Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 11 FRÉTTIR SÖFNUNIN Börn hjálpa börnum 2007 hefst í dag, fimmtudaginn 15. febrúar, og munu grunnskólabörn um allt land ganga í hús og safna framlögum í sérmerkta bauka. Söfn- unin hefur verið árlegt söfnunar- átak ABC barnahjálpar síðan 1998 í samvinnu við grunnskóla landsins. Um 3.000 börn hafa að meðaltali tekið þátt í söfnuninni ár hvert og hefur söfnunarféð runnið óskert til uppbyggingar skólastarfs, heima- vista og barnaheimila í Indlandi, Pakistan og Úganda og hafa margar byggingar risið á þessum árum vegna söfnunar barnanna og fjöldi barna komist í skóla. Í ár verður lögð áhersla á að safna fyrir byggingu heimavista og skóla í Pakistan og Kenýa auk Úganda ef vel gengur. ABC barnahjálp byggði 3 skóla í Pakistan á síðasta ári og nú stendur yfir bygging fjórða skólans í Pak- istan og heimavistar fyrir stúlkur í Úganda auk þess sem nýlega var komið á fót heimavist fyrir götubörn í Kenýa. Ráðgert er að hjálpa þús- undum nauðstaddra barna í þessum löndum og skiptir söfnunin Börn hjálpa börnum miklu máli í því sam- hengi. Söfnunarreikningurinn er nr. 515- 14-110 000, kt. 690688-1589. Árlegt söfnunarátak ABC Góður árangur Við vígslu ABC-skólans í Peshawar í Pakistan í desember 2006. Skólinn var byggður á síðasta ári fyrir söfnunarfé. PÁLL Torfi Önundarson, yf- irlæknir á Landspítala, segir að ekki sé hægt að túlka álit umboðsmanns Alþingis um stöðu yfirlækna sérgreina á LSH með öðrum hætti en að hann taki undir meginathuga- semd læknanna um að skýra þurfi ákvæði laga um stöðu og ábyrgð yfirlækna með tilliti til stöðu þeirra sjúklinga sem eru til lækninga hjá þeim starfseiningum spítalans sem yfirlæknarnir eru yfir. Þrír yfirlæknar á Landspítala sendu umboðs- manni erindi árið 2005 og skilaði umboðsmaður ítarlegu áliti fyrr í þessum mánuði. Páll Torfi segist líta svo á að álit umboðsmanns Alþingis feli í sér alvarlegan áfellisdóm yfir stjórnsýslu Landspítalans og heilbrigðisráðuneytisins. Fullt tilefni hafi verið til kvörtunarinnar sem ekki hafi fengið málefnalega umfjöllun innan spít- alans og ráðuneytisins á árunum 2001–2005. Þetta hafi rýrt trú almennings og starfsmanna á stjórnsýslu þessara aðila. Bera höfuðábyrgð á starfsemi sérgreina sinna Páll Torfi sagði að meginkvörtun yfirlækn- anna hafi verið vegna skipurits sjúkrahússins og ábyrgðar og valds sviðsstjóra lækninga sem þeim var falið með starfslýsingu árið 2000. Páll Torfi leggur áherslu á að í áliti umboðs- manns komi fram að fagleg ábyrgð og skyldur sviðsstjóra lækninga samkvæmt starfslýsingu og greinargerð með skipuriti Landspítalans fari á svig við lög um heilbrigðisþjónustu. Yfirlækn- ar sérgreina, sem skulu hafa sérþekkingu á við- komandi grein, beri samkvæmt lögum höfuð- læknisábyrgð á starfsemi sérgreina sinna. Hvorki lækningaforstjóri né sviðsstjórar megi yfirtaka þessa lögboðnu ábyrgð. Hlutverk sviðs- stjóra byggist á framseldum lagaheimildum for- stjóra og lækningaforstjóra og sé fjármálaleg ábyrgð auk eftirlits- og samræmingarhlutverks. Þá bendir Páll Torfi á að í álitinu komi fram að starf sviðsstjóra sé ekki tímabundið verkefni og auglýsa þurfi fyrri stöður sviðsstjóra. Í áliti umboðsmanns segir að það sé hans mat að fullnægjandi lagaheimild hafi staðið til þess að skipta starfsemi Landspítala upp í ákveðin svið og fela sérstökum sviðsstjórum að fara með stjórn þeirra í umboði frá forstjóra og fram- kvæmdastjóra lækninga spítalans. Páll Torfi segir að um þetta hafi aldrei verið nein deila og yfirlæknarnir hafi ekki kvartað yfir þessu. Páll Torfi segir að sjúklingar eigi kröfu á því að fyrir hverri sérgrein læknisfræðingar sem starfa á Landspítala fari yfirlæknir, sem ráðinn sé á grundvelli læknisfræðilegrar sérþekkingar sinnar á viðkomandi grein í þeim tilgangi að bera ábyrgð á starfsemi og lækningum viðkom- andi sjúklings. Þennan lækni eigi að ráða með auglýsingu og að uppfylltu hæfnismati lögboð- innar matsnefndar m.t.t. kunnáttu í viðeigandi sérgrein. „Tekur undir meginathuga- semdir yfirlæknanna“ Páll Torfi Önundarson Í TILEFNI af þeirri umræðu sem fram hefur farið síðustu vikur um lífsreynslu og stöðu þeirra sem voru börn á upptökuheimilum hins opinbera á árum áður hefur hópur fólks tekið sig saman um að halda sálgæslusamveru í Laugarneskirkju næstkomandi sunnudag, 18. febr- úar, kl. 17. Fyrir hópnum fer Rósa Ólöf Svavarsdóttir hjúkrunarfræðingur, en hún kom nýlega fram í Kastljósi Sjónvarps og greindi frá reynslu sinni. Ásamt henni munu leiða sam- komuna Bjarni Karlsson prestur og Flosi Karlsson læknir. Til þessarar sálgæslusamveru er öllum sem voru börn á upptöku- heimilum boðið að koma og deila reynslu sinni. Skipt verður í smærri samtalshópa og mun læknir eða prestur leiða samtal hvers hóps. Kl. 19 verður súpa og meðlæti í boði heilsufyrirtækisins Maður lif- andi en kl. 20 mun haldin hin mán- aðarlega kvöldmessa í Laugarnes- kirkju, sem að þessu sinni verður helguð umhugsun um menningu gömlu upptökuheimilanna og fyr- irbæn fyrir minningum þeirra sem þar áttu sína daga. Rósa Ólöf mun þar greina frá lífi sínu og trú, sr. Bjarni prédikar, sr. Hildur Eir Bolladóttir þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni meðhjálpara en djass- kvartett Gunnars Gunnarssonar leikur og Kór Laugarneskirkju leið- ir gospelsöng. Að lokum býður Gunnhildar Einarsdóttur kirkju- vörður upp á messukaffi í safn- aðarheimilinu. Sálgæslusamvera fyrir börn gömlu upptökuheimilanna Þegar viðkvæm húð þín sendir „SOS“... Velkomin í kynningu í dag og á morgun, föstudaginn 16. feb., kl. 13–17 Cellular Nurturing System Bjóðum 10% kynningarafslátt og kaupauka. Laugavegi 80 • Sími 561 1330 www.sigurboginn.is iðunn tískuverslun Laugavegi 51 sími 561 1680 Lager- sala 70% afsláttur! ÍS L E N S K A S IA .I S K E L 36 25 0 02 .2 0 0 7 Það styttist í vorið Glæsilegur fatnaður við öll tækifæri. Kringlunni · sími 5684900 www.kello.is Opið til kl. 21 í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.