Morgunblaðið - 17.02.2007, Page 35

Morgunblaðið - 17.02.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 35 NEW YORK, París, Mílanó, London. Tískuvikur í þess- um borgum vekja venjulega athygli heimspressunnar og eru tískuspekúlantar þaul- sætnir við pallana á meðan fylgst er með hverri tísku- sýningunni eftir aðra. Tískuvikur eru þó haldnar á mun fleiri stöðum og sýndu suður-afrískir fata- hönnuðir til að mynda sínar línur í Jóhannesarborg nú í vikunni. Eins og myndirnar bera með sér var litríkið mikið, faldasíddin fjölbreytt og töluvert um að skrautleg smáatriði settu svip sinn á flíkurnar en á tískuvikunni notuðu tískuhús á borð við Stoned Cherrie tækifærið til að vekja athygli á þeim fjölda barna sem sveltur inn- an borgarmarkanna. Tíska gegn hungri Reuters Í skólann Innblásturinn að þessu dressi kemur örugglega frá hefð- bundnum skólabúningum. Glitrandi Gyllt og svart skapar skemmtilegar andstæður sem kalla á athygli. Kjóll frá Stoned Cherrie. Settleg Dömuleg lína frá Exodus, þó ekki sé laust við að smá frum- skógarandi leynist í pilsinu. Rauði dregillinn Hann myndi sóma sér vel á rauða dreglinum hvar sem er þessi kjóll frá Spero Villioti Couture. ÞAÐ VILL verða mörgum mannin- um erfitt að finna tíma fyrir reglulega líkamsrækt fyrir eða eftir vinnu og því lenda margir í þeim vítahring að hlaða utan á sig spiki í vinnunni á meðan heilinn vinnur og líkaminn slappast niður fyrir framan tölvuna. Vænlegast til árangurs er að hafa lík- amsræktaraðstöðu innan seilingar í vinnunni því þá eru mestar líkur á að starfsmenn drífi sig í ræktina úr því þeir þurfa ekki að leggja það á sig að koma sér út úr húsi. Það kemur í reynd ekki á óvart að einkaritarar, skrifstofufólk, lögfræðingar og kenn- arar fá litla sem enga líkamlega örv- un í vinnunni, en samkvæmt rann- sókn, sem gerð var við Wisconsin- háskóla er allt að fjórfaldur munur á hreyfingu fólks eftir atvinnugreinum, samkvæmt netmiðli NBC. Pósturinn hreyfir sig mest Rannsakendur fengu 98 sjálfboða- liða í tíu mismundi starfsstéttum til að bera á sér skrefmæli í þrjá sam- fellda vinnudaga. Póstburðarmenn lentu á toppi listans með 18.904 skref á dag. Í öðru sæti urðu húsverðir með 12.991 skref , þjónustufólk á veitinga- húsum lentu í þriðja sæti með 10.087 skref. Því næst kom verksmiðjufólk með 9.892 skref, byggingaverkamenn mældust með 9.646 skref og hjúkrun- arfólk með 8.648 skref. Svo má bæta við um 2.000 skrefum til útréttinga og húsverka að afloknum vinnudegi. Þeir sem eru í kyrrsetustörfum þurfa að huga að líkamsræktinni í frítíman- um, sér í lagi ættu þeir einstaklingar, sem eru að burðast með aukakílóin utan á sér, að huga að klukkutíma hreyfingu á dag, að sögn sérfræðinga. Sé tímaskorturinn slíkur að fólk kemur ekki auga möguleikana á reglulegri hreyfingu, má benda á eft- irfarandi ráð:  Haltu óformlega fundi með því að bregða þér í göngutúr með öðrum fundarmönnum.  Notaðu ávallt salernið sem er fjærst vinnuaðstöðunni þinni.  Farðu nokkrum sinnum upp og niður tröppurnar í kaffipásunni.  Gakktu um gólf á meðan þú ert í símanum.  Stattu upp úr stólnum og labbaðu til vinnufélagans ef þú þarft að tala við hann í staðinn fyrir að senda honum tölvupóst.  Hvettu til þess í fyrirtækinu að starfsmenn hreyfi sig og teygi áð- ur en sest er niður til skrafs og ráðagerða því starfsmenn, sem eru vel á sig komnir, eru líklegri til að skila betri vinnu en hinir, sem ekki huga að reglulegri hreyfingu. heilsa Gerir vinnan þig feitan?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.