Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 1
Guðrún Jónsdóttir Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is LÖGREGLAN hefur tekið til skoðunar hvort kaupstefna sem hópur fólks úr klámmyndaiðn- aði hefur boðað til hér á landi í næsta mánuði stangast á við íslensk lög. Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri höfuðborgarsvæðisins, staðfesti í gærkvöldi að lögregluembættið væri að skoða þetta mál og sagði hann að Ríkislögreglustjóra- embættið væri líka að fara yfir atriði sem að þessu sneru. „Við erum að leggja mat á það hvort þarna er einhver ólögmæt háttsemi eða starfsemi í gangi sem krefst viðbragða af okkar hálfu,“ segir Stefán. Stígamót brugðust hart við fregnum af kaup- stefnunni í gær og sendu ríkisstjórn, öllum þingmönnum, borgarstjórn, Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðis og Ríkislögreglustjóra bréf þar sem hvatt er til að ráðamenn og lögregla taki höndum saman og komi í veg fyrir að hún fari fram hér á landi. Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum segir ljóst af erlendri vefsíðu, þar sem kaupstefnan er boðuð, að um stóra dreif- ingaraðila á mjög grófu klámi sé að ræða og þar sé einnig að finna tilvísun í vændi. „Við höfum skuldbundið okkur á alþjóðavettvangi, á vett- vangi Norðurlanda og Evrópu til að vinna með öllum ráðum gegn vændi og mansali. Því hljóta þessir aðilar að bregðast við,“ segir hún. „Það er yfirlýst stefna Reykjavíkurborgar að vinna gegn klámvæðingu og vændi,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri í yfir- lýsingu. „Mér þykir það afar miður að Reykjavíkurborg skuli eiga að verða vettvangur slíkrar ráðstefnu og hugsanlega jafnframt vett- vangur athæfis sem bannað er með íslenskum lögum.“ | 6 Lögregla rannsakar kaup- stefnu fólks úr klámiðnaði Borgarstjóri og Stígamót lýsa mikilli andúð – vilja stöðva samkomuna Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson STOFNAÐ 1913 47. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is KLJÁST Í KVÖLD GLÆST FÓLK GERIR TILKALL TIL EVRÓVISJÓNFARSEÐILSINS >> 64 FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HROTTASKAPUR, ofbeldi og hótanir af öllu tagi vekja mörgum ugg. Staðtölur benda ekki til þess að ofbeldisverkum sé að fjölga, fremur að ástandið hafi verið nokkuð áþekkt undanfarin ár. Hins vegar þykir sumum sem ofbeldið verði æ hrottalegra og notkun vopna al- gengari. Á vef ríkislög- reglustjóra má m.a. finna upplýsingar um fjölda líkams- árása. Árið 2005 voru líkamsárásir, sem ekki voru af gá- leysi né leiddu til manndráps, alls 1.259. Meðalfjöldi sambærilegra brota á árunum 2000–2005 var 1.301. Þessar tölur sýna einungis brot sem koma til kasta lögreglu en rannsókn sem gerð var í Reykjavík 2001 benti til þess að líklega væri ekki tilkynnt um nema helming framinna ofbeldisbrota. Ofbeldishrinur vekja ætíð viðbrögð Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, sagði að of- beldisverk virtust koma í hrinum sem æ vektu viðbrögð og umtal. Síðan sljákkaði á milli. Staðtölur sýndu t.d. að fremur hefði dregið úr ofbeldi í miðborg Reykjavíkur en það aukist. Sumum tegundum ofbeldisbrota hefði þó fjölgað, t.d. þeim sem tengdust handrukkun og eins ofbeldi á bráðamóttöku Landspítalans. Þá er ofbeldi og hótanir í garð lögreglu orðið algengara en áður og hefur kærum í því sambandi fjölgað. Geir Jón taldi einnig að grófar líkamsárásir hefðu færst í aukana og beiting vopna á borð við hnífa og kylfur orðið algengari. Flest þeirra mála tengjast fíkniefnavið- skiptum á einhvern hátt og sagði Geir Jón að aldur þeirra sem hlut ættu að máli virtist fremur færast niður en hitt. Helgi Gunnlaugsson, prófessor og af- brotafræðingur, rannsakaði ásamt fleirum þolendur afbrota árið 2005. Rannsóknin var gerð á landsvísu og úrtakið 3.000 einstak- lingar 16 ára og eldri. M.a. sögðust 16% svarenda hafa orðið fyrir ofbeldisbroti eða alvarlegri hótun á síðustu fimm árum. Mun fleiri karlar en konur voru í hópi þolenda. Þessi reynsla var fremur bundin við yngri aldurshópa og varð fátíðari með hækkandi aldri. Þá virtist ofbeldi og alvarlegar hót- anir svipað algengt um allt land og kom það rannsakendum nokkuð á óvart. Ríflega helmingur þolenda kvaðst hafa þekkt brota- manninn og yfirleitt var gerandinn einn að verki. Neysla áfengis eða fíkniefna var aug- ljóslega einn áhættuþátta. Helgi sagði að reynsla þolenda af ofbeldi eða hótunum virtist ekki fátíðari hér en meðal annarra þjóða í Vestur-Evrópu. Ofbeldi Notkun vopna hefur færst í vöxt við ofbeldisbrot. Breytt ofbeldis- mynstur Aðeins um helmingur ofbeldisbrota kærður Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÖKUMAÐUR um tvítugt skapaði mikið hættuástand á götum höfuð- borgarsvæðisins með glæfralegum akstri í gærkvöldi og að sögn lög- reglu mátti þakka fyrir að ekki hlaust af stórslys. Maðurinn ók á allt að 190 km hraða og var honum veitt eftirför frá Ártúnsbrekku, um Kópavog og Breiðholt áður en tókst að stöðva hann á Sæbraut. Ríkharður Steingrímsson úti- varðstjóri kom inn í eftirförina í Breiðholtinu. Hann segir að öku- maður bifreiðarinnar hafi reynt allt sem hann hafi getað til að kom- ast í burtu og hraðinn hafi verið allt að 190 km. Hann hafi farið yfir á rauðu ljósi, ekið á móti umferð, ekki virt hindranir og stöðvunar- merki lögreglu og í raun brotið all- ar umferðarreglur sem hægt hafi verið að brjóta. „Hann ætlaði sér aldrei að stöðva, það var augljóst á aksturslaginu,“ segir Ríkharður og bætir við að minnstu mistök hefðu getað valdið stórslysi. Árekstur í Breiðholtinu tengdist ofsaakstrin- um og ökumaðurinn ók utan í kyrr- stæðan bíl. | 6 Stórhætta skapaðist af ofsaakstri í borginni Morgunblaðið/Júlíus Króaður af „Hann ætlaði sér aldrei að stöðva, það var augljóst á aksturslaginu,“ segir lögreglumaður sem veitti manninum eftirför.  Ökumanni veitt eftirför á allt að 190 km hraða  Ók yfir á rauðu ljósi og á móti umferð  Olli árekstri í Breiðholti og ók utan í kyrrstæðan bíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.