Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 45. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ÚTSJÓNARSEMI HUGMYNDARÍKUM BÚNINGAHÖNNUÐUM ERU ALLIR VEGIR FÆRIR FYRIR ÖSKUDAG >> 22 MARÍA ELLINGSEN OG FRAMTÍÐARLANDIÐ HUGMYNDIR FYRIR ÞJÓÐINA >> 12                                             NÝ skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, Unicef, um velferð barna og unglinga í ríkustu löndum heims kom út í gær. Ís- land var ekki með vegna ónógra gagna en forstjóri Innocenti, rannsóknastöðvar UNICEF, segir að þar sem gögn voru fyrir hendi hafi Ísland komið vel út. Er landið til dæmis í öðru sæti á eftir Svíþjóð þegar kemur að heilsufari barna og tíðni ung- barnadauða er minnst hér. Staða mennta- mála er sögð í meðallagi hérlendis. En 10% íslenskra ungmenna segjast hins vegar vera einmana og utangarðs, meðal- talið annars staðar er um 5%. | 16 Íslensk börn að jafnaði heilsugóð Morgunblaðið/RAX FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „VIÐ eigum engin meðul við þessu,“ segir Guðríður Óskarsdóttir, skólastjóri í Set- bergsskóla, og á þar við hversu erfitt sé að eiga við það þegar mikil veikindi eru meðal starfsmanna skólans en þrettán þeirra voru lagstir í flensu í gær. Fleiri tugir barna voru einnig lasnir og vegna manneklunnar voru elstu nemend- urnir sendir heim. Árstíðarbundna flensan sem herjar nú á landsmenn er í með- allagi slæm. Hún hef- ur hins vegar ekki náð hámarki ennþá og því viðbúið að fleiri leggist á næstu dögum og vikum. Á hverju ári veðjar Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin (WHO) á af hvaða stofni næsta flensa verði og í samræmi við mat stofnunarinnar er framleitt bóluefni. Segja má að WHO hafi hitt naglann á höfuðið að þessu sinni, því hingað til hefur eingöngu greinst flensa af A H3N2 stofni hér á landi, líkt og stofnunin spáði. Ákveðnir áhættuhópar Mælst er til að allir eldri en 60 ára láti bólusetja sig fyrir inflúensu árlega. Einnig börn og fullorðnir, sem þjást af langvinnum sjúkdómum. Á hverju ári eru seldir milli 50 og 55 þús- und skammtar af inflúensubólefni og hefur sú tala haldist svipuð undanfarin ár. Ekki er til miðlæg skrá um hverjir láta bólusetja sig. Það horfir þó til betri vegar því slík skrá er í undirbúningi. Ekki er hefð fyrir því hér líkt og t.d. í Bandaríkjunum að börn séu bólusett fyrir flensu, en þó er ekkert sem mælir gegn því þar sem bóluefnin eru álitin skaðlaus og aukaverkanir yfirleitt óverulegar. Þórólfur Guðnason, yfirlæknir hjá sóttvarnalækni, bendir á að börn séu miklir smitberar og að rætt hafi verið um að bólusetja þau. Það myndi hins vegar skapa gríðarlegt álag á heilsugæslustöðvar. „Það er opinbert markmið heilbrigðisyf- irvalda að fjölga inflúensubólusetningum og þá einkum meðal áhættuhópa,“ segir Þór- ólfur og bendir á að í haust hafi innkaup á bóluefni verið boðin út og í því sé gert ráð fyrir 60 þúsund skömmtum sem yrðu veru- lega niðurgreiddir af hinu opinbera. Verði þeir allir nýttir mun fjórðungur þjóðarinnar vera bólusettur árlega. Sóttvarnalæknir telur að bólusetning verndi allt að 60–80% bólusettra gegn inflú- ensu. Hins vegar má ekki gleyma því að á veturna ganga ýmsar misslæmar umgangs- pestir sem bóluefnið hefur engin áhrif á. WHO telur að bólusetningar gegn inflúensu geti dregið úr sjúkrahúsinnlögnum aldraðra utan stofnana sem nemur 25–30% og jafn- framt geti þær dregið úr heildardánartíðni aldraðra um 39–70% þegar inflúensufarald- ur gengur. Bóluefni fyrir fjórð- ung þjóð- arinnar Eftir Silju Björk Huldudóttur og Rúnar Pálmason TOLLGÆSLAN í Reykjavík lagði fyrir síðustu helgi hald á lang- stærstu sendingu af efedríntöflum sem fundist hefur hér á landi, eða alls um 220.000 töflur sem rann- sóknir benda til að innihaldi allar blöndu af efedríni og koffíni. Efnin eru vinsæl meðal sumra íþrótta- manna þar sem þau þykja auka brennslu og þol en efedrín er ólög- legt hér á landi. Að sögn Harðar Davíðs Harðarsonar, aðaldeildar- stjóra Tollgæslunnar í Reykjavík, er þetta stærsta slíka sendingin sem náðst hefur. Nokkur þúsund töflur hefðu hingað til talist stór sending. Málið var í gær sent til lögreglunnar í Reykjavík til frek- ari rannsóknar. „Við stöðvuðum sendinguna fyr- ir síðustu helgi, þar sem okkur grunaði að innihaldið væri annað en uppgefið var,“ segir Hörður, en í innihaldslýsingu var uppgefið að sendingin innihéldi fæðubótarefni í töfluformi. Efnið var sent til grein- ingar hjá Rannsóknarstofnun í lyfja- og eiturefnafræðum sem staðfesti að um efedrín og koffín væri að ræða. Að sögn Magnúsar Jóhannsson- ar, læknis og prófessors við Há- skóla Íslands, er efedrín örvandi efni skylt amfetamíni en hefur veikari verkun. Segir hann lyfið hafa verið notað lengi sem lyf þar til fyrir tveimur árum að það var tekið af markaði víðast hvar í heim- inum og bannað þar sem sannað þótti að lyfið hefði afar hættulegar aukaverkanir og er heilablæðing þeirra alvarlegust. Að sögn Magnúsar var blanda af efedríni og koffíni um árabil notað sem megrunarlyf í Danmörku. Segir hann lyfið einnig hafa verið vinsælt hjá íþróttamönnum þar sem það þykir auka brennslu og þol. Bendir Magnús á að lyfið hafi hins vegar verið ólöglegt innan íþróttahreyfingarinnar svo áratug- um skipti. Lögðu hald á 220.000 ætlaðar efedríntöflur Efedrín bannað vegna hættulegra aukaverkana á borð við heilablæðingu Í HNOTSKURN »Efedrín er örvandi efniskylt amfetamíni. »Það var notað sem lyfþar til fyrir tveimur ár- um er það var tekið af markaði og bannað. »Efedrín þykir aukabrennslu og þol. MILDI var að ekki hlaust slys af þegar pallur losnaði af vörubíl í hringtorgi á Vesturlands- vegi í gær. Á pallinum var mikill fleygur sem verið var að flytja og varð óhappið þegar bíll- inn ók inn í ytri hringinn og féll hlassið í innri hring. Þar var hinsvegar enginn bíll á því augnabliki og telur lögreglan það mikla mildi. Lögreglubíll ók næst á eftir bílnum fyrir til- viljun og tók skýrslu. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson Mildi að ekki varð slys er hlass féll af vörubifreið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.