Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ HÓPUR sem kallar sig Vallarvini hefur boðað til almenns borgara- fundar í Sjallanum í kvöld kl. 20.30. Hópurinn vill berjast fyrir því að íþróttavöllurinn í miðbænum verði ekki aflagður. Frummælendur á fundinum eru Anna Rebekka Hermannsdóttir, Benedikt Guðmundsson, Dýrleif Skjóldal og Jón Hjaltason. Fundar- stjóri verður Hjörleifur Hallgríms. Mikið og lengi hefur verið deilt um málefni íþróttavallarins, en bæjar- stjórn samþykkti í haust nýtt deili- skipulag sem gerir ráð fyrir því að völlurinn verði lagður af og svæðið tekið undir íbúðir, þjónustu og versl- anir og fasteignafélagið Þyrping hef- ur einmitt sóst eftir því nokkuð lengi að fá að byggja Hagkaupsverslun á svæðinu. „Þeim virðist hafa fjölgað mjög undanfarið sem eru á því að völlurinn eigi ekki að fara heldur sé best að vinda sér í að byggja hann upp fyrir Landsmót UMFÍ 2009, sem mikið hefur verið í umræðunni,“ sagði Hjörleifur Hallgríms í gær. „Fyrrverandi bæjarstjóri sagði í haust að völlurinn væri barn síns tíma, en það má auðvitað segja um fleira í bænum; kirkjuna, Mennta- skólann og gömlu húsin í bænum sem Sigmundur [Einarsson] hefur verið að gera upp; munurinn er bara sá að þessu hefur öllu verið haldið við en Akureyrarvelli ekki.“ „Vallarvinir“ blása til borgarafundar í kvöld AKUREYRI MIKILL áhugi er á einhvers konar samstarfi allra skólastiga á Akureyri, miðað við umræðu á hádegisfundi sem nemendafélög framhaldsskól- anna tveggja, MA og VMA, og Há- skólans á Akureyri, héldu í gær. Akureyri hefur oft verið nefnd skólabær – og í fundarboði var spurt hvað það er, hvaða þýðingu það hafi að búa í slíkum bæ og hver stefna bæjaryfirvalda er í skólamálum. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, lýsti eftir skýrari stefnu í skóla- málum; sagði að í þeim yrði að vera gróska og að Akureyringar ættu að búa svo um hnútana að annars staðar væri litið til bæjarins sem fyrirmynd- ar. „Það á að vera samhengi frá leik- skóla til háskóla; frá vöggustofu til sí- menntunar,“ sagði skólameistari og í ljós kom að mikill einhugur var að þessu leyti; Jóna Jónsdóttir, forstöðu- maður markaðs- og kynningarsviðs Háskólans á Akureyri tók í sama streng svo og Sigrún Björk Jakobs- dóttir bæjarstjóri. „Akureyrarmódelið“ „Akureyri á að vera stefnumark- andi; á að leiða sýn og viðmið um það hvað er að vera skólabær,“ sagði Jón Már. „Það módel er ekki til á landsvísu en við eigum að búa það til sjálf; ekki að bíða eftir því að það verði teiknað upp fyrir okkur,“ sagði hann. Sigrún Björk tók Jón á orðinu, sagði hugmyndina góða og hún hefði einmitt rætt hana áður. Bærinn myndi koma að slíkri vinnu af heil- indum og sér litist vel á að talað yrði um „Akureyrarmódelið“. Jóna Jónsdóttir sagði kjörið að auka samstarf allra skólastiga „til þess að skilgreina skólabæinn og ímyndina og til þess að benda á gall- ana inn á við, og vekja athygli út á við á því sem vel er gert. Við eigum að vera óhrædd við að miða okkur við og leita fyrirmynda í þekktum skólabæj- um,“ sagði hún og nefndi Oxford, Harvard og Oulu í Finnlandi sem dæmi. Bakhjarl Frummælandinn Ottó Elíasson, nemandi, sagði margt vel gert í skóla- málum á Akureyri en ýmislegt mætti bæta. Hann sagði bæjaryfirvöld þurfa að vera öflugan bakhjarl skólanna, berjast gegn niðurskurði fjárveitinga og þar fram eftir götunum. Sigrún Björk sagði bæinn ætíð tala máli skól- anna á fundum með þingmönnum og fjárveitingavaldinu. Það færi ekki alltaf hátt, en væri síður staðreynd. „Bókvitið verður nefnilega í askana látið,“ sagði bæjarstjóri, fólk væri al- mennt búið að gera sér grein fyrir því. „Bókvit verður nefni- lega í askana látið“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samstarf Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, við ræðupúltið. Fremst t.v. eru Jóna Jónsdóttir frá HA og Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri. Áhugi á samstarfi allra skólastiga Í HNOTSKURN » Nemendafélög MA, VMAog HA héldu sameig- inlegan fund um skólabæinn Akureyri. » Mikill áhugi er á meðalskólamanna og yfirvalda á samstarfi allra skólastiga. SIV Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarstjóri tóku fyrstu skóflustunguna að nýju hjúkrunar- heimili fyrir aldraða austarlega við Suðurlandsbraut í gær, en ráðgert er að heimilið verið tilbúið til starf- rækslu í ársbyrjun 2009 eftir tæp tvö ár. Á hjúkrunarheimilinu verða 110 rými og eru 40 rými sérstaklega ætluð fyrir heilabilaða, auk þess sem tíu rýma deild verður ætluð fyrir aldraða sem eiga við geð- sjúkdóma að stríða, en það er fyrsta hjúkrunardeildin hér á landi sem er sérstaklega ætluð þeim hópi. Öll herbergin á heimilinu eru einbýli um 24 fermetrar að stærð að meðtöldu baðherbergi. Tæpir tveir milljarðar Gert er ráð fyrir að heildar- kostnaður við byggingu heimilisins nemi tæpum tveimur milljörðum króna og miðast sá kostnaður við að heimilið verði fullbúið til rekst- urs með öllum nauðsynlegum bún- aði. Fjármögnun skiptist þannig að 40% koma úr Framkvæmdasjóði aldraðra, Reykjavíkurborg greiðir 30% og 30% koma á fjárlögum. Auglýst verður eftir rekstraraðil- um á grundvelli kröfulýsingar sem heilbrigðisráðuneytið gerir til þjónustu og aðbúnaðar. Daggjalda- greiðslur til heimilisins munu byggjast á greiðslulíkani ráðuneyt- isins og munu þeir sem bjóða í reksturinn ekki keppa um verð heldur um fyrirkomulag og gæði þjónustunnar. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra sagði að það væri mjög ánægjulegt að jarðvegsfram- kvæmdir væru hafnar. Aðdragand- inn hefði verið nokkur og fram- kvæmdir tafist en ráðuneytið og borgin hefðu lagt mikla áherslu á að ýta á eftir að framkvæmdir gætu hafist. Reykjavíkurborg kæmi að þessu með hærra fram- lagi en lög gerðu ráð fyrir en sveit- arfélög væru farin að gera það í auknum mæli. Aðspurð sagði Siv að þessi fram- kvæmd ein og sér leysti ekki brýn- ustu þörfina í þessum efnum. Auk þessa væri í undirbúningi bygging 90 rýma hjúkrunarheimilis á Lýs- islóðinni í samvinnu við Reykjavík- urborg og Seltjarnarnesbæ og að auki væri í undirbúningi bygging 174 rýma samanlagt í ýmsum sveitarfélögum, t.a.m. 44 rými í Kópavogi. „Þegar þetta er allt risið erum við líklega búin að mæta þörfinni,“ sagði Siv. Hún sagði að jafnhliða þyrfti að leggja áherslu á að auka heimahjúkrun, sem unnið hefði verið markvisst að, auk þess sem stórauka þyrfti félagsþjónustu sveitarfélaga fyrir aldraða. Sér fyndist mjög alvarlegt að yfir helmingur sveitarfélaga hefði dregið úr félagslegri heimaþjón- ustu fyrir aldraða samkvæmt nýút- kominni skýrslu Ríkisendurskoð- unar, sem tæki til tímabilsins 1999–2003. Efnum kosningaloforðin Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sagði að það væri ánægjulegt að framkvæmdir væru komnar af stað því þörfin væri mikil. Nú væru um 240 á biðlista og þar af um 200 í afar brýnni þörf. Þá væri annað hjúkrunar- heimili í undirbúningi á Lýsislóð- inni. Einnig hefði verið ákveðið að byggðar yrðu um 200 öryggis- og þjónustuíbúðir, annars vegar í Spönginni og hins vegar við Sléttu- veginn, en engar slíkar íbúðir hafi verið byggðar á síðustu árum. „Þetta er í anda nýs meirihluta. Hjólin eru loksins farin að hreyf- ast. Við erum bara að efna kosn- ingaloforðin,“ sagði Vilhjálmur. Hann sagði að þessar fram- kvæmdir kæmu að verulegu leyti til móts við þá þörf sem fyrir hendi væri. Nýtt hjúkrunarheimili fyrir aldraða í borginni með 110 sjúkrarýmum Morgunblaðið/RAX Skóflustunga Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra. Sérstök deild fyrir aldraða geðsjúka Í HNOTSKURN » Heilbrigðisráðherra segirað í framtíðinni muni auk- in útgjöld fara til þess að end- urbyggja gömul rými fyrir aldraða sem ekki standist nú- tímakröfur, til að mynda þar sem um sé að ræða stofur í fjölbýli og þar sem ekki sé um að ræða sérbaðherbergi. Fimmtudagur 15. febrúar 2007 Samvera eldri borgara kl. 15.00. Óskar Pétursson tenór syngur nokkur lög við undirleik Hjartar Steinbergssonar. Kaffiveitingar og helgistund að venju. Vonumst til að sjá ykkur. Starfsfólk Glerárkirkju. GLERÁRKIRKJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.