Morgunblaðið - 17.02.2007, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 17.02.2007, Qupperneq 72
72 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALPHA DOG kl. 8 B.i. 16 ára BLOOD DIAMOND kl. 10:20 B.i. 16 ára ROCKY BALBOA kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5:30 LEYFÐ VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 LEYFÐ FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ / KEFLAVÍK/ AKUREYRI á allar sýningar merktar með appelsínugulu á laugardögum og sunnudögumSPARBÍÓ 450kr eeee V.J.V. TOPP5.IS eeee B.S. FRÉTTABLAÐIÐ eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee RÁS 2 SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is HANNIBAL RISING kl. 8 -10 B.i. 16 ára PERFUME kl. 10 B.i. 12 ára MAN OF THE YEAR kl. 8 LEYFÐ VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ LETTERS FROM IWO JIMA kl. 6 - 9 B.i. 16 ára PERFUME kl. 6 - 9 B.i. 12 ára DREAMGIRLS kl. 6 - 9 LEYFÐ BLOOD DIAMOND kl. 6 - 9 B.i. 16 ára FORELDRAR kl. 7:50 LEYFÐ BABEL kl. 9:30 B.i. 16 ára STRANGER THAN FICTION kl. 5:50 B.i. 16 ára FORELDRAR KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON eeee H.J. MBL. eeee LIB - TOPP5.IS eeee FRÉTTABLAÐIÐ GÆTI ÞESSI MAÐUR ORÐIÐ NÆSTI FORSETI? ÓSKARSTILNEFNING besta teiknimynd ársins1 HEIMSFRUMSÝNING SVALASTA SPENNUMYND ÁRSINS NICOLAS CAGE EVA MENDES SÝND Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI ÞIÐ VITIÐ HVER HANN ER.... ...SVONA BYRJAÐI ÞAÐ telja sig komast upp með svona vinnubrögð. Er mikið um svona vinnubrögð hjá verk- tökum sem vinna fyrir opinbera aðila? Er mik- ið um það að verktakar vaði áfram með stór- virkar vinnuvélar og horfi hvorki til hægri né vinstri? Er kannski búið að ala þá upp við það að þeir komist upp með hvað sem er? Þetta gengur auðvit- að ekki. Það verður fróðlegt að sjá hvert framhaldið verður. Hvernig verður haldið á því? Á að halda áfram að rífa upp tré í Heiðmörk? Á að halda áfram að grafa djúpa skurði í Heiðmörk? Héldu þeir sem fyrir þessu standa að ekkert orð yrði sagt við því að böðlast um með þessum hætti? Vonandi átta borgaryfirvöld í Reykjavík, bæjaryfirvöld í Kópavogi og verktakinn sig á því að í næstu umferð verða menn að vanda sig. Og skynsamlegt er gagnvart al- menningi að kynna fólki framhaldið áður en gröfurnar verða settar af stað aftur. Þeim Gunnari J. Birg- issyni og Hönnu Birnu er áreið- anlega treystandi til þess. Heiðmerkurmáliðer ótrúlegt. Fyrst kemur í ljós að Kópavogsbær setur verkið í gang án þess að framkvæmdaleyfi hafi verið gefið út. Það var augljóslega ekki gert af ásetningi. Svo kemur fram að verkið var ekki unnið í sam- ræmi við þær línur, sem lagðar voru af hálfu Kópavogsbæjar, sem að vísu hafði ekki framkvæmdaleyfi. Svo kemur í ljós að Kópa- vogsbær vissi ekki að verktakinn vann verkið ekki í samræmi við þá verklýsingu, sem bærinn hafði látið verktakann fá, þegar bærinn hélt að hann hefði öll tilskilin leyfi í höndum. Og allt þetta gerist í sjálfri Heið- mörk, griðlandi höfuðborgarsvæð- isbúa. Hvers konar vinnubrögð eru þetta? Nú er Hanna Birna Kristjáns- dóttir farin að byrsta sig og þá bregður mönnum í brún. Hvernig má það vera að svona mörg mistök komi til sögunnar í tengslum við eitt tiltekið verk? Þetta er auðvitað reginhneyksli. Það er hneyksli að verktaki skuli        víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yður, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi. (Jóh. 5, 38.) Í dag er laugardagur 17. febrúar, 48. dagur ársins 2007 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Um Byrgið MIG langar að vekja athygli þeirra sem eru að henda grjóti úr sínum glerhúsum á Guðmund í Byrginu, að þessi afurð sem kemur frá Stöð 2 getur hellst yfir þá eða einhvern þeim nákominn. Ofsóknirnar gegn honum, og um leið á fjölskyldu hans, hafa staðið mánuðum saman og ekk- ert lát er á. Alþingi hefur verið und- irlagt af hneykslisfullum yfirlýs- ingum, sjónvarpsútsendingar hafa verið rofnar til að koma að nýjustu svívirðingunum, blöðin hafa verið uppfull af vandlætingu, og ógæfu- fólki hefur verið lofað fégjöfum ef að það fæst til að ákæra fyrir eitthvað. Ég er ekkert hrifinn af aum- ingjagæsku eða björgun á þeim sem alltaf láta sig detta aftur, en þetta var hugsjón Guðmundar og lífsstarf. Og hvað gerði hann svo til að verð- skulda þá fordæmingu sem hann hefur orðið fyrir? Ég hef sjálfur rætt við hann, og hann varði sig trú- verðulega í bak og fyrir – svo að ég held mig við það sem hefur sann- arlega komið fram. Og hvað er það? Það ákærði hann 23 ára kona fyrir að hafa verið elskhugi sinn. Glæpur? Sönnun? Ég hef ekki hugmynd – það væri þá mál hans og Helgu. Svo er fólk að rugla með að sumir þarna á vistheimilinu höfðu fengið þann bata að þeim voru fengin einhver störf og laun, og auðvitað hafa átt sér stað einhver samskipti á milli þessa fólks á besta aldri. Um fjármálin ætla ég ekki að ræða, en ég býst við að þau hafi verið svona álíka losaraleg og voru í flestum smærri fyrirtækjum fyrir nokkrum árum. En þá er eftir aðalatriðið; þau hjónin eiga 5 börn á aldrinum 3–20 ára, og fólk ætti að tala lægra um einhver 40 ára ung- lingamál á meðan það lætur níð- höggin ganga á þeim. Þau hafa að vísu unnið sér það til óhelgi að vera alin upp á góðu heimili hjá ástríkum foreldrum, en hvernig haldið þið að þeim líði að sjá pabba sinn sviptan atvinnu sinni og æru? Og að sjá og heyra hvernig hann er ausinn sví- virðingum? Allt í lagi, gæti einhver sagt, það var hann sem kallaði þetta yfir þau. En málið er bara það, eftir því sem ég best fæ séð, að þetta eru í besta falli stórkostlegar ýkjur, en í versta falli viðbjóðslegur rógur og ósannindi. En það er eins með þetta eins og önnur mannorðsmorð að sumt er aldrei hægt að taka til baka – þess vegna heita þau mannorðs- morð. Leó Svanur Ágústsson. Þakklæti fyrir greinina, Lýður læknir ÉG ætla að byrja á því að þakka Lýð lækni fyrir grein sem birtist í Morg- unblaðiðnu 3. febrúar sl. Hún var svo góð að ég hefði getað átt margar hugsanir sem komu fram í greininni. Hvað er öryrki? Það er spurning sem fáir geta svarað, og alls ekki læknir. Eftir því sem maður sér ör- yrkja gera í dag. Ég hef fulla samúð með raunverulegum öryrkjum sem reyna af veikum mætti að draga fram lífið á bótum einum saman. En skrattinn má aumkva þá öryrkja sem eru öryrkjar eftir lýsingu sem Lýður hefur gefið þeim í sinni grein. Ég kalla það fólk ekki öryrkja sem þiggja sínar bætur, sem það segir, og við líka, að sé nú ekki til að lifa af. En vera svo á fullum launum á svörtum vinnumörkuðum, í skúrum, við allavega vinnu, sem fullhraust fólk telur vera frekar subbulega vinnu og erfiða. Skattalöggurnar ættu að kíkja á þessa vinnumarkaði, þar fengju þeir að sjá þá sem væru að svíkja undan skatti. Hver veit nema Sigrún taki sér penna í hönd og svari þessu rausi mínu, eins og hún gerði fyrir þremur eða fjórum árum. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir. Útprjónuð barnahúfa MIÐVIKUDAGINN 14. febrúar fann ég forláta handprjónaða barna- húfu á Baldursgötunni og gat ekki hugsað mér að láta hana liggja. Tók hana í fóstur. Hringið í Hildi í síma 5518971. Tapaður hringur SÉRSMÍÐAÐUR hvítagullshringur með demöntum tapaðist 9. febrúar sl. á Players, Kópavogi. Hringurinn er merktur HKE að innan og er ekki til annar alveg eins. Finnandi vin- samlega hafið samband við Hrefnu í síma 823-2008. Fundarlaun í boði. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 80 ára af-mæli. Áttræður er í dag, 17. febrúar, Ásmundur Bjarnason, fyrrverandi að- albókari Húsa- víkurkaup- staðar, Vallholtsvegi 17, Húsavík. Hann fagnar tímamótunum í faðmi fjölskyldunnar í höfuðborginni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.