Morgunblaðið - 17.02.2007, Page 37

Morgunblaðið - 17.02.2007, Page 37
M B -1 7- 02 -2 00 7- 1- 1- D L IF -1 0- kg b- C M Y K MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 37 Risíbúðin er einstök, útgeislun dýranna gefur henni karakter og anda sem engum er líkur. Það er líka margt sem minnir á sveita- heimili sjöunda áratugar síðustu aldar jafnvel þótt ábúendur séu að- eins liðlega þrítugir. Engin hreinlætisárátta „Ég hrífst af gömlum hlutum og fer oft í Góða hirðinn. Mér finnst vera sál í þeim. Þá reyni ég að vera umhverfisvæn, endurnýta hluti eða setja í endurvinnslu. Ég er ósköp lítið að spá í samræmi í stíl og þess háttar og er ekki með hreinlætisár- áttu, enda væri sennilega erfitt að koma dýrunum í skilning um þetta ætti að vera sótthreinsað um- hverfi,“ segir Sif og hlær. „En óþrifnaðurinn, ef óþrifnað skyldi kalla, er í mínum huga eðlilegur. Ég verð sennilega aldrei tilnefnd húsmóðir ársins en samt hef ég mjög gaman af því að elda, baka, prjóna og hekla.“ – Svona eins og húsmæðurnar á sjöunda áratugnum? „Já, en mér finnst líka mjög mik- ilvægt að vera út á vinnumark- aðnum og nýta mína menntun,“ segir hún alvarleg. Þar fauk staðal- ímyndin. En það þykir Sif ekki verra því hún er á móti staðal- ímyndum, enda ritari Femínista- félags Íslands. Og innan tíðar opn- ar hún sitt eigið fyrirtæki, Dýralæknamiðstöðina Grafarholti, ásamt tveimur öðrum konum. Frá húsi húsfreyjunnar liggur enn skemmtilegur sveitavegur, lagður möl en hún hefur tekið stefnuna á malbikið í úthverfinu. Dýrin eru í öndvegi á báðum stöð- um – enda skipta þau Sif mun meira máli en mublur. Sígild Eigandinn veit hverjum klukkan glymur í mörgum málum. Risíbúðin er ein- stök, útgeislun dýr- anna gefur henni karakter og anda sem engu er líkur Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fáðu fötu – áritaða af færum fagmanni! Harpa Sjöfn og Flügger eru gengin i eina sæng og auðvitað höldum við upp á það. Nú getur þú keypt fötu af Hörpuskini, áritaða af Atla málarameistara á sérstöku tilboðsverði – aðeins 1000 fötur í boði – svo færri fá en vilja. Sæktu þér góð ráð og leiðbeiningar í næstu Flügger verslun og á www.flugger.is 10 57 62 08 /0 7 Reykjavík · Kópavogur · Hafnarfjörður · Keflavík · Akureyri · Borgarnes 10 lítrar, hvítt 4.990,- Áður 10.844,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.