Morgunblaðið - 17.02.2007, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 17.02.2007, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þorbjörg Guð-ríður Vil- hjálmsdóttir fædd- ist í Hátúni á Nesi í Norðfirði, nú Nes- kaupstað, 16. júlí 1917. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað að morgni laugardagsins 10. febrúar síðastlið- ins. Foreldrar hennar voru Vil- hjálmur Stef- ánsson útvegs- bóndi, f. 1877, d. 1953, og kona hans, Kristín Árnadóttir, f. 1887, d. 1936, bæði úr Norð- fjarðarsveit. Alsystkini Þor- bjargar voru Sveinhildur, f. 1909, d. 1999, Laufey, f. 1911, d. 1998, Sigfinnur, f. 1912, d. 1965, Sigurður Björgvin, f. 1914, d. 1981, Bjarni, f. 1915, d. 1987, Helga, f. 1918, d. 1918, Árni, f. 1919, d. 2005, Friðrik, f. 1921, d. 1999, Guðni, f. 1922, d. 1974, og Valgeir Gunnlaugur, f. 1923, og Steingrímur, f. 1924, sem lifa systkini sín. Hálfsystkin Þor- bjargar, börn Vilhjálms og fyrri 1945 og bjuggu þar alla tíð. Þar starfaði Jón sem húsasmíða- meistari og síðar kennari. Þorbjörg og Jón eignuðust tvær dætur, þær eru: 1) Kristín Björg, f. 24. júlí 1945, gift Jóni Hlífari Aðalsteinssyni, f. 1943. Börn þeirra eru: a) Jón Einar Marteinsson, f. 1964, kvæntur Björgu Þorvaldsdóttur. Börn þeirra eru Kristín Björg, dóttir Jóns, Þorvaldur Marteinn, Jó- hann Gísli og Skarphéðinn Magnússon, sonur Bjargar. Dóttir Kristínar Bjargar (yngri) og sambýlismanns hennar, Gunnars Ólafssonar, er Aníta Sól. b) Einar Aðalsteinn, f. 1972, kvæntur Eyrúnu Jóhann- esdóttur. Börn þeirra eru Jón Hlífar, Bergrún Ósk og Eydís Birta. c) Þorbjörg Ólöf, f. 1974, gift Karli Rúnari Róbertssyni. Börn þeirra eru María Rún og Hlynur. d) Sigurður Friðrik, f. 1981. Sambýliskona hans er Unnur Ósk Sigfinnsdóttir. Son- ur þeirra er Dagur Nói. Jón Hlífar átti tvö börn af fyrra hjónabandi og barnabörn hans eru tvö. 2) Margrét, f. 21. mars 1951, gift Jóni Rúnari Gunn- arssyni, f. 1940. Jón á tvær dæt- ur. Margrét og Jón eiga eitt barnabarn, Ásgrím Karl Grön- dal. Þorbjörg verður kvödd frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. konu hans Svein- hildar Hildibrands- dóttur, f. 1876, d. 1907, voru Brandur Ágúst, f. 1900, d. 1988, Sigurlín, f. 1901, d. 1947, Þór- unn, f. 1902, d. 1990, Stefán Val- geir, f. 1904, d. 1905, og Stefán Val- geir, f. 1906, d. 1923. Dóttir Svein- hildar og stjúpdótt- ir Vilhjálms, Guð- rún Sigríður Brandsdóttir, f. 1898, d. 1972, ólst upp í Hátúni. Þorbjörg stundaði ýmis störf í heimabyggðinni og víðar. Hinn 15. júlí 1944 giftist hún Jóni Sig- fúsi Einarssyni, f. 27. nóvember 1920, sem alist hafði upp á Hér- aði. Foreldrar hans voru Einar Guðni Markússon, f. 1896, d. 1982, og Margrét Jónína Jóns- dóttir, f. 1900, d. 1979. Einar og Margrét skildu; síðari kona Ein- ars var Björg Jónsdóttir, f. 1896, d. 1994. Þorbjörg og Jón hófu búskap á Akureyri en flutt- ust austur í Neskaupstað árið Móðuramma mín, Þorbjörg Vil- hjálmsdóttir, er látin á nítugasta aldursári. Amma fæddist í Hátúni í Norðfirði og bjó eystra alla sína ævi fyrir utan nokkur ár á Akureyri. Hún ólst upp í stórum systkinahópi við þröngar aðstæður. Eins og al- gengt var á þeim árum var skóla- ganga ekki löng og markaðist af barnafræðslu; hún harmaði það alla tíð. Móðir hennar lést árið 1936 og tók hún þá, 19 ára gömul, við ábyrgð heimilisins ásamt Sveinhildi systur sinni. Amma var í Hátúni fram undir 1940 en fluttist þá til Akureyrar eftir stutta dvöl á Héraði og í Reykjavík. Þau afi stofnuðu heimili á Akureyri 1943 og giftust ári síðar. Hingað austur fluttust þau árið 1945. Í huga ömmu skipaði Akureyri alltaf sér- stakan sess. Þangað fóru þau afi ár- lega. Amma var lágvaxin kona eins og hún átti kyn til, létt á fæti og varð- veitti til hinstu stundar unglegt útlit. Hún klæddi sig einstaklega fallega Ég hef þá trú að margir hafi ekki gert sér grein fyrir aldri hennar. Hún var í raun eins og ung kona enda ung í anda. Systkinin í Hátúni voru samrýnd og sambandið ætíð gott og náið. Samband hennar og Sigga og Frissa var þó sérstakt. Friðrik giftist mjög seint en Siggi aldrei og voru heimili ömmu og Sveinhildar einnig heimili þeirra bræðra. Þeir borðuðu hjá þeim systrum og þær þvoðu af þeim; líf þeirra var samtvinnað. Oft tók amma á móti gestum þeirra eins og hennar væru en ekki var óalgengt að Frissi fengi heimsóknir sem tengd- ust starfi hans. Raunar nutu amma og afi þess að taka á móti gestum og þau bjuggu við rausn alla tíð. Stóran hluta búskapar ömmu og afa bjuggu tengdaforeldrar hennar í sama húsi. Hún var þeim ákaflega kær enda hugsaði hún vel um þau og gerði þeim kleift að búa heima eins lengi og raunin varð. Fyrstu árin var þó þröngt um og má segja að það hafi reynt mest á ömmu. Amma ólst upp við góð tengsl við fjölskyldurnar í nágrenninu, eins og t.d. Hinriks í Hinrikshúsi, Jóns Sveinssonar á Tröllanesi og Valdi- mars Snævars á Fögruvöllum. Þau tengsl hafa haldist í gegnum kyn- slóðir. Sambandið við Ármann Snævarr slitnaði aldrei og ég veit að heimsókn hans og fjölskyldu hans fyrir nokkrum árum skipti hana miklu máli. Einnig vil ég nefna fölskvalausa vináttu þeirra ömmu og afa við Petru og Janus, þá góðu granna. Amma var vinur vina sinna og ræktaði vináttuna. Henni var það mikilvægt að láta gott af sér leiða og leitaðist við að greiða götu annarra eftir fremst megni; átti það jafnt við um fjölskylduna alla sem og sam- ferðamenn. Hún var virk í fé- lagsstarfi kvenfélagsins Nönnu um árabil og var heiðursfélagi. Hún starfaði lengi í mæðrastyrksnefnd. Ég var að verulegu leyti alinn upp hjá ömmu og afa fyrstu árin. Þau hafa alltaf verið mér sem aðrir for- eldrar enda sagði amma oftast „pabbi þinn“ þegar hún talaði um afa við mig. Flestar af fyrstu minning- unum tengjast þeim á einhvern hátt. Ég ferðaðist með þeim um landið, bæði í styttri og lengri ferðum, og við heimsóttum ættingja og vini. Alla tíð hafa amma og afi verið mik- ilvægir hlekkir í mínu lífi, verið virk- ir þátttakendur. Það sama á raunar við um tengsl þeirra við aðra afkom- endur: barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn; henni fannst mikið til þess koma að vera langalangamma. Stórfjölskyldan var henni allt. Hún sinnti börnunum af alúð, fræddi þau, kenndi þeim að spila, stunda hannyrðir o.m.fl. Hún naut heimsókna þeirra og þau afi heimsóttu þau líka oft, bæði þau sem bjuggu nærri og líka þau sem fjær voru, til að njóta samvistanna og vera þátttakendur í lífi þeirra. Þau heimsóttu t.d. okkur systkinin sem bjuggum erlendis um tíma til að kynnast lífi okkar og umhverfi: Það skipti þau öllu máli. Ég veit líka að það var ömmu afar kært þegar Þor- björg, nafna hennar og systir mín, og Kalli, keyptu húsið af þeim afa. Þá gerðust afi og amma leigjendur í húsinu sem þau reistu sjálf og höfðu átt heima í á sjötta áratug. Stuðn- ingur og vinátta ungu hjónanna við þau eldri skipti ömmu miklu máli. Síðustu mánuði barðist amma við illvígan sjúkdóm. Hún var alla tíð með fullri rænu og það gaf henni mikið að geta notið samvista við fjöl- skylduna allt til lokadags. Sérstaka ánægju hafði hún af heimsóknum barnanna, hún ljómaði þegar þau birtust. Hún tók veikindum sínum af ótrúlegum styrk og æðruleysi, kvartaði ekki. Ég held að styrkur hennar hafi alla tíð verið meiri en margan grunaði og kom það vel í ljós þegar á reyndi. Hún vissi hvað beið hennar en kveið því ekki að deyja, hún sagðist hafa lifað góðu lífi og kvaddi sátt. Þar skipti miklu að hún náði að fylgjast með afkomendunum komast vel til manns en þar hafði hún sjálf átt svo drjúgan hlut. Hún hafði skilað sínu hlutverki. Og þegar kallið kom kvaddi hún hljóðlaust. Nú er komið að leiðarlokum. Söknuður okkar er mikill en minn- ingarnar hlýja. Ég bið góðan Guð að styrkja afa. Missir hans er mikill eft- ir ríflega 60 ára farsælt hjónaband. Ég þakka ömmu allt það sem hún var mér og mínum. Ég þakka starfs- fólki Fjórðungssjúkrahússins í Nes- kaupstað fyrir einstaklega góða umönnun og fyrir að gera henni síð- ustu ævidagana eins góða og raunin varð. Jón Einar Marteinsson. Þorbjörgu tengdamóður mína mun ég ætíð bera í minni sem al- úðlega og skaplétta konu sem afar létt var að lynda við. Hún var iðin vel, létt á fæti og skjót til svars. Og vel gat hún verið spaugsöm, fljót að sjá hið broslega í hlutunum og snögg að koma orðum að því sem henni þótti, enda duldist mér ekki að þessi geðuga kona var bæði gædd skarp- skyggni og góðri kímnigáfu. Hún var sérlega umtalsgóð og man ég ekki að hún talaði af kala um neinn, nema vera skyldu kattarólánin sem vöndu komur sínar að Miðgarði 3. Þorbjörg átti þar vel ræktaðan garð með mat- jurtum og þrastahjónum í trjám, og hag þrastanna bar hún fyrir brjósti. Þess guldu norðfirskir kettir en þrestirnir voru óhultir. Hún ólst upp í stórum systkina- hópi; vel á annan tug voru þau alls, og Þorbjörg nokkurn veginn í miðju að aldrinum til. Tvær eldri systur og svo sem átta bræður voru á heim- ilinu í bernsku hennar, sem ég ætla að hafi verið ánægjuleg á flesta lund, en erfiðleikar steðjuðu brátt að. Út- vegsbóndinn í Hátúni, faðir hennar, missti bát sinn um sama leyti og heimskreppan var að skella yfir, og jafnframt tók heilsu móður hennar að hraka stórlega. Fyrir fermingar- aldur hlaut Þorbjörg því að axla ófá verk móður sinnar, langt umfram það sem aldur sagði til um. Það varð hlutskipti hennar að ala aldur sinn næstum allan við Norð- fjörð, og því hlutskipti virtist mér hún una allvel. Þar sá hún litla þorp- ið, sem hún ólst upp í, dafna og verða loks að velmegandi kaupstað. Fjar- vistir voru fáar og ekki ýkja langar. 1940 réðst hún til vinnu upp á Fljóts- dalshérað, og þar kynntist hún mannsefni sínu, þeim góða manni Jóni Einarssyni, síðar byggingar- meistara. Þau giftust í stríðslok. Fyrstu búskaparár sín áttu þau heima á Akureyri og fæddist þar eldri dóttir þeirra. Síðan lá leiðin austur á Norðfjörð og þar bjuggu þau um sig til langrar og góðrar vist- ar. Heimakær var Þorbjörg og harm- aði öldungis ekki fjarlægð frá heims- borgum þótt hún næði annars að ferðast víða.Og mörg systkin hennar héldu einnig tryggð við Norðfjörð, ólu þar aldur sinn og áttu með sér nánara og betra samband en oft á við um systkinahópa. Segja mér kunnugir að öll þessi ræktarsemi og góða samstaða systkinanna hafi ekki síst verið Þorbjörgu að þakka; kannski var hún hlekkurinn sem hélt öllu saman, sagði mér ættingi henn- ar. Ástvinir og ættingjar Þorbjargar og allir vinir hennar standa nú eftir stórum snauðari. Þeim sendi ég nú innilegustu samúðarkveðjur mínar og bið huggunar. Og kannski leggst þröstunum á Norðfirði líka eitthvað til. Jón R. Gunnarsson. Fyrir sautján árum kynntist ég yndislegum hjónum, þeim Þor- björgu Vilhjálmsdóttur og Jóni S. Einarssyni. Leiðir okkar lágu saman þegar við fyrrverandi eiginmaður minn ásamt eins árs syni okkar, Skarphéðni, fórum að leigja hjá þeim. Eflaust var það margt sem gerði það að verkum að við hjónin, krakkar á þrítugsaldri, og Þorbjörg og Jón, sem voru þá komin á áttræð- isaldur, bundumst þeim böndum sem strax frá upphafi voru hnýtt. Við vorum aðkomufólk og áttum því enga ættingja á Norðfirði. Þess vegna leituðum við til þeirra með margt enda tóku þau okkur með kostum og kynjum og frá fyrsta degi stóð heimili þeirra okkur opið. Ófá eru viðvikin sem þau gerðu fyrir okkur, allt frá því að gæta sonar okkar upp í aðstoð reynds smiðs. Það sem færði mig kannski enn nær þeim en ella var að um þetta hafði ég nýlega misst föðurömmu mína sem hafði verið mér mjög náin. Og vorið eftir að ég kynntist þeim hjónum lést faðir minn. Á slíkum stundum er gott að leita huggunar þar sem hana er að finna; þá brugðust Þorbjörg og Jón mér ekki. Frá upphafi kallaði Skarphéðinn þau ömmu og afa og þó að ég hafi ekki kallað þau upphátt ömmu og afa fyrstu árin voru þau mér sem slík; þau fylltu það skarð sem höggvið hafði verið við fráfall ömmu minnar og föður. Þótt örlögin hafi síðar hagað því svo að ég giftist dóttursyni þeirra og allir synir mínir eigi þau því sem ömmu og afa eru það fyrstu kynni mín af þeim sem sitja í hjarta mínu og lýsa umhyggju þeirra, trygglyndi og vinarþeli í gegnum árin. Elsku amma. Nú er komið að leið- arlokum. Það eina sem olli mér kvíða við að bindast þér böndum var að ég vissi að einhvern tímann þyrfti ég að kveðja þig eins og aðra ástvini sem ég hef kvatt. En hvílík gæfa að kynnast þér og fá að eiga með þér þessi sautján ár. Þú varst mér raun- verulega sem amma, þú varst amma mín og sona minna, þú gættir þeirra fram í andlátið, þú söngst fyrir þá, hossaðir þeim á hnjánum og kenndir þeim gamlar barnagælur og vísur, kenndir þeim að spila, last fyrir þá, prjónaðir á þá, hlúðir að þeim á allan máta. Frá upphafi leitaði ég til þín með margt sem þú leystir úr, hvort sem það var eitthvað í sambandi við bakstur, án þín kynni ég ekki að baka góða jólaköku, prjónaskapur eða umhirða blóma enda varst þú mikil blómakona. En það sem mér var kærast var að eiga þig sem vin sem alltaf mátti treyst á, þú varst alltaf til staðar og tókst mér opnum örmum hvernig sem vindar blésu. Margar stundirnar höfum við átt í eldhúsinu í Miðgarði enda var við- kvæðið alltaf þegar ég leit inn: „Eig- um við ekki að hita okkur sopa, Björg mín?“ Þó að soparnir með þér, elsku amma, verði ekki fleiri kem ég til með að hita sopa með afa og spjalla í eldhúsinu ykkar. Ég skal líka líta til með afa og reyna að end- urgjalda ykkur umhyggju liðinna ára. Ég kveð þig með söknuði en jafn- framt þakklæti fyrir að fá að kynn- ast þér og eiga með þér þessi ár. Ástarþakkir fyrir allar dásamlegu stundirnar og allt sem þú gafst mér með trygglyndi þínu í gegnum árin. Guð geymi þig. Þín Björg. Í dag kveðjum við ömmu. Á stund- um sem þessum koma ótal minning- arbrot fram, sum gömul, sum ný. Amma hefur lítið breyst frá því að ég man eftir mér. Hún var lágvaxin, grönn og alltaf fín og vel til höfð. Hún eldaði heimsins bestu kúlusúpu og skemmtilegast var að fá að sitja við einkaborðið í eldhúsinu hjá henni og afa. Ömmu þótti gaman að taka á móti gestum en það var stundum erfiðara að fá hana til að setjast nið- ur með gestunum því hún vildi allt fyrir þá gera. Við Karl Rúnar höfum verið þeirr- ar gæfu aðnjótandi að búa í sama húsi og amma og afi í 7 ár. Það hefur verið ómetanlegt fyrir okkur og börnin okkar, þau Maríu Rún og Hlyn, að hafa þau á efri/neðri hæð- inni. Á milli okkar allra myndaðist traust og gott samband sem við komum til með að búa að í nánustu framtíð. Það eru ekki mörg börn nú til dags sem njóta þeirra forréttinda að njóta svo náinna samvista við langömmu og langafa. Þau María Rún og Hlynur uppgötvuðu marga kosti þess. Amma var iðin við að bjóða þeim upp á að borða t.d. mys- ing upp úr dósinni með skeið og vakti það ávallt lukku. Einnig var vinsælt hjá krökkunum að laumast í súkkulaðirúsínurnar. Við fengum einnig að njóta súkkulaðirúsínanna með góðum sopa af Kallakaffi. Ef við Karl Rúnar þurftum að bregða okk- ur út bauðst amma til að koma og vera hjá krökkunum. Amma hafði alltaf gaman af söng og fengu María Rún og Hlynur að njóta þess þegar hún svæfði þau með söng. Koma þau vonandi til með að búa að því um ókomin ár. María Rún lærði þannig margar vísurnar hjá langömmu sinni og oft voru það eldri vísur sem ekki eru á hvers manns vörum nú til dags. Með þessum orðum langar mig að þakka ömmu fyrir allan stuðninginn og allt það sem hún hefur gefið mér og svo fjölskyldu minni í gegnum ár- in. Hjartans þakkir fyrir allt, elsku amma mín. Þorbjörg Ólöf. Mig langar að minnast ömmu í Miðgarði eða Tobbu ömmu. Þrátt fyrir háan aldur bar hún aldurinn vel. Hún kom ávallt vel fyr- ir og í veikindum sínum sýndi hún mikið æðruleysi. Í æsku fór ég oft yfir í Miðgarð þar sem hún og afi bjuggu alla sína tíð. Þangað var gott að koma og mik- ið hægt að bralla. Eftir góða stund á verkstæðinu með afa var alltaf hægt að fara upp til ömmu og fá eitthvað gott að borða. Eftir að ég stofnaði fjölskyldu fannst okkur líka alltaf gott að fara í heimsókn til ömmu og afa í Miðgarð. Þau tóku alltaf svo vel og hlýlega á móti okkur og ömmu var umhugað um að eiga alltaf eitthvað gott handa okkur og þá ekki síst börnunum. Oft voru Eyrún og börnin leyst út með prjónavettlingum gerðum af ömmu. Það lýsti hlýhug hennar til okkar. Afmælis- og jólapakkar til barnanna innihéldu einnig oft eitthvað sem amma var búin að búa til. Það var gaman þegar amma og afi komu til Reykjavíkur í heimsókn til okkar. Þá lék amma á als oddi við börnin okkar og hafði greinilega gaman af þeim. Nú er Miðgarður ekki sá sami, því Þorbjörg Guðríður Vilhjálmsdóttir Elsku langamma mín. Þú varst alltaf svo glöð og góð og skemmtileg. Mér finnst rosa- lega mikið leiðinlegt að þú sért dáin. Ég sakna þín mjög mikið. Jón Hlífar. Ekki vera hrædd elsku langamma mín. Það verður ein- hver hjá þér. Guð verður hjá þér líka. Ég vildi að þú værir ekki dáin. Langafi er bara aleinn heima hjá sér og hann er bara grátandi. Bergrún Ósk. Langamma var góð. Söng fyrir okkur og svæfði okkur. Hún átti oft súkkulaðirúsínur í skál handa okkur. Takk fyrir þær. Takk fyrir allt sem þú hef- ur gefið okkur og takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur elsku langamma. María Rún og Hlynur. HINSTA KVEÐJA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.