Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 41 það vel fram í ljúfmennsku hans og fallegri framkomu en ekki síst í ein- stökum sálarstyrk, elju og hugprýði í erfiðum veikindum hans síðustu mánuðina. Það mun vera illskiljanlegt fyrir okkur flest hvernig og til hvers lífs- vefur hvers og eins er ofinn og hvernig og hvers vegna hann fléttast inn í líf annarra. En það vafðist aldr- ei fyrir manni að sjá af hverju lífs- vefir þeirra Gúnna og Sólfríðar eig- inkonu hans fléttuðust saman. Þau giftust ung og þó ólík væru voru þau ótrúlega lík og voru einstaklega samhent, bjartsýn, glöð og gefandi og bættu hvort annað upp. Þau unnu allt saman og voru bestu vinir hvort annars og barnanna sinna. Það virt- ust ekki vera til þeir erfiðleikar sem þau sáu ekki leið til að sigrast á. Við fylgdumst með þeim á Kópavogs- brautinni, í Selbrekkunni, í Vancou- ver í Kanada, aftur á Íslandi og síðan í Maryland í Bandaríkjunum og enn hér heima. Á hverjum stað bjuggu þau sér fallegt og hlýlegt heimili og hvar sem þau bjuggu var rösklega tekið til hendinni enda bæði hjónin hörkudugleg. Gúnni gat allt og aldr- ei féll honum verk úr hendi enda var alltaf allt fínt og fágað í kringum hann, jafnt hús, bílar og garður sem hann sjálfur. Trúlega voru sum verkin skemmtilegri en önnur, en þá kom kímnin að góðu gagni og hana notaði Gúnni óspart og það léttir allt. Hann var sérstaklega laginn við að komast inn í það samfélag sem hann bjó í hverju sinni. Fylgdist með og var vel inni í málefnum líðandi stundar tók ætíð afstöðu til mála og tilbúinn til umræðna og aldrei kom maður að tómum kofunum hjá hon- um. Hann var fljótur að þekkja um- hverfi sitt, fljótur að læra á vega- lengdir, fljótur að læra á skólana, fljótur að finna út hvar best var að versla og kunni reglur og venjur á hverjum stað og fljótur að finna út hvað var sniðugt og skemmtilegt. Þetta kom sér vel með stórt heimili og mörg börn í skóla en ekki síst síð- ar, þegar hann skipti um starfsvett- vang á erlendri grund. „En þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti.“ Þessar alkunnu ljóðlínur Davíðs Stefánssonar koma upp í hugann þegar við hugsum til þess nýja starfs sem Gúnni skapaði sér í fallega hús- inu þeirra Sólfríðar í Maryland. Þar tók Gúnni, ætíð með bros á vör, vel á móti öllum þeim fjölda gesta sem hann þjónaði af alkunnri lipurð og kurteisi, hæversku og hlýju þannig að engum gleymist. Við hjónin fengum að njóta ynd- islegra samverustunda með Gúnna og Sólfríði bæði hér heima sem úti hjá þeim og áttum það víst að þau litu inn í sínum heimsóknum heim og fyrir það þökkum við á kveðjustund. Hugur okkar og bænir eru hjá hon- um og öllum ættingjunum, ekki síst öldruðum föður. Elsku Sólfríður, vinkona okkar. Elsku Ella, Pétur, Ragnheiður, Erla, Eva og Kári. Og elsku litlu afa- börnin Sóldís Sara og Gunnar Ingi. Við biðjum góðan Guð um að líkna ykkur í sorginni og um frið ykkur til handa, fjölskyldum ykkar og öðrum ættingjum. Minning um góðan dreng lifir. Hertha og Stefán. Jarðvist vinar okkar Guðmundar Ingasonar er lokið. Hann lést 5. febrúar sl., langt um aldur fram, eft- ir erfið veikindi. Ótímabært lát þessa öndvegis drengs og vinar, fyll- ir mann mikilli sorg og eftirsjá. Það var haustið 1995 að við fyrst kynntust þeim hjónum Guðmundi og Sólfríði, þar sem þau voru nýflutt með dætur sínar Evu og Erlu til Maryland. Þau höfðu þá nýverið keypt sér fallegt hús í Colombiu, rétt suður af Baltimore sem þau nefndu Sólhlíð. Sólfríður var á leið til frek- ara náms og vinnu en Guðmundur stofnaði og sá um heimilisgistingu auk alls kyns þjónustu við Íslend- inga á leið um Bandaríkin. Þá, eins og alltaf, var manni tekið með kost- um og kynjum af þessum heiðurs- hjónum, en atvikin höguðu því þann- ig til að annað okkar dvaldi til heimilis hjá þeim í Beech Creek í hálft ár. Þetta voru skemmtilegir tímar. Ekki síst fyrir mjög jákvæð kynni af þeim hjónum og með okkur tókst einlægur vinskapur. Það þurfti ekki langa viðkynningu af Guðmundi Ingasyni til að átta sig á að hann bjó yfir miklum mannkost- um. Hann var einstaklega traustur og heiðarlegur maður sem ekkert aumt mátti sjá. Hann var mann- blendinn, frábær mannþekkjari sem aldrei heyrðist hallmæla nokkrum manni. Það er orðinn stór hópur Ís- lendinga sem hafa notið gestrisni þessa ljúfa manns á ferðalögum um Baltimore/Washington-svæðið. Það var nánast ekkert sem fólk vanhag- aði um, sem Guðmundur var ekki til í að útvega. Hann var diplómat af Guðs náð. Hann og þau hjón höfðu einstakt lag á að skapa þægilegt og hlýtt umhverfi, þar sem öllum leið vel. Öll þjónusta var framkvæmd af óeigingjarnri greiðasemi. Það lýsir Guðmundi vel að síðar þegar við höfðum komið okkur í verkefni sem reyndust umfram getu, var það hann sem fyrstur mætti á svæðið til að að- stoða auk liðsauka Péturs sonar hans. Guðmundur varð mikill gæfumað- ur í sínu einkalífi. Samband þeirra hjóna einkenndist af væntumþykju, ást og virðingu. Sólfríður og Guð- mundur voru hluti hvort af öðru. Börn þeirra fjögur bera vott um ást- ríkt og umhyggjusamt uppeldi. Í frítímum nutu þau þess að ferðast og sjá áður óþekkta staði. Guðmundur var duglegur bílstjóri og fannst það ekkert tiltökumál að aka landshluta á milli, jafnvel þús- undir mílna. Í gegnum árin höfum við alltaf verið í góðu sambandi. Við sóttum þau hjón heim í Baltimore eða þau komu hingað í sólina. Dæturnar uxu úr grasi og hleyptu heimdraganum. Hin tvö eldri Elín og Pétur voru oft á ferðinni. Barnabörnin birtust og urðu augasteinar afa og ömmu í Baltimore. Það var að sjálfsögðu gríðarlegt áfall þegar Guðmundur greindist með illvígan sjúkóma fyrir rétt rúm- um tveim árum. Öll vorum við bjart- sýn að lækning tækist. Það skiptust á skin og skúrir. Mikil gleði þegar góðar fréttir bárust og svo gríðarleg vonbrigði þegar ljóst var að þessi or- usta myndi ekki vinnast. Öllu þessu mætti hann með eintöku sálarþreki og æðruleysi. Nú að leiðarlokum, viljum við þakka samfylgdina undanfarin ár. Við biðjum alla góða vætti að vernda fólkið hans, sem hefur misst svo mikið. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til allra aðstandenda. Olga og Jakob Úlfarsson. Það var bjartur og fagur dagur hinn 5. febrúar sl., daginn sem æsku- vinur minn og félagi kvaddi þennan heim eftir langa og stranga baráttu. Það má jafnvel segja að í minning- unni hafi dagarnir ávallt verið fal- legir þegar ég nú rifja upp farinn veg með kærum vini, sem ef til vill voru einmitt fagrir vegna nærveru hans Gúnna. Við vinirnir kynntumst fyrst fyrir um það bil 50 árum, vestur á Melum. Hann bjó á Reynimel og ég á Hjarð- arhaganum. Örlögin höguðu því þannig að við urðum bekkjarbræður og félagar í Melaskólanum og áttum svo eftir að fylgjast að í gegnum barna- og gagnfræðaskóla í Kópa- voginum þegar við báðir fluttum þangað nokkrum árum síðar. Gúnni var mér mikill og góður félagi, og þrátt fyrir að í gegnum árin væru oft miklar vegalengdir á milli okkar leið aldrei langur tími á milli þess sem við vinirnir hittumst og nutum fé- lagsskapar hvor annars. Gúnni hafði snemma mikinn áhuga á bílum og fljótlega eftir 17 ára afmælið áskotn- aðist honum, að mig minnir, ’58 Ford glæsikerra. Sú var ættuð ofan af Skaga en þar hafði fyrri eigandi breytt bílnum örlítið eða þannig að pústkerfið var endurhannað og í stað hljóðkúta komu nú fjórar pípur und- an hvorum síls og hljóðin voru á köfl- um ævintýraleg sem bíllinn gaf frá sér. Einhverra hluta vegna æxlaðist það nú svo að Gúnni bað mig að fara með drossíuna í skoðun og eigenda- skipti. Ég gleymi aldrei hávaðanum í bílnum þegar mótorinn var þaninn til hins ýtrasta og inngjöfinni svo sleppt, rúðurnar í skoðunarkofanum nötruðu og skulfu og skoðunarmað- urinn stökk út úr bílnum og öskraði: „Klippa klippa klippa.“ En einhvern veginn blessaðist þetta nú allt og við félagarnir vorum mættir á rúntinn þá um kvöldið. Ekki má gleyma hvað Gúnna þótti óendanlega gaman að keyra og þá sérstaklega Mercedes Benz. Hann átti það til að bregða sér í „stuttan“ Þingvallahring þegar við hin létum okkur nægja að skreppa á milli húsa. Þetta eru nú bara fáar af ótal ótal- mörgum minningum sem koma upp í hugann núna þegar komið er að kveðjustund míns góða vinar og fé- laga. Gúnni hafði að geyma ákaflega trausta og einlæga persónu sem lagði sig í líma við að aðstoða og hjálpa öllum þeim sem hann kynnt- ist. Það var ætíð afar notalegt að fá að heimsækja þau hjónin í Sólhlíð í Maryland eftir að þau fluttu þangað og njóta samvista við þau og að sjá hvað Gúnni naut sín í gistirekstrin- um. Það var nákvæmlega ekkert sem hann taldi eftir sér að gera fyrir þá sem þar gistu til að gera veru þeirra sem ánægjulegasta og kemur þá upp í hugann dagsferð sem hann fór sl. ár með hóp Íslendinga til New York, þá fárveikur, en hann lét sig ekki muna um að keyra norður eftir að morgni, eyða deginum þar og loks vildi hann að hópurinn fengi að sjá New York upplýsta að kveldi og þá fyrst var ek- ið heim á leið. Elsku Sóla mín, Ella, Pétur, Erla Dögg, Eva María, Ragnheiður, Sól- dís Sara og Gunnar Ingi, ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að leiða ykkur hér eft- ir sem hingað til. Minningin um góð- an dreng lifir að eilífu. Lárus Atlason (Lassi). Kæri vinur, þá skilja okkar leiðir í bili eftir meira en fjögurra áratuga vináttu. Það er mjög sárt að sitja hér og skrifa minningarorð um þig, Gúnni minn, þar sem við trúðum allt- af innst inni að þú myndir hafa yf- irhöndina í baráttu þinni við veikindi þín sem þú barðist svo hetjulega við af þínu einstaka róglyndi og rögg- semi, og hvað Sóla og börnin þín börðust hetjulega með þér í þeirri baráttu. Það er margt að minnast eftir svo langa vináttu og alltaf var hægt að leita til þín með hvað sem var en þú sagðir aldrei nei við neinn og alltaf varst þú svo rólegur og yfirvegaður. Minnist ég sérstaklega þeirra stunda sem við sátum saman og töluðum um bíla sem voru okkar sameiginlega áhugamál, og á ég eftir að sakna okk- ar samverustunda. Maður reiknaði nú alltaf með að við yrðum gamlir og við vinirnir allir enduðum saman á elliheimili og færum í kappakstur á hjólastólunum og rifjuðum upp þeg- ar við fórum á sveitaböllin þegar við vorum ungir. Elsku Gúnni minn, við viljum þakka þér kærlega fyrir allar þær samverustundir sem við áttum með þér, og hvað þú og Sóla reyndust okkur vel í okkar sorg, það viljum við þakka. Elsku Gúnni, allt það sem við áttum eftir að gera saman bíður betri tíma. Eftir stöndum við hnípin og þökkum guði fyrir að hafa kynnst þér. Guð geymi þig. Þínir vinir Árni og Kristín. Mig langar í fáeinum orðum að fá að kveðja og minnast góðs vinar sem er látinn langt fyrir aldur fram. Það voru sárar, en í raun ekki óvæntar fréttir að heyra um andlát hans. Ég kynntist Gúnna fyrir um fjórum ára- tugum og traustari og skemmtilegri vin var vart hægt að hugsa sér, hann var hvers manns hugljúfi og hafði svo góða nærveru að eftir var tekið, það eru forréttindi að hafa þekkt slíkan mann. Vegna búsetu hans og fjölskyldu erlendis síðastliðin ár voru samvistir ekki eins tíðar, en alltaf þótti mér jafnánægjulegt að hitta hann þegar staldrað var við hér á landi. Eftir standa dýrmætar minningar um góðan mann, það eina sem hjálpar í sorginni núna er sú trú mín að hann sé laus við allar þján- ingar. Elsku Sóla, börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir ættingjar, við Jói og fjölskylda okkar sendum ykkur hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Agnethe og fjölskylda. Elsku Gúnni. Mig langar til með þessum fátæklegu orðum að þakka þér fyrir alla þá hjálp og þann stuðn- ing sem þú og konan þín hún Sóla hafið veitt mér í gegnum tíðina. Betri vini hefði ég ekki getað hugsað mér. Þú varst mér sannur vinur, alltaf boðinn og búinn til að aðstoða mig með ýmis mál sem ég gat ekki leyst. Allar heimsóknirnar á fallega heimilið ykkar í Baltimore sem var svo vinalegt og hlýlegt í alla staði. Þar var alltaf gott að koma. Þar var ég alltaf velkomin. Þegar systir mín og dætur hennar komu í heimsókn til mín frá Íslandi litum við í heimsókn til Gúnna og Sólu. Þar sátum við öll úti á verönd- inni með útsýni yfir fallega garðinn þeirra, í alveg yndislegu veðri, hlóg- um, spjölluðum um allt milli himins og jarðar, alveg eins og þið hefðuð þekkt þær alla tíð. Enda töluðu þær um hversu höfðinglegar móttökur þær fengu hjá ykkur og hversu heppin ég væri að eiga svona ynd- islega vini. Elsku Sóla mín, Guð veiti þér og fjölskyldu þinni styrk á þessum erf- iðu tímum. Hugur minn er hjá ykkur öllum. Stella Waleika. LEGSTEINAR Tilboðsdagar Allt að 50% afsláttur af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is ✝ Sonur okkar, faðir, bróðir og sambýlismaður, SIGURBJÖRN GÚSTAVSSON, f. 20.10. 1965, lést fimmtudaginn 8. febrúar. Gústav Kristján Gústavsson, Bára Gerður Vilhjálmsdóttir, Sigríður Vigdís Sigurbjörnsdóttir, Erna Lárusdóttir, Inga Gústavsdóttir, Guðlaugur Gunnar Einarsson, Gústav Kristján Gústavsson, Margrét Sólveig Ólafsdóttir, Ásdís Heiðdal Gústavsdóttir, Henri Harmon, systrabörn og aðrir vandamenn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR frá Fremstuhúsum í Dýrafirði, lést aðfaranótt miðvikudagsins 14. febrúar. Úförin auglýst síðar. Kristján Jóhannsson, Kristján Gaukur Kristjánsson, Maliwan Phumipraman, Pathipan Kristjánsson, Malín Agla Kristjánsdóttir, Kristján Örn Kristjánsson, Drengur Arnar Kristjánsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTHILDUR EYJÓLFSDÓTTIR, lést á Landspítala Fossvogi aðfaranótt þriðjudags- ins 13. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þórður R. Jónsson, Sigríður Björk Þórðardóttir, Sigurður Björgvinsson, Hjörtur Þórðarson, Helene Alfredson, Harpa Þórðardóttir, Ásmundur Þórðarson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskulegur bróðir og faðir, ÞORGRÍMUR KRISTJÁNSSON, Sóleyjarima 15, lést á líknardeild Landakotsspítala sunnudaginn 11. febrúar. Karl Kristjánsson, Bjartmar Vignir Þorgrímsson og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.