Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FYRSTI tog- arinn sem var smíðaður sér- staklega fyrir Íslendinga er myndefni á frí- merki sem Ís- landspóstur gaf út 15. febr- úar. Sama dag komu út frí- merki í tilefni af 100 ára af- mæli Kvenrétt- indafélags Ís- lands og smáörk í til- efni af Al- þjóðlega heim- skautaárinu 2007–2008. Sameiginleg frímerkjaútgáfa Ís- lands, Grænlands og Færeyja leit einnig dagsins ljós þennan sama dag. Tímamót urðu í janúar 1907 í útgerðarsögu Íslendinga þegar Jón forseti, nýsmíðaður 230 brúttólesta togari, kom til Reykja- víkur. Jón forseti var eign útgerð- arfélagsins Alliance og var fyrsti úthafstogarinn sem smíðaður var sérstaklega fyrir Íslendinga. Rúm- um tuttugu árum eftir að Jón for- seti kom til landsins strandaði tog- arinn í illviðri við Stafnes. Af 25 manna áhöfn skipsins björguðust 10 en 15 fórust. Verðgildi frímerkisins er 65 krónur. Hönnuður er Borgar Hjör- leifur Árnason, grafískur hönn- uður hjá H2 hönnun. Þegar Hið íslenska kvenrétt- indafélag var stofnað árið 1907 höfðu konur almennt ekki kosn- ingarétt. Hönnuður frímerkisins til að minnast kvenréttindabarátt- unnar er Elsa Nielsen, grafískur hönnuður hjá EnnEmm auglýs- ingastofu. Heimskautaárið Átta lönd gefa út smáarkir með frí- merkjum auk gjafamöppu sem inniheldur smáarkirnar. Hönnuður smáarkarinnar er Hlynur Ólafsson. Jón forseti og kvenréttinda- baráttan á nýjum frímerkjum ALLS bárust ríflega 2.700 umsóknir um leyfi til hreindýraveiða áður en umsóknarfrestur rann út á miðnætti 15. febrúar. Nú verður farið yfir hvort einhverjar umsóknir eru ógildar þ.e. hvort vantað hefur stað- festingar um full skotvopnaréttindi (B-leyfi). Þá gætu einhverjar bréf- legar umsóknir með réttum dags- timpli verið ókomnar. Dregið verður úr gildum umsókn- um á mánudaginn kl. 20.30. Útdrátt- urinn fer fram í húsnæði Þekking- arnets Austurlands að Tjarnarbraut 39 á Egilsstöðum en einnig verður hægt að fylgjast með í aðalstöðvum Umhverfisstofn- unar Suðurlandsbraut 24, á skrif- stofu Veiðistjórnunarsviðs UST á Akureyri, Borgum við Norðurslóð og í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Eru allir áhugasamir velkomnir á þessa staði. Niðurstöður verða sendar út á þriðjudag. Margir vilja veiða hreindýr VALGERÐUR Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, og Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, hafa undir- ritað yfirlýsingu sem er ætlað að renna styrkari stoðum undir reglulega móttöku flóttamanna hér á landi og samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR. Nýtt fyrirkomulag á samstarfi utanríkis- og félags- málaráðuneytisins á þessu sviði felur í sér að utanrík- isráðuneytið kemur beint að fjármögnun flóttamanna- verkefna og ennfremur að utanríkis- og félags- málaráðherra munu framvegis leggja fram sameiginlega tillögu til ríkisstjórnar um móttöku flóttamanna að höfðu samráði við flótta- mannanefnd. Málefni innflytjenda og þar með talið flóttamanna eru á verksviði félags- málaráðuneytisins, en kostnaður við flóttamannaverkefni er á vettvangi OECD skilgreindur sem þróunaraðstoð. Regluleg móttaka flóttamanna FJÓRÐUNGUR netfyrirtækja sem bjóða upp á gagnaflutning erlendis frá, taka ekki gjald fyrir þá þjón- ustu. Þetta kemur fram í nýrri könnun meðal netfyrirtækja sem Félagsvísindastofnun gerði hjá 41 fyrirtæki fyrir Póst- og fjar- skiptastofnun. Einnig kom í ljós í könnuninni, að fáir áskrifendur þeirra fyrirtækja sem þátt tóku í könnuninni, hafa óskað eftir upp- lýsingum um hvenær þeir hlaða niður gögnum erlendis frá. Gagnaflutningar BROT 152 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum fyrr í vikunni. Meðalhraði hinna brotlegu var tæp- lega 84 km/klst. en leyfður há- markshraði í göngunum er 70km/ klst. Ellefu ökumenn óku á yfir 90 km hraða og einn á yfir 100 en sá mældist á 120 km hraða. Hraði í göngum Í VIKUNNI kom sex þúsundasti Akurnesingurinn í heiminn en þá fæddist hárprúð og falleg lítil stúlka á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Þessi tímamóta-Skagamaður vó 15 merkur og var 52 cm við fæðingu. 6.000 Skagamenn Fjölgun Íbúar Akraness eru nú komnir á sjöunda þúsundið. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is YFIRLEITT er mikið að gera í fiskbúðinni Hafberg við Gnoðarvog í Reykjavík og segir eigandinn Geir Hafberg að viðskiptavinirnir séu á öllum aldri. Fólk eldra en 40 ára sæki gjarnan í gömlu gildin eins og siginn fisk og rauðmaga en ýsuflök, þorskur og almennir fisk- réttir séu vinsælustu tegundirnar hjá unga fólkinu. Undanfarna daga hefur Geir meðal annars boðið upp á rauð- maga. „Vertíðin er ekki byrjuð og því er rauðmaginn á þessum tíma meðafli á netaveiðunum,“ segir hann og bætir við að hann fái rauðmagann nú einna helst frá bátum sem geri út frá Snæfells- nesi. Fyrir fimm árum hafi yf- irleitt ekki verið byrjað að selja rauðmagann, „vorboðann ljúfa“ eins og hann kallar hann, fyrr en í mars en eftirspurnin sé svo mikil að fiskurinn renni út. Sömu sögu sé að segja af signum fiski. „Hann rennur út eins og heitar lummur,“ segir hann. Geir segir að hann fái um 450 til 500 manns í búðina á dag og fjölg- un ungs fólks sé áberandi. Mið- aldra og eldra fólk, sem sé alið upp við að borða fisk, hafi gjarnan fisk í matinn þrisvar til fjórum sinnum í viku en unga fólkið virðist al- mennt borða fisk tvisvar í viku miðað við komur í búðina. „Við fáum mikið meira af ungu fólki nú en fyrir fjórum árum,“ segir hann. „Þegar fólk eignast börn verður það oft meðvitaðra um að það þurfi að vera með meiri hollustu á borð- um og þá verður fiskurinn fyrir valinu. Eins fer fólk æ meira út að borða og fiskréttir á veitinga- húsum njóta stöðugt meiri vin- sælda. Þessi þróun helst í hendur við venjurnar heima fyrir.“ Unga fólkið kaupir meira af fiski en áður Morgunblaðið/RAX Gömlu gildin Rauðmagi rennur út hjá Geir Hafberg í fiskbúðinni Hafberg. FORMAÐUR Samtaka iðnaðarins sagði á menntadegi samtakanna í vikunni að viðbrögð við hugmynd- um um að sameina Fjöltækniskól- ann og Iðnskólann í Reykjavík hefðu að mestu verið jákvæð. Nú væri beðið lokaafgreiðslu Þorgerð- ar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra til að ljúka málinu. Þorgerður sagði á þinginu að hugmyndin væri góð og sjálf- sagt væri að skoða hana vel en út- listaði ekki nánar áform ráðuneyt- isins. „Fram hefur komið að nú stend- ur yfir vinna við sameiningu Fjöl- tækniskólans og Iðnskólans í Reykjavík með aðkomu Samtaka iðnaðarins og fleiri aðila. Það er okkar mat að sameining þessara skóla yrði til góðs og ætti að leiða til þess að upp risi öflugur skóli at- vinnulífsins á þessu sviði sem hefði betri forsendur en núverandi skólar til að innleiða nýbreytni í námsframboði og kennsluháttum í samræmi við kröfur og þarfir at- vinnulífs. Samtök iðnaðarins, Iðnaðar- mannafélagið í Reykjavík, LÍÚ, Samband ís- lenskra kaup- skipaútgerða og Samorka eru reiðubúin að stofna hlutafélag sem yrði bak- hjarl sameinaðs skóla. Það sýnir þá trú sem þessi öflugu atvinnu- rekendasamtök hafa á hugmynd- inni um sameinaðan skóla. Málið hefur verið kynnt aðilum í laun- þegahreyfingunni, m.a. samtökum kennara, og stjórnvöldum. Við- brögð hafa í meginatriðum verið jákvæð og væntum við þess að unnt verði að ljúka málinu, með lokaafgreiðslu okkar skelegga menntamálaráðherra,“ sagði Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, í ræðu sinni á ráðstefnu sem efnt var til vegna mennta- dagsins. Torben Jenssen, forstjóri SIM- AC-tækniháskólans í Danmörku sem sérhæfir sig í skipstjórn og vélfræði, lagði í erindi sínu mikla áherslu á að starfsemi skóla þyrfti að vera sveigjanleg og sinna vel þörfum viðskiptavina sem væru bæði nemendur og atvinnurekend- ur. Með einkavæðingu og frjálsu félagaformi væri hægt að létta af ríkisvaldinu smásmugulegu eftir- litshlutverki en gefa ríkinu í stað kost á að setja sig í spor kaupanda þjónustu. Stjórnvöld gætu þannig einbeitt sér að heildarsamhenginu og ættu auðveldara með að gera kröfu um að skólar standist op- inberar gæðakröfur. Í lok ráðstefnunnar afhenti Halla Boga gullsmiður nokkrum aðilum námsefnisstyrk SI, alls fjórar millj- ónir. Þeir sem hlutu styrki voru: Fræðasetrið Iðan til að kynna nám og störf í iðnaði, bókaútgáfan Iðnú til að þýða og gefa út bókina Salon Fundamentals fyrir háriðnir, Iðn- tæknistofnun til gerðar námsefnis vegna alhliða framleiðslustýrðs við- halds og loks Ragnar Ólafsson og Svanhildur Stefánsdóttir til náms- efnisgerðar um greiningu kynja- mynda í fjölmiðlum. Sameining bíður loka- afgreiðslu ráðherra Menntadagur Sameining Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans er til umræðu. Helgi Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.