Morgunblaðið - 15.02.2007, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 15.02.2007, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 51 menning BRESKA rokksveitin Arctic Mon- keys kom, sá og sigraði við afhend- ingu bresku tónlistarverðlaunanna í Lundúnum í gærkvöldi. Sveitin var valin besta breska hljómsveitin og plata þeirra, Whatever people say I am, that’s what I’m not, var valin besta breska platan. Þeir fé- lagar sáu sér þó ekki fært að mæta til að taka við verðlaununum. Þá hlaut bandaríska sveitin The Killers einnig tvenn verðlaun, sem besta alþjóðlega hljómsveitin og plata þeirra, Sam’s Town, var valin sú besta á alþjóðlegum vettvangi. James Morrison hlaut verðlaun fyrir besta frammistöðu karla á tónlistarsviðinu á Bretlandi og Amy Winehouse hlaut sömu verðlaun í flokki kvenna. Það voru hins vegar þau Justin Timberlake og Nelly Furtado sem hlutu verðlaun sem bestu alþjóðlegu tónlistarmennirnir og skoska sveitin The Fratellis fékk hlustendaverðlaun Radio 4 sem besta hljómsveitin. Rokksveitin Muse þótti besta tónleikasveitin að mati hlustenda Radio 2. Bestu ný- liðarnir á alþjóðlegum vettvangi eru hljómsveitin Orson frá Banda- ríkjunum, en það voru áhorfendur MTV-sjónvarpsstöðvarinnar sem kusu. Þema hátíðarinnar í ár var hatur og ást, en á öðru sviðinu voru flutt tónlistaratriði sem tengjast hatri og á hinu ástaratriði. Hljóm- sveitin Oasis tróð upp á fyrrnefnda sviðinu og Take That á á því síð- arnefnda, en Oasis fékk sérstök heiðursverðlaun fyrir framúrskar- andi framlag sitt til tónlistar. Apar og morðingjar sigursælir Reuters Svart og hvítt Hljómsveitirnar The Killers og Take That komu báðar fram, en sú fyrrnefnda hlaut tvenn verðlaun á hátíðinni í gærkvöldi. Sáttur James Morrison var valinn besti breski tónlistarmaðurinn. Svalur Noel Gallagher á rauða dreglinum í Lundúnum. Koss Nelly Furtado var valin besta alþjóðlega tónlistarkonan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.