Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 35 MEÐ því að bera saman valkost- ina í alvöruskrefi samgangna milli lands og Eyja og verðleggja þá er auðvelt að reikna út hvað er skyn- samlegast og áhrifamest, ódýrast og best. Það þarf ekki einu sinni sérfræðinga til ef marka má tillögur þeirra sem hafa rök- stutt málið best. Vegagerðin kom með fyrstu kostnaðar- áætlun fyrir göng milli lands og Eyja fyrir um 5 árum, upp á 24 millj- arða fyrir síðustu rannsóknir og mér er mætavel kunnugt um að sú áætlun var fram- reiknuð út frá kostnaði við Hvalfjarðargöngin. Tilboðin í Hvalfjarðargöngin voru mjög há miðað við tilboðstölur í dag en tekið var tilboði þar sem hver km kostaði um 900 millj. kr. fyrir um 10 árum. Til samanburðar kostar hver kílómetri í Héðinsfjarðargöngum sem nýbyrjað er á um 500 millj. kr. með öllu. Hvar liggur hundurinn grafinn í raun og veru? Eyjagöng ódýrasta og áhrifamesta framkvæmdin í samgöngubótum Við vitum að núverandi Herjólfur kostar á tveggja skipa tímabili, 30 árum, 19,3 milljarða (642 millj. á ári nú samkvæmt tölum Vegagerð- arinnar) og við vitum að nýr Herj- ólfur stærri og öflugri myndi kosta a.m.k. 800 millj. kr. á ári eða 24 milljarða króna á 30 árum. Við vitum líka að Bakka- fjöruferjuhöfn og skip myndi kosta nálægt 8 milljörðum króna í stofn- kostnaði og varla undir 600 millj. kr. í rekstur skips og erfiðrar hafnar á ári í 30 ár, eða um 25 milljarða króna á 30 árum og svo heldur boltinn allt- af áfram með nýjum skipum og kostnaði og baráttu við náttúruöflin en jarðgöngin geta afskrifast á um 30 árum og eru þá eign ríkisins. Tölurnar sem hafa komið fram varðandi áætlaðan kostnað við Eyja- göng eru 18,4 milljarðar frá reynd- ustu verktökum og ráðgjöfum Norð- urlandanna í þessum efnum en þá nær tvöfalda þeir kostnað á km í Færeyjum og Noregi. Kostnaðar- áætlun frá Vegagerðinni, sem fyrr getur, upp á 24 milljarða liggur fyr- ir, 30,5 milljarða kostnaðaráætlun frá breska ráðgjafarfyrirtækinu Mott MacDonald en einn skýrslu- gerðarmanna þar hefur staðfest að rannsóknir sem hafa verið gerðar síðan skipti miklu máli og gefi möguleika á að minnka verulega óvissuþætti sem alltaf eru metnir dýrir. Síðan er í fjórða lagi. kostn- aðaráætlun upp á 70 milljarða með hugmynd um gangagerð með dýr- ustu aðferð í heimi þar sem hver km kostar 5 milljarða kr. en Vegagerðin hefur nú afneitað þeirri hugmynd. Það er ótrúlegt og mjög alvarleg mistök að úttekt- arnefnd samgöngu- ráðherra skyldi láta þá kostnaðaráætlun leka frá sér án athuga- semda Það er því ljóst að ef fyrirhugaðar rannsóknir ganga þokkalega þá bendir allt til þess að 20 millj- arða kostnaðaráætl- unin standist og Eyja- göngin myndu hvorki standa í vegi eða tefja fyrir öðrum verkefnum í samgöngumálum í landinu einfaldlega vegna þess að í raun eru 25 milljarðar króna bundn- ir Herjólfi í vegaáætlun næstu 30 ár- in ef ekkert kemur í staðinn fyrir það sem nú er. Til móts við 20 milljarða kostnað vegna Eyjaganga á eftir að reikna tekjur af umferð um göngin á fyrstu 30 árunum miðað við sömu umferð og er árlega með Herjólfi sjóleiðina. Miðað er við 2.500 kr. aðra leið fyrir bíl og mann um göngin eins og Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands gerði. Þessar tekjur reiknast liðlega 13 milljarðar króna sem hreinn tekju- afgangur og er þó ekki gert ráð fyrir neinni umferðaraukningu til Eyja um göngin í þeim útreikningum. Reiknað var með 1.700 bílum á dag í Hvalfjarðargöngin, en nú eru þeir um 5.000 á dag. Auðvitað myndi um- ferð til Eyja stóraukast með göng- um. Gerð Eyjaganganna er því aug- ljóslega afbragðsviðskiptaleið, stórgróðafyrirtæki fyrir alla aðila bæði í Eyjum og á fastalandinu og ekki síst fyrir ríkissjóð. Gangagerð sem hefur 25 milljarða „baksjóð og kostar um 20–25 milljarða sem af- skrifast á um 30 árum en gefa af sér lágmarkstekjur upp á 13 milljarða er borðleggjandi. Eftir hverju er að bíða. Eyjagöng valda byltingu, annað er endalaus barátta við náttúruöflin Þótt Vegagerðin hafi ekki dansað af gleði fram til þessa vegna hug- mynda um Eyjagöngin hefur hún þó lýst því yfir að hún muni koma að fyrirhuguðum rannsóknum í sam- vinnu við Ægisdyr og sérfræðinga Ægisdyra. Þetta staðfesti Hreinn Haraldsson, yfirmaður jarð- gangadeildar Vegagerðarinnar, á umræddum fundi. Vegagerðarmenn eru betri en engir þegar þeir vilja það við hafa og nú er að ganga til verka. Búið er að tryggja stærstan hluta fyrrgreinds rannsóknakostn- aðar með 20 millj. króna framlagi út- vegsbænda í Vestmannaeyjum sem segjast enga trú hafa á Bakkafjöru sem þjónustuhöfn. Þetta framlag er einsdæmi í íslenskri vegagerð. Forsætisráðherra hlynntur mögulegri einkaframkvæmd Forsætisráðherra sagði á fundi í haust leið með Ægisdyrum, sér- fræðingum frá Háskóla Íslands og sveitarstjórnarmönnum Eyja og landmegin að hann væri hlynntur því að þeir peningar sem færu ella í Herjólf gætu farið í jarðgangagerð sem einkaframkvæmd og það er al- veg ljóst að það færu minni pen- ingar í göngin en skipaútgerðina í eilífri baráttu við náttúruöflin. Einkaframkvæmdarhugmyndin er í fullri vinnslu. Tölurnar eru ekki flóknar að vinna úr þeim, aðeins ef menn vilja horfa til árangurs og það byggist á að ljúka eðlilegum frum- rannsóknum þannig að óvissan sé lágmörkuð. Það er fáránlegt að velja einn valkost af þremur áður en lokið er nauðsynlegum rannsóknum fyrir framkvæmdastig vegna þess að allir valkostirnir kosta yfir 20 milljarða á 30 árum. Í öllum jarðgangafram- kvæmdum fellur stærstur hluti rannsókna innan framkvæmda- tilboðs en grunnvinnunni þarf að ljúka og menn verða að taka hönd- um saman um það, annað þýðir rifr- ildi og endalaus leiðindi árum sam- an. Það er ekki hægt að ganga fram hjá öllum forustumönnum í sveit- arstjórnum og þingliði sem hafa sagt það óboðlegt að ljúka ekki rannsóknum á jarðgangadæminu og það er jafn óboðlegt að hundsa þá virtu innlendu og erlendu vís- indamenn sem hafa lagt fram nið- urstöður í skýrslu, niðurstöður sem undirstrika að jarðgöng eru lang- samlega hagkvæmasti kosturinn í bættum samgöngum milli lands og Eyja, bættum möguleikum fyrir byggðir Suðurlandsundirlendis því byggðirnar á fastalandinu eiga ekki síst hagsmuna að gæta með haf- skipahöfn í Eyjum. Eyjagöngin eru afbragðs viðskiptaleið fyrir alla aðila Árni Johnsen fjallar um gerð jarðganga milli lands og Eyja » Gerð Eyjagangannaer því augljóslega afbragðs viðskiptaleið, stórgróðafyrirtæki fyrir alla aðila bæði í Eyjum og á fastalandinu, og ekki síst fyrir ríkissjóð. Árni Johnsen Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. UNDIRBÚNINGSHÓPUR að stofnun Íbúasamtaka Háaleitis norður, stendur fyrir borgarafundi fimmtudaginn 15. febrúar í sam- komusal Álftamýrarskóla og hefst hann kl. 17. Íbúar við Álftamýri, Fellsmúla, Háaleitisbraut (norð- an Miklubrautar), Safamýri og Starmýri eru boðaðir á fund- inn. Tilgangur íbúa- samtaka er m.a. að virka sem augu og eyru nærsamfélags- ins, stuðla að samhug og samkennd íbúa, vera samstarfsvett- vangur og vinna að framfara- og hags- munamálum íbúa. Enn fremur að standa vörð um hags- muni íbúa gagnvart opinberum aðilum, stjórnmálamönnum og embættismönnum og færa rök fyrir máli íbúa í fjölmiðlum. Í stuttu máli má segja að íbúasamtök berjist fyrir framgangi góðra verka sem stuðla að bættu mannlífi og betri lífsgæðum íbúa. Að mati okkar í undirbúningshópnum eru fjölmörg rök sem styðja það að íbúar Háaleitishverfis norðan Miklu- brautar taki höndum saman í íbúa- samtökum. Íbúar í mörgum hverf- um borgarinnar hafa þegar stofnað íbúasamtök af þessu tagi og reynslan sýnir að þar er best hald- ið á sameiginlegum hagsmuna- málum íbúanna í umræðunni og þegar mikið liggur við. Í þessu til- viki gildir frekar samtakamátt- urinn en máttur einstaklingsins þótt mikilvægur sé. Í aðdraganda að stofnun Íbúasamtaka Háaleitis norður höfum við mörg hver reynt þetta á eigin skinni á undanförnu ári og árum. Upphaf að stofnun íbúasamtaka Háaleitis norður má rekja til þess að fyrir um ári síðan rituðu for- eldraráð Álftamýrarskóla og for- eldrafélög leikskólanna Álftaborgar og Múlaborgar þáverandi borg- arstjóra bréf þar sem vakin var at- hygli hans á því ófremdarástandi í umferðaröryggismálum sem for- eldrar, leikskóla- og grunn- skólabörn þyrftu að búa við á og við Háaleitisbraut, milli Fellsmúla og Ármúla. Áður höfðu einstakir íbúar í hverfinu haldið hinu sama fram við forvígismenn borgarinnar en án þess að nokkuð væri þar úr bætt. Skemmst er frá því að segja að foreldraráð og foreldrafélögin hafa unnið ákveðinn áfangasigur, því um þessar mundir er unnið að uppsetningu gangbrautarljósa og hraðahindrunar ofarlega á Háaleit- isbraut. Að okkar mati er hér þó aðeins um að ræða eitt atriði af mörgum sem þarf að koma í rétt horf svo að viðunandi sé fyrir börnin í hverfinu. Umferð um Háaleitisbraut ein- kennist af miklum umferðarþunga og tíðum hraðakstri en um götuna fara þrettán þúsund bílar á sólar- hring og íbúar verða daglega vitni að akstri ökumanna sem aka á eða yfir hundrað kílómetra hraða á klukkustund. Á því ári sem barátta for- eldraráðsins og foreldrafélaganna hefur staðið hefur í tvígang verið ekið á börn á Háaleitisbraut. Áður hafa orðið alvarleg umferðarslys á börnum við götuna og þar af dauðaslys. Háaleitisbrautin er ekki eina íbúagatan í hverfinu sem þarf að huga að í þessu efni því líkt er farið með henni og Fellsmúla sem liggur á milli Háaleitisbrautar og Grensásvegar. Ekki síður alvarlegt er að þess- um mikla umferðarþunga fylgir svifryks-, ryk- og hljóðmengun. Þá má í þessu sambandi benda á að miklar umferð- argötur liggja um- hverfis Háaleit- ishverfið þar sem eru Grensásvegur, Mikla- braut, Kringlumýr- arbraut og Suður- landsbraut. Nýlega voru í frétt- um niðurstöður lækn- isfræðilegrar rann- sóknar sem sýndi að sterk tengsl eru á milli loftmengunar frá hrað- brautum og langtíma lungnaskaða í börnum. Óþarfi er að minna á að í nágrenni við Miklubraut eru stað- settir nokkrir skólar og leikskólar og þar á meðal eru Álftamýr- arskóli og Álftaborg. Þá sækja börn hverf- isins þjónustu og íþróttaiðkun í frí- stundaheimilið Tónabæ og til íþróttafélagsins Fram sem bæði eru staðsett mjög nærri Miklubraut. Reyndar er Háaleitishverfið ekki eina hverfi borgarinnar þar sem miklar umferðargötur eru í næsta nágrenni við menntastofn- anir og frístundastarfsemi. Það er ekki síst vegna umhverf- is-, skipulags- og umferðarmála að við teljum brýnt að íbúar Háaleit- ishverfis stofni með sér öflugt hagsmunafélag en búast má við að þessi mál verði fyrirferðarmikil í starfi stjórnar Íbúasamtaka Háa- leitis norður, þar til úr hefur ræst. Það er gott að búa í Háaleit- ishverfi sem er vel staðsett í borg- arsamfélaginu og gróið hverfi. Íbú- ar búa að góðum leikskólum, vel metnum grunnskóla, fjölbreyttri starfsemi í Tónabæ og mikilsmetnu starfi íþróttafélagsins Fram. Þrátt fyrir þetta er löngu kominn tími til að íbúar hverfisins stofni með sér hagsmunasamtök sem eru í stakk búin að vinna að bættum lífs- gæðum. Því langar okkur, sem unnið hafa að undirbúningi að stofnun félagsins, að hvetja íbúa Háaleitishverfis norðan Miklu- brautar til að mæta á stofnfund Íbúasamtaka Háaleitis norður. Fundurinn verður fimmtudaginn 15. febrúar í samkomusal Álfta- mýrarskóla og hefst kl. 17. Stofnfundur Íbúasamtaka Háaleitis norður Birgir Björnsson fjallar um Íbúasamtök Háaleitis norður Birgir Björnsson » Stofnfunduríbúasam- taka Háaleitis norður verður fimmtudaginn 15. febrúar. Nauðsynlegt er að íbúar hverf- isins hafi vett- vang til að gæta hagsmuna þeirra. Höfundur er íbúi í Háaleitishverfi og hefur starfað í undirbúningshópi til stofnunar Íbúasamtaka Háaleitis norður. smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.