Morgunblaðið - 17.02.2007, Side 22

Morgunblaðið - 17.02.2007, Side 22
22 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING GRÍNSÝNINGIN Laddi 6-tugur verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í kvöld. Laddi er auðvitað einn ástsælasti leikari þjóð- arinnar og hefur búið til persónugallerí sem flest- um er ógleymanlegt. Nægir að nefna þau Eirík Fjalar, Jón spæjó, Saxa lækni og Elsu Lund. Laddi hefur einnig smíðað fjölda laga og texta sem lifað hafa með þjóðinni og mun án efa flytja eitthvað af því gríngóssi sem glatt hefur fólk um það þriggja áratugaskeið sem hann hefur skemmt landsmönnum. Fyrri sýning kvöldsins hefst kl. 20 en sú seinni kl. 22.30. Upplýsingar um aðrar sýn- ingar má finna á vefnum midi.is og hjá Borgarleikhúsinu. Leikhús Laddi grínast í Borgarleikhúsi ANNA Lind Sævarsdóttir myndlistarmaður opnar í dag ljósmyndasýninguna Feel free to join me í Gall- eríi auga fyrir auga, Hverf- isgötu 35. Þetta er fyrsta einkasýn- ing Önnu Lindar en hún út- skrifaðist frá myndlist- ardeild Listaháskóla Íslands vorið 2006 og hefur tekið þátt í mörgum sam- sýningum hér heima og erlendis. Í Galleríi auga fyrir auga sýnir hún ljós- myndir þar sem ólga, fiðringur og frelsi eru lögð til grundvallar. Það er í framhaldi af hennar fyrri verkum en hún hefur einnig feng- ist við málverk og innsetningar. Sýningin Feel free to join me verður opnuð í dag kl. 14 og stendur til 11. mars. Ljósmyndir Ólga og frelsi Önnu Lindar Feel free to join me. Í NÓVEMBER síðast- liðnum fluttu nokkrir fé- lagar úr Hugleik sagna- dagskrá í Þjóðleikhús- kjallaranum. Dagskráin kallaðist Einu sinni var… og var samsett úr örlaga- sögum af forfeðrum þátt- takenda. Var þetta afrakst- ur af námskeiði sem Benedikt Erlingsson og Charlotte Böving héldu fyr- ir Hugleikara. Ákveðið hef- ur verið að endurflytja dagskrána í Þjóðleik- húskjallaranum vegna fjölda áskoranna. Sýningarnar fara fram á morgun, sunnudag og þriðjudaginn 20. febrúar. Miðaverð er 1.000 kr. og hægt er að panta miða á netfanginu hugleikur@hugleikur.is. Sýningar hefjast klukkan 21. Sýning Einu sinni var … Charlotte Bøving og Benedikt Erlingsson. SÖNGKONAN Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson píanóleikari flytja perlur íslenskra sálma í eigin útsetningum á tónleikum í Hallgríms- kirkju á morgun, sunnudag. Diskur Ellenar, Sálmar, hlaut Íslensku tónlistar- verðlaunin árið 2004 en Ey- þór, sem hefur lengi staðið í framvarðasveit íslenskra hljómborðsleikara, mun á tónleikunum leika á Bösendorfer-flygil Hall- grímskirkju. Tónleikarnir verða þeir fjórðu í röðinni Sálmar á afmælisári sem Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og miðaverð er 1.500 krónur, en 500 krónur fyrir náms- menn. Tónleikar Sálmar í Hall- grímskirkju Ellen Kristjáns- dóttir og Eyþór Gunnarsson. FJALLAÐ var um sýninguna Hraun- land eða Lavaland í danska dagblaðinu Berlingske Tidende í gær. Á sýningunni, sem er í listasafninu Gammel Strand í Kaupmannahöfn, getur að líta verk eftir Ólaf Elíasson og Jóhannes S. Kjar- val og er það sýn listamannanna á náttúruna sem þar er til skoðunar. Myndlistargagnrýnandinn Torben Weirub gefur Hraunlandi fjórar stjörnur af sex mögu- legum. Hann segir að þótt mynd- ir Kjarvals komi að sjálfsögðu fyrir sjónir sem gamaldags sé ýmislegt gott í þeim að finna. „Og það er hægt að sjá tengingu við verk Ólafs Elíassonar og geta sér til um hvað í verkum fyrr- nefnda málarans gæti hafa vakið áhuga þess síðarnefnda,“ segir Weirub sem þykir augljóslega mikið til Ólafs koma. Hann gerir sýn listamannanna á náttúruna því næst skil, segir Kjarval einbeita sér að formi og anda hennar en Ólafur nemi úr gildi þá sýn að íslenska lands- lagið sé einstakt og áhrifamikið. Hraunland í Berl- ingske Tidende Náttúran Mosi og hraun eftir Jóhannes S. Kjarval. Sýningin fær fjórar stjörnur af sex Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÚTIBÚ frá Anima-galleríi í Ingólfs- stræti opnar í dag á annarri hæð í Iðuhúsinu við Lækjargötu. „Þetta er um 100 fm sýningar- salur með opinni framhlið þannig að þegar fólk kemur upp stigann þá blasir salurinn við,“ segir Kristinn Már Pálmason myndlistarmaður sem er á bak við rekstur Anima- gallerís ásamt eiginkonu sinni Hólmfríði Jóhannesdóttur söng- konu. „Þó þetta sé opið gallerí hefur það samt eiginleika hins hefðbundna gallerís með einkarýmið. Eini mun- urinn á þessu og hefðbundnu galleríi er staðsetningin og hversu opið það er. Það er heilmikil áskorun, þetta er í rauninni nýtt form af galleríi sem nær til miklu fleira fólks. Listin er að keppa við annað umhverfi þarna inni en það, að galleríið þurfi að vera heilagur staður er brotið upp. Menn eru alltaf að hólfa í galleríum en við brjótum það upp á faglegum nótum gallerísins,“ segir Kristinn og minn- ist þess ekki að hafa séð svipað gall- erí annarsstaðar í heiminum. Þrátt fyrir að Anima hafi aðeins verið starfrækt í eitt ár í Ingólfs- strætinu hefur það blundað í Kristni og Hólmfríði í nokkurn tíma að opna útibú. „Það hefur verið gífurlega mikil aðsókn í að sýna hjá okkur í Ingólfsstrætinu þannig að við sáum fram á að það væri grundvöllur fyrir þessari stækkun og í rauninni þörf.“ Stefnan þróast með tímanum Spurður hvort það verði breyttar sýningaáherslur í Iðuhúsinu frá Ing- ólfsstræti svarar Kristinn já og nei. „Við tölum ekki opinberlega um ákveðna stefnu heldur viljum láta þetta þróast í friði. En með tilkomu útibúsins gefst okkur auðvitað færi á að kynna fleiri myndlistarmenn og sinna enn öflugri sýningardagskrá.“ Sýningin sem opnar í útibúi Animu í dag er sett saman úr hópi lista- manna. „Þeir sem eru þarna núna eru Jón Garðar Henrysson sem er ný kominn til okkar, Bára Krist- insdóttir ljósmyndari, Jón Óskar, Erla Þórarinsdóttir, Spessi sem er líka nýr hjá okkur, ég sjálfur, Bjarni Sigurbjörns, Iain Sharpe og Múni sem eru tveir ungir listamenn sem starfa saman og Brynhildur Þor- geirsdóttir. Við setjum saman sýn- ingu með verkum þessara lista- manna sem sýnir kannski svolítið stefnu gallerísins. Næsta sýning verður svo opnuð hjá okkur 17. mars en það verður einkasýning Bjarna Sigurbjörnssonar.“ Kristinn segir að auk hefðbund- inna sýninga megi búast við ein- hverjum uppákomum í galleríinu þegar fram líða stundir. „Það verður ekki söngkennsla eins og í Ingólfs- strætinu en hugsanlega tónlistar- uppákomur og gjörningar, enda býð- ur rýmið upp á það.“ Í Lækjargötu gefst fólki kostur á að skoða myndlistarsýningar í Anima-galleríi á kvöldin þar sem húsið er opið alla daga vikunnar frá kl. 10 til 22. Morgunblaðið/Golli Nýjung Hólmfríður Jóhannesdóttir og Kristinn Már Pálmason í hinu nýja útibúi frá Anima-galleríi sem gefur þeim færi á að kynna fleiri myndlistarmenn og sinna enn öflugri sýningardagskrá en hefur verið hingað til. Nýtt gallerísform Anima-gallerí opnar útibú í Iðuhúsinu í Lækjargötu Í HNOTSKURN » Nýja galleríið á annarrihæð í Iðuhúsinu í Lækjar- götu 2a mun einnig heita Anima-gallerí eins og móður- galleríið í Ingólfsstræti 8. » Í dag verður einnig opnuðný heimasíða gallerísins á slóðinni: www.animagalleri.is. » Önnur nýjung í starfsemiAnima er þjónusta og ráð- gjöf við val og innsetningu á myndlist fyrir heimili og fyr- irtæki. Tilbagekalding av varmekabelprodukter Nexans Norway AS har opdaget en fejl i et fåtal varmekabel- produkter. Der er ikke blevet rapporteret nogen hændelser knyttet til fejlen. Nexans Norway AS har for sikkerheds skyld besluttet at tilbakekalde følgende produkter: - Nexans Millimat, solgt i perioden 26.10.06.-14.02.07. - Hunton Silencio EL, solgt i perioden 09.11.06.-14.02.07. Nexans Millimat sælges til elektriker gennem elektrogrossist. Forbrugere som har købt og/eller fået installeret gulvvarmesystem af denne typen, i det aktuelle tidsrom, skal slå varmekablerne af. Kontakt derefter ansvarlig elektriker som kan opplyse om dit varmekabelanleg omfattes av tilbagekaldet. Hvis dette er tilfældet skal elektrikeren kople varmekablerne fra og derefter kontakte Nexans Norway AS. Kontrol og eventuel udbedring af det installerede produkt vil ske på stedet efter Nexans Norways anvisning. Produkter som ikke er installeret byttes hos forhandler. Eventuelle spørsmål rettes til Nexans Norway AS på telefon 800 874 73 eller på firmapost@nexans.com. Opplysninger om tilbagekaldet og yderligere information til elektrikere findes også på vores hjemmeside www.nexans.no

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.