Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DÓMSTÓLAR OG RÉTTARKERFIÐ Ákæruvaldið hefur orðið fyrirmargvíslegum skakkaföllum ásíðustu árum. Dómstólar hafa vísað frá veigamiklum málum á þeirri forsendu til dæmis, að ákærur væru ekki rétt skrifaðar. Í þeim efnum hef- ur mátt skilja niðurstöður dómstóla á þann veg, að gerðar væru meiri kröf- ur til þess hvernig ákærur væru fram settar en áður með vísan í löggjöf um meðferð opinberra mála, sem þá er væntanlega túlkuð á annan veg en tíðkazt hefur. Morgunblaðið hefur tekið undir þau sjónarmið, sem fram hafa komið hjá dómstólum að gera yrði ýtrustu kröfur til ákæruvaldsins í þessum efnum. Það er ekkert gamanmál fyrir fólk að fá á sig opinberar ákærur og þess vegna er mikilvægt að þær standist ýtrustu kröfur svo og hvort þær eru yfirleitt gefnar út. Niðurstöður dómstóla hafa verið áfall fyrir ákæruvaldið og m.a. vakið upp spurningar um hvort bæði lög- regla og ákæruvald réðu við stór mál, sem upp hafa komið á seinni árum svo sem málefni olíufélaganna og Baugs- málið. Síðustu daga hafa áþekkar spurn- ingar vaknað um dómstólana sjálfa meðal almennings. Ýmislegt, sem gerzt hefur við aðalmeðferð Baugs- málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur vakið upp slíkar spurningar. Í fyrradag gerðist sá óvenjulegi at- burður, að dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur stöðvaði saksóknara í að spyrja einn sakborninga á þeirri for- sendu, að hann hefði þegar fengið nægilegan tíma til þess, hefði ekki staðið við tímaáætlun, sem hann hefði sjálfur tekið þátt í að setja og gæti því sjálfum sér um kennt. Áður hafði dómarinn gert ýmsar athugasemdir við spurningar og háttsemi saksókn- arans í réttarsal auk þess að vísa ein- um sakborninga úr réttarsal að kröfu lögmanns annars sakbornings. Fólk spyr hvort dómari hafi rétt til þess að haga starfi sínu á þennan veg, kannski vegna þess, að slík háttsemi hefur ekki sést áður í réttarsal, alla vega ekki þannig að athygli hafi vak- ið. Maðurinn á götunni hefur spurt sig þeirrar spurningar, hvort íslenzk- ir dómstólar væru að verða fyrir áhrifum frá tilburðum lögmanna og dómara í amerískum sjónvarpsþátt- um, sem gerast í dómssal. Að þessu er vikið hér vegna þess, að það er mikilvægt að dómsstólarnir verði ekki fyrir svipuðum álitshnekki og ákæruvaldið hefur orðið fyrir, og fólkið í landinu má ekki fá það á til- finninguna, að aðalmeðferð Baugs- málsins sé að breytast í fjölmiðlasirk- us. En vafalaust gera dómarar sér grein fyrir þessari hættu og leggja áherzlu á að gæta þess að dómstólar landsins haldi virðingu sinni og trausti þjóðarinnar. Ekkert er mik- ilvægara. FORDÆMI RÍKRAR ÞJÓÐAR Ríkisstjórnin hefur markað þástefnu að fram til ársins 2050 verði dregið úr losun á gróðurhúsa- lofttegundum hér á landi um 50–75%, miðað við árið 1990. Þetta er af ýms- um sökum mikilvæg stefnumótun. Í fyrsta lagi hefur það legið fyrir að Ísland þyrfti ekki að leggja mikið á sig til að verða innan þeirra heimilda til losunar gróðurhúsalofttegunda, sem Kyoto-bókunin við loftslagssátt- mála Sameinuðu þjóðanna veitir. Þegar Kyoto-bókunin var gerð fékk Ísland mest svigrúm allra ríkja til að auka losun gróðurhúsalofttegunda og fyrir liggur að hún mun aukast veru- lega frá 1990 til 2012, en þá rennur gildistími bókunarinnar út. Margir hafa gert því skóna að þá myndu íslenzk stjórnvöld sækjast eftir því að fá enn frekari heimildir til að auka losun, fremur en að draga úr henni. Nú liggur hins vegar fyrir að Ís- land ætlar að draga stórlega úr út- blæstri koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda og mun þá væntanlega um leið beita sér fyrir samningum, sem skuldbinda öll ríki til verulegs samdráttar í losun. Með öðrum orðum verður ekki hægt að segja að Ísland skerist úr leik í bar- áttunni við vágestinn, hlýnun lofts- lags á jörðinni. Í öðru lagi mun Ísland, sem eitt af ríkustu löndum heims, með atvinnulíf og lífshætti sem leiða af sér mikla los- un gróðurhúsalofttegunda á mann – losun sem er með því mesta í iðnríkj- unum þrátt fyrir endurnýjanlegar orkulindir okkar – ganga á undan með góðu fordæmi. Þannig munum við leggja okkar af mörkum til þess að öll ríki undirgangist sömu skuld- bindingar. Við verðum að sýna að við getum nýtt tækni og hugvit til að draga úr losuninni, ekki sízt með því að nýta nýja orkugjafa til að knýja sam- göngutæki af öllu tagi. Við þurfum nú þegar að ganga lengra í að umbuna þeim, sem aka sparneytnum bílum eða kaupa sér bíla, sem nota t.d. hauggas, rafmagn eða vetni. Í þriðja lagi er í stefnumótun rík- isstjórnarinnar réttilega lögð áherzla á að Íslendingar flytji út hugvit á sviði endurnýjanlegrar orku og lofts- lagsvænnar tækni. Þar höfum við ýmsu að miðla. En það er hins vegar auðvelt að saka okkur um hræsni ef við leggjum aðaláherzlu á að hagnast á þörf annarra ríkja fyrir slíka tækni en gerum ekkert til að breyta eigin lífsháttum heima fyrir, sem eru ekki að öllu leyti mjög loftslagsvænir. Með aðgerðum til að binda koltví- sýring með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis sláum við í fjórða lagi tvær flugur í einu höggi. Auðgum náttúru Íslands og gerum landið okkar byggilegra, auk þess að stuðla að því að hnötturinn allur verði byggilegur um alla framtíð. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Nýtt úrræði sem ætlað ersem forvörn fyrir börnsem eiga þunglynt for-eldri er nú í undirbún- ingi. Þetta úrræði byggist á hug- myndafræði dr. Williams Beardslee. Á fundi sem haldinn var í gær í BUGL kynntu þau Eydís K. Sveins- bjarnardóttir geðhjúkrunarfræð- ingur, Salbjörg Á. Bjarnadóttir, starfsmaður hjá Landlæknisemb- ætti, Sigurður Rafn A. Levy sál- fræðingur og Vilborg G. Guðnadótt- ir geðhjúkrunarfræðingur Beardslee-fjölskyldustuðning við foreldra sem eru að takast á við geð- sjúkdóm, en fjórmenningarnir hafa myndað þróunarhóp í fjölskyldu- stuðningi í samvinnu Landspítala – háskólasjúkrahúss og Landlækn- isembættisins. Á fundinum var hugmyndafræðin kynnt í máli og myndum, og voru sýnd myndskeið þar sem Beardslee sjálfur ræddi við fjölskyldu í vanda. Upphaf alls þessa má rekja til tölvupósts sem barst Eydísi og vakti áhuga hennar á þessu máli. Hún leitað upplýsinga og í fram- haldi af því sóttu fjórmenningarnir sér fræðslu á þessari nýju hug- myndafræði sem reynst hefur vel. Á ráðstefnu í Ósló kom fram að Finn- ar og Danir eru komnir lengst í stuðningi við fjölskyldur þung- lyndra, þar á eftir koma Svíar og Norðmenn en Íslendingar reka lest- ina og eru talsvert langt á eftir hin- um Norðurlöndunum. „Á ráðstefnum í Helsinki og Ósló sem við tókum þátt í um fjölskyldu- stuðning Beardslee kom fram að það skipti verulegu máli að úrræðið þróaðist í skjóli viðurkenndrar stofnunar,“ sagði Eydís í upphafs- erindi fundarins í BUGL, þar sem staddir voru nokkrir heilbrigð- isstarfsmenn sem ráðgera að taka þátt í eins árs námi í fræðum Beardslee í 20 manna hópi. Einfalt og gott módel, aðlagað Norðurlöndum Þau Eydís, Salbjörg, Sigurður og Vilborg hafa sinnt undirbúningi þessa meðfram öðrum störfum sl. eitt og hálft ár. Þau hafa bæði tekið þátt í starfi og kennslu og rætt við fjölskyldur í þessu skyni. „Hið jákvæða er að það módel sem við erum mjög hrifin af, sem bæði er einfalt og skemmtilegt, er ættað frá Bandaríkjunum en hefur verið þróað á Norðurlöndum og hentar því aðstæðum hér vel,“ sagði Sigurður Rafn. Ráðgert er að halda ráðstefnu fyrir 80 manns í Reykholti hvað líður um fjölskyldustuðning Beardslee. Á fundinum í BUGL voru sýndar glærur þar sem rakin var sú hug- myndafræði sem að baki býr. Meginmarkmiðið er að fá fjöl- skyldu hins sjúka til þess að byggja brú sín á milli sem auðveldar sam- skiptin innan hennar. innan fjölskyldunnar, fá fó ræða opinskátt um fjölskyl sjúkdóminn. Hafa ber barnanna í fyrirrúmi og hyglinni að styrkleikum o andi þáttum, sem og jákvæ um í lífi barnanna. Stilla s fræðslu og ráðleggingum stuðningsaðila en þrýsta h á viðeigandi úrræði fyrir bö þarf. Mikilvægt er að yfir fjölskylduna of snemma he hafa eftirfylgni 6 mánuðum samræðum við fjölskyldun Viðhorf, gildi, persónuleiki talshæfni stuðningsaðila er armikil atriði. Alls er tal samræðufundi við fjölskyld ist við foreldrana eina eða svo er rætt við barnið eitt o þau fleiri er rætt við þau sig í einrúmi. Loks eru ræðufundir við fjölskyldun aða. Meginmarkmiðið með st um er að foreldrum finn gagnlegur og þeir njóti v finni eigin styrk, getu og Mikilvægt er að foreldrar g rætt við börn sín um áhrif erfiðleikanna á daglegt líf o misskilning sé hann fyr Þýðingarmikið er að b ábyrgð við hæfi og geti áhy tekið þátt í lífinu. Eins er því að félagslegt net bar eins öflugt og mögulegt er. Ef foreldrar búa ekki sa þau eigi að síður sótt sér eða þá að aðrir aðilar geta stað annars hvors foreldris þykir æskilegra. Þessu ræ skyldan. Margir foreldrar sem er alvarlegu þunglyndi óttast þeirra þjáist vegna þessa vita hvað hægt er að ge Börnin hafa aðrar spurnin sem: Hvað er að? Er hæg eitthvað við ástandinu? vegna? er áleitin spurning o Vitað er að geðrænir erfiðleikar foreldris í æsku barna auka hættu á að þau muni síðar glíma við geðræna sjúkdóma. Áhætta barna alvarlega veikra foreldra er 30–70% og stafar hún m.a. af erfðum, streitu vegna veikinda foreldris og erfiðleika í uppeldi. Það eykur áhættu á geð- rænum einkennum hjá börnum ef foreldrið greinist snemma með þunglyndi. Langtímarannsóknir sýna að áhrif af því að alast upp á heimili þar sem foreldri er með lynd- israskanir geti verið langvarandi, þ.e. fylgt barni til fullorðinsára. Fjöldi áhættuþátta hefur að segja. Eftirfarandi áhættuþættir auka á líkur á framköllun einkenna hjá barni marktækt: Eiga foreldri með þunglyndi, upp- lifa mikla streitu eða missi t.d. vegna skilnaðar eða atvinnuleysis, hafa lágt sjálfsmat – skerta sjálfsmynd og lítið sjálfstraust. Vonleysi og hjálparleysi, það að vera stúlka og loks fátækt eru einnig áhættuþættir. Stuðningur í anda Breadslee dregur mjög úr áhættuþáttum Ekki er vitað hversu stór hluti þeirra sem nýta sér þjónustu á geð- deildum á Íslendi er foreldrar með börn á framfæri sínu en áætlað er að allt að 15–50% notenda geðheil- brigðisþjónustu séu í þeim sporum ef marka má erlendar rannsóknir. Gerð hefur verið langtímarann- sókn þar sem annars vegar var hóp- ur 1, þar sem notuð var fræðsluað- ferð og svo hins vegar hópur 2, þar sem Beardslee-fjölskyldustuðningi var beitt. Stuðningur samkvæmt hugmyndafræði Beardslee skilar marktækt meiri árangri en fræðslu- aðferðin sem mikið hefur verið not- uð. En hvernig er þá hugmynda- fræði Berardslee? Almenn lykilatriði stuðningsins eru: Að byggja brú milli foreldra og barna, efla samskipti og skilning Fjölskyldan by Fundarmenn Nemendur og kennarar í fræðum dr. Williams Bea Ný fyrirbyggjandi úr- ræði fyrir börn þung- lyndra foreldra, hug- myndafræði dr. Williams Beardslee, eru í undirbúningi í samstarfi LSH og Landlæknisembætt- isins. Guðrún Guð- laugsdóttir sótti fund um þetta efni í BUGL, þar sem hugmynda- fræði Beardslee var kynnt og nám í henni. Þróunarhópurinn F.v. Eydís K. Sveinbjarnardóttir, Sigurður Ra Levy, Vilborg G. Guðnadóttir og Salbjörg Á. Bjarnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.