Morgunblaðið - 17.02.2007, Side 29

Morgunblaðið - 17.02.2007, Side 29
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 29 ÞAÐ RÍKTI skemmtileg stemmning í Burgos á Norður-Spáni síðastliðinn fimmtudag þegar feitum fimmtudegi var fagnað sem má segja að svipi til öskudagsins hér á landi. Feitur fimmtudagur var upphaflega trúarhátíð sem Pólverjar og Þjóðverjar héldu hátíðlega með ýmsum hætti. Deginum fylgir að borða töluvert af sætindum áður en langa- fasta rennur upp og til dæmis í Póllandi borð- ar fólk „paczki“ sem eru nokkurskonar kleinuhringir sem eru fylltir með sætu hlaupi. Spænsku börnin notuðu daginn hins vegar til að klæða sig upp á í skemmtilega grímubún- inga. Feitur fimmtudagur Ógnvekjandi Myrkrahöfðinginn sjálfur. Reuters Íburður Glæsilegur grímubúningur. Varúð Uppdressaður í löggubúning. Stemmning Það var mikið fjör hjá þessum krökkum á feitum fimmtudegi. BRESK rannsókn hefur leitt í ljós að börn mæðra sem borða mikinn fisk meðan á meðgöngu stendur, búa yfir betri samskiptahæfileikum en önnur börn allt fram að sjö ára aldri. Fréttavefur BBC segir frá þessu í gær. Þá bendir rannsóknin til þess að fiskát mæðra hafi einnig áhrif á hreyfileikni. Breska matvælastofnunin, FSA, mælir með því við konur að þær borði fituríkan fisk einu sinni til tvisvar í viku, en varar þó við viss- um fisktegundum á borð við hákarl og túnfisk í miklum mæli vegna kvikasilfursmengunar. Í rannsókn- inni nýju sem háskólinn í Bristol og Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (US National Institutes og Health) voru tæplega 12.000 konur spurðar um fiskneyslu sína og var svo fylgst með samskiptahæfni barna þeirra, greindarvísitölu og samhæfingu augna og handa þar til börnin náðu átta ára aldri. Þá munu félags- og efnahagslegir þættir hafa verið teknir með í reikninginn auk upp- lýsinga um annað mataræði mæðr- anna. Lax og sardínur Börn mæðra sem neyttu innan við 340 gramma af fiski á viku voru 48% líklegri til að vera undir með- allagi hvað varðar málgreind, en auk þess virðist lítil fiskneysla hafa slæm áhrif á hegðun og hreyfileikni og samskipti. Þessar niðurstöður ættu að slá á ótta foreldra um að fiskur sé svo mengaður að hann geti haft slæm áhrif á heilsu barna, en kostirnir virðast samkvæmt rannsóknunum mun fleiri en ókostirnir. Verðandi mæður ættu því að kappkosta að borða mikið af feitum fiski sem inniheldur ómega-3 fitu- sýrur á borð við lax og silung, mak- ríl og sardínur. Börn búa að fiskneyslu móðurinnar Morgunblaðið/Eggert Hollusta Verðandi mæður ættu að borða feitan fisk sem inniheldur ómega-3 fitusýrur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.