Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDANFARIÐ hefur farið fram umræða um leyniviðauka við varnar- samninginn frá 1951, sem leynd var létt af nú nýverið. Í varnarsamningn- um sjálfum var fullt jafnræði með samningsaðilum. Leynisamningarnir voru hins vegar annars eðlis og þar var í veigamiklum atriðum samið um ríkari réttindi Bandaríkjamönnum til handa en samrýmdust ákvæðum hins opinbera varnarsamnings og þar með landslögum. Með leyniviðaukunum sömdu íslensk stjórnvöld til dæmis um heimildir Bandaríkjamanna til að taka yfir stjórn almennrar flugstarf- semi, um að stjórnvöld myndu ekki nýta sér forrétt til lögsögu nema í sérstökum tilvikum og að Banda- ríkjamönnum væri ekki skylt að skilja við varnarsvæðin í sama ástandi og þeir tóku við þeim. Hrósa ber Valgerði Sverrisdóttur utanrík- isráðherra fyrir hrein- skiptni hennar í um- ræðu um þessi mál. Hún hefur viðurkennt að þessi samnings- ákvæði hafi skaðað samningsstöðu Íslands í samningum um nýjan viðbæti við varnar- samninginn í fyrra. Hún hefur einnig sagt að vera kunni að samn- ingarnir hafi ekki staðist ákvæði stjórnarskrár og talið það lögfræði- legt úrlausnarefni. Málflutningur Geirs H. Haarde forsætisráðherra hefur verið töluvert öðruvísi. Hann hefur klifað á þeirri síðbúnu sögu- skýringu, sem mjög hefur verið notuð af sjálfstæðismönnum undanfarna mánuði, að slík skelfingarhætta hafi stafað af undirróð- ursöflum í landinu á kaldastríðstímanum að hún hafi réttlætt þessa löglausu samninga í blóra við ákvæði stjórn- arskrár og leyndina yfir þeim allan þennan tíma. Þessi kenning hefur einnig verið notuð til að réttlæta ólögmætt per- sónueftirlit með póli- tískum andstæðingum ráðandi afla um áratugaskeið. Eftir stendur hins vegar að þetta mál er ekki eitthvert fortíðarmál, sem unnt er að sópa undir teppið með bil- legum skýringum. Ég fæ ekki betur séð en að viðaukinn sem þau Geir og Valgerður gengu frá í haust brjóti með sama hætti gegn 21. gr. stjórn- arskrárinnar og gömlu samningarnir gerðu. Reyndar vekur athygli að texti þess samnings virðist einungis til á ensku. Jafnvel þegar menn töldu verulegt hættuástand yfirvofandi sem réttlætti komu varnarliðs, í maí 1951, gáfu menn sér tíma til að und- irrita alla samninga – jafnt opinbera sem leynilega – á ensku og íslensku. Með nýja samningnum er Banda- ríkjamönnum veitt vald til að taka yf- ir stjórn borgaralegrar flugstarfsemi við „military contingency“, þ.e. þegar hernaðarlegar aðstæður krefjast þess. Og, þótt um samning milli tveggja fullvalda ríkja sé að ræða, eiga Bandaríkjamenn einir mat um það samkvæmt samningnum hvenær „military contingency“ er fyrir hendi. Það er rangt sem bæði Geir og Val- gerður hafa haldið fram að samþykki Íslands þurfi til að Bandaríkin geti nýtt sér þetta ákvæði. Matið er skýr- lega Bandaríkjamanna samkvæmt samningstextanum og Íslandi er hvergi ætlað neitt hlutverk í því mati. Ef Geir og Valgerður töldu sig vera að semja um eitthvað annað hefðu þau kannski betur spanderað í þýð- ingu á textanum fyrir undirritun. Með nýja samningnum er ekki heldur hróflað við ákvæði úr gömlu leynisamningunum þess efnis að ís- lensk stjórnvöld hyggist ekki nýta sér lögsögu yfir brotamönnum úr liði Bandaríkjanna nema í málum er hafa sérstaka þýðingu fyrir Ísland og muni innlendum stjórnvöldum gefin fyr- irmæli þar að lútandi. Þetta ákvæði er í beinni andstöðu við lögfest ákvæði viðbætis um réttarstöðu liðs Banda- ríkjamanna og gengur því beint gegn landslögum. Í því felst einnig í það minnsta fyrirheit um takmörkun á refsilögsögu ríkisins. Gamalt og nýtt leynimakk Árni Páll Árnason fjallar um varnarmál » Forsætisráðherra ogutanríkisráðherra virðast hafa farið út fyr- ir stjórnskipulegt um- boð sitt við samnings- gerðina nú í haust. Árni Páll Árnason MEGINMARKMIÐ pen- ingastjórnunar er að halda verð- lagi tiltölulega stöðugu. Til þess að ná þessu markmiði reynir Seðlabankinn að hafa áhrif á þjóð- arútgjöld, þ.e.a.s. neyslu og fjár- festingu í landinu. En neysla og fjárfesting er fjármögnuð með tekjum, lántökum og losun eigna. Með takmörkun á getu og vilja til lántöku eða takmörkun á lánveit- ingum er hægt að hafa áhrif á um- fang þjóðarútgjalda. Reyni Seðlabank- inn að hafa áhrif á eftirspurn eftir lánsfjármagni gerir hann það fyrst og fremst með áhrifum á vextina. Dýrara lánsfjármagn dreg- ur að öllu jöfnu úr eftirspurn þess en ódýrara eykur hana. Reyni Seðlabankinn hins vegar að hafa áhrif á lánsframboð beinir hann sjónum sínum að getu og möguleikum banka- stofnana til útlána. Hann getur t.d. stýrt útlánagetu þeirra með endurhverfum við- skiptum, bindiskyldu, skilgreiningu á teg- undum fjármagns sem bundið skal eða skil- greiningu á lausafjár- hlutfalli bankanna. Á undanförnum árum hefur Seðlabankinn fyrst og fremst reynt að ná verðbólgumark- miðum sínum með því að hafa áhrif á þjóðarútgjöldin með stýrivaxtabreytingum. Hann reynir m.ö.o. að gera lánsfjármagn dýrara og þar með slá á neyslu- og fjárfestingarvilja heimila og fyrirtækja. Greining Landsbankans Í riti Landsbankans Efnahags- mál og skuldabréfamarkaður frá í byrjun árs 2005 segir: „Aðgerðir Seðlabankans í peningamálum, aðrar en breytingar á stýrivöxt- um, hafa haft mikil áhrif á efna- hagsframvinduna. Hér er ann- arsvegar átt við aukningu gjaldeyrisforðans og hinsvegar breytingar á bindiskyldu inn- lánastofnana. Þessar aðgerðir hafa aukið grunnfé og gert bönkum og sparisjóðum kleift að auka útlán gríðarlega. Reynslan sýnir að auk- ið peningamagn og vaxandi verð- bólga fara ætíð saman þegar til lengdar lætur. Því er mikilvægt að Seðlabankinn hugi vandlega að því með hvaða hætti er hægt að draga til baka þann peningalega slaka sem nú hefur myndast, svo að hægt sé að koma í veg fyrir að hann birtist sem verðbólga þegar fram í sækir.“ Ennfremur segir: „Í heild leiddu aðgerðir Seðlabankans til verulega bættrar lausafjárstöðu innlánastofnana og aukinnar út- lánagetu, sérstaklega til að veita Mistök við stjórn peningamála Jóhann Rúnar Björgvinsson fjallar um hagstjórn Jóhann Rúnar Björgvinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.