Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 17 ERLENT Í HNOTSKURN »Royal setur sér það mark-mið komist hún til valda að árlega verði byggðar 120.000 nýjar íbúðir fyrir fátæka Frakka. »Hún boðar að ungmennisem komast ítrekað í kast við lögin verði send í sérstakar búðir þar sem heragi ríki. »Kjörtímabil forseta Frakk-lands er fimm ár. Eftir Baldur Arnarson og Boga Þór Arason ÞAÐ VAR ekki seinna vænna fyrir Segolene Royal, forsetaefni franskra sósíalista í kosningunum í vor, að svara þeirri gagnrýni andstæðinga hennar að hana skorti hugmyndir og skýra framtíðarsýn þegar hún kynnti stefnuskrá í hundrað liðum fyrir framan fimmtán þúsund stuðnings- menn sína í París um síðustu helgi. Hún hefur mælst með minna fylgi en hægrimaðurinn Nicolas Sarkozy í hverri könnuninni á fætur annarri og kominn var tími til að snúa taflinu við. Ekki voru þó allir jafn hrifnir af sýn sósíalistaleiðtogans, sem stjórnmála- skýrendur telja nær fullkomna and- hverfu hugmynda Sarkozys um minni ríkisumsvif. Hún þótti jafnframt hafa gefið sterklega til kynna í stefnuræðu sinni að ekki yrði leitað inn á miðjuna heldur lögð áhersla á vinstristefnu. Þykir það nokkuð djarfur leikur. Royal boðar m.a. hækkun lægstu launa, úr 1.250 evrum á mánuði, eða um 110.500 krónum, í 1.500 evrur, eða 132.600 krónur. Hún vill ennfremur festa 35 stunda vinnuvikuna í sessi, einhverja heilögustu kú franskra sósí- alista sem hægrimenn telja hamla hagvexti í landinu. Hún hyggst auka eftirlit ríkisins með bönkum og fjöl- miðlum og lofar að auka fjárframlög ríkisins til vísindarannsókna um 10% á ári. Royal hyggst og afnema lög sem auðvelda smáfyrirtækjum að ráða og reka starfsfólk. Hún lofar að bjóða ungu fólki vaxtalaus lán að andvirði 10.000 evra, sem svarar 880.000 króna, til að stofna eigin fyrirtæki og hyggst skapa hálfa milljón niður- greiddra starfa fyrir unga fólkið. Þeim sem kaupa íbúð í fyrsta skipti verða einnig boðin vaxtalaus veðlán. Ljóst er að loforðin kosta sitt. Eric Besson, talsmaður sósíalista í efna- hagsmálum, áætlar að kostnaðurinn nemi 35 milljörðum evra, eða sem svarar um 3.100 milljörðum króna. Sarkozy, sem hefur boðað skatta- lækkanir, hefur reyndar áætlað að til- lögur sínar kosti franska ríkið um 30 milljarða evra, en segir að hluti fjár- ins skili sér aftur í ríkissjóð með aukn- um hagvexti. Ríkisrekinn orkuiðnaður Aukin þátttaka almennings í lýð- ræðisferlinu í gegnum „borgaralega dómstóla“ er ofarlega á stefnuskrá Royal. „Stjórnmál munu ekki lengur fara fram án ykkar, fólksins,“ sagði Royal um tillögu sem án efa er ætlað að slá á vantraust almennings gagnvart stjórnmálaelítunni í París. Raunar er sjálf stefnuskráin niðurstaða slíks samráðs, tillögurnar eru afrakstur þriggja mánaða „ráðgjafarfunda“ á netinu, flokksfunda og þúsunda við- tala við kjósendur vítt og breitt um landið. Meðal róttækari tillagna Segolene Royl er sameining orkurisanna EDF og Gaz de France í eitt, ríkisrekið fyr- irtæki. Gagnrýnisraddirnar voru einna há- værastar frá fulltrúum viðskiptalífs- ins og hagfræðinga sem vara við auknum ríkisumsvifum. Fyrrgreind- ur Besson telur hins vegar að aukinn sparnaður og tekjur muni lækka skuldir ríkisins og tryggja að ekki þurfi að hækka skatta. Hinn umdeildi Jean-Marie Le Pen sparaði ekki stóru orðin og sagði að stefnuskráin minnti á byltingarráðið sem stjórnaði París 1792–1794. Royal lagði hins vegar áherslu að umbætur sínar í efnahags-, mennta-, félags-, innflytjenda- og umhverfismálum myndu leiða til „sanngjarnara og öfl- ugra“ Frakklands. Segolene Royal veðjar á vinstri áherslurnar Stefnuskrá í hundrað liðum misjafnlega tekið Reuters Forsetaefni Segolene Royal veifar til stuðningsmanna sinna úr röðum franskra sósíalista eftir að hún kynnti stefnuskrá sína á sunnudag. DÖNSK heimildarmynd um ástand- ið á Strandvænget, sem er stofnun eða heimili fyrir þroskaheft fólk á Fjóni, hefur vakið uppnám í Dan- mörku. Var myndin tekin á laun og sýnir berlega ótrúlegt skeytingar- leysi og niðurlægjandi framkomu við fólkið. Hún sýnir hins vegar líka, að álagið á starfsfólkið er allt of mikið. Þetta mál hefur verið tekið upp á þingi og þar lýstu þingmenn úr öllum flokkum hneykslan sinni á því sem- fram kom í heimildarmyndinni. Hef- ur verið lagt til að eftirlit með Strandvænget verði hert og einnig öðrum stofnunum að sögn Politiken. Þá hefur Pia Kristensen, formaður félagsmálanefndar þingsins, lagt til, að settar verði ákveðnar siðareglur fyrir fólk í umönnunarstéttum. Það geti haft þær til hliðsjónar í starfi sínu og þá áttað sig betur á hvenær ekki er allt með felldu. Eftir að myndin var sýnd, bárust tvær kærur til lögreglunnar vegna ástandsins á Strandvænget og ekki þykir ólíklegt, að höfðað verði opin- bert mál á hendur fjórum starfs- mönnum stofnunarinnar. Fengu þeir leyfi til að skoða heimildarmyndina áður en hún var sýnd opinberlega og fóru síðan allir í veikindaleyfi. Marie Sonne, varaformaður í sam- tökum fólks í umönnunarstéttum, er mjög hneyksluð á því, sem myndin opinberaði, og hún hvetur yfirvöld til að auka menntun á þessu sviði en í Danmörku er hún ekki sambærileg við það, sem hún er annars staðar á Norðurlöndum. Þroska- heftir óvirtir Föstudaginn 16. febrúar: Hótel Húsavík kl. 17.00–19.00 Laugardaginn 17. febrúar: Skjólbrekku í Mývatnssveit kl. 14.00–16.00 Allir velkomnir! Orka, náttúra og nytjar Opinn kynningarfundur Landsvirkjunar um virkjunarkosti í Þingeyjarsýslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.