Morgunblaðið - 17.02.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 17.02.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 39 óttalega: Ef foreldrarnir skilja hvað verður þá um okkur? Og hið al- versta: Verð ég líka svona þegar ég verð stór? Í hugmyndafræði Beaardslee er lögð mikil áhersla á að styðja for- eldrana svo þeir geti sjálfir útskýrt og rætt við barnið um sjúkdóminn og áhrif hans á daglegt líf og líðan fjölskyldunnar. Einnig þarf að styðja foreldrana til að þeir ráði við ábyrgðina og geti svarað spurning- um barnsins – það fái útskýringar á reynslu sinni. Þetta getur létt af barni fargi og fengið það til að líta á samræðurnar sem upphaf að já- kvæðu ferli sem svo getur haldið áfram innan fjölskyldunnar og styrkt hana. Þekking stuðningsaðila í hugmyndafræðinni er nauðsyn Að sögn Sigurðar er mikilvægt að þeir sem stuðninginn annast séu vel menntaðir í hugmyndafræði Beardslees því hægt er að valda skaða ef t.d. foreldri eða annar fjöl- skyldumeðlimur eru gerð sek eða ásökuð, ef eigin framganga foreldra eða fjölskyldumeðlima er ekki virt, ef ekki er hugað að líðan og heilsu foreldris eða opnað á vandamál án lausna eða leiða. Stuðningsaðili má ekki huga að eigin áhrifum á gæði stuðningsins. Stuðningsaðilar þurfa því að þekkja vel til þunglyndis og áhrifum þess á fjölskyldu, einkum börn. Þekkja þarf skil á helstu áhættuþáttum og einnig verndandi þáttum, sem og algengustu hugs- anaskekkjum í þunglyndi – hinum ýmsu birtingarformum vanlíðunar. Vel þarf að þekkja til þorskaferils hjá börnum og þroskaviðfangsefn- um, einnig fræðsluefni fyrir foreldra og til stuðningskerfis og hvaða leiðir má fara. Á fundinum í BUGL kom fram að út er kominn bæklingur fyrir for- eldra með geðræn vandamál: Hvernig hjálpa ég barninu mínu? eftir Tytti Solantaus. Sigurður Rafn gat þess að bæk- lingurinn væri vandmeðfarinn. Hann kvað hættu á að efnið gæti misskilist og lesturinn gæti aukið á sektarkennd og skömm hjá veika foreldrinu og jafnvel leyst úr læðingi ásakanir í nærumhverfi hins veika. Bæklingurinn er því ætlaður sem innlegg í stuðningi sem verið er að veita foreldrum. Á fundinum í BUGL var lögð rík áhersla á að stuðningur í anda Beardslee væri ekki meðferð sem slík heldur ætlaður til þess að auð- velda samskipti og umræður innan fjölskyldu þunglynds foreldris til að fyrirbyggja að of mikil ábyrgð legð- ist á börn og þau fái skýringar á veikindum og afleiðingum þeirra. Veika foreldrið hittir eftir sem áður meðferðaraðila þann sem sinnt hef- ur því í veikindum þess. Stuðningsaðilar munu eiga kost á handleiðslu en handleiðsla er orðin nám í endurmenntun Háskóla Ís- lands og ætlunin er að þegar þekk- ing hefur aukist á hugmyndafræði Beardslee muni hún síðar verða kennd á námskeiðum endurmennt- unar, nú fer fræðslan hins vegar fram innan LSH. Eitt höfuðatriðið í stuðningi í anda Beardslee er að kynna fyrir fjöl- skyldunni hvað hann felur í sér. Gert er ráð fyrir að þeir sem njóta stuðn- ingsins fái hann eftir innlögn eða samkvæmt tilvísun geðlæknis sem telur að hann eigi við í viðkomandi tilviki. Stuðningurinn er ekki notað- ur meðan foreldrið er bráðveikt og stuðningsaðilar ræða við báða for- eldra (eða þá sem fjölskyldan til- nefnir) og útskýra stuðninginn laus- lega. Í samræðunum er reynt að mynda traust og ganga í takt, rætt er um veikindin og líðan, sýn og sjónarmið veika foreldrisins. Sem og áhrif sjúkdómsins á fjölskyldulífið. Síðan flyst áherslan á reynslu mak- ans af áhrifum sjúkdómsins, á dag- legt líf og börnin. Fræðsla er svo lát- in fléttast jákvætt og eðlilega inn í þetta ferli. Í samræðum við börnin er lagt mat á verndandi þætti, áhættuþætti og hættumerki. Á fundinum í BUGL kom fram að ef vitnaðist á þessum vettvangi að barnið væri í hættu vegna ofbeldis, fíkniefnaneyslu eða af öðrum orsök- um væri gert aðvart. Mjög mikilvægt er að virða varnir barna, ella er hætt við að þau „skelli í lás“ og ekki fáist meiri upplýsingar um líðan þeirra á heimilinu. Iðulega sitja börn þunglyndra inni með mikinn ótta, þau óttast að heimilið sundrist eða veika foreldrið fremji sjálfsvíg, fram kom í máli Sig- urðar að slíkur ótti sé oft vanmetinn og við honum þurfi að bregðast. Spurt var hvort þessi hugmynda- fræði gæti hentað þegar um annars- konar sjúkdóma væri að ræða en geðraskanir. Svarið var að þegar væri farið að horfa til þessa í sam- bandi við krabbamein og síðar ef til vill til áhrifa annarra sjúkdóma á fjölskyldur. Einnig var spurt hvort áhrif veikra barna á fjölskyldulífið mætti meðhöndla með stuðningi í anda Beardslee og var svarið ját- andi. En í upphafi verður stuðning- urinn einskorðaður við áhrif þung- lyndis hjá foreldrum á aðstæður barna og reynt með þessu forvarna- starfi að minnka þá áhættu sem þau börn búa við. ólkið til að ldulífið og r þarfir beina at- og vernd- æðum leið- skal í hóf frá hendi hins vegar örnin – ef rgefa ekki eldur við- m eftir að na lýkur. i og sam- ru þýðing- lað um 7 duna ým- saman og og sér, séu hvert um svo sam- a samein- tuðningn- nist hann virðingar, bjargráð. geti sjálfir f geðrænu og leiðrétt rir hendi. örn beri yggjulítið miðað að rnanna sé aman geta stuðning a komið í sins ef það æður fjöl- ru haldnir t að börn a og vilja era í því. ngar, svo gt að gera ? Hvers og svo hið yggir brú Morgunblaðið/ÞÖK ardlee saman komnir á fundi í húsakynnum Barna- og unglingageðdeildar LSH. afn A. Öll þróuð ríki heims eigaþað sameiginlegt umþessar mundir að glímavið vandamál vegna öldrunar. Kynslóðin, sem fæddist á árunum 1949–57, var mun stærri en áður voru dæmi um en undanfarna áratugi hafa árgang- ar farið minnkandi. Þó að mikill munur sé á einstökum ríkjum, hefur víðast verið komið á kerf- um sem innifela ellilífeyri eða eft- irlaun, þannig að unnið er með aldursskilgreindan mælikvarða á því hvenær fólk á að yfirgefa vinnumarkaðinn eða muni hverfa af honum. Víðast hvar eru aldurs- mörkin dregin frá 60–65 aldri. Öldrun í neikvæðu samhengi Sú staðreynd að gífurlega stór- ir árgangar eru nú að yfirgefa vinnumarkaðinn og að fjöldinn fer vaxandi, hefur skapað um- ræðu um afleiðing- arnar. Það er athygl- isvert að umræðan um þessar kring- umstæður á það sam- eiginlegt að í lang- flestum tilvikum er gengið út frá því að öldrun sé neikvætt fyrirbrigði. Að vísu er lengingu manns- ævinnar iðulega stillt upp sem mikilvægu markmiði í stefnumót- un heilbrigðismála – og þá er þróunin í þá átt gjarnan nefnd sem mæli- kvarði á árangurinn á þessu sviði. Hins vegar er jafnvíst að öldrun er samsömuð neikvæðri manns- ímynd. Starblínt á unga neytendur Nánast undartekningarlaust er hærri aldur tengdur við minnk- andi getu, bæði líkamlega og and- lega. Fyrirmyndin virðist alls staðar vera ungur aldur. Þetta viðmið er afar sýnilegt innan aug- lýsingaheimsins. Þótt það sé óvé- fengjanleg staðreynd að neyslu- sterkasti hópurinn er fólk yfir fimmtugt og að neyslugetan vaxi fram undir eftirlaun, beinist meg- inþorri allra auglýsinga að ungum neytendum og raunar helst þeim neytendum sem samanlagt hafa minnst fjárráð. Að vísu eru teikn á lofti um vissa breytingu í þess- um efnum, en í megindráttum hefur tilhneiging auglýsenda þó ekki breyst hvað varðar að ein- blína á hinn unga neytenda. Þversagnir á vinnumarkaði Auglýsingaheimurinn stendur ekki einn í þessum efnum. Þegar litið er til þeirrar ímyndar sem tengist æskilegu vinnuafli end- urtekur sagan sig. Eftirsókn- arverða samstarfkonan eða karl- inn er ekki eldri en þrítug. Að vísu er iðulega sóst eftir starfs- fólki með allt að 20 ára starfs- reynslu, en þó er meiri áhersla lögð á ungan aldur. Þversögnin er jafnóraunhæf og hvað auglýs- ingaheiminn varðar. Reynslan sýnir að starfsfólk yf- ir fimmtugu er sýnu stöðugra í starfi en þeir sem yngri eru. Þetta á bæði við færri fjar- verudaga og meiri stöðugleika, þar sem eldri hópurinn hefur síð- ur tilhneigingu til að hlaupa eftir nýjum atvinnutilboðum og er oft tryggari en yngra starfsfólk. Færri fjarvistardagar eiga ekki síst rætur sínar að rekja til þess að fólk yfir fimmtugu er almennt ekki með ungabörn á framfæri. Þess vegna hefur þetta fólk ekki í sama mæli þörf fyrir fjar- verudaga til að sinna sjúkum börnum. Það verður sjálft sjaldn- ar veikt – meðal annars vegna þess að nútímabörn smitast oftar af faraldssjúkdómum en áður var vegna breyttra uppeldishátta, ekki síst vegna þess að þau dvelj- ast flesta tíma dagsins innandyra þar sem smitdreifing á sér góð skilyrði. Vísdómur reynslunnar Staðreyndin er því sú að fólk yfir fimmtugu hefur bæði betri kaupgetu og er á margan hátt öruggara starfsfólk en hinir yngri. Ef raunhæfni væri að öllu jöfnu grundvöllur félagslegra og menningarlegra væntinga, væri fordómum frekar beint gegn yngra fólki en eldra fólki. Ekkert gott væri um slíkt ástand að segja, en eins og bent hefur verið á er reyndin önnur. Veruleikinn sem við skynjum á okkar tímum er sá að aldur sé ekki jákvæður eiginleiki, heldur takmörkun og neikvæður eign- leiki – og þá þeim mun neikvæð- ari eftir því sem árin eru fleiri. En svona hefur þetta ekki alltaf verið. Allt frá tímum Grikkja til byrjunar síðustu ald- ar (með vissum und- artekningum) var lit- ið á aldur sem jákvæðan þátt mannlífsins. Gjarnan var litið á ungt fólk sem grunnhyggið, sveimhuga og óá- byrgt. Aldur var tal- inn óumbreytanleg forsenda vísi og vís- dóms. Og hvað er vísdómur? Auðveld- asta og augljósasta svarið er: lífsreynsla. Lífsreynsla felur í sér marg- þætta reynslu af því að leysa mis- munandi vandamál. Lífsreynsla inniber þó einnig annað, nefnilega tímaskyn. Í augum ungs fólks er eitt ár nánast eilífð. Með lengri aldri og auknum þroska öðlast einstaklingurinn dýpra tímaskyn, sem tekur til þess að flest verk- efni krefjast víðtækrar reynslu, að skemmsta leiðin milli tveggja punkta er ekki nauðsynlega bein lína, að vandamál sem ekki er hægt að leysa í dag er sennilega hægt að leysa á morgun og síðast en ekki síst að við erum hvert um sig hluti af heild sem nær út fyrir einstaklingsbundnar takmarkanir. En er þetta rétt? Yfirvegaðri ákvarðanataka Þegar færð eru líffræðileg rök fyrir öldrunarfordómum er gjarn- an vísað til þeirra líkamlegu breytinga sem í vaxandi mæli eiga sér stað frá 40 aldri. Til dæmis minkar vöðvaafl, en þar sem fæst störf í nútímasamfélagi krefjast vöðvaafls er þetta ekki ýkja raunhæfur mælikvarði. Raunhæfara er þá að vísa í þá „rýrnun heilans sem á sér stað fram eftir aldri. Þetta ferli er óvéfengjanlega fyrir hendi upp úr 30 ára aldri. En nýrri tíma rann- sóknir hafa sýnt að þessi stað- reynd ein sér er ekki réttvísandi. Það er að vísu satt og rétt að heilinn verður nokkru hægari með aldrinum en að öllu öðru leyti er þetta viðmið málum blandið. Til dæmis er engin ástæða til að vænta minnisrýrn- unar fyrr en seint á manns- ævinni. Hversu seint er enn opin spurning. Líklegast er að heilsu- far og almenn lífsskilyrði hafi hér talsverð áhrif. Nýjustu rann- sóknir benda til þess að vart beri að vænta heilabreytinga sem leiði til minnisrýrnunar fyrr en upp úr 70 ára aldri. Sennilegt er að þessi mörk muni halda áfram að færast ofar þar sem hinir sjötugu í fram- tíðinni verða að öllu jöfnu við betri heilsu en áður hefur tíðkast. Og þó að heilinn verði hægari er ekki öll sagan sögð. Upplýs- ingamat og ákvörðunartaka hins eldri heila einkennist af minni áhrifum frá tilfinningarkerfum heilans. Ótti og angist gegna ein- faldlega minna hlutverki við ákvarðanir og meðhöndlun upp- lýsinga hins eldri heila. Þessar breytingar ýta undir margþættari og raunhæfari ákvörðunartöku. Ef við bætum við hlutverki og þýðingu lífsreynslu, er ljóst að hinn eldri heili hefur ákveðna óvéfengjanlega kosti hvað varðar meðhöndlun og notkun þekkingar – kosti umfram hinn yngri heila. Eldri heilar fljótari að greina notagildi Er eldri heilinn þá ekki hæg- virkari þegar að því kemur að læra nýja hluti? Það er að hluta til rétt. Fyrst og fremst þó vegna þess að aldurstengdur þroski heilans felur í sér aukna áherslu á meiningu og samhengi. Hinn ungi heili á sérstaklega auðvelt með að tileinka sér meira eða minna merkingarlausar stað- reyndir, en þarf langan tíma til að finna notagildi slíkrar vitn- eskju. Eldri heilinn þarf lengri tíma til að tileinka sér nýja vitn- eskju en er mun fljótari að sjá notagildi hennar. Þetta ber ekki að líta á sem rök fyrir þeirri nið- urstöðu að eldri heilinn sé al- mennt betri en sá ungi. Á hinn bóginn sýnir þessi nýja þekking fram á að við höfum mismunandi kosti og eiginleika upp á að bjóða á mismunandi aldursskeiðum – kosti sem afar áhugavert er að samnýta! Ef niðurstaðan er þessi, vaknar spurningin: „Hvernig í ósköpunum hefur sú skoðun náð að festa rætur í þekkingarsam- félagi nútímans að eldra fólk hafi upp á minna að bjóða en yngra fólk?“ Svarið er að þetta viðhorf á rætur sínar að rekja til iðn- aðarsamfélagsins sem í vaxandi mæli heyrir fortíðinni til. Iðn- aðarsamfélagið skilgreindi vinnu- afl mestmegnis sem vöðvaafl og sé litið þannig á málin leikur eng- inn vafi á að aukinn aldur kallar fram neikvætt gildismat og nei- kvæð viðbrögð. Af þeim sökum eru þau kerfi sem fela í sér möguleikann á því að eldra fólk geti yfirgefið vinnumarkaðinn með hjálp ellilífeyris og eftirlauna enn skilgreind á forsendum hnignunar og rýrnunar – for- sendum sem litlu máli skipta í dag! Uppgjörið við aldursfordóma Þekkingarstörf nútímans krefj- ast fjölbreytilegra eiginleika og forsendna, sem best er hægt að mæta á vinnustöðum sem ein- kennast af aldurslegri breidd – með öllum þeim kostum sem ald- ursdreifing hefur upp á að bjóða. Þótt iðnaðarsamfélagið sé hrað- fara á leiðinni í gröfina, leikur enginn vafi á að við hugsum enn um félagslegan veruleika á for- sendum fortíðarinnar. Uppgjörið við aldursfordóma er einn lið- urinn í baráttunni fyrir fé- lagskerfi, menningu og atvinnu- markaði sem svarar kalli nútímans, ekki fortíðarinnar. Öldrun – vandi eða vannýtt auðlind? Eftir Einar B. Baldursson »Uppgjörið við ald-ursfordóma er einn liðurinn í baráttunni fyrir félagskerfi, menn- ingu og atvinnumarkaði sem svarar kalli nú- tímans, ekki fortíð- arinnar. Einar B. Baldursson Höfundur er dósent í vinnusálfræði við Álaborgarháskóla og verður meðal fyrirlesara á ráðstefnunni „Er öldrun úrelt í nútímasamfé- lagi?“ sem haldin verður í Háskól- anum í Reykjavík 22. og 23. febrúar nk. á vegum Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík og Álaborgarháskóla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.