Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 22
Norn Neðri hlutinn er gamalt hné- pils af mömmu sem teygja er þrædd í mittið á. Blússan og skikkjan er saumuð úr bómullarefni sem er 140 cm á breidd og fæst í Rúmfatalagernum á 299 kr. metrinn. Einn metri dugar í búninginn. Hattur er vafinn úr svörtum pappa en utan á hann er lagt svart blúnduefni með silfurblettum sem einn- ig fæst í Rúmfatalagernum á 299 kr. metrinn. Hálfur metri er nóg í bæði hatt og belti. Sprotinn er kínversk- ur matarprjónn. Kostnaður er innan við 500 kr. |fimmtudagur|15. 2. 2007| mbl.is daglegtlíf Það eru ekki aðeins matar- skammtarnir sem hafa stækk- að sl. 15–20 ár heldur einnig matarílát, diskar og áhöld. » 24 hollusta Marokkóska borgin Marrakesh er ævintýraleg heim að sækja enda fjölda áhugaverðra hluta að sjá. » 28 ferðalög Breski fatahönnuðurinn Paul Smith er í hópi þeirra sem sýna hönnun sína á tískuvikunni í London. » 26 tíska daglegt Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Dreymir þig um að vera sjónvarp? Eða ösku-haugur? Hvort tveggja er mögulegt. Ef fögurprinsessa eða sjóræningi heillar fremur erekkert því til fyrirstöðu heldur. Og allt þetta þarf ekki að kosta nema brot af því sem hefðbundnir öskudagsbúningar kosta úti í búð. Með pínulítilli útsjónarsemi, dágóðum skammti af ímyndunarafli, góðum skærum og nál og spotta má breyta gamalli flík í glæsilegan búning sem er þar að auki einstakur í sinni röð. Venjulegir þekjulitir eða máln- ingarlímband í mismunandi litum geta líka komið sér vel og ef einhver lumar á gömlum efnisbútum, gluggatjöld- um, blúndum eða slaufum eru hugmyndaríkum bún- ingahönnuðum allir vegir færir. Liggi slíkar gersemar ekki á lausu á heimili þeirra sjálfra er aldrei að vita nema þær leynist í kistlum og skápum heima hjá ömmu eða töntu. Andlitsmálning og fylgihlutir Ekki er verra að oftast sleppur buddan betur frá heimagerðum öskudagsbúningum en þeim sem fást í verslununum. Algengt verð á slíkum klæðum er hátt í fimm þúsund krónur og jafnvel meira þegar fylgihlutir eru keyptir með. Fyrir þá sem vilja tilþrif í útliti má komast býsna langt með því að eiga í handraðanum góða öskju með andlits- málningu og jafnvel svolítið mótunarvax. Með þannig út- búnaði má skapa hin hryllilegustu skrímsli sem njóta sín einna best í látlausum klæðnaði. Svartar buxur, dökkur bolur og skikkjan frá í fyrra dugar jafnvel prýðilega. Stundum þarf heldur ekki mikið til að gamlir búningar öðlist nýtt líf. Þannig getur nýr fylgihlutur, s.s. hárkolla, djöflastafur eða vampírutennur gerbreytt ásýndinni þannig að búningurinn sjálfur þurfi ekki að vera svo til- komumikill. Ágætis úrval er af slíkum hlutum í leik- fangaverslunum víða um land. Í raun eru ekki mörg ár síðan algengast var að bún- ingar væru hannaðir og útbúnir heimavið. Hver man ekki eftir öllum sjónvarpskrökkunum sem íklæddir gömlum pappakassa fyrir ofan mitti urðu að fréttamönn- um í fremstu röð? Eða draslskrímslinu sem nældi dósir, tuskubúta, kexpakkaumbúðir og annað tilfallandi rusl utan á sig svo úr varð lifandi öskuhaugur? Einn besti kosturinn við slíka búningagerð er að þann- ig er hlutverkaleik krakkanna okkar engar hömlur sett- ar. Í stað þess að fara út í búð og skoða úrvalið af annars vegar stelpu- og hins vegar strákabúningum sem fram- leiðendur úti í heimi hafa tilreitt, er ráð að spyrja börnin hvað þau dreymir um að vera. Sé svarið geimfari er bara að bretta upp ermarnar og draga fram álpappírinn úr neðstu skúffunni í eldhúsinu. Ef tíminn er knappur má alltaf grípa til gamla drauga- bragðsins og klippa tvö göt á gamalt lak og bregða því yfir sig. Baula svo með myrkri og holri röddu: „Búú- úúúúúú!“ Prinsessa Grunnurinn er gamall sparikjóll sem var orðinn of stuttur á eigandann. Amma tók sig þá til og skeytti gömlum gardínubútum, blúndum, kögri og efnisafgöngum sem hún átti í fórum sínum neðan við og útkoman eru þessi glæsiklæði sem hvaða eðalborin ungfrú sem er gæti verið stolt af. Eng- in er prinsessa án kórónu en ef slíka er ekki að finna á heim- ilinu má alltaf föndra hana úr glanspappír og glimmerlími eða kaupa hana úti í búð. Logi geimgengill Jakk- inn var fenginn að láni hjá félaga sem iðkar karate og innundir er gömul síðbrók. Ljós efnisafgangur var rifinn í strimla og vafinn upp eftir fótleggjunum og vel notaðir ullarsokkar settir utanyfir. Sjónauki og hulstur utan af myndavél var þrætt upp á breitt belti og sylgjan klædd með ál- pappír. Punkturinn yfir i-ið er svo geislasverð sem ungi pilturinn átti í fórum sínum en var á sínum tíma keypt í Leikbæ. Sjóræningi Þessi ungi maður ákvað sjálfur að búa til sinn eigin bún- ing og með góðfúslegu leyfi foreldra sinna klippti hann ermarnar af gamalli spariskyrtu sem var orðin of stutt. Sú var raunin líka með sparibuxurnar og því var upplagt að stytta þær enn frekar svo úr yrði brók sem væri hentug fyrir sjóræn- ingja. Gömul slæða af mömmu er prýðileg á hausinn og leik- fangahnífinn átti ungi maðurinn í dótinu sínu en fæst ella úti í búð. Blöðrurnar gegna svo hlutverki fall- byssukúlna. Með álpappír og gömlu sparifötin að vopni Kókkistan hans Jónasar Hall- dórssonar geymir heilmikla sögu og er með rassafar eftir langar setur. » 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.