtt að með kreditreikn- ingnum hefði Nordica verið að afsala sér öllum ávinningi af viðskiptunum. Jón Ásgeir sagðist ekki geta sagt til um það. Þá vísaði saksóknari í vitn- isburð Sigríðar Gröndal sem var fjármálastjóri Baugs og Aðfanga frá 1993–1998 en hún hefði sagt að á þessum árum hefði engin skuld orðið til hjá Nordica. Jón Ásgeir sagðist ekki geta staðfest það, enda hefði hann ekki skoða undirliggjandi gögn og hann vissi ekki til hvaða bókhalds- lykla hún væri að vísa. Hann sagði al- veg ljóst að til hefði orðið vand- ræðalager með vöru Nordica sem kvartað hefði verið yfir innan Baugs og samkomulag hefði orðið milli hans og Jóns Geralds um að hann gæfi út þennan kreditreikning samhliða ákvörðun um að viðskipti við hann yrðu stóraukin. Síðar hefði komið í ljós að fjárhagsstaða Nordica var mun verri en hann hefði talið og þá hefði verið gengið í að lækka kred- itreikninginn í bókhaldinu í varúðar- skyni. Saksóknarinn spurði einnig hvers vegna það hefði legið svo á að gefa kreditreikninginn út, daginn fyrir lok uppgjörstímabilsins og sagði Jón Ásgeir að Tryggvi hefði verið mikið á ferðalögum á þessu tímabili og þurft að ljúka mörgum málum rétt fyrir uppgjörslokin. Lög- regla hefði hins vegar af einhverjum ástæðum ákveðið að einblína á þenn- an reikning en líta ekki á heildar- myndina. Kaffi frá Færeyjum Síðasti ákæruliðurinn sem Sigurð- ur Tómas spurði um varðar meintan tilhæfulausan reikning frá SMS- verslunarfélaginu í Færeyjum sem Baugur á 50% í. Saksóknarinn benti m.a. á að annar færeysku feðganna sem eiga hinn helminginn, hefði við yfirheyrslur sagt að Tryggvi hefði óskað eftir útgáfu tilhæfulauss reiknings. Gestur Jónsson og Jón Ásgeir bentu á móti á að hann hefði í þessari yfirheyrslu kvartað undan tungumálaörðugleikum en yfir- heyrslan fór ekki fram á færeysku. Jón Ásgeir sagði að um ákveðinn misskilning hefði verið að ræða milli aðfanga- og fjármálasviðs um þær tekjur sem menn teldu sig eiga inni hjá SMS. Þá hefðu viðskipti sem stóðu að baki reikningnum gengið til baka þegar umboðsmenn fyrir kaffi- tegundirnar á Íslandi komu í veg fyr- ir að Baugur keypti þær í gegnum Færeyjar. Morgunblaðið/Júlíus Feðgar Faðir Gests Jónssonar, Jón Skaftason, fyrrverandi þingmaður, yfirborgarfógeti og sýslumaður í Reykja- vík, leit inn í dómsal í fyrradag. Feðgarnir ræða hér við Jakob Möller og Brynjar Níelsson í stuttu hléi. Frægasti reikningurinn Í HNOTSKURN Dagur 3 » Saksóknari heldur áframað spyrja Jón Ásgeir Jó- hannesson út í ákæruna og lýkur við spurningar vegna ákæruliða 14, 15 og 16. Tryggvi Jónsson er einnig ákærður vegna þessara liða. » Verjandi Jóns GeraldsSullenberger leggur fram bókun þar sem ákvörðun dómsformanns um að vísa honum úr dómsal er mótmælt. » Ákæruliður 14 varðarmeint ólögmætt meirihátt- ar bókhaldsbrot vegna hluta- bréfa í Arcadia. Tilgangurinn hafi verið að auka hagnað í bókhaldi Baugs fyrir árið 2000. Jón Ásgeir segist ekki muna hvernig hann mat þess- ar færslu á sínum tíma en taldi hugsanlegt að hann hefði talið að um framvirka samninga væri að ræða. » Í ákærulið 15 er fjallaðum kreditreikninginn frá Jóni Gerald Sullenberger upp á jafnvirði um 62 milljóna króna. Saksóknari segir hann tilhæfulausan og bendir á að hann hafi verið bókaður dag- inn fyrir lok uppgjörs- tímabilsins. Jón Ásgeir segir reikninginn vegna „vand- ræðalagers“. » Í lið 16 er ákært fyrir út-gáfu tilhæfulauss reikn- ings upp á 44 milljónir hjá SMS í Færeyjum sem var og er í 50% eigu Baugs. Jón Ás- geir segir að um ákveðinn misskilning hafi verið að ræða og að viðskipti hafi gengið til baka. Tryggvi geti veitt nákvæmari svör. » Enn var deilt um spurn-ingar saksóknarans og dómsformaður lét óþolinmæði sína glögglega í ljós vegna þess að þær taka mun lengri tíma en áætlað var. Meint bókhaldsbrot í brennidepli á þriðja degi aðalmeðferðarinnar TÍMINN sem Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, hefur notað til að taka skýrslu af Jóni Ásgeiri Jóhannssyni var sem fyrr tilefni deilna og hnútukasts í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Dómsformaðurinn beindi því nokkr- um sinnum til saksóknarans að spyrja hnitmiðaðri spurninga og undir lok dómþingsins dró hann beinlínis dár að saksóknaranum sem frábað sér slíkt af hálfu dómarans. Atvikið varð þegar Brynjar Níels- son, verjandi Jóns Geralds Sullen- berger, var að yfirgefa dómsalinn til að flytja annað mál í dómhúsinu. Brynjar kvaðst verða fljótur að ljúka því og sagði Arngrímur Ísberg, dómsformaður að það hefði kannski átt að gera hann að saksóknara. Sig- urður Tómas tók þessu ekki vel og sagði að þótt hann væri ekki hör- undssár maður myndi hann kjósa að dómari gerði ekki grín á kostnað saksóknara og gætti hlutleysis. Arn- grímur sagðist ekki vera að gera það en saksóknarinn væri ótrúlega lang- orður. Lokið í júní? Við upphaf aðalmeðferðarinnar í gær lögðu verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva fram bókun þar sem lýst var áhyggjum af því að þótt aðeins væru liðnir tveir dagar af aðal- meðferðinni væri hún nú þegar öll úr lagi gengin, eingöngu vegna þess að saksóknarinn hefði farið langt umfram þau tímamörk sem hann hefði sjálfur sett sér. Ef þetta gengi svona áfram yrðu menn að setjast niður „og fara yfir hvenær í júní við ætlum að ljúka þessu.“ Gestur sagði að hann hefði aldrei á 30 ára lög- mennskuferli kynnst því að tíma- áætlun væri vanvirt með þessum hætti. Spurningum saksóknarans hefði með réttu átt að vera lokið í gærmorgun. Sigurður Tómas benti á móti á að upphaflega hefði verið ætlunin að spyrja Tryggva Jónsson fyrstan sakborninga en því hefði verið breytt og skýrði það að hluta að teygst hefði á skýrslutöku yfir Jóni Ásgeiri. Áætlunin myndi jafnast út þar sem skemmri tími myndi fara í skýrslutöku af Tryggva Jónssyni. Þrættu Gestur Jónsson og Sig- urður Tómas Magnússon, settur rík- issaksóknari í málinu, töluvert um þetta efni. Bar m.a. á góma mál- flutningsræðu saksóknarans fyrir Hæstarétti í fyrra Baugsmálinu, sem fór fram yfir tilsettan tíma, og spurningar Gests til Jóns Geralds Sullenberger, þegar hann bar vitni í fyrra Baugsmálinu, en Sigurður Tómas spurði hvort Gestur hefði virt tímaáætlun í því tilviki. Kastast í kekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.