Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 23 E N N E M M / S ÍA / N M 2 4 3 4 6 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960 2.790.000kr. Saab 9-3 Linear 1.8 i, beinskiptur Saab Ertu ekki örugglega í þotuliðinu? Framleiðendur hinna virtu Saab bifreiða eiga að baki áratugalanga sögu sem flugvélaframleiðendur. Saab 9-3 hefur fengið fjölda verðlauna fyrir frábæra aksturseiginleika og öryggi. Sannkölluð evrópsk gæði, skemmtileg hönnun, öflug vél og ríkulegur staðalbúnaður er það sem gerir Saab 9-3 að afburða bíl. Nú bjóðum við þér eina af þotunum í Saab bílaflotanum, 9-3 Linear, á frábæru verði. Komdu og reynsluaktu, finndu muninn! Kaupþing mun hafa sýnt áhuga á að reisa nokkurra hæða hús sunnan við Glerártorg, þar sem smurstöð Esso var árum saman en nú er Vélatorg, sem selur m.a. dráttarvélar. Þar yrði þá, að sögn, m.a. útibú bankans hér í höfuðstað Norðurlands og e.t.v. önnur starfsemi einnig.    Heimir Kristinsson færði konu sinni Gunni Ringsted, óvenjulega sextugsafmælisgjöf á mánudaginn; þá að hann væri annar tveggja sem átti vinningstillögu að nafni á menningar- húsið sem nú rís við Strandgötuna, steinsnar frá heimili þeirra. Gunnur orti ljóð í tilefni dagsins, og flutti Heimir hana í samkomu þar sem tilkynnt var um vinningsnafnið, Hof. Vís- an er svona: Að heiman ég horfi á húsið rísa. Eigum þar auðgun andans vísa. Ólgar þar eldhugans öflug bylgja. Hof skal það heita, heill því fylgja.    Kunningi minn, menntaður í Danmörku, var ekki lengi að átta sig á því hver yrði húsdrykk- urinn í nýja menningarhúsinu; að sjálfsögðu Carlsberg Hof hinn danski.    Íþróttaráð Akureyrar, sem gárungarnir kalla IRA, tók vel erindi Braga Sigurðssonar læknis á dögunum, en hann skoraði á ráðið að fjar- lægja alla ljósabekki úr þeim mannvirkjum sem undir það heyra. Bekkir af þessu tagi eru í Sundlaug Akureyrar en unnendur slíkra gervi- sólbaða verða brátt að leita annað en þangað.    Öfund er málefni dagsins á vikulegum fyr- irlestri um dauðasyndirnar sjö, á Amts- bókasafninu kl. 17.15. Það er Valgerður Dögg Jónsdóttir sem flytur erindið í dag.    Fyrsta flug frá Akureyri til Reykjavíkur í gær- morgun tafðist í drjúga stund vegna þess að flugvélin var læst inni í flugskýli! Ekki var hægt að opna dyrnar vegna bilunar í rafbúnaði og eðlilega var ekki farið í loftið fyrr en að við- gerð lokinni... Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kaupþing? Fjölbýlishúsin á Baldurshagalóðinni til vinstri, Vélatorg er fyrir miðri mynd. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Það spurðist til HreiðarsKarlssonar að forseti Íslands hefði tekið sæti í Þróunarráði Indlands í eigin nafni, en ekki á vegum forsetaembættisins eða utanríkisráðherra: Ólafur hefur einkum það fyrir stafni sem einhverri birtu varpar á forsetann. Og hann situr í eigin blessaða nafni án þess að ráðfæra sig við nokkurn mann. Friðþjófur Torfason leitar frekari upplýsinga um eftirtaldar vísur, sem hann telur sig hafa lært af mönnum frá Hellissandi fyrir um 60 árum. Tildrögin, eins og hann heyrði þau, voru þau að prestur og drengur voru á ferð saman, urðu saupsáttir og þá varpaði presturinn fram: Drengur minn þú deyrð í vetur dettur niður fyrir arnarsetur; kríuskítur og kamarhretur kveddu á móti ef þú getur. Drengurinn svaraði: Prestur minn þú ert sómasæll syngur hátt við messu, en vesalmenni og vinnuþræll verðurðu upp frá þessu. Þetta þótti hvort tveggja ganga eftir, drengurinn féll fyrir björg veturinn næsta og presturinn þótti auðnulítill eftir þetta. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af dreng og presti DREKKI fólk þrjá bolla af tei á dag eða meira hefur það sömu þýðingu og að drekka mikið af vatni en fá að auki andoxunarefni í líkamann. And- oxunarefni eru talin verja fólk gegn hjartasjúkdómum og sumum teg- undum krabbameins. Sérfræðingar telja að það séu að- allega svokölluð flavonoids andoxun- arefni sem gegni lykilhlutverki sem hollustuefni í teinu. Umrædd efni eru t.d. í ýmsum ávöxtum og plönt- um og þar á meðal í telaufum. Sér- fræðiteymi við Kings-háskólann í London komst að því að þrír eða fleiri bollar af tei geta minnkað líkur á hjartaáfalli og aðrar rannsóknir hafa leitt í ljós vörn gegn sumum tegundum krabbameins. Þá hafa rannsóknir einnig sýnt að efnið get- ur varið fólk gegn tannskemmdum og jafnvel styrkt bein. Dr. Carrie Ruxton hjá Kings- háskólanum í London segir fullum fetum að tedrykkja sé í raun betri en vatnsdrykkja. Þó nefnir hún að te geti hamlað upptöku járns í fæðunni svo tedrykkju ætti fólk að forðast á matmálstíma þjáist það af járn- skorti. Ruxton hvetur yngra fólk til að láta af gosþambi og snúa sér þess í stað að tedrykkju. Te hollara en vatn heilsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.