Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag laugardagur 17. 2. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Halldór Jóhann Sigfússon áfram í herbúðum Essen >> 4 BIKARBARÁTTA Í HÖLLINNI HAMAR/SELFOSS MÆTIR ÍR Í KARLAFLOKKI Í KÖRFUKNATTLEIK OG HAUKAR OG KEFLAVÍK MÆTAST Í KVENNAFLOKKI >> 2 Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ,,Ég hafði alltaf trú á því að við myndum ná saman. Ég hugsaði aldrei alvarlega um neitt annað þó svo ég hafi vitað um að lið sýndu mér áhuga. Brann var alltaf fyrsti valkosturinn enda hefur mér líkað mjög vel hjá liðinu og ég hef mikla trú á því. Ég held að við höfum alla burði til að gera góða hluti á komandi tíma- bili,“ sagði Kristján við Morgunblaðið í gær. ,,Þetta eru virkilega góð tíðindi því Kristján er liði okkar mjög mikil- vægur,“ sagði Mons Ivar Mjelde þjálfari Brann. Spilar gegn KR í dag Kristján gekkst undir aðgerð á ökkla fyrir jólin og er nýbyrjaður að æfa. Hann er með Brann-liðinu á La Manga en tók ekki þátt í leikjunum við Lilleström og Rosenborg í vik- unni en hann leikur sinn fyrsta leik í dag þegar Brann leikur við KR. ,,Ég er svona að skríða saman og fæ líklega að spila annan hálfleikinn á móti KR. Það verður gaman að taka á gömlu félögunum,“ sagði Kristján. Kristján Örn gekk í raðir Brann frá KR árið 2005. Hann átti afar góðu gengi að fagna með liðinu á síð- ustu leiktíð sem varð í öðru sæti á eftir Rosenborg. Kristján var lykilmaður í vörn liðsins og var talinn einn besti varnarmaður deildarinnar. Þrír Íslendingar eru á mála hjá Brann en auk Kristjáns leika þeir Ólafur Örn Bjarnason og Ármann Smári Björnsson með lið- inu. Brann var alltaf fyrsti valkostur LANDSLIÐSMAÐURINN Kristján Örn Sigurðsson skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarliðið Brann. Óvissa hefur ríkt um framtíð Krist- jáns hjá félaginu síðustu vikurnar en samningur hans átti að renna út í lok ársins. Svissneska liðið Sion gerði í hann tilboð á dögunum og lið frá Skandinavíu hafa verið með hann undir smásjánni en for- ráðamenn Brann voru staðráðnir í að halda Kristjáni og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gerðu þeir honum afar gott tilboð sem hann sættist á. Kristján Örn Sigurðsson samdi við Brann til 2009 Kristján Örn Sigurðsson SKAGAMENN taka á móti Íslandsmeisturum FH í opn- unarleik Íslandsmótsins í knattspyrnu í vor, samkvæmt fyrstu niðurröðun leikja sem KSí gaf út í gær. Leikur ÍA og FH er settur á Akranesvöll laugardaginn 12. maí klukkan 14.00. Daginn eftir, sunnudaginn 13. maí, eiga að mætast Valur - Fram, Breiðablik - Fylkir og Víkingur R. - HK, og loks er leikur KR og Keflavíkur sett- ur á mánudagskvöldið 14. maí. Samkvæmt þessari niður- röðun verða leiknar fjórar umferðir á ríflega tveimur vikum í byrjun móts, eða frá 12. til 29. maí. Þessi niðurröð- un verður þó ekki staðfest fyrr en eftir næstu mánaða- mót þar sem félög hafa frest til að gera athugasemdir við leikdaga. Mótinu á að ljúka viku síðar en í fyrra þar sem síðasta um- ferðin er sett á laugardaginn 29. september en á síðasta ári var lokaumferðin leikin 23. september. Eins er byrjað tveimur dögum fyrr þannig að tímabil- ið lengist með þessu um ríf- lega eina viku og stendur í hálfan fimmta mánuð. Í 1. deild karla verða í fyrsta skipti tólf lið í ár og þar á mótið að hefjast sunnudag- inn 13. maí og ljúka föstudag- inn 28. september. ÍA og FH í fyrsta leik á Íslandsmótinu „SVONA er bransinn í bolt- anum maður veit aldrei hvernig næsti dagur ber í sa- kuti sér,“ segir handknatt- leiksmaðurinn Þórir Ólafsson, handknattleiksmaður hjá þýska 1. deildarliðinu TuS Lübbecke, en honum var til- kynnt í fyrradag að liðð hyggðist ekki bjóða honum nýjan samning í vor þegar nú- verandi samningur gengur út. Þórir segir ákvörðun forráða- manna liðsins hafa komið sér eilítið á óvart en við henni sé ekkert að gera og hann vonist til að geta framlengt dvöl sína ytra, annað hvort í Þýskalandi eða annarsstaðar í Evrópu. „Ákvörðun forráðamanna liðsins kom mér svolítið á óvart, en maður verður að kyngja henni. Ég hef ekki fengið mikið af tilboðum frá öðrum félögum sem hægt er að tala um. Okkur hjónin langar að vera lengur úti, hvort sem að það verður hér í Þýskalandi eða annarstaðar. Þau mál skýrast vonandi á næstu vikum og mánuðum,“ segir Þórir sem er samnings- bundinn TuS Lübbecke út júní á þessu ári. TuS Lübbecke er í 14. sæti af 18 liðum í þýsku 1. deildinni með 8 stig að loknum 19 leikj- um. Þórir og félagar eiga erf- itt verkefni fyrir höndum í dag þegar þeir sækja efsta lið deildarinnar, Flensburg, heim í Campushalle. Ákvörðun Lübbecke kom Þóri Ólafssyni á óvart Reuters Sigri fagnað Rússneska stúlkan Anna Chakvetadze sést hér fagna sigri á löndu sinni Nadia Petrova í undan- úrslitum á starku kvennamóti, Proximus Diamond, í Antverpen í Belgíu í gær. laugardagur 17. 2. 2007 íþróttir mbl.is enski boltinn Martin Jol ætlar sér að fara með Tottenham í 8 liða úrslit » 3 Á EFTIR AÐ VERÐA BETRI RONALDO ER SKÍRÐUR Í HÖFUÐIÐ Á BANDARÍKJAMANNI – SJÁLFUM RONALD REAGAN FYRRVERANDI FORSETA >> 3 Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Morgunblaðið sló á þráðinn til Brynjars Björns Gunnarssonar í gær en hann kemur inn í liðið að nýju eftir nokkurt hlé. Brynjar tognaði aftan í læri í 6:0 sigri Reading á West Ham á nýársdag og hefur ekkert leikið síðan þá. ,,Það er mikil tilhlökkun hjá mér og strákunum að mæta United aftur á Old Trafford og ég er sérlega spenntur enda búinn að vera frá í nokkrar vikur. Það er engin beygur í okkur þrátt fyrir að Manchester United sé með besta liðið um þessar mundir – við erum tilbúnir í slaginn,“ sagði Brynjar Björn, sem hitaði upp fyrir leikinn með því að skora fyrir varalið Reading gegn Tottenham í vikunni. Steve Coppell knattspyrnustjóri Reading, sem gerði garðinn frægan með Mancester United á árum áður og er goðsögn hjá mörgum stuðn- ingsmönnum liðsins, ætlar að leika sama leik og hann hefur gert í bik- arleikjum liðsins. Hann mun tefla fram blönduðu liði, gefa leikmönnum sem minna hafa fengið að spila í úr- valsdeildinni tækifæri og er óhrædd- ur við það þrátt fyrir að hans menn eigi í höggi við topplið úrvalsdeild- arinnar. Mikið sjálfstraust í mannskapnum ,,Þetta hefur virkað vel hjá honum og ég reikna með að ég spili og sömu- leiðis Ívar. Ég mun spila annað hvort á miðjunni eða í vörninni og þrátt fyrir einhverjar breytingar á liðinu þá teflum við fram öflugu liði og mætum óhræddir til leiks. Þetta er bikarleikur þar sem allt er undir og það er mikið sjálfstraust í mann- skapnum eftir gott gengi á tíma- bilinu. Við spiluðum vel í báðum leikjunum við United í deildinni. Með smá heppni hefðum við getað unnið heimaleikinn og við vorum inni í leiknum allan tímann á Old Traf- ford og náðum að stríða þeim,“ sagði Brynjar Björn. Steve Coppell hefur gefið það út að hann ætli að sækja til sigurs og spurður út í þau ummæli segir Brynjar; ,,Ég býst nú við að við verð- um frekar varnarsinnaðir en auðvit- að munum við sækja þegar færi gefst. Við eigum eftir að sjá hvernig United stillir upp sínu liði. Ég reikna með því að Ferguson geri einhverjar breytingar og að hann stilli ekki al- veg upp sínu sterkasta liði sem er bara gott fyrir okkur,“ segir Brynj- ar, sem vonast frekar eftir því að fá að vera í baráttunni á miðjunni held- ur en í vörninni. Kýs frekar að spila á miðjunni ,,Ég myndi heldur kjósa þess að spila á miðjunni en það er líka ágætt að vera í vörninni. Ég tek hins vegar bara það hlutverk sem mér verður ætlað og reyni að standa mig sem allra best.“  Reading hefur ekki tapað leik á árinu en frá því liðið tapaði 3:2 á Old Trafford á næst síðasta degi ársins er uppkera liðsins sjö sigrar og eitt jafntefli í síðustu átta leikjum.  Reading og Manchester United hafa mæst sex sinnum í bikarkeppn- inni og hefur United unnið fimm þeirra og einu sinni skildu liðin jöfn.  Reading hefur aðeins einu sinni í 136 ára sögu félagsins komist í 8- liða úrslit bikarkeppninnar. Það var fyrir 30 árum síðan.  Wayne Rooney, framherji Man- chester United tekur út leikbann í dag og reiknað er með að Sir Alex Ferguson geri einhverjar breytingar á liði sínu þar sem það mætir Lille í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.  Manchester United hefur unnið síðustu tíu leiki sína á Old Trafford og er taplaust í síðustu 15 heima- leikjum sínum.  Manchester United hefur unnið bikarinn oftast allra liða eða 11 sinn- um og hefur Sir Alex Ferguson stýrt United til sigurs fimm sinnum, 1990, 1994, 1996, 1999 og 2004. Tilbúnir í slaginn Reuters Umkringdur Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson í hörðum slag við John O’Shea, leikmann Manchester United, í viðureign félaganna í úr- valsdeildinni á Old Trafford. BRYNJAR Björn Gunnarsson og Ív- ar Ingimarsson verða að óbreyttu báðir í byrjunarliði Reading í dag sem fær það erfiða hlutverk að glíma við Manchester United á Old Trafford í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Þetta verður þriðja rimma liðanna á tímabilinu og er óhætt að segja að Reading hafi náð að stríða stórliðinu í leikj- unum tveimur í úrvalsdeildinni. Liðin skildu jöfn, 1:1, á heimavelli Reading í september og United marði 3:2 sigur á Old Trafford þann 30. desember. Brynjar Björn Gunnarsson kemur að nýju inn í lið Reading sem sækir Man.Utd. heim á Old Trafford VEXTIR FRÁ AÐEINS Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 29.1.2007. 3,2% F í t o n / S Í A Þannig er mál með vexti ... ... að það er hægt að létta greiðslubyrðina. ÍTÖLSK HELGI LAUGARDAGUR 17. febrúar 13.15 Upphitun 14.00 Inter-Cagliari SUNNUDAGUR 18. febrúar 13.15 Upphitun 14.00 Palermo-Chievo 18.00 Ítölsku mörkin Beltisdýr þurfa að verjast rándýrum og þess vegna eru þaumeð harða skel á bakinu, trýninu og skottinu. Ein tegund beltisdýra getur hringað sig saman í litla, harða kúlu ef ráðist er á hana. Beltisdýr eru næturdýr og sofa í holum í jörðinni yfir daginn. Úr bókinni Stafróf dýranna eftir Halldór Á. Elvarsson. Beltisdýr HVER Á HEIMA HVAR? SNÚIN EN SKEMMTILEG ÞRAUT Í VERÐLAUNALEIK VIKUNNAR >> 2 Pínulítill handgerður goggur » 3 Hæ, hæ! Ég heiti Esther Elín og mig lang- ar rosalega í pennavin á aldrinum 8– 12 ára. Sjálf er ég 10 ára. Áhuga- málin mín eru tónlist, dans og hundar. Ég vona að póstkassinn fyllist af skemmtilegum bréfum. Kær kveðja, Esther Elín Þórðardóttir Heiðarholti 1F 230 Keflavík Hæ, hæ! Ég heiti Rán Ísold og mig langar í pennavinkonu, helst stelpu. Ég er 11 ára og verð 12 ára í ágúst. Ég óska eftir pennavinkonum á aldrinum 11– 13 ára. Ég æfi körfubolta og spila á flautu. Mér finnst gaman að fara á hestbak. Heimilisfangið mitt er, Rán Ísold Eysteinsdóttir Íshússtíg 6 230 Keflavík Hæ Ég heiti Sara Cheney. Ég er 12 ára og bý í Lousiana-fylki í Banda- ríkjunum. Ég er að leita eftir ís- lenskum pennavini og helst á mínum aldri. Þar sem ég skil einungis ensku þarf pennavinur minn að geta lesið ensku og skrifað. Ég er forvitin um Ísland og hlakka til að heyra frá ykk- ur. Ég vona að póstkassinn fyllist fljótt. Kveðja, Sara Cheney 37231 Ski Side Drive Prainieville LA 70769 USA Penna- vinir Nú liggja úrslitin fyrir í ljóða- samkeppni Barnablaðsins. Okkur barst ótrúlegur fjöldi ljóða frá krökkum á öllum aldri og þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir. Þemað var kærleikur, fjölskylda og vinátta og var tekið mið af því þeg- ar dæmt var. Verðlaunahafarnir eru að þessu sinni eingöngu stúlkur en þær heita Hrafnhildur Magney Gunn- arsdóttir, Iðunn Rúnarsdóttir, Kristín Axelsdóttir Foelsche, Sig- rún Lóa Þorsteinsdóttir og Þórdís Tryggvadóttir. Í verðlaun hlutu þær tvær bækur og DVD-disk Á síðu 3 birtum við ljóð verð- launahafanna en næstu vikur mun- um við birta nokkur ljóðanna sem okkur bárust í þessa keppni. Morgunblaðið/Kristin Skáldkonur Sigrún Lóa, Kristín, Hrafnhildur Magney og Þórdís tóku á móti viðurkenningum fyrir sigur sinn í ljóðasamkeppni Barnablaðsins. Á myndina vantar Iðunni Rúnarsdóttur en hún komst því miður ekki til okkar vegna veikinda. Við óskum þessum ungu skáldkonum innilega til hamingju. Skáldkonur framtíðarinnar Í hverri línu, lárétt og lóðrétt, eiga að koma fyrir tölurnarfrá 1–4. Eins eiga tölurnar 1–4 að koma fyrir í öllum fjór- um ferningunum. Þeir krakkar sem hafa aldrei áður leyst sudoku-gátu geta stuðst við eftirfarandi vísbendingar: Í efri, vinstri ferningnum vantar tölurnar 3 og 4. Næst at- hugum við efstu línuna lárétt og sjáum að í henni er talan 3. Þá vitum við að í reitnum efst til vinstri er ekki talan 3 svo þá hlýtur það að vera 4. Nú ættuð þið að eiga auðvelt með að leysa afganginn. Gangi ykkur vel og góða skemmtun. Krakka-sudoku Um mig hefur veriðskrifað þekkt æv- intýri. Ég á fullt af litlum vinum. Veistu hvað ég heiti? Lausn aftast. Hvað heiti ég? börn laugardagur 17. 2. 2007 Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 46/57 Staksteinar 8 Messur 58/59 Veður 8 Skák 61 Viðskipti 18/19 Menning 64/67 Erlent 20/21 Leikhús 66/67 Menning 22/23 Myndasögur 68 Akureyri 24/25 Dægradvöl 69 Suðurnes 27 Dagbók 72/73 Landið 26 Víkverji 72 Árborg 26 Velvakandi 72 Daglegt líf 28/37 Staður og stund 53 Forystugrein 38 Bíó 70/73 Umræðan 40/45 Ljósvakamiðlar 74 * * * Innlent  Lögreglan hefur tekið til skoð- unar hvort kaupstefna, sem hópur fólks úr klámmyndaiðnaðinum hefur boðað í Reykjavík í næsta mánuði, stangast á við íslensk lög. Stígamót brugðust í gær hart við fregnum af kaupstefnunni og hvöttu ríkisstjórn- ina, þingmenn, borgarstjórn Reykjavíkur og lögreglu til að taka höndum saman og koma í veg fyrir að kaupstefnan færi fram hér á landi. » Forsíða, 6  Sinubruninn á Mýrum á síðasta ári hafði veruleg áhrif á gróðurfar, samkvæmt rannsóknum sem benda til þess að gróður á brunnu svæð- unum hafi orðið einhæfari. Smá- dýralíf og fuglalíf jókst hins vegar á svæðunum, m.a. vegna þess að við brunann losnaði mikið af næring- arefnum. » Baksíða, 14  Ker hf., fyrrverandi eigandi Olíu- félagsins, var í gær dæmt í Héraðs- dómi Reykjavíkur til að greiða Sig- urði Hreinssyni frá Húsavík 15.000 krónur í skaðabætur vegna tjóns sem hann varð fyrir af verðsamráði olíufélaganna. Ker var einnig dæmt til að greiða Sigurði hálfa milljón króna í málskostnað. » 4 Erlent  Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi ályktun þar sem hún gagnrýnir þá ákvörðun George W. Bush Bandaríkjaforseta að fjölga bandarískum hermönnum í Írak um 21.500. Öldungadeild þings- ins greiðir atkvæði í dag um hvort hún eigi að hefja umræðu um svip- aða ályktun. » 20  Sjö hryðjuverkamenn al-Qaeda í Tyrklandi voru dæmdir í lífstíð- arfangelsi í gær fyrir aðild að sprengjutilræðum í Istanbúl í nóv- ember 2003. 63 biðu bana í tilræð- unum og um 600 særðust. » 20 Viðskipti  Landbankinn og Landsvirkjun stofnuðu í gær alþjóðlegt fjárfest- ingarfélag sem á að fjárfesta í verk- efnum á erlendri grundu í tengslum við endurnýjanlega orkuvinnslu, með áherslu á vatnsafl. » 18 Laugardagur 17. 2. 200 81. árg lesbók POURQOI PAS? FRANSKT VOR Í MENNINGU, LISTUM, VÍSINDUM OG FRÆÐ- UM HEFST Á VETRARHÁTÍÐ OG LÝKUR Á LISTAHÁTÍÐ » 12-13 Er mengun að Monu Lisu og Agi Skallagrímssyni? » 2 „ÞESSI illyrmislega mynd af Herði í Degi vonar er ekki mín; hún er Einars Kárasonar. Enginn maður með óbrenglaða dómgreind og óspilltan mannskilning getur ályktað sem svo að höfundur leikritsins lýsi Herði sem „út- belgdum aumingja; sjálfsupptekinni og hrokafullri smá- sál,“ vesalingi eins og Einar kallar hann síðar í greininni.“ Birgir Sigurðsson leikskáld og höfundur Dags vonar, svarar Einari Kárasyni rithöfundi, sem sagði í síðustu Les- bók, að bræðurnir í leikritinu og bræðurnir í sögu bróður Birgis, Ingimars Erlendar Sigurðssonar, Borgarlífi, ættu sér hliðstæðu í Birgi og Ingimar Erlendi. „En það eina undarlega er að þessi góðkunningi minn, Einar Kárason, skuli hafa lagst svo lágt að skrifa þessa óvönduðu og óheiðarlegu grein. Það veldur mér í senn undrun og vonbrigðum,“ segir Birgir í niðurlagi greinar sinnar. » 3 Góði drengurinn Valdimar Fly genring sem Reynir í uppfærsl LR á Degi vonar í Iðnó 1987. Já og nei og já og þó aðallega nei Morgunblaðið/G.Rúnar Benni Hemm Hemm Leggur land undir fót með lúðrablæstri og söng. » 4-5 Move, motivate and be motivated BA DEGREE AUDITIONS AND WORKSHOPS Programmes offered at Laban compliant with the national framework for higher education qualifications are validated by The City University. Laban is committed to equality of opportunity. Laban is incorporated by Trinity Laban. Registered Charity 309998. Supported by Arts Council England with National Lottery funds. Photo Michelle Turruani. CREEKSIDE LONDON SE8 3DZ UK T +44 (0)20 8691 8600 E INFO@LABAN.ORG WWW.LABAN.ORG Fast track, one year specialist training also available for dancers, teachers, notators, choreographers and community artists. Contact the administrator at your nearest venue, to join a workshop and find out more. GERMANY, BERLIN DANCEWORKS berlin 3 + 4 March Contact Mara Kurotschka marakuro@gmx.de REYKJAVIK, ICELAND 10 + 11 MARCH 2007 Contact Signý Stefánsdóttir Klassíski Listdansskólinn Grensásvegur 14 108 Reykjavik Iceland T 00 354 694 1222 E gudbjorg@ballet.is FINLAND, HELSINKI Teatterikorkeakoulu 17 + 18 March Contact Jaakko Simola jaakko.simola@teak.fi CHANNEL ISLANDS, JERSEY Jersey Arts Centre 21 + 22 April Contact Marianne Child-Villiers persondg@hotmail.com Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is HJÁLPARTÆKJANEFND Trygg- ingastofnunar ríkisins er að skoða reglugerð vegna hjálpartækja, að sögn Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigð- isráðherra. Hún segir að nefndin skoði iðulega mál sem fjallað sé um eða ábendingar berist um. Í Morg- unblaðinu um síðustu helgi var rætt við Sigríði Jónsdóttur, sem er ein- hent. Þar kom fram að þeir sem sæktu um hönd með hágæðaútliti til TR þyrftu að skila inn vottorði frá geðlækni eða sálfræðingi um að þeir þyrftu á hendinni að halda til þess að rjúfa félagslega einangrun. Siv segir að fram hafi komið hjá hjálpartækjanefnd að fólk sem hafi skilað inn slíku vottorði hafi fengið hönd með hágæðaútliti. „Það er þannig almennt með hjálpartæki að það þurfa að koma vottorð fyrir öllum hjálpartækjum frá læknum. Þetta er ekkert öðru vísi með þetta hjálpar- tæki en önnur.“ Skilur sjónarmiðin Siv segir að hjálpartækjanefndin muni sérstaklega fara yfir ákvæðið um að til þurfi að koma vottorð frá geðlækni eða sálfræðingi þegar fólk sækir um gervihandleggi með há- gæðaútliti. Muni nefndin kanna hvort hún telji ástæðu til að breyta reglu- gerðinni eða ekki. „Ég mun fylgjast með því hvað hjálpartækjanefndin ráðleggur,“ segir Siv. Ekki sé ljóst hvenær nefndin ljúki við að fara yfir málið. Siv segist skilja þau sjónarmið sem fram hafi komið í málinu. Hún skilji að það skipti marga máli sem þurfa á gervihönd að halda að hún sé sem lík- ust þeirri hönd sem heil er. „En mér finnst eðlilegt að hjálpartækjanefnd- in sem er til þess bær skoði málið og kom fram með þau sjónarmið sem skipta máli í þessu sambandi.“ Hjálpartækjamál skoðuð Ráðherra segist skilja sjónarmið þeirra sem óska eftir hágæðagervihöndum Morgunblaðið/Árni Torfason Í skoðun Nefnd á vegum TR fer nú yfir reglugerð um hjálpartæki. VALGERÐUR Sverrisdóttir ut- anríkisráðherra segir að sýna þurfi sérstaka að- gát þegar kemur að málum sem geta haft áhrif á ímynd Íslands og segir hún hval- veiðar gott dæmi um það. Þetta kom fram í ræðu Valgerðar á 80 ára afmæli Félags íslenskra stórkaupmanna í gær. „Þó að ég sé sannfærð um réttmæti málstaðar okkar í hvalveiðimálum getum við ekki skellt skollaeyrum við varnað- arorðum þeirra sem varað hafa við neikvæðum áhrifum hvalveiða á ís- lenska viðskiptahagsmuni,“ sagði Valgerður. „Að sjálfsögðu munu stjórnvöld fara vandlega yfir hvaða áhrif hvalveiðar geta haft á ímynd Íslands og íslenska viðskiptahags- muni áður en ákvörðun verður tekin um frekari stórhvalaveiðar á þessu ári. Sterk og öflug ímynd Íslands getur orðið ein of okkar dýrmætustu auðlindum í framtíðinni. En við verð- um að fara varlega í umgengni okkar við þessa auðlind eins og aðrar auð- lindir okkar,“ sagði hún. Vörugjöldin úr sér gengin Valgerður fjallaði einnig um frí- verslunarviðræður, lækkun mat- vælaverðs og tolla í ræðu sinni. Sagði hún m.a. að það kynni að koma ýms- um á óvart en staðreyndin væri sú að tollar á landbúnaðarvörur væru hér almennt lágir. „Það kann að koma mörgum ykk- ar á óvart, en raunin er sú að í þeim fríverslunarviðræðum sem EFTA- ríkin hafa átt við ríki utan EES hefur íslenska landbúnaðarkerfið aldrei reynst verulegur ásteytingarsteinn. Með öðrum orðum, sú staðreynd að við höfum viljað styðja við íslenskan landbúnað hefur ekki reynst okkur fótakefli þegar við höfum samið um aukna fríverslun við aðrar þjóðir. En þrátt fyrir að tollar séu hér al- mennt lágir verður hið sama ekki endilega sagt um önnur opinber gjöld sem lögð eru á vörur. Í því samhengi nefni ég sérstaklega vöru- gjöldin, sem ég tel reyndar úr sér gengin og hljóta að verða næsta verkefni stjórnvalda að taka til al- gerrar endurskoðunar. Afnám vöru- gjalda á matvörur, aðrar en sætindi og sykurdrykki, nú um næstu mán- aðamót, met ég sem upphafið á þeirri vegferð.“ Sýna þarf sérstaka aðgát vegna hvalveiða Valgerður Sverrisdóttir GAMALL sumarbústaður við Úlfarsfellsveg á Hafra- vatnsheiði brann til kaldra kola í gær en slökkviliði tókst að verja gróður í nágrenninu. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins tilkynnti vegfarandi um mikinn reyk og sendi slökkviliðið þegar fjóra bíla á vettvang en á sama tíma var mikill erill í sjúkraflutningum. Aukavatnsmagn var sent með stórum dælubíl frá Reykjavíkurflugvelli en alls fóru þrír dælubílar og einn tankbíll á staðinn. Þeg- ar að var komið var bústaðurinn alelda. Morgunblaðið/Júlíus Bústaður brann til kaldra kola LANDSBANKINN og Lands- virkjun hafa stofnað félag, Hydro- Kraft Invest, sem ætlað er að fjár- festa í verkefnum á erlendri grundu sem tengjast endurnýjan- legri orkuvinnslu, með áherslu á vatnsafl. Hvor aðili leggur til tvo milljarða króna í hlutafé. Ætlunin er að félagið leiði umbótaverkefni á sviði orkumála erlendis, einkum í Evrópu. Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, segir að bankinn og Landsvirkjun séu að tvinna saman þá þekkingu sem hvor um sig hefur á sínu sviði. „Við lítum því á þetta sem mjög spennandi og gott verkefni og eins konar útrás orkugeirans á Íslandi í samvinnu við Landsbankann,“ seg- ir hann. HydroKraft Invest var formlega stofnað í gær en þá undirrituðu forsvarsmenn Landsbankans og Landsvirkjunar samning um stofn- un hins nýja félags. | 18 Félag um orkuvinnslu                                  ! " # $ %           &         '() * +,,,                   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.