Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 30
 Lítil bökunarform Stundum vilja kokkar af litlu gerðinni vera með þegar bakstur stendur fyrir dyrum. Lítil bökunarform henta vel fyrir litla fingur og þessi eru seld þrjú saman. Tiger 400 kr.  Lárperuskeri Avókadó er skorið í tvennt með hníf og endinn á skeranum notaður til að fjarlægja steininn. Skeranum sjálfum er þrýst ofan í lárperuhelminginn og dreginn eftir honum þannig að ör- þunnar avókadósneiðar myndast. Kokka 1.450 kr.  Eggjaskilja Það er fátt eins gremjulegt og þegar eggjarauðan springur þegar verið er að skilja egg með því að velta rauðu milli eggja- skurna. Eggjaskiljan getur verið lausn fyrir þá sem hafa þumalputta á hverjum fingri. Eggið er einfaldlega brotið ofan í skiljuna og hvítan lekur út um göt á botninum. Búsáhöld Kringlunni 880 kr. Bráðnauðsynlegar eldhúsgræjur Handþeytarar, ausur, ostaskerar og grænmetisflysjarar.Þetta eru eldhúsáhöld sem finnast í fjölmörgum eldhús-um landsmanna. Jú, þau eru ófá tækin sem við getumekki verið án í okkar daglega lífi. Færri vita hins vegar að heimurinn er fullur af ómissandi eldhús- græjum sem bíða þess að kokkar og bakarar meðal almennings upp- götvi þær. Margir þessara hluta eru býsna sérhæfðir og hafa verið hannaðar t.d. með eina ákveðna grænmetistegund í huga. Hvernig fólk hefur t.d. ráðið fram úr því að skera niður avókadó án lárperu- skera hingað til er hulin ráðgáta, eða hvernig skilja á að eggjarauðu og hvítu án eggjaskiljarans góða. Aðrar græjur gagnast við fjöl- skrúðugri matseld en gleðja augað kannski þeim mun meira. Hvað sem því líður er fróðlegt og forvitnilegt að kynnast þessum nýstár- legu amboðum sem bera hugmyndaauðgi hönnuða sinna ótvírætt vitni.  Eggjaopnari Þessi undarlegu út- lítandi skæri eru til þess gerð að skera ofan af harðsoðnum eggjum. Búsáhöld Kringl- unni 525 kr.  Klakakurlsform Fimm þynnur með örsmáum klakahólfum eru lagðar á víxl ofan í sérstakan plast- poka sem er síðan fylltur af vatni. Honum er stungið í þar til gert box sem síðan er sett í frystinn. Þegar vatnið er orðið frosið er pokinn tek- inn upp úr boxinu og sveigður og beygður nokkrum sinnum þar til klakaþynnurnar hafa molnað. Byggt og búið 1.749 kr. hönnun 30 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Nauðsynlegt er að fá fitu úr fæðunni því að fitunni fylgja bæði mikilvæg fitu- leysin vítamín og lífs- nauðsynlegar fitusýrur. Það er hins vegar ekki sama hvaðan fitan er með tilliti til hollustunnar og þess vegna er hvatt til að velja sem oftast olíu eða mjúka fitu í stað harðrar fitu. Með harðri fitu (fita í föstu formi við stofuhita) er átt við bæði mettaðar fitusýrur og trans- fitusýrur. Transfitusýrur myndast við herð- ingu fljótandi fitu og eru notaðar í smjörlíki og ýmsar iðnaðarfram- leiddar vörur, t.d. kex, sælgæti, snakk og fleira. Þær myndast einnig í vömb jórturdýra fyrir tilstilli örvera. Mjúk eða ómettuð fita er ýmist ein- ómettuð eða fjölómettuð. Öll ómettuð fita er mjúk eða fljótandi við stofuhita og hækkar ekki kólesteról í blóði. Dæmi um mjúka fitu eru fljótandi matarolíur, þykkfljótandi eða mjúkt smjörlíki, lýsi og óhert fiskifita auk fitu í fræjum og hnetum. Ekki er öll fita sem á uppruna sinn í jurtaríkinu mjúk fita. Bæði kókosfeiti (kókosolía) og palmitín eru dæmi um jurtafitu sem er mjög hörð og ekki hjartavæn. Of mikil hörð fita í fæðunni Fita í fæði Íslendinga hefur farið minnkandi síðasta áratug en þó er hörð fita enn allt of stór hluti fit- unnar. Stærstur hluti hörðu fitunnar kemur úr mjólkurvörum, smjöri, smjörlíki og kjöti. Matvæli sem inni- halda herta fitu eða transfitusýrur, s.s. kex, kökur, snakk, franskar og sælgæti, eru líka of algeng á borðum Íslendinga. Mikil hörð fita er óæskileg fyrir heilsuna þar sem að hún hækkar LDL-kólesteról í blóði og eykur þar með líkurnar á hjarta- og æða- sjúkdómum. Þó að aðeins lítill hluti hörðu fitunnar sé trans-fitusýrur er vert að hafa í huga að þær eru taldar hafa jafnvel enn óheppilegri áhrif á LDL-kólesteról í blóði og áhættu fyr- ir hjartasjúkdóma en mettaðar fitu- sýrur og því ber að halda neyslu þeirra í lágmarki. Aukum mjúku fituna á kostnað hörðu fitunnar Hlutfallið á milli harðrar og mjúkr- ar fitu má bæta með því að nota olíu í stað smjörs og smjörlíkis í matargerð og velja mjúkt viðbit og smyrja að- eins þunnu lagi á brauðið. Með því að velja frekar fituminni mjólk, magurt kjöt og skera sýnilega fitu burt af kjöti er hægt að draga verulega úr neyslu harðrar fitu. Vert er að muna Mjúk fita hækkar ekki kólesteról í blóði Matvæli sem innihalda herta fitu eða trans- fitusýrur, s.s. kex, kökur, snakk, franskar og sæl- gæti, eru of algeng á borð- um Íslendinga. hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð Morgunblaðið/Ásdís  Hvítlauksflysjari Hvítlauksrifin eru lögð á gúmmímottuna, þeim rúllað með gúmmíið und- ir og yfir og volà, hýðið rúllar af. Byggt og búið 399 kr. -hágæðaheimilistæki Alvöru amerískir vi lb or ga @ ce nt ru m .is AFSLÁTTUR 30% GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir Ís sk áp u r á m yn d G CG 21 SI SF SS Verð nú kr. 199.570 stgr. GCE21YETFSS Stærð: h 176x b 90,9 x d 60,7 sm Með ryðfríum stálhurðum Verð áður kr. 285.100 stgr. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.