Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALPHA DOG kl. 8 B.i. 16 LITTLE CHILDREN kl. 8 B.i. 14 / KEFLAVÍK/ AKUREYRI BYGGÐ Á METSÖLUSKÁLDSÖGU PATRICK SUSKIND SJÁIÐ EINA MERKUSTU MYND ÁRSINS EN MYNDIN HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU ATH! BÓKIN HEFUR VERIÐ ENDURÚTGEFIN Í TENGSLUM VIÐ FRUMSÝNINGU MYNDARINNAR HVERSU LANGT ERTU TILBÚINN AÐ GANGA TIL AÐ HYLJA GLÆP ÓSKARSTILNEFNINGAR2eeeeÞ.T. KVIKMYNDIR.IS GOLDEN GLOBE TILNEFNING BESTI LEIKARI : WILL FERRELL eeeeV.J.V. TOPP5.IS eeee B.S. FRÉTTABLAÐIÐ eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee RÁS 2 FOR SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is FYRSTA KVIKMYND BYGGÐ Á RAUNVERULEGU SAKAMÁLI SEM ER FRUMSÝND ÁÐUR EN MÁLIÐ HEFUR VERIÐ TEKIÐ FYRIR Í DÓMSSAL PERFUME kl. 8 B.i. 12 ára VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ FORELDRAR kl. 6 - 8 LEYFÐ PERFUME kl. 6 - 9 B.i. 12 ára DREAMGIRLS kl. 6 - 9 LEYFÐ BLOOD DIAMOND kl. 6 - 9 B.i. 16 ára FORELDRAR kl. 6 LEYFÐ BABEL kl. 9 B.i. 16 ára STRANGER THAN FICTION kl. 5:50 B.i. 16 ára árnað heilla ritstjorn@mbl.is Byrgismál NÝJUSTU fréttir í Byrgismálum eru að ríkið ætlar að selja húsnæðið og þá væntanlega að friða ríkissam- viskuna í eitt skipti fyrir öll. Þrátt fyrir að ákveðnir aðilar hafi ekki reynst standa undir þeim skyldum sem á þá voru lagðar má slíkt alls ekki lenda á fólki sem er veikt bæði á sál og líkama og á sér kannski hvergi skjól. Þrátt fyrir allt þá er hug- myndin góð að hafa samastað og langtímameðferð fyrir þá sem eiga erfitt í vímuefnamálum og eiga jafn- vel líka við geðvandamál að stríða. Slík meðferð verður að sjálfsögðu að vera undir stjórn heilbrigðisstétta og meðferðarsérfræðinga og takmarkið að skila fólki út í lífið á ný. Lokaorð mín eru því: Ekki selja húsnæði Byrgisins, það er gott hús, á frábærum stað. Það þarf að skipta um fólk og skúra og mála og setja allt á fullt aftur. Zilver. Andlát Önnu 13. FEBRÚAR sl. veltir Víkverji fyr- ir sér miklum áhuga lesenda á and- láti Önnu Nicole. Víkverji skilur ekk- ert í þessu. [… í opna skjöldu …]. Kommon. Þetta er nú einhvers konar „gáfumannatepruskapur". Þetta var íturvaxin ljóska á alla kanta. „Svaka skvísa" hefði verið sagt hér í eina tíð. Sáum líka myndir af henni þéttvax- inni fyrir nokkru. Ekki minnkuðu nú mjólkurbúin tvö við það! Hún var að vísu svolítið ýkt á alla kanta. Kannski brothætt greyið og reiddi e.t.v. ekki vitið í þverpokum. Þó veit maður ekkert um það. Konur með þetta út- lit gjalda stundum fyrir það. (Sbr. Marilyn M.) En er Víkverji hissa á áhuga lesenda, sem eru án efa í meirihluta karlmenn. Kveðja til Vík- verja. Valdimar Gaulverji. Mótmæli vegna hækkunar fasteignagjalda ÉG er íbúi í Lækjasmára í Kópavogi þar sem álögð fasteignagjöld hafa hækkað verulega núna í janúar sl. Við hjónin höfum haft fasta tölu í af- slátt sem núna var tekinn af en mað- urinn minn er ellilífeyrisþegi. Þetta er virðingarleysi og vísa ég í bækling eftir mætan mann sem er fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju. Bæklingurinn heitir Lát engan líta smáum augum á elli þína, og bendi ég ráðamönnum í Kópavogi á að lesa hann. Auk þessa verðum við íbúar hér um slóðir fyrir verulegu ónæði af framkvæmdum vegna byggingar há- hýsis hér á Smáratorgi og verulegrar slysahættu í kjölfar mikillar umferð- ar vegna þess að engin gönguljós eru hér í kring. Ég spyr: hvert stefnir hér í þessu sveitarfélagi; er það ekki fyrir fólkið sem hér býr? Hildur Hilmarsdóttir. Heyrnartæki tapaðist Heyrnartæki tapaðist fyrir 3-4 vik- um, sennilega í Austurbænum. Þar sem ég er mjög háður þessu tæki, vil ég vinsamlega biðja væntanlegan finnanda að hafa samband í síma 5535663 eða 849466. Svanur fund- arlaun. velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 80ára af-mæli. Áttatíu ára er í dag Sólveig Erna Sigfús- dóttir, Hellum í Bæjarsveit. Af því tilefni mun fjölskyldan gleðjast saman hinn 17. febrúar. Hlutavelta | Þrír vinir í Kópa- vogi söfnuðu dóti fyrir tombólu sem þeir héldu svo við Smára- lind. Tombólumiðinn kostaði 100 krónur og ágóðinn var sam- tals 2.326 krónur sem þeir færðu Kópavogsdeild Rauða krossins. Vinirnir heita Viktor Freyr Sigurðsson, Jóhannes Kristjánsson og Illugi Njálsson og eru þeir á 7. og 8. aldursári. Félögunum þótti athyglisvert og gleðilegt að fólk sem átti leið hjá gaf þeim peninga án þess að kaupa miða og fá eitthvað í staðinn. Þannig tókst þeim líka að safna hærri upphæð. Með á myndinni er Inga Rún Kristjánsdóttir, tveggja ára. Hvað er þettablogg? Er það eitthvað annað en venjulegar aðsendar greinar, sem birtast hér í Morgunblaðinu dag hvern? Sennilega er bloggið eitthvað annað. Það er persónu- legra. Öðru vísi skrifað. Það gefur höfundi færi á að tjá sig um málefni líðandi stundar á stundinni. Það er ekki eins formlegt og að- send grein í blaði. En það þjónar sama tilgangi. Hinn almenni borgari tjáir sig um þau mál sem eru á döf- inni og önnur mál. Víkverji hefur heldur haft horn í síðu þessa bloggæðis en hefur skipt um skoðun. Ekki sízt vegna þess að yfirleitt virða bloggarar það frelsi, sem þeir búa við. Þeir misnota það ekki. Bloggið er líka ólíkt aðsendum greinum að því leyti að það er oft fullt af fréttum í skrifum bloggara þótt þeir taki kannski ekki eftir því sjálfir. Bloggið er ótrúlega mikið lesið. Vinsælustu bloggarar geta náð til býsna stórs hóps á skömmum tíma. Þeir, sem hafa ríka þörf fyrir að tjá sig og koma skoðunum sínum á fram- færi ættu að prófa bloggið. Það er einföld aðferð til þess að koma skoðun til skila. Það gerist með miklum hraða og nær til ótrú- lega stórs hóps. Víkverji vill hvetja fólk til þess að byrja að blogga á mbl.is. Þar er bezta bloggið og það sem vekur mesta at- hygli og nær mestum lestri. Það væri ánægju- legt ef landsbyggð- arfólk gerði meira af því að blogga. Þar er kjörin leið til þess að koma á framfæri margvíslegum upplýsingum úr heima- byggð. Þeir sem hætta í stjórnmálum eiga stundum erfitt með að fá ekki reglulega útrás fyrir skoðanir sínar eins og þeir höfðu tækifæri til meðan þeir störfuðu á op- inberum vettvangi. Fyrir þá er kjörið að byrja að blogga. Þá eru þeir eftir sem áður reglulegir þátttakendur í opinberum umræðum og geta verið vissir um töluvert stóran hóp, sem les þá. Þegar öllu er á botninn hvolft er bloggið af hinu góða. En það merki- lega er að það dregur ekki úr ásókn í birtingu greina í Morgunblaðinu sem hefur sjaldan ef nokkru sinni verið meiri en nú. Bloggið er þáttur í lýð- ræði 21. aldarinnar, víkverji skrifar | vikverji@mbl.is   dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er fimmtudagur 15. febrúar, 46. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Móðir mín og bræður eru þeir, sem heyra Guðs orð og breyta eftir því. (Lúk. 8,21). Lagasmiðurinn Noel Gallagher,forsprakki sveitarinnar Oasis, ræðir nýja plötu hljómsveitarinnar í nýjasta tölublaði breska tónlistar- tímaritsins NME. Segist Gallagher hafa samið átta lög sem hann sé nokkuð sáttur við, og að bróðir hans, söngvarinn Liam Gallagher hafi samið eitt eða tvö. Ætlunin mun vera að setjast niður með upp- tökustjóranum Dave Sardy og ræða hugmyndir að næstu plötu. Oasis gaf síðast út geislaplötuna Don’t Believe the Truth árið 2005, en á síðasta ári gaf sveitin út safn- plötuna Stop the Clocks.    Tónlistarmaðurinn Pete Dohertyhefur enn eina ferðina verið dæmdur fyrir breskum dómstólum, en það sem helst þykir merkilegt við það er að alræmd fíkniefna- neysla hans kom þar hvergi nærri. Doherty hefur misst ökuleyfið í tvo mánuði fyrir að hafa ekið án öku- skírteinis og ótryggður. Do- herty var stöðv- aður vegna ógætilegs öku- lags í nóvember á síðasta ári og hafði þá ekki ökuskírteini sitt með- ferðis, síðar kom svo í ljós að bif- reið hans var ótryggð. Missir Do- herty því ökuleyfið í tvo mánuði og þarf auk þess að greiða 300 punda sekt. Þá varaði dómarinn við því að hann gæti átt á hættu að enda í fangelsi ef hann endurtæki athæfið. Sean Curran, lögmaður Dohertys segir skjólstæðing sinn hins vegar ekki eiga sök á því að bifreiðin var ótryggð þar sem Doherty hafi beð- ið umboðsmenn sína um að sjá um að tryggja bifreiðina, en að það hafi hins vegar ekki verið gert.    Söngkonan og nú leikkonanBeyonce Knowles prýðir hina eftirsóttu forsíðu á sundfatahefti tímaritsins Sports Illustrated að þessu sinni. Hún sat fyrir í gulu og bleiku bikiníi frá House of Dereon, tískuvörumerkinu sem hún stofnaði sjálf ásamt móður sinni, Tínu Knowles. Fleiri mynd- ir af henni eru inni í blaðinu. Þær voru teknar á bað- strönd á Flór- ída. Á forsíð- unni segir: „Draumastúlk- an hefur aldrei sést svona fyrr,“ og er vísað þar til hlutverks Beyonce í kvikmyndinni Dreamg- irls. Vegur Beyonce á öðrum svið- um en söngnum fer því sífellt vax- andi – fyrir skömmu völdu lesendur vefjarins AskMen.com hana vinsælustu „fantasíukær- ustuna“. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.