Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LÍFEYRISSJÓÐIR voru í upp- haflega stofnaðir til þess að bæta kjör aldraðra í ellinni, en alls ekki til að lækka útgjöld ríkisins til aldr- aðra. Fyrir þann sem hefur tekju- tryggingu eða tekjutryggingarauka frá Tryggingastofnun (TR) er ríkið langstærsti lífeyrissjóðsþeginn. Þannig fer langstærsti hluti þessara greiðslna úr lífeyrissjóði í skertar greiðslur frá TR fyrir lífeyrisþeg- ann og í aukna tekjuskatta. Lífeyr- issjóðir á Íslandi hafa þótt til fyr- irmyndar í alþjóðlegum samanburði en þessar skerðingar og skattar hins opinbera vegna greiðsla úr sjóðunum vekja mikla tortryggni og óánægju. Frítekjumark gagnvart lífeyrissjóðstekjum er 0 krónur. Frítekjumark er ekkert gagnvart tekjum úr lífeyrissjóði fyrir þá elli- lífeyrisþega sem hafa tekjutrygg- ingu frá Tryggingastofnun ríkisins (TR). Fyrir þann sem býr einn og hefur tekjutryggingu fara því nú um 69% tekna hans úr lífeyrissjóði í skatta og skerðingar. Þannig heldur hann einungis tæplega 3.100 krónum af 10.000 krónum sem hann fær úr líf- eyrissjóði þegar greiðslur hans frá TR hafa verið skertar og tekju- skattar greiddir af því sem eftir er. Þannig má segja að ríkið sjálft sé langstærsti lífeyrisþeginn þar sem meginhluti þessara greiðslna úr líf- eyrissjóðum leiðir til þess að greiðslur frá TR lækka verulega og afgangurinn er skattlagður af full- um þunga eins og launatekjur. Frá næstu áramótum eða 1. jan- úar 2008 stendur til að minnka þessar skerðingar aðeins, en eftir standa yfir 68% í skerðingar og skatta. Það er allt of mikið. Stór hluti tekna frá lífeyr- issjóðum er í raun fjármagnstekjur. Samtök aldraðra hafa m.a. með málaferlum lagt áherslu á að stór hluti tekna þeirra sé í raun fjár- magnstekjur. Fjármagnstekjur bera 10% skatt en tekjur lífeyr- isþegans úr lífeyrissjóði eru skatt- lagðar um 35,72% frá 1. janúar 2007. Þessi skattheimta, langt yfir skatta af fjármagnstekjum, kemur til viðbótar því hvað lífeyrissjóðs- tekjur skerða greiðslur frá TR, aðr- ar en grunnlífeyri. Þetta er mjög óheillavænlegt ástand og er ekki óeðlilegt að menn líti á greiðslur í lífeyrissjóð sem hverja aðra skatt- greiðslu. Vægi grunnlífeyris lækkar sífellt. Oft er sagt frá því að lífeyr- issjóðstekjur skerði ekki grunnlíf- eyri eða ellilífeyri. Þannig hafa margir haldið að greiðslur almanna- trygginga skerðist ekki vegna greiðslna frá lífeyrissjóði. Það er öðru nær. Grunnlífeyrir hefur minnkað mjög mikið í vægi greiðslna frá TR og er fyrir þann sem býr einn og hefur ekki tekjur annars staðar frá einungis 19,6% af greiðslunum frá TR. Þannig er grunnlífeyrir 24.831 krónur á mán- uði en tekjutrygging og heimilis- uppbót 101.706 krónur á mánuði eða 80,4% af greiðslum, en það er sá hluti greiðslnanna sem verður fyrir skerðingum. Þannig verður langstærsti hluti tekna ellilífeyr- isþegans, sem hefur lágar tekjur, fyrir skerðingum og sköttum. Það er engin furða að tiltrú láglauna- fólks á lífeyrissjóði fari þverrandi, vegna þess að menn líta svo á að þetta sé aðeins ein aðferð ríkisins til að skattleggja launþega. Frá janúar 2007 Ellilífeyrisþegi einhleypur (með heimilisuppbót) og með tekjutrygg- ingu. Ef tekjur hans úr lífeyrissjóði hækka til dæmis um 10 þúsund á mánuði þá lækkar tekjutrygging hans um 39,95% eða 3.995 krónur Heimilisuppbótin lækkar um 11,78% eða 1.178 krónur. Skerðing á greiðslum almannatrygginga er því 5.173 krónur eða 51,73%. Eftir stendur hækkun tekna sam- anlagt um 4.827 krónur. Tekju- skattur á þá upphæð er 35,72% eða 1.742 krónur. Eftir standa 3.102 kr af 10.000 kr tekjuauka. Skattar og skerðing um 69%. Lífeyrissjóðir – ríkið tekur mest í skerðingar og skatta Ólafur Ólafsson og Einar Árnason fjalla um lífeyrissjóði og tekjutryggingu » Grunnlífeyrir hefurminnkað mjög mikið í vægi greiðslna frá TR og er fyrir þann sem býr einn og hefur ekki tekjur annars staðar frá einungis 19,6% af greiðslunum frá TR. Einar Árnason Ólafur er formaður LEB, Einar er hagfræðingur LEB. Ólafur Ólafsson LÁNASJÓÐUR íslenskra náms- manna er eitt af helstu jöfn- unartækjum samfélagsins. Sjóð- urinn er afar mikilvægt tæki til að jafna tækifæri til mennta óháð efnahag og efnalegum bak- grunni. Félagslega sinnað fólk hefur frá stofnun hans staðið dyggan vörð um jöfn- unarhlutverk hans og tel ég brýnt að breyta nú lögum um sjóðinn og efla jöfnunarhlut- verk hans enn frekar. Samfylkingin legg- ur til róttækar breyt- ingar til bóta á Lána- sjóði íslenskra námsmanna í nýju frumvarpi til laga sem við flytjum nú öðru sinni á Alþingi. Mikilvægt er að okkar mati að ná nýrri sátt um hlutverk sjóðsins með það að markmiði að hluti lána breytist í styrk að loknu námi, afnumin verði krafa um ábyrgðarmenn og að lánin verði greidd út fyrirfram. Þá þarf að endurskoða viðmið- unargrunn lánanna reglubundið. Enga ábyrgðarmenn Með frumvarpinu eru settar fram grundvallarbreytingar á lög- um um Lánasjóð íslenskra náms- manna. Við leggjum til að námslán verði ávallt greidd fyrir fram fyrir hvern mánuð. Þá viljum við jafn- aðarmenn að krafa um ábyrgð- armenn á lánum verði felld brott úr lögunum enda samræmist hún ekki ákvæðum laganna um jafn- rétti til náms. Krafan vinnur hrein- lega gegn því markmiði að okkar mati. Vitað er um mörg dæmi þess að ungt og efnilegt fólk hefur orðið að hverfa frá áætlunum um frekara nám vegna þess að það hefur ekki getað framvísað ábyrgð- armönnum sem lána- sjóðurinn tekur gilda. Þetta er vondur veru- leiki sem er fráleitt að una við. Hver náms- maður á sjálfur að vera ábyrgur fyrir endurgreiðslu síns námsláns og á að und- irrita skuldabréf þess efnis. Stjórn sjóðsins ákveður hvaða skil- yrðum lántakandi þarf að fullnægja. Það er allt og sumt. Síðan treystum við fólki til að standa skil á sínum lánum. 30% lána verði styrkur Aðrar breytingar eru þær helst- ar að þegar námsmaður hefur skil- að af sér lokaprófum á tilskildum tíma eða framvísað vottorði um lögmætar tafir á námi breytist 30% af upphæðinni sem hann hefur tek- ið að láni í óendurkræfan styrk. Styrkurinn yrði hvorki tekjutengd- ur né skattlagður. Breytingar þær sem hér eru lagðar til taka mið af reglum annars staðar á Norð- urlöndum. Til að taka dæmi um fyr- irkomulagið í öðrum löndum má nefna að í Svíþjóð eru 35%% af þeirri upphæð sem námsmaður fær til ráðstöfunar á námstíma hreinn styrkur. Sé miðað við fullt nám. Annars staðar á Norðurlöndum eru námsstyrkir ekki bundnir við að námsmaður ljúki formlegu námi en hér er lagt til að það verði skilyrði fyrir styrkveitingu. Það virkar einnig sem öflugur hvati til að ljúka námi á tilskildum tíma. Við í Samfylkingunni teljum mikilvægt að málið nái fram að ganga á Alþingi og munum gera að lögum förum við í ríkisstjórn eftir kosningarnar hinn 12. maí. Því er það áríðandi að hreyf- ingar námsmanna berjist af kappi fyrir breytingum á LÍN sem hluta af þeirri menntasókn og því fjár- festingarátaki í menntun sem nauðsynlegt er að Íslendingar ráð- ist í á næstu misserum. Ekki efa ég að hinn nýi meiri- hluti Rösvku í Stúdentaráði Há- skóla Íslands muni gera það. Til hamingju Röskva með glæsilegan og verðskuldaðan sigur. Um menntamálin á að kjósa í vor. Ný menntasókn á að vera eitt stærsta verkefni nýrrar rík- isstjórnar jafnaðarmanna. Breytt lög um LÍN er stórt skref í þá átt. Breytum lögum um LÍN Björgvin G. Sigurðsson fjallar um Lánasjóð íslenskra námsmanna »… þegar námsmaðurhefur skilað af sér lokaprófum á tilskildum tíma breytist 30% af upphæðinni sem hann hefur tekið að láni í óendurkræfan styrk. Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi. V ið erum margbrotnir og misþroska Íslend- ingar. Umræðan um agaleysi í þjóðfélag- inu ber því vitni. Stundum kveikja umferðarslysin á henni og þá vitna bæði almenn- ingur og löggæzlumenn um aga- leysi í umferðinni; íslenzkir öku- menn virði ekki umferðarreglur og stofni sjálfum sér og öðrum í hættu með gáleysislegum akstri. Oft er það framúrakstur eða þá að menn ráða ekki við aðstæður, en missa stjórn á bílnum, sem fer út af veginum eða yfir á ranga akrein og lendir þá á öðrum sem kemur á móti. Þær hörmungar sem af þessu hljótast eru nátt- úrlega skelfileg afleiðing af aga- leysi, sem okkur á að vera sjálf- sagt að berjast á móti af öllu afli og næsta sama hvað það kostar. Hitt hafa menn bent á að þótt sjálfsagt sé að grípa til örygg- isráðstafana við uppbyggingu vegakerfisins sé rót vandans í huga ökumanna en ekki höndum og því þurfi með einhverjum ráð- um að breyta hugarfari íslenzkra ökumanna og auka þeim sjálfsaga undir stýri. Og ekki aðeins undir stýri. Hvers kyns sjálfsagi er af hinu góða og gerir okkur að betri mönnum; ekki bara ökumönnum heldur dagsdaglegum borgurum. Við þurfum þess með því agaleys- ið brýzt nefnilega ekki bara út í umferðinni. Við erum tillitslaus við samferðamenn okkar yfir höf- uð; við olnbogum okkur áfram og kærum okkur kollótt þótt við troðum öðrum um tær. Við göng- um í skrokk hvert á öðru, oft með hrikalegum hætti og svo hættu- legum að við stefnum lífi og lim- um hvert annars í hættu. Og ekki berum við meiri virðingu fyrir eignarréttinum en svo að við skemmum það sem aðrir eiga af fullkomnu fyrirhyggjuleysi. Það er til dæmis ekki einhlítt að á Ís- landi skuli símaklefar aldrei látnir í friði, heldur hafðir að stöðugum skotspónum skemmdarfýsnar. Við sýnum visst agaleysi í um- gengninni við ríkið og spyrjum fyrst og fremst að því, hvað það opinbera geti gert fyrir okkur og svindlum í leiðinni á því eftir föngum en viljum sem minnst leggja landinu til. Um allar nei- kvæðar hliðar agaleysisins gildir það sama og um umferðina; við þurfum hvorki fleiri boð né bönn, heldur verðum við einfaldlega að taka okkur sjálf taki og temja okkur annan og tillitssamari hugsanagang. Þetta margfalda agaleysi okkar á sér rætur í íslenzkri ein- staklingshyggju sem er skilgetið afkvæmi fámennisins. Inni við beinið erum við öll Bjartur í Sum- arhúsum. Agaleysi okkar á sér nefnilega fleiri hliðar en þær sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni. Og ekki allar slæmar. Það er til dæmis partur af drifkraftinum í Íslendingnum, þessum krafti sem knýr okkur til framfara og getur auk þess að birtast í því að við skörum eld að eigin köku komið fram í auknu svigrúmi til um- hyggju fyrir samferðamönnum okkar. Það er þessi vertíðarstemning sem við erum haldin og veldur því að við fáum áorkað hlutum, sem aðrir telja ómögulegt með öllu, hvort heldur það er að halda okk- ur uppi sem sjálfstæðri þjóð eða halda heimsmeistaraeinvígi í skák eða leiðtogafund. Við fram- kvæmum meðan aðrir velta hlut- unum fyrir sér. Það er líka þessi eiginleiki sem margir sjá á bak við útrás ís- lenzkra athafnamanna. Þar er mátulegt agaleysi talið styrkur og oftar en ekki vopnið á bak við vel- gengnina. Það sem stendur okkur fyrir þrifum er að kunna ekki að gera greinarmun á því hvar sjálfsaginn á að vera sjálfsagður og skortur á honum er beinlínis hættulegur, og svo hinu, þar sem mátulegt aga- leysi er hentugt til þess að knýja hlutina áfram okkur í hag. Til einföldunar komu þessir hlutir nýlega upp í samræðum með tilvísunum til þess bekkj- arkerfis sem gilti, þegar mín kyn- slóð var börn. Þá voru til A-, B- og C-bekkir og nemendum var raðað í þá eftir frammistöðu; í A- bekk þeir sem sterkast stóðu og þeir lökustu í C-bekk. Það sem gekk ekki upp í þessu kerfi var neikvætt agaleysi í C-bekknum. Þar einkenndist lífið af eilífum út- afökstrum. Til þess að ráða bót á þessu gripu menn til þess að leggja allt undir miðjumoðið; bæði A, B og C. Meðalmennskan varð aðal- einkunnin; B-bekkurinn alfa og omega. Þetta breytti auðvitað ein- hverju til hins betra fyrir C- bekkinn en í A-bekknum liðu menn fyrir þessar breytingar. Þær virkuðu eins og hemill á sjálfstæði þeirra og drifkraft- urinn datt niður. Framfarirnar létu á sér standa. Þetta var ekki dýnamískt þjóðfélag. Það svona tommaði tíðindalaust áfram, en afkastaði ofan á allt annað hvorki heimsmeistaraeinvígi né leiðtoga- fundi. Nú hafa menn horfið frá þessu kerfi. A-bekkurinn fær aftur að njóta sín en hins vegar leggja menn metnað í það að sinna hin- um betur og koma þeim til betri manns. Hið mátulega agaleysi og mannbætandi sjálfsagi stuðla að betri tíð hjá öllum með blóm í haga. Vel má vera að hlutirnir séu hér einfaldaðir um of. En mál eru sjaldnast eins flókin og menn vilja vera láta. Okkur er í blóð borið að höggva á hnútinn. Það þurfum við að gera ef við viljum heita Íslendingar áfram. Fram- tíðin felst ekki í aðgerðarleysi. Hún byggist á því að við nýtum kosti agaleysisins með hóflegum hætti en skerum upp herör gegn ókostum þess. Við þurfum að leyfa A-bekkingnum í okkur að blómstra um leið og við komum C-bekkingnum í okkur til farsæls þroska. Ólík andlit agaleysisins » Agaleysi Íslendinga á sér fleiri en tvær hliðar;þær verri birtast okkur í tillitsleysi og slysför- um og þær betri í umhyggju og framförum. Við- fangsefni okkar allra er að draga úr þeim fyrr- töldu og njóta hinna þannig að allir græði. freysteinn@mbl.is VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.