Morgunblaðið - 17.02.2007, Síða 33

Morgunblaðið - 17.02.2007, Síða 33
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 33 Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa á síðustu ár- um bryddað upp á ýmsum nýjungum í þjónustu sveitarfélagsins við íbúana sem vakið hafa at- hygli út fyrir bæinn og verið teknar upp víðar. Tvennt kemur upp í hugann, ókeypis í strætó og frítt í sund fyrir börn. Báðar þessar aðgerðir virðast hafa skilað tilætluðum árangri.    Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ákvað að hafa frítt í strætó í byrjun árs 2003. Tilgangurinn var að nýta almenningsvagnana betur en þeir óku um bæinn lítið nýttir og oft voru engir far- þegar með. Þá fór umtalsverður tími og kostn- aður í að innheimta og telja það litla sem inn kom. Árangurinn lét ekki á sér standa. Á nokkrum mánuðum tvöfaldaðist notendafjöldinn og hef- ur haldið áfram að síga upp á við. Fram kom á þeim tíma að börn og unglingar sem vitaskuld nota mest þennan ferðamáta hafi verið fljót að læra á kerfið og þau hafi strax farið að nýta sér það betur. Þannig sáust dæmi um það að ung- lingar komu inn í vagn og fóru út nokkrum stoppistöðvum síðar, rétt eins og í sporvögnum í erlendum stórborgum.    Fleiri sveitarfélög hafa fylgt í kjölfarið, meðal annars Akureyri. En innheimta gjalds er þó enn aðalreglan, meðal annars á höfuðborgar- svæðinu þar sem þessi saga gerðist: Ungur Reyknesingur ákvað að fara í heim- sókn til Reykjavíkur. Þegar þangað kom ákvað hann að taka strætisvagn á milli borgarhluta, beið við biðskýli á Miklubraut og þegar strætó stöðvaði, bauð hann vagnstjóra góðan dag og gekk aftur í vagninn. „Hvað er þetta drengur, ætlarðu ekki að borga,“ hrópaði þá vagnstjór- inn. „Hvað? Er ekki ókeypis í strætó hér? – þannig er það heima í Reykjanesbæ,“ sagði ungi maðurinn vandræðalegur. Farþegar litu hver á annan hneykslaðir yfir hvað þessum börnum dettur í hug að segja til að afsaka sig.    Sama þróun varð þegar ákveðið var að börnin í Reykjanesbæ fengju frítt í sund. Gjald grunn- skólabarna var afnumið í byrjun síðasta árs og síðan þegar Vatnaveröldin, nýja sundmið- stöðin, var opnuð um vorið fengu öll börn að fara í sund án endurgjalds. Árangurinn varð sá að 85% fleiri börn fóru í sund á síðasta ári en á árinu á undan. Nýja að- staðan og fleiri þættir spila örugglega líka þar inn í. En það vekur athygli að aðsókn borgandi gesta jókst einnig verulega, börnin hafa greini- lega dregið foreldrana með. Það varð til þess að tekjur bæjarins af aðgangseyri minnkaði að- eins um 400 þúsund kr. milli ára, eða um 5%. Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Í strætó Leikskólabörn nota strætó í ferðum. REYKJANESBÆR Helgi Bjarnason Sigurður Grétar Guðmundssonskrifar Vísnahorninu að vísurnar um dreng og prest, sem birtust hér í fyrradag og fjallað var um í gær, hafi verið öðruvísi þegar hann lærði þær í bernsku í Djúpárhreppi í Rangárþingi: „Auk þess eru aðstæður aðrar, að minnsta kosti varð það til þess að ég notaði eitt sinn þessar vísur í einum pistli af „Lagnafréttum“ sem jafnan birtast í Fasteignablaðinu. Prestur mun hafa verið að húsvitja á bæ og sá þar drengræfil sem honum fannst lítið til koma og skellti á hann þessari vísu: Drengur minn þú deyrð í vetur dettur upp fyrir örnasetur, kvíaskítur, kamrafretur kveddu á móti ef þú getur. Drengurinn svaraði: Þú ert prestur sómsæll syngur hátt við messu en vesæll maður og vinnuþræll verðurðu upp frá þessu. Orðið örnasetur er sætið í kamrinum sem menn sátu á þegar þeir gengu „örenda“ (erinda) sinna. Kamarinn var lítill skúr yfir hlandforinni en í hana féll niður það sem frá mönnum kom í föstu og fljótandi, auk þess þvag frá kúm í fjósi; þetta varð magnaðasti túnáburður. Vegna hins mikla raka í hlandforinni fúnuðu oft bitar undir kömrum og þess voru þó nokkur dæmi að þeir gáfu sig og kamar og sá, sem í honum sat, féllu niður í hlandforina. Stundum enduðu menn lífdaga sína í mögnuðu innihaldi hennar. Svo fór fyrir umræddum dreng, hann datt „upp fyrir örnasetur“ og kafnaði þar. Hins vegar missti presturinn hempu sína og varð eftir það „vesæll maður og vinnuþræll“.“ VÍSNAHORNIÐ Af dreng og kamri pebl@mbl.is Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.