Morgunblaðið - 17.02.2007, Page 52

Morgunblaðið - 17.02.2007, Page 52
52 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðfinnur Stef-án Finnbogason fæddist á Miðhúsum í Kollafirði í Strandasýslu 13. febrúar 1938. Hann lést 10. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 14. júlí 1911, d. 19. apríl 1999 og Finnbogi Finnbogason, f. 27. desenber 1891, d. 29. febrúar 1976 bændur í Hlíð og Miðhúsum. Systir Guðfinns sammæðra er Ásta Bjarnadóttir, f. 13. nóvember 1934. Fyrri maki Steingrímur Bergmann Loftsson, 13. maí 1977. Maki Margeir B. Steinþórsson. Al- systkini Guðfinns eru Guðný, f. 13. okt. 1939, maki Ragnar Þorleifs- son, Sigurbjörn, f. 4. jan. 1941, maki Sigurbjörg Ísaksdóttir. Bjarney Ragnheiður, f. 22. maí 1954, maki Óskar Fannberg Jó- hannsson. Fyrrverandi sambýliskona Guð- finns var Ólöf Ásta Kristjáns- dóttir, f. 28. apríl 1942. Börn henn- ar eru Höskuldur, f. 21. júní 1958, Kristján, f. 7. janúar 1965, kona hans er Herdís Reynisdóttir, f. 6. ágúst 1970, og Rak- el, f. 30. maí 1969. Sambýliskona Guðfinns frá árinu 2000 er Arnheiður Guðlaugsdóttir, f. 16. júní 1953. For- eldrar hennar eru Steinunn Anna Guð- mundsdóttir, f. 5. sept. 1931 og Guð- laugur Torfason, f. 12. apríl 1930, d. 13. júní 1996. Guðfinnur ólst upp í Hlíð í Fells- hreppi til 16 ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum og systk- inum að Miðhúsum og gekk í barnaskóla í hreppnum. Hann var í hreppsnefnd Fellshrepps og jafn- framt oddviti hreppsins frá 1970– 1974. Formaður Búnaðarfélags Fellshrepps 1988–1994. Guðfinnur var aftur í hreppsnefnd Brodda- neshrepps frá 1995–1998. Þá var hann í kjörstjórn hreppsins frá 1998–2006 ásamt fleiri trún- aðarstörfum. Hann var fréttarit- ari fyrir DV í Strandasýslu um nokkurra ára skeið og skrifaði margar greinar í blöð og tímarit. Guðfinnur verður jarðsunginn frá Kollafjarðarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson.) Fyrstu geislar sólar eru að nálgast bæinn. Það vantar aðeins nokkra metra að sólin skíni á stofugluggann, á burknana sem fagna birtunni líkt og mannfólkið. Eitt af síðustu verk- um okkar saman var að skipta um mold á burknunum svo þeir gætu breitt úr sér í sumar. Þegar við komum úr fjárhúsunum nokkru fyrir kveðjustundina sagðir þú að nú væri sólin farin að skína á fjárhúsin og stutt væri í að hún kæmi heim að bæ. Aldrei hefur mér verið það jafn- ljóst og undanfarna daga hvað það er mikilvægt að grípa daginn og njóta hvers augnabliks sem kemur. Nú var komið að því að þú hafðir hug á að hætta búskap og snúa þér að öðru eins og að sitja á Þjóðarbókhlöðunni og lesa eða skrifa. Þú sagðist tilbúinn að yfirgefa sveitina og flytja en sagðir þó eftir síðustu læknisrannsókn að ef ekkert kæmi út úr henni vildir þú helst búa tvö ár í viðbót. Ferðalagið er þó hafið svo óvænt og án þess að þú værir ferðbúinn og sannast að enginn ræð- ur sínum næturstað. Líkt og burkn- arnir í glugganum finnst mér ég hafa verið sólarmegin að hafa fengið þennan tíma í þessari fallegu sveit sem er í mínum huga heilagur staður. Fengið að njóta samverunnar með þér þó tíminn hafi verið of naumur sem okkur var gefinn. Muna öll verk- in sem við unnum saman bæði stór og smávægileg. Hversdagslegir hlutir eins og að gefa krumma daglega eða smáfuglunum sem komu á eldhús- gluggann ef við vorum sein fyrir eru núna góðar minningar. Allar kind- urnar sem þú leyfðir mér að halda heima á haustin jafnvel þó þú vissir að þær gæfu aldrei arð eru mér núna gleðigjafar ásamt Hnetu minni og Uglu sem sofa í rúminu þínu og skilja ekki hvert þú hefur farið. Ég veit að þú verður með okkur áfram og gefur okkur styrk þó sorgin sé óbærileg og sporin þung sem framundan eru. Guð geymi þig og verndi elsku hjartað mitt og þakka þér fyrir árin sem við áttum saman. Arnheiður. Enn og aftur erum við minnt á hversu lífið og tilveran getur verið ósanngjörn. Elsku frændi minn, Guð- finnur Stefán eða Dúddi frændi í Miðhúsum er látinn. Mér/okkur var brugðið við að heyra um Dúdda frænda sem hefur í gegnum tíðina verið okkur sem yndislegur, hlýr, skemmtilegur og dagfarsprúður maður og hófstilltur í allri fram- göngu. Margt er þér að þakka og margs að minnast fyrir öll þau ár sem við vorum saman í Miðhúsum og þeg- ar þú komst í tesopa til okkar Árna og krakkanna til Hólmavíkur. Það eru ófá skiptin sem við fjölskyldan komum við í Miðhúsum gegnum tíð- ina, til ömmu Guðbjargar og Finn- boga afa, Dúdda frænda og Ástu og barna. Alltaf var svo gaman að vera í kringum þig. Þú gast alltaf sagt svo skemmtilegar sögur og vel lesinn varstu og hafðir yndi af bókum og líf- inu í kringum þig. Þú hafðir unun af búrekstri og sveitinni þinni, varst vinur vina þinna og lést þér mjög um- hugaðum þitt samferðafólk. Þegar ég hitti þig í sumar sagðirðu mér að koma endilega við í sopa. En því mið- ur er maður alltaf að flýta sér, ég ætl- aði að koma við næst, en svona er líf- ið. Nú ertu kominn til mömmu þinnar og pabba og veit ég vel að þar ertu í hlýjum og góðum faðmi. Ég vil þakka þér fyrir mikla frændsemi,vináttu og velvild í okkar garð í gegnum tíðina. Þín verður sárt saknað af fjölskyld- unni. Hafðu hjartans þökk fyrir og guð blessi minningu þína, elsku frændi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Innilegar samúðarkveðjur til Arn- heiðar, systkina og fósturbarna þinna. Sendum öðrum aðstandend- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þín frænka Kristín Steingrímsd. og fjölsk. Þau sorgartíðindi að Dúddi frændi er látinn fær mig til að setjast niður og grafa upp nokkrar minningar af honum og Miðhúsum. Ég var þar aldrei í sveit á sumrin, en iðulega var komið þar við, annaðhvort á leið okk- ar norður í Kelduhverfi eða á leið suður þaðan. Ég var ekki hár í loftinu á þessum ferðalögum, en mér samt treyst fyrir því mikilvæga verkefni dagsins að gefa heimalningunum í Miðhúsum. Svo kom fyrir að önnur erfið verkefni sem hæfðu rétt rúm- lega eins metra háum dreng voru fengin honum í hendur. Það er sterkt í minningunni gestagangurinn á sumrin í gamla húsinu, Miðhúsum. Oftar en ekki var búið um okkur systkinin á stofugólfinu og fór ekki illa um okkur þar. Aðrir fermetrar í húsinu voru oft undirlagðir dýnum með öðrum næturgestum. Svo vakn- aði maður á morgnana og fékk að sjálfsögðu hafragraut og slátur. Þegar Dúddi kom í dráttarvéla innkaupaferðir sínar til Reykjavíkur, eða í öðrum erindagjörðum, þá gát- um við endurgoldið honum að hluta Miðhúsagestrisnina. Mömmu fannst alltaf jafnundarlegt að bjóða honum „bara“ uppá soðið vatn að drekka. Henni fannst eins og það væri að gefa honum ekkert. En hann var sáttur við það og íþróttasinnaður drengur heillaðist af þessu heilbrigði, (kannski það sé honum að þakka að ég drekk ekki kaffi í dag). Ég hef oft hugsað um þann tíma og þolinmæði sem hann hafði þegar hann keyrði dráttarvélarnar heim til sín í Miðhús frá Reykjavík. Dúddi var ákaflega fróður um margt. Á menntaskólaárum mínum þegar ég var að gera ritgerðir í Ís- landssögu, hringdi ég í frænda og fékk að heyra hans sjónarhorn. Ég man eftir einni slíkri sem var um þró- un byggðar úr torfkofum. Ég sló á þráðinn og fékk góð ráð. Topprit- gerð, hæsta einkunn og sérstakt hól fyrir þroskaða yfirsýn á málinu. Ég eignaði mér þetta á sínum tíma, að sjálfsögðu, kennarinn þurfti ekkert að vita af langlínusímtalinu. Aðdáunarverð fannst mér sú þol- inmæði að tefla bréfskákir sem hann gerði mikið af á þessum árum. Ég klóraði mér í höfðinu yfir því þegar hann sagði mér að sumar skákirnar höfðu tekið nokkur ár. Ekki sér mað- ur þetta nú á dögum. Dúddi var líka forvitinn um mína hagi þegar við hitt- umst. Mér þótti alltaf vænt um það hvað hann var vel inni í því sem ég var að gera í íþróttum. Mér leiddist aldrei að tala við hann um handbolta og fótbolta. Ég hitti hann síðast sumarið 2005. Fór gagngert til að fá lánaða bók sem var ófáanleg í Reykjavík. Stefnan hjá okkur Önnu var að fara norður í fyrrasumar og kíkja í heimsókn. En því miður varð ekkert úr því. Við verðum bara að lifa með minningu um góðan mann. Elsku pabbi og allir sem syrgja Dúdda frænda, Guð styrki okkur. Við vitum öll að góður drengur er horfinn frá okkur og við verðum að ylja okk- ur með minningum um hann. Kalla fram allt það jákvæða sem hann skildi eftir. Muna eftir hæga göngu- laginu og vel valdra og ígrundaðra orða sem komu frá honum. Minnast þess þegar hann lagði áherslu í máli sínu þá hækkaði aðeins rómurinn og varð skýrari og eftir fylgdi smá áhersluþögn. Nú verður þessi áhersluþögn enn áhrifaríkari. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson. Guðfinnur Stefán Finnbogason ✝ Jenný Jóns-dóttir fæddist á Reykjanesi í Árnes- hreppi á Ströndum 5. febrúar 1914. Hún lést á Sjúkra- húsi Ísafjarðar 7. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson, f. 1885, d. 1967 og Sólveig Stefanía Benjamínsdóttir, f. 1890, d. 1948. Systkini Jennýjar eru Kristinn Hallur, f. 1912, d. 2000, Guðmunda Þorbjörg, f. Dröfn, f. 23. desember 1972 og Sigurður Hrafn, f. 16. júlí 1980. 2) Sólveig Stefanía, f. 23 ágúst 1949, maki Grétar S. Pétursson, f. 3. febrúar 1946. Börn þeirra eru Kristinn Daníel, f. 29. maí 1969, Pétur Þór, f. 19 maí 1973, Veigar, f. 7. janúar 1976 og Arna, f. 4. júní 1984. 3) Óskírður dreng- ur, f. og d. 12. október 1950. 4) Guðmundur Ágúst, f. 17. nóv- ember 1951, maki Elín Bjarna- dóttir, f. 6. júní 1950. Dætur þeirra eru Una Hlín, f. 28. janúar 1975. Jenný, f. 24. september 1976 og Helena, f. 1. nóvember 1983. Fyrir átti Kristinn Bryn- hildi, f. 25. júlí 1935, og Selmu, f. 9. júní 1938. Útför Jennýjar verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 1916, d. 2005, Unnur Aðalheiður, f. 1917, d. 1991, Hrefna Lí- neik, f. 1919, Hulda, f. 1921 og Benjamín Jóhannes, f. 1927, d. 1992. Jenný giftist Kristni D. Guð- mundssyni, f. 1913, d. 1985. Þau eign- uðust fjögur börn, þau eru: 1). Hrafn- hildur, f. 3. desem- ber 1947, maki Sig- urður Ágústsson, f. 26. júní 1944. Börn þeirra eru Jenný, f. 6. mars 1970, Jóhanna Elsku besta amma mín, þú varst alveg einstök amma, þú varst búin eiginleikum og kostum sem margir reyna allt sitt líf að öðlast. Ég ætla að byrja á að kveðja þig með einu af þínum uppáhaldsljóðum. Það var eitt kvöld, að mér heyrðist hálf- vegis barið. Eg hlustaði um stund og tók af kertinu skarið. Eg kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: „Hér kvaddi lífið sér dyra, og nú er það farið.“ (Jón Helgason.) Já, nú ertu flogin. Þú skilur eftir þig stóran og mikinn hóp af ástvin- um og vinum sem horfa með söknuð í hjarta til morgundagsins. Hvernig verður það að hafa þig ekki meðal okkar höfðingjann sjálfan eins og ég stríddi þér oft með að kalla þig? Það er svo margt sem mig langar að segja við þig að skilnaði, flest sem ég hef sagt þér margsinnis áður en finnst ég aldrei segja nógu oft. Þú átt mikinn þátt í mörgum af mínum bestu minningum, bæði þeg- ar ég var yngri og eins nú á síðustu árum. Við áttum margar góðar stundir saman. Manstu hvað við sát- um oft saman og spjölluðum, öll ljóð- in sem þú kenndir mér og sem við fórum með saman á seinni árum? Manstu öll þau skipti sem þú komst til Bandaríkjanna að heimsækja okkur, hvað við skemmtum okkur vel saman? Ekki má nú gleyma að minnast á allt okkar alræmda búð- arölt. Amma mín, þú gafst mér þá gjöf að njóta þess að lesa ljóð og á ég svo sannarlega eftir að sakna þess að geta ekki hringt í þig til þess að segja þér frá öllum nýju ljóðunum sem ég er að lesa. Minningarnar gleymast aldrei, þú gleymist mér aldrei. Þegar þú heimsóttir okkur Peter til Bandaríkjanna naut maðurinn minn þess að kynnast þér og þínu hlýja hjarta. Alexandra Jenný talar alltaf um hversu góð þú varst og minnist hún oft á það hversu húðin á þér var alltaf mjúk þegar hún strauk þér um vangann. Sumarið 2001 varst þú stödd hér í heimsókn hjá okkur og tókst þátt í því kraftaverki að son- ur okkar fæddist, hann Siggi Aaron. Allt sem þú hefur sýnt mér og kennt mér í gegnum árin lifir í því sem ég nú kenni krökkunum mínum, henni Alexöndru Jenný og Sigga Aaron. Að lokum langar mig að kveðja þig með ljóðinu Dans, eftir Huldu. Skínið, stjörnur, skært í kvöld Skjálfið í töfraloga Himinvöld, himinvöld, hefjið norðurljósatjöld um allan blálofts-boga. Brenni næturblysin öll bæði á himni og jörð, stafi grundir, fell og fjörð. Fagurt sé og ljómandi úti og inni. Nú dansa ég, nú dansa ég í síðasta sinni. Tendrið, þernur, ljós við ljós, látið sali skína. Sumarrós, sumarrós, síðasta blik við haustsins ós, ljá mér liti þína; anga þú mér upp við barm eina fagra nótt – Seinna verður vetrarhljótt. – Þú skalt „deyja“ í geislunum af gleðinni minni. Nú dansa ég, nú dansa ég í síðasta sinni. Ómið, strengir, undurmilt, eins og vor í lundi, angurstillt, æskutryllt. Engri stund skal verða spillt, unz dagur bregður blundi. Allra stjarna stjörnuljós stafar mína brá. – Kvíðinn horfir hljóður á – senn mun loka hliðunum sorg að Eden minni. Nú dansa ég, nú dansa ég í síðasta sinni. Elsku amma, megi friður og ham- ingja dansa með þér í gullsölum himnanna. Með þakklæti, virðingu og einlægri ást kveðjum við þig. Þín Jenný Sigurðardóttir, Peter, Alexandra Jenný og Siggi Aaron. Elsku besta amma mín. Mikið sakna ég þín. Yndislega amma mín. Af hverju finnst mér eins og þú sért ekki farin? Ertu kannski hér, hjá mér, að horfa niður á mig þar sem ég skrifa þetta núna, og glottir út í annað! Ef þú ert hér, þá veit ég að ég hef ekki bara bestu ömmu, sem hægt er að hugsa sér, hjá mér, heldur dásamlega manneskju sem var svo mörgum kostum búin. En hvað ég er heppin. Takk fyrir að vera hjá mér. Nærvera þín hefur ætíð varpað gleði og umhyggju í kringum mig. Þú gleymist mér aldrei. Mikið á ég eftir að sakna góðu samræðna okkar, um allt milli him- ins og jarðar. Þó sérstaklega þegar við gátum talað um öll frumskógar- dýrin, og gleymt okkur í því. Hlegið saman að alls kyns vitleysu, gert grín að minnstu hlutum, og notið þess að vera saman og fá okkur súpu þegar þú komst í bæinn. En hvað það var gaman. Það var okkar stund sem við varðveittum alltaf vel og hlökkuðum ávallt til. Ég er svo ánægð og glöð í hjarta mínu að hafa farið með þér til Bandaríkjanna. Manstu hvað við skemmtum okkur vel saman. En vittu til, amma mín, nú getur þú ferðast um öll heimsins höf þegar þig langar, nú getur þú ferðast um heiminn frjáls eins og fuglinn. Ég ferðast með þér í huganum og þegar mig dreymir sé ég það sem gerst hefur í ferðum okkar saman. Við munum skemmta okkur konuglega eins og okkur einum var lagið. Beizkustu tárin, sem falla við grafir, eru vegna orða sem voru aldrei sögð, og verka sem voru aldrei unnin. (Höf. ók.) Elsku amma mín, megir þú hvíla á meðal englanna, þú munt ávallt hvíla í hjarta mínu. Þín Jóhanna. Mig langar að minnast Jennýjar ömmu með nokkrum orðum. Það var alltaf eitthvað við hana sem allir kunnu svo vel við. Fyrir mitt leyti get ég sagt að hún er ein sú allra besta og hjartahlýjasta manneskja sem ég hef þekkt í mínu lífi. Ég man eftir svo mörgu skemtilegu um hana, Jenný Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.