Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR David Cameron, hinn nýi leiðtogibrezka Íhaldsflokksins, hefur leitt flokk sinn inn á nýjar brautir. Hann hefur augljóslega unnið skipu- lega að því að færa flokkinn inn á miðjuna.     Hið sama gerðu Richard Butler ogsamherjar hans í Íhalds- flokknum eftir að Churchill tapaði kosningunum í stríðslok. Þeir leiddu Íhalds- flokkinn inn á miðjuna og Churchill komst til valda á ný.     Raunar vann Iain Macleod að því sama eftir að Harold Wilson náði völdum í Bret- landi fyrir nokkrum áratugum en Macleod dó fyrir aldur fram.     Nú hvetur David Cameron, semgerir sér vonir um að leiða Íhaldsflokkinn brezka inn í rík- isstjórn í kjölfar næstu kosninga til þess, að brezkir feður taki meiri þátt í uppeldi barna sinna en þeir hafa gert og segir að það sé bezta fram- lagið í baráttu gegn glæpaklíkum. Jafnframt heitir Cameron for- eldrum, sem haldi saman en láti skilnaðinn lönd og leið, skattafríð- indum.     Staksteinar eru að velta því fyrirsér, hvort það er svona pólitík, sem á máli forráðamanna Vef- Þjóðviljans nefnist tilfinningaklám? Bretar eru miður sín yfir glæpum ungu kynslóðarinnar og leiðtogi íhaldsmanna telur að nærtækasta leiðin til þess að berjast gegn þeim sé fjölskyldupólitík, sem stuðli að auknu jafnrétti milli kynja, að feður taki þátt í uppeldi barna sinna o.s.frv.     Er brezki Íhaldsflokkurinn farinnað stunda „tilfinningaklám“ að mati hinna hugsjónaríku forráða- manna Vef-Þjóðviljans?! STAKSTEINAR David Cameron Tilfinningaklám? FRÉTTIR                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -' -. -/ -0 -- -1 2( 2-1 2' 2-' -' 3 4! 5 4! 5 4! ) %    4!      )*4! 4! 5 4!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   ' 20 ( ( . -- -1 0 6 6 2-0 4!  ! 4! )*4! 5 4! 4! 4! 4! 4! 4! ) % "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) ' 0 6 7 / 2. ' 2-1 ( - 0 4!    4! 5 4! 4! 5 4! 8  ) % 4! 3 4! 9! : ;                  !  "  # $   %   #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   9:    = 7- >            ? 7 ; *      <   1 = >      :!  ? $  ; *      <   1 = >      !!   -12-69 *%    2   > )  5 4! *  2  ;    % ' = >    <       ?< *4  *@    "3(4@ @<4A"BC" D./C<4A"BC" ,4E0D*.C" 117 '-' 0'0 1>6 1>- 1>' 7-( (-= -1/6 //. -'/= -007 -76( .0. -(/( '1/= '/-= -600 .-( ./' .-7 (61 -(1= -(1' -=06 -=/0'-6' 0>- '>' ->/ '>- 1>/ 21>- 1>1 1>' />. '>1 ->' ->. 1>1            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Páll Vilhjálmsson | 16. febrúar 2007 300 prósent munur á íbúðarlánavöxtum hér og í Noregi Íbúðarlán íslensku bankanna eru 4,95–5 prósent og eru verðtryggð. Norskir bankar bjóða íbúðarlán á bilinu 3,38–3,52 pró- sent og þar er engin verðtrygging. Að frá- dreginni verðbólgu, sem var 2,2 prósent í Noregi í fyrra, bera lánin innan við 1,5 prósenta raunvexti. Meira: pallvil.blog.is. Hlynur Hallsson | 16. febrúar 2007 Lyf sem læknar allt Verk Justin Cooper sem sýnt er í Daneyal Mahmood galleríinu í New York hefur vakið mikla at- hygli. Svo mikla að mbl.is hefur skrifað um verkið (en gleymdi að vísu að minnast á hver væri listamaðurinn). Þetta er aug- lýsingaherferð fyrir nýtt lyf sem á lækna alla dæmigerða „sjúkdóma“ sem við þjáumst af, stress, öldrun, örvænting og svo framvegis. Hér er vefsíða lyfsins góða. Meira: hlynurh.blog.is. Davíð Logi Sigurðsson | 16. febrúar Hneykslunarhellur Ég skil ekki alveg rökin fyrir því að sniðganga Hótel Sögu vegna þess að þar hef- ur pantað gistingu ein- hver hópur, sem teng- ist klámiðnaði. Spurt er: Eiga kaffi- húsin að neita því að selja þessu fólki cappucino? Á strætóbílstjórinn að segja, nei, upp í þennan bíl komið þið ekki! Ég svo sem mæli ekki þessum hópi bót. En hvað er til ráða? Ekki svona við- brögð, svo mikið er víst. Meira: davidlogi.blog.is. Herbert Guðmundsson | 14. febrúar Viðtöl við Steingrím Á áratugstíma sem blaðamaður og fréttaskýrandi m.m. á Vísi og DV, var ég iðu- lega í þeirri stöðu að leggja til útsíðufréttir eldsnemma morguns. Þegar Steingrímur Hermannsson var for- sætisráðherra á þeim tíma, gat ég leyft mér svona af og til að skrifa for- síðutexta eftir honum, án þess að hafa náð tali af honum. Hann kvartaði aldrei. Ég var svo viss um svör hans við spurningum mínum og orðalag, hefði ég náð í hann, að ég komst upp með þetta áfallalaust. Meira: herb.blog.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 16. febrúar 2007 Ólöglegt klámþing? Minn femínismi birtist í mörgu og margt finnst mér at- hugavert við samfélagið - nýjustu fréttir herma að einhverjir klám- kóngar ætli að leggja undir sig Hótel Sögu og halda þar ráðstefnu um klám og annað því tengdu. Ég ætla svo sem ekki að fara að reyna að skilja um hvað er rætt á slíkri sam- kundu en vil endilega benda fólki á að í 210. grein hegningalaganna segir m.a. 210. gr. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum ...1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðr- um slíkum hlutum, eða hafa þá op- inberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. Tilgangurinn skv. fréttinni á mbl.is : „Fólkið ætlar í hestaferðir og á skíði og skoða landið. Ponga segir fólk verða ljósmyndað hér og þá klám- myndir á ferð, en fólk þurfi ekki að óttast að allsberar konur verði á hlaupum á víðavangi“ ...og spyr ég því eins og eðlilegt er, er þetta ekki bar- asta bannað - ólöglegt með öllu, fyrir utan það hvað þetta er ofboðslega ósmekklegt fyrir okkar litla land (og uppúr þjóðernisrembingnum sauð) Meira: bryndisisfold.blog.is BLOG.IS Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SAMKVÆMT endurnýjuðum fisk- veiðisamningnum Íslands og Fær- eyja fá færeysk skip heimild til að veiða 30 þúsund lestir af loðnu við Ísland á loðnuvertíðinni 2007 / 2008 svo fremi að útgefinn kvóti verði a.m.k. 500 þúsund lestir. Sé gefinn út minni kvóti fá Færeyingar 5% í sinn hlut. Samkvæmt því verður kvóti þeirra nú 18.000 tonn í stað 30.000 tonna. Gagnkvæmir hagsmunir „Það skiptir okkur miklu máli að þetta samkomulag sé komið á. Við höfum af þessum samningum gagn- kvæma hagsmuni. Við komum reyndar töluvert mikið til móts við kröfur Færeyinga, þó þær séu ekki uppfylltar að öllu leyti. Ég met það líka mikils að samkomulag náðist um skerðingu loðnukvóta Færeyinga, þegar loðnukvótinn er lítill eins og nú,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Færeyingar fá nú heimild til að frysta af Íslandsmiðum loðnu og vinna um borð og landa loðnu til manneldis erlendis. Mega þeir þann- ig frysta 2/3 kvótans en þó þannig að aldrei fari meira en 1/3 kvótans til manneldisvinnslu eftir 15. febrúar. Samkomulag er um að þjóðirnar fái áfram að veiða kolmunna og norsk-íslenska síld innan lögsögu hvor annarrar. Hámarksfjöldi ís- lenskra skipa í færeysku lögsögunni hverju sinni við kolmunnaveiðar verður 12. Botnfiskveiðiheimildir Færeyinga við Ísland verða óbreyttar á árinu 2007. Færeysk skip hafa því heimild til að veiða 5.600 lestir af botnfiski á árinu. Heildarafli þorsks verður þó aldrei meiri en 1.200 lestir og lúðu- afli aldrei meiri en 80 lestir. Íslensk skip hafa heimild til að veiða 2.000 lestir af Hjaltlandssíld við Færeyjar og 1.300 lestir af makríl. Ákveðið var að skipa starfshóp sérfræðinga sem kanna á hvort og hvernig unnt sé að heimila að afla ís- lenskra skipa úr íslenskum stofnum verði landað beint til vinnslu í Fær- eyjum. Núgildandi lög kveða á um að slíkum afla sem landað er erlend- is, skuli landað á löggiltum vigtar- stað og svo seldur á viðurkenndum fiskmarkaði. Fiskistofu verður falið að taka út fleiri löndunarstaði í Fær- eyjum en þegar hefur verið gert. Færeyingar fá að frysta loðnu Í HNOTSKURN »Botnfiskveiðiheimildir Fær-eyinga við Ísland verða óbreyttar á árinu 2007. »Færeyingar fá nú heimild tilað frysta af Íslandsmiðum loðnu og vinna um borð. NÚ þegar við sjáum fyrir endann á þorranum er upplagt að láta hug- ann reika í dágóðum gönguferðum í fögru umhverfi. Þannig ætti ekk- ert að standa í vegi fyrir því að við þreyjum góuna líka en konudag- urinn á morgun markar upphaf hennar. Það er röskt, fólkið sem gengur hér á Seltjarnarnesinu, enda ekki ónýtt að njóta útsýnisins að Keili í tindrandi ljósaskiptunum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Á mótum þorra og góu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.