Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 26
daglegt líf 26 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐBÓTARNÁM FYRIR GRUNNSKÓLAKENNARA vegna endurskoðunar á námskrám grunnskóla Í mars 2007 mun menntamálaráðuneytið að nýju bjóða upp á viðbótarnám fyrir kennara í íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði. Uppsetning námsins verður með eftirfarandi hætti: 1. Aðfaranám - fyrri hluti, hefst í mars 2007. Áhersla á námskrár. Í mars hefst almennt námskeið þar sem farið verður yfir drög að námskrám og þátt- takendum kynnt upplýsingatækni til að auka færni þeirra í fjarnámi. Stefnt er að því að staðbundnar lotur verða haldnar eins og hér segir: 2. Aðfaranám - síðari hluti, hefst í september 2007. Áhersla á kennsluaðferðir og tækni. 3. Viðbótarnám á háskólastigi (12 ein.). Að aðfaranáminu loknu verður boðið upp á áfanga, kenndir eru við Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík sem henta til viðbótarmenntunar í viðkomandi fagi. Þátttakendur geta valið námskeið í öllum háskólunum og stundað þau í fjarnámi. Umsóknir um þátttöku berist í síðasta lagi 2. mars nk. til SRR - Símenntun Rannsóknir Ráðgjöf KHÍ, sem hefur umsjón með skráningu og staðfestingu á þátttöku kennara. Upplýsingar um námskeiðin verða á vef Símenntunar http://simenntun.khi.is Vor 2007 Reykjavík Akureyri Stærðfræði 9. og 10. mars 16. og 17. mars Danska og enska 23. og 24. mars 16. og 17. mars Íslenska 30. og 31. mars 30. og 31. mars Ferðakostnaður milli landshluta er endurgreiddur. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þessi kókkista geymir heil-mikla sögu, til dæmis erhún snjáð á þeirri hliðinnisem stelpurnar hoppuðu alltaf upp á og sátu löngum stund- um. Við köllum þetta rassafar. Ég man það sjálfur frá minni bernsku að stelpurnar sátu alltaf uppi á kók- kistunum þegar ungdómurinn hékk í sjoppunum. Þetta er mjög skemmti- legur gripur og sagan á bak við hann líka,“ segir Jónas Halldórsson antik- og listmunasali sem ætlar næsta laugardag að halda uppboð á forláta kókkistu í Antikbúðinni í Hafnar- firði. „Margir eiga gamlar og góðar minningar tengdar svona kistum. Ég var til dæmis alltaf á Billjard- inum á Klapparstíg í gamla daga og þá var það nánast regla að fara beint í kistuna og fá sér eina litla ískalda kók þegar maður kom inn.“ Margar góðar minningar Jónas segir svona kókkistur sem eru í góðu lagi, vera orðnar mjög sjaldséðar. „Þessi er komin til ára sinna því ég held að þær hafi byrjað að berast hingað til lands upp úr 1950. Þessi kista kom upphaflega í verslunina Svalbarða, harðfiskbúð- ina svokölluðu sem var við Fram- nesveg og þar var hún lengst af. Margir eiga góðar minningar frá Svalbarða og mannlífinu þar. Þegar ég var strákpjakkur og vann sem sendill fór ég til dæmis oft í Sval- barða og keypti mér gos þar. Þegar Svalbarðaverslunin var seld, þá fór kistan ekki langt, heldur yfir í Nóa- tún í JL-húsinu. Ég er með þá kenn- ingu að þegar svona kókkistur voru fjarlægðar úr verslunum, þá fóru þær skömmu síðar á hausinn, af því að sálin fór með kistunni.“ Jónas segist oft hafa keypt sér kók úr þessari kistu þegar hún var í Nóatúni. „En hún endaði úti í bíl- skúr hjá þeirri fjölskyldu sem hafði eignast hana við kaupin á Svalbarða. Innst inni í bílskúrnum hefur hún sofið í mörg ár en þegar tekið var til í honum nýlega þá áskotnaðist mér þessi kostagripur. En það var ekki auðunnið verk, ég þurfti að bjóða vel í hana áður en ég fékk já.“ Hæstbjóðandi fer með hana heim Jónas segir kistuna vera í góðu lagi og að hún svínvirki, ekki þurfi annað en að stinga henni í samband og þá fari hún að kæla. „Og hún kæl- ir rosalega vel. Þeir sem fengu sér kók úr svona kistu, þegar þær voru og hétu, vita að þaðan kemur kald- asta kók sem hægt er að fá. Ég hef ekkert verið að raska henni, það eru til dæmis enn gamlir verðmiðar límdir innan á kantana, þar sem sjá má hvað kókflöskurnar kostuðu.“ Jónas segir marga hafa sýnt kist- unni áhuga en hann hafi ákveðið að bjóða hana upp svo allir eigi jafna möguleika. „Hæstbjóðandi fer með hana heim og aldrei að vita hver það verður en ég held að hún myndi sóma sér vel inni á einhverri for- stjóraskrifstofu. Þetta er massífur eðalgripur og hún er svakalega þung. Ég fæ verk í bakið við það eitt að hugsa um hvað hún er þung. Þeg- ar ég sótti hana um áramótin í ka- faldssnjó, þá fékk ég einn vin minn til að bera hana með mér og það er alveg ljóst að ég endurtek það ekki. Næst fæ ég með mér aðstoðarmenn, það duga ekki færri en fjórir fílefldir til að bera þetta djásn.“ Sálin fór með kistunni Morgunblaðið/Ásdís Ískalt Jónas fær sér eina kók úr kistunni góðu sem hann segir gefa kaldasta kók sem hægt er að fá. „Ég held að hún myndi sóma sér vel inni á ein- hverri forstjóraskrifstofu.“ Uppboðið hefst kl. 16.00 á laug- ardag í Antikbúðinni, Strandgötu 24 í Hafnarfirði. BANDARÍSKIR vísindamenn segj- ast hafa framleitt „sýklavarða“ húð sem gæti í framtíðinni bjargað lífi þeirra sem hafa brennst alvarlega. Frá þessu er sagt á vef breska rík- isútvarpsins, BBC. Hinar erfðabreyttu húðfrumur drápu fleiri sýkla, þegar þeim var bætt við ræktaðar húðígræðslur, í rannsóknastofunni. Rannsóknar- hópurinn, sem var á vegum Háskól- ans í Cinncinnati, upplýsti að vonast væri til að hægt yrði að hefja tilraun- ir á dýrum snemma á þessu ári. Húð er viðkvæmari fyrir sýking- um eftir bruna vegna þess að þá er hún verr í stakk búin til að vernda sjálfa sig fyrir bakteríum. Alvarleg brunasár þarf að hylja og halda hreinum á meðan húðin grær. Vís- indamennirnir segja að ef erfða- breytta húðin er notuð eftir bruna gæti það minnkað sýkingarhættu, bætt húðígræðslur og minnkað þörf fórnarlambanna fyrir sýklalyf. Haft er eftir dr. Dorothy Supp, sem fór fyrir rannsókninni, að rækt- uð húð geti bætt líf margra fórnar- lamba bruna. „En hún hefur líka tak- markanir. Þar á meðal er viðkvæmni gagnvart sýkingum. Það kemur til af því að ágrædd húð er ekki í tengslum við hringrás líkamans á meðan hún er að gróa. Þar af leiðandi kemst hin ágrædda húð ekki strax í samband við sýklalyf og mótefni líkamans til að berjast gegn sýkingum.“ Rannsóknarhópurinn komst að því að erfðabreyttar húðfrumur sem framleiða meira magn próteins sem kallast „human beta defensin 4“ (HBD4) grönduðu fleiri bakteríum en venjulegar húðfrumur. Próteinið HBD4 er hluti af náttúrulegu varn- arkerfi líkamans. Vísindamennirnir álíta að erfðabreyttu húðfrumurnar muni efla varnarkerfið. Dr. Supp sagði jafnframt: „Ef áframhaldandi tilraunir koma vel út gæti þetta meðferðarform lofað góðu í baráttu fórnarlamba bruna við sýk- ingar.“ Sýklavarin húð fyrir brunasjúklinga BRETINN Paul Smith er hvað þekktastur fyrir herrafatahönnun sína en hann lætur einnig til sín taka í kvenfatatísku. Hann er meðal hönnuða sem nú sýna tísku komandi hausts og vetrar á tískuviku í London. Jafn- an hefur mikilla áhrifa frá heimalandi Smiths gætt í fatalínum hans. Hans ein- kennismerki er breskur nútímastíll sem hef- ur náð hylli um allan heim. Nú mátti vel greina þessi bresku áhrif en þau voru þó mjög krydduð áhrifum frá þriðja áratug síðustu aldar að því leyti að mittið var lágt og fötin laus á líkamanum. AP Stutt Pilsið er ekki sítt en klæðnaðurinn engu að síður þægilegur. Skært Litrík og létt- leikandi föt í sýningu Paul Smith. Breskur nútímastíll Enska rósin Lily Cole, ein þekktasta fyrir- sæta Bretlands. tíska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.