Morgunblaðið - 17.02.2007, Page 61

Morgunblaðið - 17.02.2007, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 61 ,,Au pair’’ í Þýskalandi. Þýsk fjöl- skylda í Köln óskar eftir ,,au pair’’ frá júní (seinasta lagi ágúst) '07 fram í júní '08. Bílpróf og einhver þýsku- kunnátta nauðsynleg. anneknaak@aol.com, gsm: 0049 1774004099 Atvinnuhúsnæði Hagstæð leiga. Glæsilegt 200 fm skrifstofuhúsnæði til leigu á Tang- arhöfða. Uppl. í símum 562 6633 og 693 4161. Sumarhús Sumarhús — orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu bygging- arstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is REMAX STJARNAN kynnir Til sölu fallegt sumarhús á glæsi- legum stað á Dagverðarnesi í Skorradal. Bústaðurinn verður til sýnis sunnudaginn 18. febr. frá kl. 14.00-16.00. Uppl. gefur Anton í síma 699 4431. Rúnar S. Gíslason, lögg. fasteigna-, fyrirtækja og skipasali. Fjallaland - Glæsilegar lóðir! Mjög fallegar lóðir til sölu í Fjalla- landi við Leirubakka, aðeins 100 km frá Reykjavík á malbikuðum vegi. Kjarrivaxið hraun. Ytri-Rangá rennur um svæðið. Landsfræg náttúrufegurð og veðursæld. Mikið útsýni til Heklu, Búrfells og Eyjafjallajökuls. Tvímæla- laust eitt athyglisverðasta sumar- húsasvæði landsins. Nánari upplýsingar á fjallaland.is og í síma 893 5046. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Antík Amma Ruth. Opið alla laugardaga 10-16, Skipasund 82. Dúkadagar í febrúar - 35% afsláttur! Skoðið heimasíðuna - Sendi út á land. www.ammaruth.is Námskeið www.listnám.is Hannið og gerið sjálf skartgripi á einfaldan hátt. Kennum í Reykjavík og á landsbyggðinni. Pantið nám fyrir ykkar heimabyggð. Ath. okkar nemendur fá allt efni í heildsölu. www.listnam.is. Upplýsingar í síma 699 1011 og 695 0495. www.enskunam.is Enskuskóli Enskunám í Suður-Englandi 13-17 ára sumarskóli 18 ára og eldri, 40 ára og eldri styrkt af starfsmenntasj sjá nánar um starfsemi skólans www.enskunám.is Uppl.og skráning frá 17-21 í síma 862-6825 og jona.maria@simnet.is LEÐURSAUMUR Námskeið hefst 6. mars. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2, 101 Reykjavík. Sími 551 7800 - 895 0780. skoli@heimilisidnadur.is Dýrahald Þýskir fjárhundahvolpar til sölu. Gullfallegir hvolpar, 2 hundar og ein tík undan Gjósku Dömu og Úran sem er ísl.meistari. Foreldrar Hd.fríir. Ættbók frá HRFÍ. Upplýsingar í síma 421 6940 og 698 0518. Barnagæsla Húsbílar Ísskápur gas/12v/220v. Ísskápur til sölu, fínn í húsbílinn eða sumarhúsið. Gengur á gasi/12v/220v. Um ársgam- all. 50 þús. Upplýsingar í síma 822 9303. Vinnuvélar Til sölu múrbrotstæki. Til sölu Brokk robot 180 á beltum með fjar- stýringu, sagir, brotvélar og kjarna- borsvélar. Lítill flutningabíll með lyftu. Einnig mini-grafa ásamt kerru. Uppl. í síma 893 2963. Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl SIGURBJÖRN Björnsson virðist staðráðinn í að fylgja eftir góðum árangri sínum á Skákþingi Reykja- víkur sem hann vann á dögunum. Hann hefur eftir fimm umferðir á meistaramóti Hellis unnið allar skákir sínar og virðist fátt geta komið í veg fyrir sigur hans á mótinu. Næstsíðasta umferð móts- ins verður tefld á mánudaginn og þá mætir Sigurbjörn Davíð Ólafssyni og hefur hvítt. Björn Þorfinnsson teflir við hinn unga Helga Brynj- arsson sem hefur náð frábærum ár- angri og Ingvar hefur hvítt á Snorra G. Bergsson. Meistaramót Hellis hefur undan- farin ár verið eitt sterkasta innan- félagsmót skákhreyfingarinnar. Björn Þorfinnsson hefur verið afar sigursæll á þessu móti. Hann var ásamt Braga bróður sínum talinn einn sigurstranglegasti keppandinn og enn er ekki loku fyrir það skotið að hann hreppi efsta sætið. Þó er ljóst að heilmikil sigling er á Sig- urbirni og verður gaman að fylgjast með honum á næstunni. Frammi- staða hans er metin uppá meira en 3.000 Elo-stig og þó undirritaður sé almennt jákvæður gagnvart aug- ljósum framförum Sigurbjörns hans má telja fremur ósennilegt að raun- verulegan styrk hans megi meta upp á þá stigatölu. Staðan að loknum fimm umferð- um er þessi: 1. Sigurbjörn Björnsson 5 v. 2.–6. Ingvar Þór Jóhannesson, Snorri G. Bergsson, Björn Þor- finnsson, Davíð Ólafsson, Helgi Brynjarsson 4 v. hver. 7. Bragi Þorfinnsson 3½ v. Norðurlandamót einstaklinga fer fram um helgina Íslenskir skákmenn geta státað af góðum árangri í keppni við hinar Norðurlandaþjóðirnar, hvort sem um ræðir einstaklingskeppnir eða keppni milli skóla. Í haust sem leið vann sveit Laugalækjarskóla Norð- urlandameistaratitilinn eftir harða keppni við Rimaskjóla á NM grunn- skólasveita og Menntaskólinn við Hamrahlíð vann Norðurlandamót framhaldsskóla þó sveitin hafi verið farin að fagna of snemma og næst- um klúðrað efsta sætinu fyrir vikið. Á Norðurlandamóti einstaklinga sem þessa helgi fer fram í húsa- kynnum Taflfélags Reykjavíkur eig- um við heiður að verja á ýmsum vígstöðum. Teflt er í fimm aldurs- flokkum og eiga allar Norðurlanda- þjóðirnar tvo keppendur í hverjum flokki. Í elsta aldursflokknum, A-flokki, tefla þeir Guðmundur Kjartansson og Dagur Arngrímsson, báðir marg- faldir Norðurlandameistarar. Þeir eiga í harðri keppni við ýmsa góða skákmenn þ.á m. Helga Dam Ziska sem um áramótin var valinn íþróttamaður ársins í Færeyjum Í B-flokki tefla þeir Sverrir Þorgeirs- son og Vilhjálmur Pálmason sem hljóp í skarðið fyrir Daða Ómarsson á síðustu stundu. Í miðflokknum, C- flokki, standa vonir til þess að Hjörvar Steinn Grétarsson nái að endurtaka afrekið frá því í fyrra. Dagur Andri Friðgeirsson er til alls líklegur í næst yngsta flokknum en ýmsir af okkar mönnum eru þarna að stíga sín fyrstu skref. Má þar nefna Nökkva Sverrisson í D-flokki, Friðrik Þjálfa Stefánsson og Krist- ófer Gautason í E-flokki og Patrek Magnússon í C-flokki. Daði Ómars- son varð að hætta við keppni í D- flokki vegna veikinda. Dagur Arngrímsson, Hjörvar Steinn og Dagur Andri unnu skákir sínar í 1. umferð. Dagur Arngrímsson hefur lítið teflt eftir HM í Yerevan sl. haust en virðist mæta ferskur til leiks: Dagur Arngrímsson – Michael Ngyen (Danmörk) Caro-Kann vörn Skák þessa má telja að sumu leyti dæmigerða fyrir beinskeyttan stíl Dags. Hann teflir byrjunina af- ar markvisst. Eftir 19. Dh4 er ljóst að svartur verður að láta skiptamun af hendi. Dagur gat reynt 20. Rg4 en svartur á snjalla vörn, 20. … Rg8! Dagur teflir fremur ónákvæmt í framhaldinu og veikir c3-reitinn óþarflega. Í stað þess að byggja á því sem staðan býður upp á reynir svartur að jafna liðsmuninn strax. Með nokkrum bráðsnjöllum leikj- um: 30. Rd7! og 33. b4! opnar Dag- ur allar gáttir að kóngsstöðunni og svartur gefst upp þegar mátið blas- ir við. Í stað 34. … f5 gat svartur reynt 34. … Bc3 en framhaldið hefði þá geta orðið 35. Hxb5 Dxa2 36. Dg5+ Kg7 37. Df6+ Kh6 38. h4!? Hxd7 39. Hh5+ Kxh5 40. Dg5 mát. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Rd7 6. Rf3 Rgf6 6. Rxf6+ Rxf6 7. Bc4 e6 8. 0-0 Be7 9. De2 0-0 10. Bd3 b6 11. Bg5 Bb7 12. Had1 Dc7 13. Re5 Had8 14. De3 c5 15. c3 cxd4 16. cxd4 Dd6 17. Hfe1 Bd5 18. Dh3 g6 19. Dh4 Kg7 20. Bh6+ Kg8 21. Bxf8 Hxf8 22. Dg3 Kg7 23. Bc4 Bb7 24. Rf3 Db4 25. b3 b5 26. Bf1 Da5 27. Hc1 Rd5 28. Re5 Ba3 29. Hb1 Rc3 30. Rd7 Rxb1 31. Hxb1 Hd8 32. De5+ Kh6 33. b4 Bxb4 34. Hb3 f5 35. Hh3+ Svartur gafst upp. Aeroflot open Hið geysisterka opna mót Aero- flot open stendur nú yfir en Íslend- ingar hafa nokkrum sinnum fjöl- mennt á þetta mót. Því miður hefur hið merka hótelgímald Rossija, sem stóð við Rauða togið, verið jafnað við jörðu og mótið flutt á verri stað eða Hotel Ismailova sem er langt frá miðbænum. Samt hafa stefnt skónum þangað nýkvæntur Sævar Bjarnason, Ólafur Ásgrímsson, Lenka Ptacnikova og Omar Salama. Byrjunin hjá þeim öllum lofar góðu, einkum hefur ágæt frammistaða hins kunna skákdómara Ólafs Ás- grímssonar vakið athygli. Sigurbjörn með fullt hús Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/RAX Í Faxafeni Norðurlandamót einstaklinga hófst í húsakynnum TR í gær. SKÁK Meistaramót Hellis 6.–21. febrúar 2007 UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Ice- land Express og Knatt- spyrnufélagsins Þróttar um að Iceland Express verði aðalstuðningsaðili Al- þjóðlegu knattspyrnuhátíð- arinnar í Reykjavík, REY CUP, næstu þrjú árin. Samningurinn var undirrit- aður í húsakynnum flug- félagsins af Arnari Þór Haf- þórssyni, markaðsstjóra Iceland Express, Guðmundi Vigni Óskarssyni, fram- kvæmdastjóra Þróttar, og Guðnýju Marinósdóttur, stjórnarmanni í REY CUP. Hátíðin verður næst haldin 25.–29. júlí 2007. Samningurinn markar tímamót í markaðsstarfi REY CUP þar sem samning- urinn mun stuðla að fjölgun erlendra félagsliða. Iceland Express mun jafnframt taka þátt í að kynna knatt- spyrnuhátíðina í gegnum markaðsstarf sitt á erlendri grundu. Einn þáttur í sam- starfinu er að auka áhuga á REY CUP og kynna Reykja- vík sem áhugaverðan ferða- mannastað. Keppt verður m.a. um sérstakan bikar, „Iceland Express Cup“, í 3. flokki stúlkna og drengja. Þátt- taka í þeirri keppni er ein- skorðuð við þekkt erlend fé- lagslið og sterkustu félagsliðin hérlendis. Nú þegar eru nokkur erlend fé- lagslið búin að skrá sig til leiks næsta sumar og stefn- ir í áframhaldandi fjölgun þeirra þar sem kvennabolt- inn kemur sterkur inn. Ís- lensku liðin koma víðs veg- ar af landinu, segir í fréttatilkynningu. Iceland Express aðalstuðningsaðili REY CUP Undirritun F.v.: Guðmundur Vignir Óskarsson, framkvæmdastjóri Þróttar, Guðný Mar- inósdóttir, stjórnarmaður í REY CUP, og Arnar Þór Hafþórsson, markaðsstjóri Iceland Ex- press, innsigla samstarfið með handabandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.