Morgunblaðið - 17.02.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.02.2007, Qupperneq 28
|laugardagur|17. 2. 2007| mbl.is daglegtlíf Fjölskylda dýralæknisins Sifjar Traustadóttur deilir heimilinu með fjölmörgum gæludýrum. » 36 innlit Árshátíða- kjólarnir eru litríkir í ár. » 34 tíska EF KARLMENN eiga í erfið- leikum með kynlífið fyllast þeir ör- væntingu. Þeir skunda til læknis og vilja fá eitthvað „við þessu“ hið snarasta. Konur á hinn bóginn sætta sig við það þegar kynlífið tek- ur dýfu niðurá við. Þær setja kyn- lífið einfaldlega neðar á forgangs- listann þegar dregur úr lönguninni. Þetta kemur fram á norska vís- indavefnum forskning.no en þar er vitnað í Anitu Clayton geðlækni sem hefur bæði kennt og stundað rannsóknir í þessum fræðum við háskólann í Virginíu. Hún segist iðulega fá til sín konur í viðtöl sem búa í erfiðri sambúð eða eru þung- lyndar og þá kemur oft fram í spjalli að þær fá ekki fullnægingu eða einfaldlega hafa ekki löngun til kynlífs. Það eru margar orsakir fyrir kynlífsdoða hjá konum að sögn geð- læknisins. Oft er forsendan fyrir kynlífsánægju þeirra tilfinningaleg nálægð. Þegar nálægðin er ekki nógu sterk þá verður kynlífið ein- faldlega útundan. Þar að auki eru margar konur óánægðar með lík- ama sinn. Það er þó ekki samhengi milli þess að hafa fullkominn lík- amsvöxt og lifa góðu kynlífi. Karlmenn örvænta – konur rólegar Reuters Örvænting Karlmenn skunda gjarnan til læknis og vilja fá lækningu hið snarasta geri kynlífsdoði vart við sig hjá þeim. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Ég mæli svo sannarlegameð þessum ferðamáta.Hjólreiðar eru góðarfyrir umhverfið og um- ferðina og svo styrkja þær líkam- ann og létta lundina,“ segir alþing- ismaðurinn Mörður Árnason, sem líklega er eini þingmaðurinn á Ís- landi sem kemur sér á milli staða á reiðhjóli svona dagsdaglega og það þótt hann sé klæddur í „ein- kennisbúning“ þingmanna, í jakka- föt, skyrtu og bindi. „Það þýðir ekkert að víla það fyrir sér þótt þetta sé ekki heppi- legustu klæðin á reiðhjóli. Ég er miklu fljótari í förum á hjólinu en ef ég væri akandi á bíl í miðborg- inni, fyrir utan það að hjólreið- arnar eru mjög góð þrekæfing,“ segir Mörður, sem auk hjólreið- anna stundar ræktina með því að fara í tækjasali og svo á göngu- skíði upp um fjöll og firnindi þegar tækifæri gefist. Stutt til allra átta að heiman Þegar Mörður er spurður hvort hjólreiðarnar hafi fylgt honum alla tíð svarar hann því til að hann hafi náttúrlega bara lært að hjóla á barnsaldri, eins og allir aðrir. „Ég ólst upp í ýmsum hverfum borgar- innar, en hef lengi átt heima í mið- bænum og bý nú við miðjan Laugaveg. Yfirleitt hefur verið stutt að fara í vinnuna fyrir mig. Ég vann lengi hjá bókaforlagi Máls og menningar á Laugavegi 18 og gekk þá auðvitað í vinnuna, en eft- ir að forlagið fluttist upp á Suður- landsbraut fyrir rúmum sex árum síðan sem bókaforlagið Edda fékk ég mér fyrst hjól á fullorðinsárum og sé ekki eftir því. Ég hef ekki sleppt hendinni af hjólhestinum síðan þótt tveimur reiðhjólum hafi reyndar verið stolið frá mér. Núna á ég amerískt álhjól, svona slyddu- fjallahjól, af gerðinni Trek, sem ég er mjög ánægður með,“ segir Mörður, sem nú er 53 ára að aldri. „Það er auðvitað ekkert afrek hjá mér að hjóla Laugaveginn í vinnuna frá Frakkastíg og niður á Austurvöll eða í Austurstræti, og svo Hverfisgötuna eða í gegnum Þingholtin heim. Þetta er eigin- lega hálfgerður munaður því nú eru þessar götur meira og minna upphitaðar. Hann Magnús Örn í Borgarhjólum, sem sér um að halda hjólinu mínu í lagi, er stund- um að ota að mér nagladekkjum fyrir veturinn, en ég hef enn ekki látið freistast þó maður lendi stundum í dulinni hálku. Það hafa þó aldrei komið fyrir slys og ég dottið af baki þó sumum þyki ég fullglannalegur hjólreiðamaður enda viðurkenni ég það fúslega að hugsa minna um umferðarregl- urnar á hjólinu mínu en undir stýri á bílnum mínum.“ Náttúruskoðun og þrekæfing Mörður segist nota hjólið innan „gamla“ bæjarins í víðri skilgrein- ingu, en hann noti bílinn, strætó eða leigubíla ef hann þarf að bregða sér út fyrir þau mörk. „Þessi innri hringur er prýðilegur á hjóli í veðurfari, eins og verið hefur í vetur. Ég klæði mig bara í úlpu yfir jakkafötin og er svo með regnbuxur til taks ef þannig viðr- ar. Mér finnst hins vegar heldur langt til dæmis upp í Útvarpshús, á Kringlusvæðið eða upp í Breiðholt, en ég fer á hjólinu um allan gamla bæinn, svona frá Laugardalnum og út á KR-völl. Í frítímanum, þegar hægt er að skipta úr jakkafötunum yfir í sportfötin, hjóla ég gjarnan hringinn frá Sæbrautinni út að Gróttu og Nauthólsvíkina heim. Svona hjólatúr tekur mig þrjú kortér til klukkutíma og er ágæt náttúruskoðun og fín þrekæfing í leiðinni.“ Á hinu háa Alþingi hefur ekki verið gert ráð fyrir að þingmenn mæti hjólandi í vinnuna því hvergi eru stæði fyrir reiðhjól. „Ég hef reyndar orðað það hvort ekki mætti koma upp hjólastandi við Al- þingishúsið, en ekki rekið málið af harðneskju enn þá. Maður læsir hjólinu sínu við nærliggjandi stólpa eða við trén vestur af þing- húsinu.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Hagsýnn Mörður Árnason segist ekkert víla það fyrir sér þó jakkafötin séu ekki heppilegustu klæðin á reiðhjóli. Hann sé miklu fljótari í förum en ef hann væri á bil í miðbænum. Í frítímanum, þegar hægt er að skipta úr jakkafötunum yfir í sportfötin, hjóla ég gjarnan hringinn frá Sæbraut- inni út að Gróttu og Nauthólsvíkina heim. Jakkafataklæddur á reiðhjólinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.