Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 51 menning BRESKA rokksveitin Arctic Mon- keys kom, sá og sigraði við afhend- ingu bresku tónlistarverðlaunanna í Lundúnum í gærkvöldi. Sveitin var valin besta breska hljómsveitin og plata þeirra, Whatever people say I am, that’s what I’m not, var valin besta breska platan. Þeir fé- lagar sáu sér þó ekki fært að mæta til að taka við verðlaununum. Þá hlaut bandaríska sveitin The Killers einnig tvenn verðlaun, sem besta alþjóðlega hljómsveitin og plata þeirra, Sam’s Town, var valin sú besta á alþjóðlegum vettvangi. James Morrison hlaut verðlaun fyrir besta frammistöðu karla á tónlistarsviðinu á Bretlandi og Amy Winehouse hlaut sömu verðlaun í flokki kvenna. Það voru hins vegar þau Justin Timberlake og Nelly Furtado sem hlutu verðlaun sem bestu alþjóðlegu tónlistarmennirnir og skoska sveitin The Fratellis fékk hlustendaverðlaun Radio 4 sem besta hljómsveitin. Rokksveitin Muse þótti besta tónleikasveitin að mati hlustenda Radio 2. Bestu ný- liðarnir á alþjóðlegum vettvangi eru hljómsveitin Orson frá Banda- ríkjunum, en það voru áhorfendur MTV-sjónvarpsstöðvarinnar sem kusu. Þema hátíðarinnar í ár var hatur og ást, en á öðru sviðinu voru flutt tónlistaratriði sem tengjast hatri og á hinu ástaratriði. Hljóm- sveitin Oasis tróð upp á fyrrnefnda sviðinu og Take That á á því síð- arnefnda, en Oasis fékk sérstök heiðursverðlaun fyrir framúrskar- andi framlag sitt til tónlistar. Apar og morðingjar sigursælir Reuters Svart og hvítt Hljómsveitirnar The Killers og Take That komu báðar fram, en sú fyrrnefnda hlaut tvenn verðlaun á hátíðinni í gærkvöldi. Sáttur James Morrison var valinn besti breski tónlistarmaðurinn. Svalur Noel Gallagher á rauða dreglinum í Lundúnum. Koss Nelly Furtado var valin besta alþjóðlega tónlistarkonan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.