Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 15 FRÉTTIR HELGI Pétursson, sem leiddi sameiningu heilbrigðis- og umhverfisnefndar Reykjavíkurborgar á sínum tíma, vildi koma á framfæri sínum sjónarmiðum vegna um- fjöllunar blaðsins í gær. Helgi bendir á, að niðurstöður kannanna á loftmengun við leikskóla í borginni hafi verið lagðar fram á fundum fyrir tíu árum, en ekki komi fram í fundargerðum, hvaða tillögur hafi legið fyrir. Helgi „ítrekar líka að umræða og mælikvarðar hafi verið allt aðrir á þessum árum“, með þeim orðum að „gott ef skilti með hvatningu til ökumanna um að drepa á bílunum við leikskóla hafi ekki verið það sem kom út úr þessum mælingum“. Helgi bendir einnig á „að bílum hafi fjölgað mikið á þessu árabili og loftmengun orðið miklu sýnilegri og áþreifanlegri“. Fyrir tíu árum hafi „almenningur haft mjög takmarkaðan áhuga á því að draga úr notkun nagladekkja, þrátt fyrir auglýsingar og hvatningar frá borgaryfirvöldum. Þetta sé sem bet- ur fer greinilega að breytast“. Vill draga úr notkun naglanna Í skriflegri yfirlýsingu frá Helga sagði orðrétt: „Það einfalda reikn- ingsdæmi sem búið er að liggja fyrir árum saman um kostnað og heilsu- tap almennings af notkun nagla- dekkja, er sem betur fer að verða mönnum ljóst. Nú er um að gera að gera vandlegar kannanir á loftmeng- un í borginni og fylgja niðurstöðum þeirra eftir með markvissum aðgerðum, sem almenningur er aug- ljóslega mun meira fylgjandi en áður var. Allar þjóðir í nágrenni okkar hafa gripið til aðgerða fyrir löngu, ýmist með banni á notkun nagladekkja eða með sérstöku gjaldi á þá, sem vilja nota nagla.“ Helgi Pétursson Mengunin í borginni nú „áþreifanlegri“ Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞAU UMMÆLI Jóns Benjamíns- sonar umhverfisfræðings í Morgun- blaðinu í gær að hann væri „hissa á sinnuleysi borgaryfirvalda“ vegna niðurstaðna loftmengunarmælinga sem fram fóru við 41 leikskóla á árinu 1997 – og svo við átta skóla 1998 og tvo 1999 – vöktu mikla at- hygli en jafnframt sterk viðbrögð. Síðdegis í gær bárust blaðinu skrifleg viðbrögð frá Umhverfisráði Reykjavíkurborgar þar sem sagði að borgin hefði „undanfarin ár lagt metnað sinn í að sinna loftgæða- mælingum“. Orðrétt sagði: „Allar niðurstöður og vísbendingar; skýrslur og rannsóknir, hafa verið teknar alvarlega og fengið umfjöll- un og viðbrögð [...] Reykjavíkur- borg hefur með öðrum orðum verið í forystu um aðgerðir til að draga úr svifryksmengun og svo mun verða áfram.“ Jafnframt var vikið að starfsemi nagladekkjahóps og fjölmörgum fréttum á vefsíðu umhverfissviðs. Ekki var hins vegar minnst á mælingarnar 1997, 1998 og 1999 eða hvernig skýrslunum þremur um þær niðurstöður var tekið á sínum tíma. Beiðni svarað með fúkyrðum Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri hjá umhverfissviði Reykjavíkur- borgar, segir aðspurður um hvort til standi að endurtaka mælingar á loftmengun við leikskóla, líkt og gert var við 41 skóla 1997, að tvær staðbundnar mælistöðvar – við Grensásveg og Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn - hafi frá árinu 2002 veitt góðar vísbendingar um meng- un í borginni. Þá sé til færanleg stöð og að æskilegt sé að fjölga slíkum stöðv- um í framtíðinni. Hann segir standa til að mæla kolmónoxíð, CO, sér- staklega við leikskóla og til skoð- unar sé, hvernig megi koma viðvör- unum til skólanna þegar loft- og svifryksmengun fer yfir heilsu- verndarmörk í borginni. Lúðvík segir sig og samstarfs- menn sína hafa í gegnum árin beðið fólk á ýmsum stöðum, þ.á. m. við leikskóla, að drepa á bílnum. „Við höfum bent ökumönnum á að þetta væri ólöglegt,“ segir Lúð- vík. „Viðbrögðin voru allt frá að drepa á bílnum [...] í það að spyrja hvað mér kæmi þetta yfir höfuð við. Við höfum fengið yfir okkur fúk- yrði sem geta haft áhrif á andlega heilsu manna. Menn gera þetta því ekki oft. Það þarf að liggja mikið við vegna þess að við fáum viðbrögð sem geta haft áhrif á andlega líð- an.“ Morgunblaðið/RAX Óhreint loft Umferðin þyrlar upp svifrykinu á Snorrabraut í fyrradag. „Svifrykstímabilið“ fer nú að hefjast. Allar niðurstöður teknar alvarlega Umhverfisráð Reykjavíkurborgar svarar gagnrýninni HRANNAR Björn Arnarsson, sem veitti umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar forstöðu frá 4. febr- úar 2000 til maí 2004, gerði í gær skriflegar og munn- legar athugasemdir við frétt á forsíðu Morgunblaðsins sama dag, þar sem haft var eftir honum að „borgaryf- irvöld [hefðu] „barist við vindmyllur“ í viðleitni sinni til að vekja athygli almennings á loftmengun“. Hrannar segist aldrei hafa látið þessi orð falla. Hann dró hins vegar ekki til baka að hafa ekki munað eftir mengunarmælingum við leikskóla í samtali við blaðamann, en viðtalið fór fram í gegnum síma og um- mæli viðmælenda skrifuð jafnóðum niður á blað. „Ef eitthvað má segja um þátt minn og nefndarinnar í loftslagsmálum á starfstíma mínum þá er það miklu frekar að þar verið unnið afar mikilvægt starf í þeim málaflokki á stuttum tíma,“ segir Hrannar. „Stað- reyndin er sú að 21. desember 2000 flyt ég tillögu í um- hverfis- og heilbrigðisnefnd, sem var samþykkt, að gerð yrði úttekt á ástandi mála í borginni í mengunarmálum og kannaðar leiðir til að draga úr loft- mengun vegna umferðar og sér- staklega notkun nagladekkja. Það var gert ráð fyrir að tillögur yrðu lagðar fyrir nefndina í apríl 2001. Það fór fram úttekt í kjölfarið hjá Gatna- málastjóra og heilbrigðiseftirliti sem skilaði tillögum í maí 2001. Þar voru lagðar til stórauknar mælingar og aukin upplýsingagjöf til almennings, auk ítarlegra aðgerða um hvernig ætti að sporna gegn svifryksmengun [...] Við fjárfestum fyrir 25 milljónir í nýjum tækjum, tvö- földuðum mælingar og komum á rauntímaupplýsingum um loftgæðin í kjölfarið.“ Spurður um hvers vegna mælingar á loftmengun við á fimmta tug leikskóla hafi aldrei komið til umræðu í nefndinni segist Hrannar ekki hafa „neina skýringu á því“. Hrannar B. Arnarsson Nefndin vann „afar mikilvægt starf“ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Ger- ald Sullenberger: „Við aðalmeðferð í svokölluðu Baugsmáli hinn 13. febrúar sl. krafðist verjandi ákærða Jóns Ás- geirs Jóhannessonar að ég viki af dómþingi meðan skýrsla væri tekin af ákærða. Kröfu þessari mótmælti ég þar sem ég ætti skýlausan rétt lögum samkvæmt til að vera við- staddur aðalmeðferð í máli þar sem ég sætti ákæru um refsiverða hátt- semi. Þrátt fyrir mótmæli verjanda míns tók dómsformaður þá ákvörð- un að ég skyldi víkja af þinginu með- an skýrsla væri tekin af ákærða Jóni Ásgeiri. Verjandi minn krafðist rök- stuðnings fyrir ákvörðuninni eða úr- skurðar um að ég viki af þinginu. Dómsformaður neitaði að verða við þessum kröfum okkar og vísaði mér út með frekar dónalegum hætti. Þar sem þetta er opið þinghald, og allir fjölmiðlar landsins viðstaddir, þá er þessi ákvörðun Arngríms Ísbergs með öllu óskiljanleg, kannski treyst- ir hann Morgunblaðinu betur til að koma á framfæri þeim framburði sem Jón Ásgeiri ber fyrir dómi. Ég les þá bara Moggann. Málsmeðferð þessi sem ég þarf að sæta er bæði ranglát og óskiljanleg með öllu. Ákvörðun dómsformanns- ins um að ég skyldi víkja af þinginu er efnislega röng. Í 4. mgr. 129. gr. laga um meðferð opinberra mála segir að ákærði eigi rétt á að vera við aðalmeðferð máls. Dómari geti þó ákveðið að ákærði víki af þingi meðan skýrsla er tekin af vitni eða meðákærða ef nærvera hans geti verið sérstaklega íþyngjandi eða geti haft áhrif á framburð viðkom- andi, sbr. 6. mgr. 59. gr. laganna. Þessar undan- tekningar frá meginreglunni um að ákærði eigi rétt á að vera við- staddur aðalmeð- ferðina eiga aug- ljóslega ekki við í máli þessu. Þá vekur það furðu og er í raun óskiljanlegt að það skuli vera neitað verða við kröf- um um rökstuðning fyrir ákvörðun- inni, sérstaklega í ljósi þess að ég hef engin lagaúrræði til að óska end- urskoðunar á henni. Það hlýtur að vera réttmæt krafa að dómari rök- styðji ákvörðun sem er í andstöðu við meginreglur um rétt ákærðs manns til að vera viðstaddur aðal- meðferð í máli sínu. Það verður því ekki betur séð en brotið sé gegn grundvallarréttind- um mínum um að fá að vera við- staddur aðalmeðferð í málinu og verja mig. Þegar litið er til alls þessa er skiljanlegt að ég dragi í efa óhlut- drægni dómsins í máli þessu eins og ég gerði þegar ég krafðist að dóms- formaður viki sæti við meðferð þessa máls. Það er með öllu óskilj- anlegt að dómarar sem tóku þá af- stöðu í fyrra málinu, að framburður minn sem vitnis hefði minna sönn- unargildi en ella þar sem ég bæri þungan hug til Jóns Ásgeirs, teljist ekki vanhæfir til að fara með mál þetta. Þegar dómarar hafa tekið slíka huglæga afstöðu við mat á framburði mínum eru gild rök til að draga óhlutdrægni þeirra í efa í máli þessu, sérstaklega þegar sömu að- ilar eiga í hlut og í fyrra málinu. Ekki minnkar sá efi þegar mér er nú vikið af þinginu án rökstuðnings.“ Réttlát og óhlut- dræg málsmeðferð? Jón Gerald Sullenberger Yfirlýsing frá Jóni Gerald Sullenberger NÚ ER UNNIÐ að viðgerðum á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum, við Grímsstaði. Þessi brú var byggð á árunum 1946–47 og vígð í júlí 1948. Áður var aðeins brú á þessu mikla vatnsfalli niðri í Öxarfirði. Brúin var því mikil samgöngu- bót, en jafnframt brúarsmíðinni var lagður vegur úr Mývatnssveit austur fjöllin. Það er flokkur brú- arsmiða frá Hvammstanga sem vinnur að lagfæringum á brúnni. Það sem lagfæra þarf eru enda- festingar brúargólfsins en þær hafa látið undan miklum þunga- flutningum á síðustu misserum. Annars stendur brúin ótrúlega vel ef hugsað er til þeirrar byltingar sem orðið hefur í samgöngum og samgöngutækjum á þeim 60 árum sem hún hefur verið í notkun. Hún lofar sannarlega verk bæði hönn- uða og brúarsmiða, sem flestir eru nú horfnir af vettvangi dagsins. Á nýrri vegaáætlun er lagt til að byggð verði brú nærri þessum stað 2011 til 2014. Brúarsmíð Grímsstaðabrúin í byggingu árið 1946. Viðgerð á brú yfir Jökulsá á Fjöllum Viðhald Unnið að viðgerð á Jökuls- árbrú við Grímsstaði árið 2007. Morgunblaðið/Birkir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.