Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 25 AÐSTAÐA til fuglaskoðunar í og við höfuðstað Norðurlands hefur verið bætt verulega að undanförnu. Starfsmenn Ak- ureyrarbæjar hafa komið fyr- ir tveimur fuglaskoðunarhús- um, öðru í Krossanesborgum en hinu í Naustaborgum vest- an Hundatjarnar – þess skal reyndar getið, til að fyrir- byggja allan misskilning, að Hundatjörn er að finna bæði í Krossanesborgum og Nausta- borgum! Áhugamenn um fuglaskoð- un eru fjölmargir og fuglalíf víða mjög fjölbreytt í ná- grenni Akureyrar. Í húsunum er góð aðstaða fyrir þá sem vilja fylgjast með fuglalífinu og nú er unnið að gerð veggspjalda með mynd- um af þeim fuglum sem eru á svæðunum til að hengja upp í húsunum. Ætlunin er að tvö hús til viðbótar verði smíðuð og sett upp í Hrísey og í Ós- hólmum Eyjafjarðarár fyrir næsta vor. Gríðarlega mikið fuglalíf er á öllum þessum stöðum og á eflaust eftir að aukast til mik- illa muna í Naustaborgum eftir að hin svokallaða Hundatjörn var endurheimt en hún hafði verið ræst fram fyrir margt löngu. Með til- komu þessara húsa verður mun þægilegra og betra fyrir fuglaáhugamenn að fylgjast með fuglalífinu og komu far- fuglanna næsta vor. Dale Carnegie MEÐ vorinu verður haldið Dale Carnegie-námskeið á Akureyri en nokkuð er orðið síðan síðast var haldið slíkt námskeið norðan heiða. Um er að ræða 10 vikna nám- skeið, einu sinni í viku sem hefur þau markmið að efla sjálfstraust þátttakenda, bæta hæfni í mannlegum samskiptum, bæta tjáning- arhæfni, efla leiðtogahæfni, bæta lífsviðhorfið og gera markmiðasetningu hnitmið- aðri. Skráning er hafin. Frekar upplýsingar á slóð- inni www.dalecarnegie.is. 80 ára afmæli Sam-Frímúr- arareglunnar STÚKAN Gimli nr. 853 er 80 ára í dag og þá um leið starf Sam-Frímúrarareglunnar á Akureyri. en það var Jón Árnason prentari sem var fyrsti Íslendingurinn sem var vígður í Sam-Frímúr- araregluna. „Tilgangur Sam- Frímúrarareglunnar er að leita sannleikans, skilja raunveruleikann, útbreiða hugsjón bræðraþels og þjóna mannkyninu. Til að takast á við þessi stóru verkefni lætur reglan í té sérstaka aðferð sem meðlimir hennar geta tileinkað sér með því að kynna sér táknfræði frímúr- ara og helgisiði,“ segir í fréttatilkynningu. „Innan reglunnar starfa saman kon- ur og karlar á jafnrétt- isgrundvelli og eru engar skorður settar vegna trúar, kynþáttar eða litarháttar. Við viljum vekja athygli á því, að á 21. öldinni er hér vettvangur fyrir karla og konur að starfa saman og að leiðin að betri heimi felst í samvinnu beggja kynja og virðingu fyrir öllu lífi,“ segir ennfremur í frétt frá regl- unni. Fengu skjá- varpa að gjöf FJÖLMENNT á Akureyri flutti nýlega í nýtt húsnæði að Hvannavöllum 14 og þar með lauk langri bið eftir við- unandi húsnæði fyrir starf- semina. Í tilefni þessara merku tímamóta færði Sparisjóður Norðlendinga Fjölmennt að gjöf skjávarpa sem kemur til með að nýtast mjög vel í því fræðslu- og uppbygging- arstarfi sem unnið er hjá Fjölmennt á Akureyri, eins og segir í fréttatilkynningu. Forveri Fjölmenntar á Ak- ureyri var Hvammshlíð- arskóli eða Fullorð- insfræðsla fatlaðra. Fyrir rúmum fjórum árum var Fjölmennt sett á lagg- irnar og starfar á landsvísu. Fjölmennt er símennt- unarmiðstöð sem þjónar fyrst og fremst fötluðu fólki, 20 ára og eldra. Markmið starfseminnar er að bjóða upp á fjölþætta símenntun og ráðgjöf í þeim tilgangi að auka lífsgæði og almenna lífsleikni. Leitast er við að tryggja þeim einstaklingum sem ekki eiga kost á sam- bærilegri þjónustu á öðrum vettvangi, forgang að þjón- ustu. Fuglaskoðun Akureyrarbær hefur látið koma upp tveimur fuglaskoðunarhúsum, öðru í Krossanesborgum sem hér sést. Bætt aðstaða til fuglaskoðunar VÉLAVER hf. gekk í vikunni frá samningi við Hörgárbyggð um lóð undir þjónustumiðstöð fyrirtækisins fyrir Norðurland, einn hektara að stærð. Lóðin er á nýju byggingar- svæði við vegamót þjóðvegar 1 og Blómsturvallavegar. Nýja byggingarsvæðið er nokkru norðan við Húsasmiðjuna. „Staður- inn er áberandi og reiknað er með að hann verði eftirsótt athafnasvæði,“ segir á heimasíðu sveitarfélagsins. Vélaver hf. áformar að flytja starfsemina í nýtt húsnæði á lóðinni á árinu 2008, þegar 10 ár verða frá því að fyrirtækið hóf eigin sölu- og þjónustustarfsemi á Akureyri. Í nýja húsinu er gert ráð fyrir stóru þjónustuverkstæði fyrir atvinnubif- reiðar, landbúnaðarvélar, vinnuvélar og önnur tæki sem Vélaver hf. selur og þjónustar. Einnig verður þar varahlutalager og sýningaraðstaða. Markmið Vélavers hf. með þess- um framkvæmdum er að geta veitt viðskiptavinum sínum á Norðurlandi enn víðtækari og betri þjónustu en áður. Á heimasíðu Hörgárbyggðar kemur fram að sveitarfélagið hafi fengið fleiri byggingarlóðir á svæð- inu, þannig að líklega muni það byggjast á tiltölulega skömmum tíma. Vélaver í Hörgárbyggð Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 www.terranova.is · Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 Vilnius í Litháen Frá aðeins kr. 23.990 Beint flug 29. apríl – 4 nætur 3. maí – 3 nætur Frá kr. 23.990 Flugsæti með sköttum. Netverð á mann. 29. apríl - 3. maí. Takmarkaður sætafjöldi á þessu tilboði. Frá kr. 39.990 – flug & gisting í 4 nætur Flug, skattar og 4 nætur á Europa City *** m/morgunverði. Netverð á mann. 29. apríl - 3. maí. Frá kr. 49.990 – flug & gisting í 3 nátta helgarferð Flug, skattar og 3 nætur á Europa City *** m/morgunverði. Netverð á mann. 3.-6. maí. E N N E M M / S IA / N M 26 0 87 Síðustu sætin – ótrúleg kjör Vilnius býður allt það sem ferðamenn sækist eftir í borgarferð; fjölbreytta og spennandi menningu, fallegar byggingar, glæsilega gististaði, skemmtilegar verslanir og úrvals veitingahús. Auk þess er næturlífið fjörugt og fjölbreytt. Vilnius er rómuð fyrir fegurð borgarinnar og gestrisni borgarbúa. Vor í HARÐUR, tveggja bíla árekstur varð á Akureyri síðdegis í gær; við bensínstöð Shell við Hlíðarbraut. Tvennt var flutt á sjúkrahús en ekki var talið að meiðsli fólksins væru alvarleg. Bílarnir voru hins vegar báðir mikið skemmdir. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Tvennt flutt á sjúkrahús eftir harðan árekstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.