Morgunblaðið - 17.02.2007, Page 32

Morgunblaðið - 17.02.2007, Page 32
Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Hönnunarverðlaun FÍT,Félags íslenskra teikn-ara, voru afhent í gær ísjöunda sinn í Lista- safni Reykjavíkur. Veitt eru verð- laun í ellefu flokkum sem eru: Bréfagögn, vöru- og firmamerki, prentað kynningarefni, bæklingar, bókakápur, bókahönnun, vegg- spjöld, plötuumslög, umbúðir, myndskreytingar og opinn flokkur. „Við veitum líka sérstök verðlaun fyrir nemendur á lokaári í Listaháskóla Íslands og Myndlist- arskólanum á Akureyri. Það er alltaf gaman að sjá hvað kemur frá þeim því þar eru hlutirnir að gerast,“ segir Haukur Már Hauks- son, sem hefur umsjón með hönn- unarverðlaununum og er formaður FÍT. Spurður um verðlaunaverkin segir Haukur að frjó hugsun ein- kenni þau og nefnir sérstaklega umbúðaverðlaunin. „Maður hefur ekki séð lopaumbúðirnar utan um brennivín áður í þessu samhengi og þar er verið að tengja hið gamla góða íslenska handverk við gamla góða brennivínið, það er mjög skemmtileg tenging. Annars eru engar nýjungar beint á ferð, enda gerast þær svo hægt að mað- ur tekur í raun og veru ekki eftir þeim.“ Hann segir markmiðið með verðlaununum vera að vekja at- hygli á góðri grafískri hönnun og mikilvægi hönnunarinnar. „Þetta er auðvitað hluti af því að efla fag- legan metnað meðal grafískra hönnuða á Íslandi. Starfsheitið fékk líka lögverndun síðastliðið sumar og menn eru agalega glaðir með það – og mörgum fannst löngu kominn tími til.“ Haukur ætlar að um helmingur félags- manna í FÍT starfi á auglýsinga- stofum, aðrir sem einyrkjar eða á minni hönnunarstofum en sjálfur vinnur hann á auglýsingastofunni Pipar. Hversdagslist? Grafísk hönnun er fyrir mörgum nokkuð óljós starfsgrein og í raun- inni gera margir sér ekki grein fyrir að á bak við t.a.m. mjólkur- vöruumbúðir liggur mikil vinna. Verðlaunaflokkarnir endurspegla einmitt víðtækt starfið. „Það sem er skemmtilegt við fagið, og um leið erfitt, er að hönnunin er fyrir augunum á fólki allan daginn og alla daga og það gera sér svo fáir grein fyrir að það sé einhver vinna og hugsun á bak við þessa hluti. Þess vegna er kannski svolítið erf- itt að byggja upp virðingu fyrir þessu fagi því fólki finnst þetta svo sjálfsagt. En um leið er vinnan mjög fjölbreytt, það gerir þetta svo skemmtilegt. Einn og sami maðurinn býr til frímerki í dag og veltiskilti úti á götu daginn eftir. Auk þess getur hann unnið við sjónvarp og ýmsa vefmiðla. En það er rétt að menn hugsa ekki mikið um góða hönnun á neyslu- vörunum í stórmörkuðunum. Fólk skynjar ekki vinnuna á bak við einfaldar umbúðir sem lenda síðan í ruslinu.“ „Umbúðaruslið“ megi þó sums staðar finna á veggjum og vísar Haukur þar til verka eins og súpudósa Andy Warhols. Skyldi þá listin á bak við hönn- unina ná til fólks? „Við vonumst til að mikilvægi góðrar hönnunar síist inn með því að vera sýnileg a.m.k. einu sinni á ári. Hönnun á Íslandi er ekki gamalt fag en fyrir ímynd landsins skiptir máli að grafísk hönnun sé á háu plani. T.a.m. eru ýmiss konar skilti með því fyrsta sem fólk sér þegar það kemur til landsins. Við eigum líka marga færa grafíska hönnuði. Gallinn er að við erum auðvitað fá en verk- efnin eru mun fjölbreyttari.“ Öll verkin sem unnu til hönn- unarverðlauna FÍT munu taka þátt í hönnunarkeppni hjá Art Directors Club of Europe, sam- tökum hönnunarfélaga í Evrópu, sem gefa út bók um öll verkin. Myndskreytingar 1. verðlaun, Ámundi Sigurðs- son: Lands- bankasería 2006. Opinn flokkur 1. verðlaun, Hildur H. Zoëga: Boðskort í veiðiferð. Plötuumslög 1. verðlaun, Ísak Winther, Sigur Rós, Alex og Lukka: Sæglópur. Umbúðir 1. verðlaun, Arn- ar Geir Ómarsson og Halla Helgadóttir: Brenni- vínsumbúðir/lopasokkur.Frímerki í dag, veltiskilti á morgun Umbúðir Viðurkenning, Ásgerður Karlsdóttir: Nýj- ar umbúðir fyrir 1944. daglegt líf 32 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ E N N E M M / S IA • N M 22 92 7 Sértilboð fyrir korthafa MasterCard Búdapest 4.-7. maí Ferðaklúbbur MasterCard, í samstarfi við Heimsferðir, býður korthöfum frábært tilboð í þriggja nátta helgarferð til Búdapest 4. maí. Í boði er gisting á nokkrum vinsælum gististöðum í borginni. Maí er frábær tími í Búdapest, vorið allsráðandi og borgin öll í blóma og skartar sínu fegursta. Fjölbreyttir gistivalkostir í boði. Búdapest er í dag ein eftirsóttasta borg í Evrópu enda er hér að finna hið gamla menningarhjarta Evrópu sem státaði af því besta í menningu, listum og húsagerðarlist. Borgin er staðsett á einstökum stað við Dóná sem rennur í gegnum borgina miðja og skiptir henni í tvo hluta; Búda sem er byggð í hlíð vestan megin við ána og er eldri hluti borgarinnar og hinsvegar Pest. Beint flug Heimsferða gefur þér tækifæri á að kynnast þessari heillandi borg. Í boði eru góðir gististaðir og spennandi kynnisferðir um borgina með fararstjórum Heimsferða. MasterCard verð Almennt verð City Hotel Matyas *** 44.990 49.990 Hotel Mercure Nemzeti **** 49.990 55.990 Hotel Radisson SAS ****+ 54.990 58.990 Innifalið: Flug, skattar, gisting með morgunverði í 3 nætur og íslensk fararstjórn. Ferðir til og frá flugvelli eru ekki innifaldar. Verð eru netverð á mann í tvíbýli. Nánari upplýsingar og bókanir á www.heimsferdir.is, á skrifstofu Heimsferða í Skógarhlíð 18 og í síma 595 1000. Frábært tilboð! Besti tíminn í Búdapest Kynntu þér einnig frábært til- boð til Kúbu 18. mars ÚTFARIR eru í eðli sínu íhalds- samar en taka í áranna rás hæg- fara breytingum. Allstórt stökk inn í „nútímann“ var þó nýlega tekið á sýningu á Englandi þar sem kynnt- ir voru óhefðbundnari jarðarfar- arsiðir kristinna manna. Skemmst er frá því að segja að menn gætu átt von á því í einhverri enskri jarðarförinni á næstunni að ösku jarðneskra leifa hins látna yrði skotið á loft í flugeldasýningu – og er raunar þegar gert í henni Am- eríku. „Við nálgumst dauðann á rangan hátt. Við verðum auðvitað að fá að syrgja en líka að fá tækifæri til að fagna að lokum,“ er haft eftir eig- anda Flugelda ofar himnum, „og fólk grætur gleðitárum að lokinni flugeldasýningu okkar.“ The Daily Telegraph segir frá þessum nýjungum og er yfirskrift greinarinnar „Return to Sender“. Líklegast er þar vísað í rokkkóng- inn Elvis Presley en í þessu tilviki ætti gamla þýðingin Þrjú tonn af sandi ekki sérlega vel við, kannski mætti frekar notast við orð „sálma- kóngsins“ Hallgríms Péturssonar, Upp, upp, mín sál. Dregur úr ótta fólks við dauðann Sr. Paul Sinclair rekur útfar- arstofu sem býður upp á „mótor- hjólajarðarför“ þar sem líkvagninn er hliðarvagn mótorhjóls. Hann gagnrýnir kirkjuna fyrir að taka ekki meira tillit til lífsstíls hins látna, ekki sé hægt að byggja jarð- arfarir eingöngu á trúnni. Þannig komi fyrirtæki hans á móts við fólk sem hafi alla tíð ferðast um á mót- orhjólum. „Engum dettur í hug að kveðja kaþólskan mann að sið múslima eða klæða Liverpool- áhanganda í Arsenaltreyju þegar hann deyr,“ segir sr. Sinclair. Bandarískt fyrirtæki kynnti einnig nokkuð sem ensk kirkjulög banna með öllu; sólarorkuskjá til að koma fyrir á leiði, sem sýnir myndir af hinum látna undir tón- listarflutningi, fyrir alla þá sem vilja einmitt segja frá lífi ástvina sinna í stað þess að kaupa bara granítlegstein. Höfundur bókar um hvers konar jarðarfarir, The Motorcycle Hearse and Other Undertakings, sr. Ian Morris, prísar sig sælan yfir að fólk nálgist dauðann á gleði- legri hátt en kirkjan með sínum dapurleika. Hún eigi að fagna hverju því sem dragi úr ótta fólks við dauðann. „Fólk þarf að fá leyfi til að hlæja og gráta við jarð- arfarir. Kannski er flugeldasýning eða mótorhjólalíkvagn einmitt mál- ið.“ Reuters Lífsstíll Nýstárlegir jarðarfar- arsiðir endurspegla ævi hins látna. „Engum dettur í hug að klæða Liv- erpooláhanganda í Arsenaltreyju þegar hann deyr.“ Hinum látna skotið á loft?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.