Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 49 SAFNPLATAN Hver er sinnar kæfu smiður er mest selda plata vik- unnar, sem og í síðustu viku. Þar er á ferðinni plata sem inniheldur margar af skær- ustu gamanperlum Ladda frá áratuga ferli hans sem einn helsti gamanleikari þjóð- arinnar. Næskomandi laugardag verður grínsýningin Laddi 6-tugur frumsýnd í Borgarleikhúsinu en þar fer hinn nýlega sextugi Laddi með gam- anmál eins og honum einum er lagið. Líklegt er að margir góðkunningjar eigi eftir að reka inn nefið, til dæmis Dengsi og Elsa Lund. Kæfusmiðurinn Laddi! ÞEIR bræður Kar- íus og Baktus hafa síðustu misseri al- ið manninn á Ak- ureyri þar sem þeir hafa troðið upp í leikhúsinu. Þeir félagar lögðu svo land undir fót á dögunum og hyggj- ast skemmta höf- uðborgarbúum í Borgarleikhúsinu. Skemmst frá því að segja er uppselt á allar sýningar í höf- uðborginni fram til 15. apríl og bætt hefur verið við nokkrum aukasýningum. Platan með lögunum úr leikritinu selst vel í samræmi við eftirspurnina en það er hljóm- sveitin 200.000 naglbítar sem hefur rokkað þessar þekktu barnavísur vel upp. Svangir bræður sitja hér! BANDARÍSKA söngkonan og lagasmiðurinn Norah Jones situr sem fastast í öðru sæti Tónlistans, aðra vikuna í röð á listan- um. Það er þriðja plata henn- ar, Not Too Late, sem tryggir henni sætið, en platan kom út hér á landi fyrr í mánuðinum. Jones sló samstundis í gegn þegar hún gaf út sína fyrstu plötu, Come Away With Me, í febrúar árið 2002. Platan end- aði á að seljast í átján milljónum eintaka víða um heim sem verður að teljast nokkuð góður árangur frumraunar. Önnur platan, Feels Like Home, kom svo út tveimur árum síðar og þó hún hafi ekki selst í eins mörgun eintökum og fyrirrennarinn var henni víðast hvar vel tekið. Norah Jones ekki of sein! ÍSLENSKU tónlist- arverðlaunin voru fyrst veitt á dögunum og af því tilefni var gefinn út geisladiskur með lögum þeirra hljómsveita sem tilnefndar voru til verð- launa á hátíðinni. Flytjendurnir eru eins ólíkir og þeir eru margir, allt frá Voces Thules til Baggalúts, frá Jóel Páls- syni til Hafdísar Huldar. Á plötunni er svo að sjálfsögðu lagið „Please Don’t Hate Me“ með Lay Low sem fékk flest verðlaun á hátíðinni, meðal annars sem söng- kona ársins. Auk þeirra má finna lög með Ghostdigital, Skúla Sverrissyni, Ásgerði Júní- usdóttur, Benna Hemm Hemm og fleiri. Uppskeruhátíð tónlistar!                  !               "# $ $ $!$%&'$( )*(+!$,-.'$/$ 0 $($ $1 /! '$ $2 )'  $-"'$/3+!'$.*$4$0 '$% $50 4'$$"#$4$56)               0 0 ,+## 12    7 43$84 7$49 -+$2# 4 :0 1*$4$;4 ) #$< :0 <3 ( $;+ $ 0 7$$4$ $=> $? 1 >$1 4 - ?? %@ $- 80 $.4 4 :0 0)4) :0 - ?? A .4 $ 4 B -> :0 C !$, 0 -+ 1 $<# 2!/ $2 <4?? $D0 2 $ $ $ E! $ 0( 4$44$ % $4F$3 $0 -+'$1!#$4$ <4 $ 1*$4$;4 ) %4=@$ G#(+ 0 H/ $4$- 1 / D $!4$0$9  A I4  1#$ $ 1$4$3 $044 J  $# ( 74 0? $4 $1 K4! 4 $4 744 % 0$K4 I4 )$/$5 <330 $ $0 4L$K ? $43 $I ) ;$;# " $)) $I ) < ?46        1 5., KM $. I 1 1 1 1 $"# 14N-.; 1+ $ 3! $"# 1 $"# A  1 1 $"#N2 5., A  A  D A  5., ; 0  A  A  10  10  .O, 5N$" 5.,  Fátt er eins háð tíðaranda ogtíma og fyndni, ekki sístþegar búið er að festa hana á bók. Iðulega les maður gamlar bækur sem sagðar eru meistaralega fyndnar og það eina sem er fyndið við þær er að einhverjum hafi þótt þær fyndnar. Þetta á eðlilega helst við þegar gamansemin er um of bundin við samtímaatburði eða byggist á fólki sem er vel þekkt á þeim tíma er bókin er skrifuð en ekki einhverjum áratugum síðar. Það er helst ef höfundurinn glímir við mannlegt eðli sem bók getur haldið gildi sínu árum eða áratugum saman, eins og til að mynda í Cold Comfort Farm eftir Stellu Gibbons sem kom fyrst út í Bretlandi fyrir rúmum sjötíu árum.  Cold Comfort Farm segir fráFlora Poste, ungri stúlku sem misst hefur foreldra sína. Þar sem hún kærir sig ekki um að vinna fyrir sér, ákveður hún að finna viðeigandi ættingja til að búa hjá. Fyrir ýmsar sakir velur hún Cold Comfort Farm, þar sem Ada Doom, ættmóðirin, ekkja Fig Starkadder, ræður ríkj- um. Nafnið á bænum gefur vel til kynna með hvaða brag lífið er á þeim slóðum, í Howling sýslu í Sus- sex. Ábúendur á Cold Comfort Farm eru hver öðrum óárennilegri, hvort sem það er Amos Starkadder, sem er ofsatrúarmaður með eigin söfn- uð, Judith, sem beinir sjúklegri þrá- hyggju að syni sínum, Seth, flag- aranum mikla, myndarlegum og dýrslegum í senn, hatar kvenfólk en fær ekki frið fyrir því, Reuben bróð- ir hans, sem er þunglyndur ræfill við fyrstu sýn, Elfine, sem heldur til á heiðum úti í grænu skikkjunni sinni og svo má lengi telja en fjöl- skyldutengsl eru flókin og verða eiginlega æ flóknari eftir því sem líður á söguna. Ada Doom er svo yf- ir og allt um kring, heldur öllum á bænum í heljargreipum þó ekki komi hún út úr herbergi sínu nema tvisvar á ári en þar situr hún vegna atviks í æsku - hún sá eitthvað hroðalegt í eldiviðarskúrnum sem legið hefur á henni eins og mara alla tíð (við fáum aldrei að vita hvað það var og heldur ekki hvað hún gerði föður Floru, þó Starkadder-fólkinu verði tíðrætt um það, en við sögu kom geit og Amos Starkadder).  Nú brestur mig þekking á sveita-rómantík þriðja og fjórða ára- tugar síðustu aldar en úr þeim bók- um sem ég hef þó lesið frá þessum árum þekki ég fjölmargar persónur eða eiginlega erkitýpur sem fá við- eigandi meðferð í Cold Comfort Farm. Einnig er ég handviss um að hr. Meyerburg, sem Flora kallar aldrei annað en hr. Mybug, á sér sterka tilvísun í David Herbert Lawrence, höfund Lady Chatter- ley’s Lover, enda er Mybug af- skaplega upptekinn af kynlífi - ekki er hægt að ganga með honum úti því allar hæðir eru fyrir honum eins og ungmeyjabrjóst, þrútnir brum- hnappar minna hann á geirvörtur og hreinar meyjar og stofnar trjánna á getnaðarlimi. Í lokin nær Flora markmiðum sín- um, að bjarga Starkadder-slektinu. Seth verður kvikmyndastjarna, Elf- ine giftist Reubern og fær yfirráð yfir búgarðinum, Judith snýr þrá- hyggju sinni að sálfræðingi og síðan að gömlum evrópskum kirkjum sem verða henni óþrjótandi áhugamál, Amos gerist farandpredikari vestur í Ameríku, nema hvað, og svo má áfram telja. Meira að segja ættmóð- irin ógurlega ákveður að venda sínu kvæði í kross og skemmta sér í Par- ís.  Galdurinn við Cold ComfortFarm er að Stella Gibbon glím- ir við sveitarómatíkina sem enn veð- ur uppi, dýrkun einfaldara lífs þeg- ar allir voru í takti við náttúruna - sjá til að mynda bandalög menntaðs miðstéttafólks um að hætta að kaupa nýja hluti í nokkra mánuði, rómantíska and-neysluhyggju þeirra sem veitist auðvelt að neita sér um gæði sem þeir eru búnir að kaupa. Hún er líka beittur femínisti og dregur það vel fram að mínu mati hvernig frjálslyndi í kynferð- ismálum á þessum tíma var eig- inlega helst verkfæri karla til að gera konur tilkippilegri, nokkuð sem gengið hefur aftur og aftur, sjá til að mynda kynlífsbyltingu áttunda áratugarins sem snerist að mestu um kynfrelsi karla og sama má svo segja um klámvæðingu okkar tíma. Cold Comfort Fram er því ein af þessum tímalausu bókum sem beina sjónum innávið, skyggnist inn í mannshjartað sem breytist aldrei, því miður (og sem betur fer). Tímalaus gamansemi Vísbendingar Kápurnar á Cold Comfort Farm gefa sínar vísbendingar um hvernig tíðarandinn hefur breyst. AF LISTUM Árni Matthíasson » Iðulega les maðurbækur sem sagðar eru meistaralega fyndn- ar og það eina sem er fyndið við þær er að ein- hverjum hafi þótt þær fyndnar. arnim@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.