Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 59 KIRKJUSTARF Æðruleysismessa í Dómkirkjunni Æðruleysismessa verður í Dóm- kirkjunni á sunnudaginn kl. 20. Að þessu sinni munu kvennakórarnir Vox feminae og Gospelsystur Reykjavíkur ásamt félögum úr Stúlknakór Reykjavíkur annast söng undir stjórn Margétar J. Pálmadóttur og Arnhildar Val- garðsdóttur píanóleikara. Þá verð- ur einnig tjáning leikmanns en prestarnir Anna Sigríður Páls- dóttir, Bára Friðriksdóttir og Karl V. Matthíasson munu þjóna að öðru leyti. Allir eru hjartanlega vel- komnir í þessa messu sem mun ein- kennast af þakklæti, von, gleði og bænagjörð. Kirkjuskólinn í Mýrdal Munið samveru Kirkjuskólans í Mýrdal í grunnskólanum í Vík laug- ardaginn 17. febrúar kl. 11.15. Sóknarprestur Sr. Sigurður Pálsson á mannræktarkvöldum í Laugarneskirkju Þriðjudagskvöld eru sérstök mann- ræktarkvöld í Laugarneskirkju. Þau hefjast kl. 20 með kvöldsöng í kirkjunni sem Þorvaldur Hall- dórsson leiðir auk Gunnars Gunn- arssonar píanóleikara og organista. Sigurbjörn Þorkelsson fram- kvæmdastjóri safnaðarins segir nokkur orð og leiðir bæn. Næstkomandi tvö þriðjudags- kvöld þ.e. 20. og 27. febrúar mun sr. Sigurður Pálsson flytja athygl- isverð erindi sem hefjast að kvöld- söngnum loknum eða um kl. 20.30. Trúarlegt uppeldi í orði og verki, er yfirskrift erindisins hinn 20. febrúar og Trúarsannfæring og umburðarlyndi í fjölmenning- arsamfélagi er yfirskriftin þriðju- dagskvöldið 27. febrúar. Sr. Sigurður Pálsson er f.v. sókn- arprestur í Hallgrímskirkju, f.v. námsstjóri í kristnum fræðum og fíknivörnum í menntamálaráðu- neytinu, deildarstjóri hjá Náms- gagnastofnun og fv. fram- kvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags. Allir eru velkomnir á mannræktarkvöld í Laugarnes- kirkju. Á sama tíma og erindin eru flutt að loknum kvöldsöng í kirkjunni kom einnig 12 spora-hópar kirkj- unnar saman og halda áfram sinni mikilvægu vinnu. Eva María predikar á konudaginn Sunnudaginn 18. febrúar sem er konudagurinn er messa kl. 11 í Ví- dalínskirkju í Garðabæ. Í tilefni dagsins munu einungis konur koma að helgihaldinu. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir helgihaldið ásamt sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur, sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og Nönnu Guðrúnu Zoëga djákna. Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona predikar. Kvennakór Garðabæjar leiðir lof- gjörðina undir stjórn Ingibjargar Guðjónsdóttur kórstjóra og söng- konu. Eftir messuna verður boðið upp á súpu sem Lionsmenn í Garðbæ reiða fram. Þar að auki verður tískusýning í safnaðarheim- ilinu frá Ise Jacobsen og einnig verða sýndar töskur eftir listakon- una Eddu Jónsdóttur. Það er sunnudagaskóli á sama tíma í safn- aðarheimilinu og þeim sem koma til kirkjunnar gefst kostur á að styrkja sunnudagaskólann með fjárframlögum því börnin þar undir stjórn Ármanns H. Gunnarssonar æskulýðsfulltrúa hafa ættleidd þrjú börn í gegnum Hjálparstarf þjóð- kirkjunnar á þessum vetri. Allir velkomnir. Sjá www.gardasokn.is Kristni og íslensk myndlist Eru trú og list systur, flétta, eitt- hvað allt annað og jafnvel óskyld efni? Myndlistarmenn hafa um allar aldir glímt við djúpgildin og túlkað trúna með ýmsum hætti. Í opnu húsi Neskirkju, miðvikudaginn 21. febrúar, verður efnið skoðað. Dr. Pétur Pétursson, guðfræðiprófess- or, mun ræða um kristin stef í ís- lenskri tuttugustu aldar myndlist og sýna mynddæmi. Allir velkomn- ir, kaffiveitingar frá kl. 15 á Torgi Neskirkju. Forsætisráðherra les úr Passíusálmunum Forsætisráðherra, Geir H. Haarde, les fyrsta Passíusálminn í Graf- arvogskirkju á öskudag 21. febrúar nk. kl. 18. Þessi lestur markar upp- hafið af lestri ráðherra og þing- manna úr Passíusálmunum á föst- unni, en þeir munu lesa einn Passíusálm hvern virkan dag föst- unnar. Þetta er þriðja árið í röð sem þeir gera það. Hver stund hefst kl. 18 og lýkur fimmtán mínútum síðar. Þessar stundir bera yf- irskriftina: Á leiðinni heim. Hugs- unin er sú, að fólk geti komið við í Grafarvogskirkju á leiðinni heim til sín í lok vinnudagsins og hlýtt á einn Passíusálm. Síðasta skiptið verður miðvikudaginn 4. apríl nk. Þá mun Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, lesa síðasta sálminn. Sálgæslusamvera fyrir börn gömlu upptökuheimilanna Í tilefni af þeirri umræðu sem fram hefur farið síðustu vikur um lífs- reynslu og stöðu þeirra sem voru börn á upptökuheimilum hins op- inbera á árum áður, hefur hópur fólks tekið sig saman um að halda sálgæslusamveru í Laugarnes- kirkju næstkomandi sunnudag, 18. febrúar, kl. 17. Rúdolf Adólfsson geðhjúkrunarfræðingur mun stýra samkomunni. Til þessarar sálgæsu- samveru er öllum sem voru börn á upptökuheimilum boðið að koma og deila reynslu sinni. Skipt verður í smærri samtalshópa og mun prest- ur eða djáknin leiða samtal hvers hóps, þar sem rifjaðar verða upp minningar æskuáranna jafnt ljúfar sem leiðar. Kl. 19 verður súpa og meðlæti í boði heilsufyritækisins Maður Lifandi en kl. 20 mun haldin hin mánaðarlega kvöldmessa í Laugarneskirkju, sem að þessu sinni verður helguð umhugsun um menningu gömlu upptökuheim- ilanna og fyrirbæn fyrir minn- ingum þeirra sem þar áttu sína daga. Rósa Ólöf Svavarsdóttir sem nýlega kom fram í Kastljósi mun þar greina frá lífi sínu og trú, sr. Bjarni Karlsson prédikar, sr. Hild- ur Eir Bolladóttir þjónar ásamt Sig- urbirni Þorkelssyni meðhjálpara en djasskvartett Gunnars Gunn- arssonar leikur og Kór Laugarnes- kirkju leiðir gospelsöng. Að lokum verður á messukaffi í safn- aðarheimilinu. Konudagurinn í Fella- og Hólakirkju Á sunnudaginn er konudagurinn enda hinn forni góu-mánuður að hefjast og þorrinn að baki. Það hef- ur verið venjan á konudaginn í Fella- og Hólakirkju undanfarin ár að konur taki virkan þátt, öðrum dögum fremur, í helgihaldi kirkj- unnar. Að þessu sinni munu konur lesa lestra dagsins í messunni, org- anisti er Arngerður María Árna- dóttir. Sóknarprestur Fellasóknar sr. Svavar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Að lokinni messu munu karlar í söfnuðunum bjóða kirkjugestum upp á nýbak- aðar vöfflur með rjóma en þeir munu sjá um baksturinn. Verið vel- kominn á sunnudaginn og njótið helgihaldsins og samverunnar í kirkjunni. Ríki og kirkja og konu- dagur í Hallgríms- kirkju Sunnudagurinn í Hallgrímskirkju hefst með Fræðslumorgni í suð- ursalnum kl. 10. Að þessu sinni tal- ar dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson um efnið „ríki og kirkja“. Nýlega sendi dr. Sigurjón frá sér bók undir þessu nafni þar sem hann rekur á skýran hátt hin flóknu tengsl ríkisvaldsins og kirkjustofnunarinnar í gegn um aldirnar. Aðgangur að þessu áhugaverða erindi er öllum opinn og án endurgjalds. Að loknu spjalli yfir kaffibolla býðst þeim sem það kjósa að ganga inn í kirkju til mess- unnar kl. 11. Að messunni þjónar hópur messuþjóna ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni og sr. Maríu Ágústs- dóttur sem í prédikun sinni ræðir hinar ýmsu birtingarmyndir of- beldis gegn konum og á hvern hátt kristin trú getur verið okkur áskor- un og hvati til aðgerða. Drengjakór Reykjavíkur syngur þekkta sálma eftir konur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar og við orgelið situr Hörður Áskelsson. Verið öll inni- lega velkomin í Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/ÓmarPapeyjarkirkja FRÉTTIR JÁ, sem rekur upplýsingaþjón- ustuna 118, annast ritstjórn og út- gáfu Símaskrárinnar og rekstur vefjarins ja.is, hefur gert samning við Skógræktarfélag Íslands um að árlega verði gróðursettar 1.500 trjáplöntur á jörðinni Ingunnar- stöðum í Brynjudal. Með samningnum, sem er til þriggja ára, vill Já skapa mótvægi við þau 1.500 tré sem felld eru vegna prentunar símaskrárinnar á ári hverju og stuðla að sjálfbærum rekstri og skynsamlegri nýtingu þeirrar auðlindar sem skógar eru. Já mun styrkja Skógræktarfélagið vegna gróðursetningarinnar og tengdra verkefna. Samningur Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktarfélags Íslands, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já, handsala samninginn. Já styrkir skógrækt UMFERÐARÓHAPP varð á mótum Breiðholtsbrautar og Stekkjar- bakka föstudaginn 2. febrúar síð- astliðinn um kl. 13.54, en umferð þar er stjórnað með umferðar- ljósum. Lentu þar saman fólks- bifreið af Honda Civic-gerð, hvít að lit, sem ekið var suður Stekkjar- bakka og fólksbifreið af gerðinni Toyota Yaris, hvít að lit, sem ekið hafði verið vestur Breiðholtsbraut. Ágreiningur er uppi um stöðu umferðarljósa þegar áreksturinn varð og því eru þeir vegfarendur sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu, beðnir um að hafa sam- band við lögreglu í síma 444 1000. Lýst eftir vitnum NÝLEGA kom upp tilvik fugla- flensu í Bretlandi og salmonellu- smit í Svíþjóð. „Kjúklingaframleiðendur í Ís- landi vilja benda á að allt innra eft- irlit hér á landi er mjög virkt, mun betra en í öðrum löndum, og mjög litlar líkur á að það komi upp skæð- ir faraldrar eins og almenningur hefur heyrt og séð í fréttum,“ segir í tilkynningu frá kjúklinga- framleiðendum. „Á sama tíma er verið að afvegaleiða neytendur í auglýsingum um lágt draumalands- verð á kjúklingakjöti, verð sem stenst ekki þar sem um innkaups- verð er að ræða út úr kjötvinnslum í nágrannalöndunum (þ.á m. Sví- þjóð og Danmörku), en ekki er tek- ið inn í verðið kostnaður við að koma vörunni til landsins, dreifa henni og álagning verslunarinnar felld niður, allt til að skapa neyt- endum óraunhæfar væntingar. Hér á landi er allt eftirlit mjög gott en hafa ber í huga að slíkt eftirlit kost- ar, en á móti fær neytandinn hér á landi ferska gæðavöru lausa við allt smit og sjúkdóma,“ segir í tilkynn- ingu kjúklingaframleiðenda. Segja innra eft- irlit mjög virkt VESTNORRÆNA ráðið, sem er samstarfsvettvangur þjóðþinga Færeyja, Grænlands og Íslands, verður 10 ára í ár. Af því tilefni standa löndin í fyrsta skipti að sam- eiginlegri vestnorrænni frímerkja- útgáfu. Þema frímerkjanna er umhverf- isvæn orka, en ráðið hefur jafnan lagt áherslu á að þróaðir séu og not- aðir hreinir orkugjafar. Myndin á færeyska frímerkinu táknar haf- ölduorku, myndefni grænlenska frí- merkisins er vatnsorka og íslenska frímerkisins jarðvarmi. Merki Vest- norræna ráðsins er jafnframt á öll- um frímerkjunum. Vestnorrænu ríkin þrjú hafa öll lagt áherslu á að minnka notkun jarðefnaeldsneytis og þróa þess í stað og nota umhverfisvæna end- urnýjanlega orkugjafa, svo sem vatns-, haföldu- og jarðvarmaorku. Í Færeyjum eru uppi áform um að þróa hafölduorkuver til að framleiða hreina endurnýjanlega orku, Græn- land nýtir í síauknum mæli vatns- orku og á Íslandi fjölgar jarð- varmaorkuverum. Vestnorræna ráðið var stofnað ár- ið 1997 og tók þá við af Vestnorræna þingmannaráðinu sem stofnað var árið 1985. Samþykktur var stofn- sáttmáli árið 1997 og komið var á fót skrifstofu ráðsins í Reykjavík. Með- al mála sem ráðið hefur beint athygli að frá stofnun eru nánara samstarf ríkisstjórna landanna, umhverfis- mál, bættar samgöngur á Vestur- Norðurlöndum, aukin viðskipti á milli landanna, sjálfbær nýting nátt- úruauðlinda, menningarsamskipti þjóðanna, málefni Norður-Atlants- hafsins og Norðurskautsins, sam- starf á sviði öryggismála, staða Vestur-Norðurlanda í alþjóða- samfélaginu o.fl. Í ráðinu eru sex þingmenn frá hverju landi. Formaður þess er Jonathan Motzfeldt en formaður Ís- landsdeildar ráðsins er Halldór Blöndal. Ráðið heldur upp á 10 ára afmælið á hátíðarársfundi sem hald- inn verður í Nuuk í Grænlandi í ágúst. 10 ára Afmæli Vestnorræna ráðsins er fagnað með sameig- inlegri frímerkjaútgáfu. 10 ára afmæli fagnað með frímerkjaútgáfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.