Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 19 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF VÍSITALA íbúðaverðs á höfuð- borgarsvæðinu var 313,4 stig í jan- úar 2007 (janúar 1994=100) og hækkaði um 2,3% frá fyrra mán- uði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði hún um 2,4%, síðastliðna 6 mánuði hefur hún hækkað um 3,2% og hækkun síðastliðna 12 mánuði var 6,9%. Þetta kemur fram í tölum sem Fasteignamat ríkisins hefur birt. Morgunkorn Glitnis fjallar um þessa hækkun og þar segir svo: „Undanfarna mánuði hefur íbúða- verð á höfuðborgarsvæðinu sveifl- ast nokkuð og ýmist hækkað eða lækkað. Undanfarna þrjá mánuði hefur fasteignaverð hækkað um 2,4% og undanfarna sex mánuði um 3,2%. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 6,9%, þar af hefur verð á fjölbýli hækk- að um 4,8% en verð á sérbýli tölu- vert meira eða um 13,7%. Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 1,0% á milli janúar og febrúar. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 13,2%. Við samanburð á þróun íbúðaverðs og byggingar- vísitölunnar þarf að hafa í huga að lóðaverð er ekki talið með í bygg- ingarvísitölu en það er hluti af fasteignaverði.“ Verð á íbúðum hækkar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Húsnæði Bæði vísitala íbúðaverðs og vísitala byggingarkostnaðar á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað töluvert að undanförnu. NOKKRAR tegundir af ídýfum sem Bakkavör Group framleiðir í Bretlandi hafa verið innkallaðar. Salmonella fannst við reglubundið innra eftirlit í tveimur tegundum af hummus-ídýfu (e. houmous dip) í einni af verksmiðjum félagsins. Orsökina má rekja til aðkeypts hráefnis. Ekki er gert ráð fyrir að atvikið muni hafa áhrif á fjárhags- lega afkomu félagsins. Þetta segir í tilkynningu frá félaginu í Kauphöll- inni. Þessar ídýfur eru mjög lítill hluti heildarframleiðslunnar og það skiptir miklu máli að gallinn fannst við innra eftirlit en ekki vegna kvartana neytenda. Ídýfur innkallaðar FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur veitt Fjárfestingarfélaginu Gretti hf. heimild til þess að fara með 28,07% virkan eignarhlut í Trygg- ingamiðstöðinni hf. Framangreind heimild er veitt með vísan til laga nr. 60/1994, um vátryggingastarf- semi. Samkvæmt lögum um miðlun vá- trygginga er virkur eignarhlutur bein eða óbein hlutdeild í félagi sem nemur 10% eða meira af eigin fé eða atkvæðisrétti eða önnur hlut- deild, sem gerir kleift að hafa veru- leg áhrif á stjórn viðkomandi fé- lags. Grettir með virkan eignar- hlut í TM SKORTUR á laxi frá Noregi hefur valdið hækkun á verði á laxi í Evr- ópu. Skýringin er sú að Norðmenn hafa ekki slátrað nægilega miklu til að svara eftirspurn. Verð byrjaði að hækka í síðustu viku og leiddi það til þess að kaup- endur fóru að birgja sig upp til að mæta hugsanlegum frekari verð- hækkunum. Nokkur taugatitringur hefur verið vegna þessa, þar sem hækkandi verð dregur úr eftirspurn og kemur bæði framleiðendum og kaupendum illa, þegar upp er staðið. Því munu nokkrir norskir framleið- endur íhuga að auka slátrun og jafn- vel bæta einum slátrunardegi við, til að mæta eftirspurninni. Á hinn bóg- inn eru margir stærstu framleiðend- urnir með fasta samninga til lengri tíma við kaupendur og verða því að standa við umsamdar afhendingar og verð. Í síðustu viku hækkaði verðið um nálægt 40 krónum íslenzkum, en á móti styrktist norska krónan gagn- vart evrunni. Verð á laxi fer hækkandi Morgunblaðið/ÞÖK ♦♦♦ Bikarúrslitaleikur kvenna Haukar – Keflavík í Laugardalshöll kl. 14 á laugardaginn Frímiðar á leikinn í boði Actavis! Miðarnir liggja frammi í íþróttahúsi Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði og Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Actavis er öflugur stuðningsaðili körfuknattleiks á Íslandi Styðjum stelpurnar! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 8 4 3 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.