Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 35 NEW YORK, París, Mílanó, London. Tískuvikur í þess- um borgum vekja venjulega athygli heimspressunnar og eru tískuspekúlantar þaul- sætnir við pallana á meðan fylgst er með hverri tísku- sýningunni eftir aðra. Tískuvikur eru þó haldnar á mun fleiri stöðum og sýndu suður-afrískir fata- hönnuðir til að mynda sínar línur í Jóhannesarborg nú í vikunni. Eins og myndirnar bera með sér var litríkið mikið, faldasíddin fjölbreytt og töluvert um að skrautleg smáatriði settu svip sinn á flíkurnar en á tískuvikunni notuðu tískuhús á borð við Stoned Cherrie tækifærið til að vekja athygli á þeim fjölda barna sem sveltur inn- an borgarmarkanna. Tíska gegn hungri Reuters Í skólann Innblásturinn að þessu dressi kemur örugglega frá hefð- bundnum skólabúningum. Glitrandi Gyllt og svart skapar skemmtilegar andstæður sem kalla á athygli. Kjóll frá Stoned Cherrie. Settleg Dömuleg lína frá Exodus, þó ekki sé laust við að smá frum- skógarandi leynist í pilsinu. Rauði dregillinn Hann myndi sóma sér vel á rauða dreglinum hvar sem er þessi kjóll frá Spero Villioti Couture. ÞAÐ VILL verða mörgum mannin- um erfitt að finna tíma fyrir reglulega líkamsrækt fyrir eða eftir vinnu og því lenda margir í þeim vítahring að hlaða utan á sig spiki í vinnunni á meðan heilinn vinnur og líkaminn slappast niður fyrir framan tölvuna. Vænlegast til árangurs er að hafa lík- amsræktaraðstöðu innan seilingar í vinnunni því þá eru mestar líkur á að starfsmenn drífi sig í ræktina úr því þeir þurfa ekki að leggja það á sig að koma sér út úr húsi. Það kemur í reynd ekki á óvart að einkaritarar, skrifstofufólk, lögfræðingar og kenn- arar fá litla sem enga líkamlega örv- un í vinnunni, en samkvæmt rann- sókn, sem gerð var við Wisconsin- háskóla er allt að fjórfaldur munur á hreyfingu fólks eftir atvinnugreinum, samkvæmt netmiðli NBC. Pósturinn hreyfir sig mest Rannsakendur fengu 98 sjálfboða- liða í tíu mismundi starfsstéttum til að bera á sér skrefmæli í þrjá sam- fellda vinnudaga. Póstburðarmenn lentu á toppi listans með 18.904 skref á dag. Í öðru sæti urðu húsverðir með 12.991 skref , þjónustufólk á veitinga- húsum lentu í þriðja sæti með 10.087 skref. Því næst kom verksmiðjufólk með 9.892 skref, byggingaverkamenn mældust með 9.646 skref og hjúkrun- arfólk með 8.648 skref. Svo má bæta við um 2.000 skrefum til útréttinga og húsverka að afloknum vinnudegi. Þeir sem eru í kyrrsetustörfum þurfa að huga að líkamsræktinni í frítíman- um, sér í lagi ættu þeir einstaklingar, sem eru að burðast með aukakílóin utan á sér, að huga að klukkutíma hreyfingu á dag, að sögn sérfræðinga. Sé tímaskorturinn slíkur að fólk kemur ekki auga möguleikana á reglulegri hreyfingu, má benda á eft- irfarandi ráð:  Haltu óformlega fundi með því að bregða þér í göngutúr með öðrum fundarmönnum.  Notaðu ávallt salernið sem er fjærst vinnuaðstöðunni þinni.  Farðu nokkrum sinnum upp og niður tröppurnar í kaffipásunni.  Gakktu um gólf á meðan þú ert í símanum.  Stattu upp úr stólnum og labbaðu til vinnufélagans ef þú þarft að tala við hann í staðinn fyrir að senda honum tölvupóst.  Hvettu til þess í fyrirtækinu að starfsmenn hreyfi sig og teygi áð- ur en sest er niður til skrafs og ráðagerða því starfsmenn, sem eru vel á sig komnir, eru líklegri til að skila betri vinnu en hinir, sem ekki huga að reglulegri hreyfingu. heilsa Gerir vinnan þig feitan?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.