Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HALLDÓR Halldórsson, formað- ur Sambands íslenskra sveitarfé- laga, segir að stefnt sé að því að leggja fram tillögur um breytta tekjuskiptingu ríkis og sveitarfé- laga á landsþingi sveitarfélaganna 23. mars nk. Á árlegum samráðs- fundi ríkis og sveitarfélaga í gær var ákveðið að Halldór, fjár- málaráðherra og félagsmálaráð- herra myndu setjast yfir þessi mál. Á dagskrá fundarins voru efna- hags- og kjaramál, tekjustofnar sveitarfélaga, verkaskipting ríkis og sveitarfélaga og önnur mál. Á fundinum var ákveðið að hefja formlegar viðræður um að sveit- arfélög taki við verkefnum sem ríkið sinnir í dag. Í því sambandi var rætt um málefni fatlaðra og aldraðra. Enn fremur var ákveðið að fara yfir óljós skil verkefna ríkis og sveitarfélaga á fleiri sviðum. Halldór sagði að sveitarfélögin hefðu lagt fram tillögur um að sveitarfélögin fengju hlutdeild í fjármagnstekjuskatti og einnig af skatti af einkahlutafélögum, en slíkum félögum hefur fjölgað mikið undanfarin ár, sem hefur leitt til tekjuskerðingar hjá sveitarfélög- unum. „Þetta er mjög stórt mál og við viljum ná fram vilja ríkisstjórn- arinnar til að fara einhverja slíka leið,“ sagði Halldór og bætti við að þetta hefði verið mjög góður sam- ráðsfundur. Á fundinum var einnig rætt um framkvæmd kostnaðarmats laga- frumvarpa og tímamörk til að ljúka fráveituframkvæmdum. Samráðsfundurinn var haldinn í samræmi við ákvæði samstarfs- sáttmála frá febrúar 2006 um að efla formlegt samstarf ríkis og sveitarfélaga. Fundinn sátu af hálfu ríkisins Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra ásamt embætt- ismönnum. Af hálfu Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sátu fundinn Halldór Halldórsson, formaður sambandsins, fulltrúar úr stjórn þess, framkvæmdastjóri og starfs- menn. Tillögur lagðar fram í mars Árlegur samráðs- fundur ríkis og sveitarfélaga Morgunblaðið/G. Rúnar Samráð Fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra ræddu við fulltrúa sveitarfélaganna í gær um tekjuskiptingu og ýmis sameiginleg mál. GEIR H. Haarde forsætisráðherra opnar formlega ár- lega ljósmyndasýningu Blaðaljósmyndarafélags Ís- lands í Gerðarsafni í Kópavogi klukkan 15 í dag. Á sýningunni eru rúmlega 200 myndir eftir um 40 ljósmyndara og veitir Glitnir verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2006 í níu flokkum og félagið í einum. Aukasýning verður í kjallara Gerðarsafns með mynd- um frá Kárahnjúkum og í tilefni sýningarinnar kemur út bókin Myndir ársins 2006 í samvinnu við Eddu út- gáfu. Sýningin verður opin til og með 18. mars. Ljósmynd/Eyþór Árnason Blaðaljósmyndarar í Gerðarsafni Gerðarsafn Brynjar Gunnarsson sýningarstjóri og Árni Torfason, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands. SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hef- ur tekið til skoðunar mál sem tengj- ast hugsanlegum brotum flugfélag- anna Icelandair og Iceland Express gegn neytendum með töku svo- nefndra gjalda á flugfarþega. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir ráðuneytið hafa tek- ið málið upp. Enn hafi ekkert erindi um það borist ráðuneytinu eða Flugmálastjórn. Á þessu stigi máls- ins liggi því ekki fyrir aðrar upplýs- ingar en þær sem komið hafi fram í fréttum. Vegna þessara frétta hafi verið farið yfir málið í ráðuneytinu en þar sé nú verið að meta hvort og þá hvernig verði brugðist við. Það sem varði loftferðalög snúi að samgönguráðuneytinu og sömu- leiðis það sem varði gjaldtöku flug- umferðarinnar. Annað snúi vænt- anlega að samkeppnisyfirvöldum. „Við vitum ekki til þess að loft- ferðalög hafi verið brotin,“ segir Sturla. Í gær sendi talsmaður neytenda Icelandair bréf þar sem hann til- kynnti að athugað yrði hvort brotið hefði verið gegn réttindum og hags- munum neytenda með töku svo- nefndra gjalda á flugfarþega. Gjöld flugfélaga skoðuð KER hf., fyrrum eigandi Olíufé- lagsins, var í gær dæmt í Héraðs- dómi Reykjavíkur til að greiða Sig- urði Hreinssyni frá Húsavík, 15.000 kr. í skaðabætur vegna tjóns sem Sigurður varð fyrir af verðsamráði olíufélaganna. Var fé- lagið jafnframt dæmt til að greiða Sigurði 500.000 kr. í málskostnað. Dómurinn var fjölskipaður og skil- aði einn dómaranna, Sigrún Guð- mundsdóttir, séráliti og vildi dæma Sigurði 36 þúsund kr. bætur. Steinar Þór Guðgeirsson, hrl. og lögmaður Sigurðar, segist ánægð- ur með niðurstöðuna þó að fjár- hæðin hefði mátt vera hærri. ,,Lög- fræðilega séð er ég sáttur við þennan áfangasigur,“ segir hann og vísar til þess að málið eigi að öll- um líkindum eftir að koma til kasta Hæstaréttar. Kristinn Hallgríms- son, lögmaður Kers, sagðist í sam- tali við Fréttavef Morgunblaðsins í gær vera ósáttur við dóminn og að honum yrði áfrýjað til Hæstarétt- ar. Steinar Þór segir að lögfræði- stofa hans, Lögfræðistofa Reykja- víkur, sé nú með um það bil 150 mál, aðallega frá einstaklingum, en einnig frá fyrirtækjum og einu sveitarfélagi, sem væru af sama toga og mál Sigurðar og beindust gegn olíufélögunum. ,,Það er alltaf að bætast við frá degi til dags,“ segir hann. Steinar Þór segir að þessi mál verði skoðuð í framhaldi af þessum dómi en menn bíði einn- ig niðurstöðu Hæstaréttar. Sagði hann að ótrúlega margir hefðu gögn undir höndum um viðskipti sín við olíufélögin frá þeim árum sem um ræðir, m.a. útprentanir vegna kortaviðskipta. „Það var ákveðið að fara með þetta mál sem einskonar prófmál og er miðað er við þessa niðurstöðu á ég von á að það muni fjölga í þeim hópi sem hefur leitað til okkar,“ segir hann. Neytendasamtökin fagna dómn- um í gær í yfirlýsingu og segja að á annað hundrað neytendur hafi leit- að á sínum tíma með gögn til sam- takanna. Þau muni í framhaldi af þessum dómi fara yfir málið með lögmanni sínum, Steinari Guð- geirssyni. „Neytendasamtökin telja þessa niðurstöðu afar mikilvæga, ekki síst í ljósi þess að í fyrri dómi Hér- aðsdóms var lögð mjög mikil sönn- unarbyrði á hendur neytandans og að honum hafi borið að fá dóm- kvadda matsmenn til að meta tjón sitt,“ segir m.a. í yfirlýsingu sam- takanna. Héraðsdómur var fjölskipaður í málinu þeim Skúla Magnússyni, Birgi Þór Runólfssyni og Sigrúnu Guðmundsdóttur héraðsdómara. Lögmannsstofa með 150 mál gegn félögunum og fleiri bætast við hvern dag 15 þúsund kr. bætur vegna verðsamráðs olíufélaganna Í HNOTSKURN » Héraðsdómur sýknaðiKer í málinu í desember sl. en Hæstiréttur lagði fyrir dóminn að fjalla efnislega um tiltekna dómkröfu. » Fallist er á mat dóm-kvaddra matsmanna á að verulegar líkur séu á að framlegð á hvern seldan lítra bensíns 1996 til 2001 hafi verið a.m.k. 7,8% hærri vegna saknæmrar og ólög- mætrar háttsemi. FYRIR orð forsætisráðherra og heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra hefur Matthías Halldórson landlæknir valið fagaðila til að mynda teymi sem mun taka að sér að meta þörf fyrrverandi vistmanna Breiðavíkurheimilisins annars vegar og Byrgisins hins vegar fyrir að- stoð. Frá þessu er greint á vefsíðu Land- læknisembættisins, landlaeknir.is. Í frétt landlæknis segir að þeim sem telja sig þurfa á aðstoð að halda sé bent á að hringja í síma 543 4074 virka daga milli kl. 9 og 16 fyrir 31. mars næstkom- andi. Vistmenn leiti til landlæknis FORSETI Afríkuríkisins Djíbútís, Ismail Omar Guelleh, heimsækir Ísland dagana 19. febrúar og 20. febrúar nk. Með honum í för verða utanríkisráðherra Djíbútís, Mahmoud Ali Youssouf, og sveit embættis- manna, vísindamanna og sérfræðinga. Heimsóknin til Íslands er sprottin af sam- vinnu forseta Djíbútís, forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, og hagfræð- ingsins Jeffrey Sachs, forstöðumanns Earth Institute við Columbia-háskólann í Bandaríkjunum, um það hvernig íslensk reynsla, þekking og tækni gætu nýst við virkjun jarðhita í sex löndum í austan- verðri Afríku. Forsetinn mun m.a. heimsækja Hellis- heiðarvirkjun, höfuðstöðvar Orkuveit- unnar og Glitni og ræða við forseta Ís- lands. Utanríkisráðherra Djíbútís mun eiga viðræður við Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra. Forseti Djíbútís heimsækir Ísland AÐEINS 2% borg- arbúa fóru á reið- hjóli til vinnu, 7% með strætó, 12% gangandi og 3% á annan hátt skv. símakönnun sem Félagsvís- indastofnun gerði fyrir umhverfis- svið borgarinnar. 73% fóru á eigin bíl og 4% sem farþegar. Í ljós kom m.a. að 79% karla keyra sjálfir en 67% kvenna. 80% fólks á aldrinum 35–54 ára keyrir sjálft. Ljóst er af þessari könnun að hjón nota ekki einn bíl til að fara til og frá vinnu heldur fara þau hvort í sín- um. Könnunin var gerð í síma á tímabilinu 17. nóvember til 9. desember 2006. Úr- takið var 1.200 Reykvíkingar á aldrinum 16–80 ára. Svarhlutfall var 63%. Fáir ganga eða hjóla til vinnu HÁSKÓLADAGURINN er í dag og frá klukkan 11 til 16 kynna allir háskólar landsins námsframboð sitt á grunn- og meistarastigi. Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bif- röst, Háskólinn í Reykjavík, Hólaskóli – Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands kynna námsframboð sitt í Borgarleikhúsinu. Í Kennaraháskóla Íslands kynna kenn- arar og stúdentar námið og í Háskólabíói kynna allar ellefu deildir Háskólans náms- framboð sitt. Háskólarnir kynna námið SNJÓFLÓÐ féll á moksturstæki Vegagerð- arinnar á Hrafnseyrarheiði í gær. Tækið skemmdist ekki og starfsmaður Vegagerð- arinnar slapp ómeiddur. Hann þurfti að ganga spölkorn til að komast í farsíma- samband og biðja um hjálp. Núverandi leið milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar liggur frá Þingeyri yfir Hrafnseyrarheiði. Veðurstofan hefur sent frá sér viðvörun og segir að vart hafi orðið við snjóflóð í fjalllendi austanlands. Ferðamenn eru vin- samlegast beðnir að hafa það í huga. Snjóflóðahætta í fjalllendi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.