Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Eiríkur Mar-teinsson fæddist í Ási í Nesjum í Hornafirði 2. des- ember 1943. Hann lést á heimili sínu föstudaginn 9. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ástríður Oddbergs- dóttir, f. 21.1. 1915, og Marteinn Lúther Einarsson, f. 6.10. 1910, d. 26.3. 1986. Systkini Eiríks eru Ásdís, f. 14.6. 1938, Hrollaugur, f. 1.12. 1942, og Anna Elín, f. 12.3. 1953. Dóttir Eiríks er 1) Hafdís Stef- anía, f. 15.8. 1967, móðir hennar er Halldóra Stefánsdóttir. Maki 1998. Faðir þeirra er Ásgeir Björnsson, f. 3.3. 1966. 3) Ásta Huld, f. 12.5. 1976, maki Guð- laugur Hannesson, f. 4.3. 1975. Dóttir þeirra er Hrafnhildur, f. 3.12. 1996. Fyrir átti Ásta soninn Fannar Þór, f. 19.3. 1993. Faðir hans er Gísli Borgfjörð Þorvalds- son, f. 12.8. 1977. 4) Íris Sif, f. 9.8. 1980, sambýlismaður Magnús J. Guðjónsson, f. 1.7. 1978. Synir þeirra eru Guðjón Máni, f. 13.10. 1998, og Erik Nökkvi, f. 15.4. 2002. Eiríkur stundaði almenna verkamannavinnu, lengst af hjá vöruflutningadeild KASK og síð- an hjá áhaldahúsi Hornafjarðar. Síðustu árin átti Eiríkur við van- heilsu að stríða og naut umönn- unar hjá dagvist fatlaðra á Höfn. Úför Eiríks verður gerð frá Hafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Hafdísar er Björn Þór Imsland, f. 22.12. 1966. Börn þeirra eru Nanna Halldóra, f. 20.1. 1988, og Hafþór Smári, f. 3.5. 1991. Hinn 19.12. 1970 kvæntist Eiríkur Jónu Sigurð- ardóttur, f. 19.12. 1950. Þau slitu sam- vistum. Dætur þeirra eru: 2) Krist- björg, f. 2.8. 1969, sambýlismaður Haf- steinn Steingrímsson, f. 5.6. 1962. Börn: Steinar Logi, f. 9.7. 2004. Frá fyrra hjónabandi á Krist- björg synina Sævar Inga, f. 11.6. 1997, og Tómas Leó, f. 25.11. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Kæri bróðir. Nú hefur þú fengið hvíldina eftir níu ára baráttu, sem hefur verið þér bæði löng og ströng, eftir slysið sem þú varðst fyrir 5. febrúar 1998. Má segja að þú hafir aldrei borið þitt barr síðan. Það er alltaf erfitt að horfa á þegar ástvin- um manns er kippt út úr lífinu á besta aldri. En þú háðir hetjulega baráttu og varst ekki tilbúinn að láta undan. Þú fæddist og ólst upp í Ási og vandist snemma við þau störf sem féllu til í sveitinni, en hugurinn stóð nú ekki til bústarfa. Þú áttir sjálfur hest og hafðir gaman af að ríða út. Varla er hægt að minnast þín án þess að Laugi bróðir komi þar við sögu en þið voruð eins og tvíburar, bara ár á milli ykkar, áttuð afmæli 1. og 2. desember og voruð af kunn- ugum kallaðir fullvaldur og alvaldur. Margt var nú brallað í sveitinni og oftar en ekki varst þú forsprakkinn, enda alltaf svolítill prakkari tilbúinn í glensið og sást broslegu hliðarnar á tilverunni. Okkur er ofarlega í huga þegar dráttarvél kom fyrst að Ási, hvað þú varst fljótur að tileinka þér meðferð og akstur hennar og má segja að þar hafi grunnurinn verið lagður að ævi- starfi þínu, og ekki verið margir eft- irsóttari bílstjórar, en þú varst vöru- flutningabílstjóri til margra ára sem og starfsmaður hjá Hafnarhreppi á vinnuvélum ásamt öðru sem til féll. Það á meðal varst þú eitt sumar á Grænlandi þar sem þú starfaðir við jarðboranir og vitnaðir þú oft til þess. Þú varst svo lánsamur að eiga fjórar yndislegar dætur sem hafa reynst þér vel í gegnum þín veikindi, en þær og ekki síst barnabörnin voru þínir augasteinar og varst þú mjög stoltur af þeim. Þú varst kannski ekki allra eins og sagt er, en þú varst vinur vina þinna sem nú minnast þín á kveðjustund. Þú hafðir gaman af ferðalögum bæði innanlands og utan og fóruð þið Jóna og stelpurnar í nokkrar reisur sam- an til útlanda. Okkur langar að koma á framfæri þakklæti til starfsfólks og vistmanna Dagþjónustu fatlaðra fyrir gott at- læti. Nú þegar komið er að kveðjustund er okkur efst í huga þakklæti fyrir samveruna og alla hjálpina sem þú varst alltaf tilbúinn að veita. Við biðj- um Guð að blessa aldraða móður okkar, dæturnar þínar fjórar og fjöl- skyldur þeirra og veita þeim styrk á sorgarstundum. Far þú í friði, kæri bróðir. Vertu ætíð Guði falinn. Ásdís, Hrollaugur, Anna El- ín og fjölskyldur. Eiríkur Marteinsson ✝ Birna ÞórunnAðalsteinsdóttir fæddist á Borg- arfirði eystra 25. ágúst 1940. Hún lést á heimili sínu Sig- túni á Borgarfirði eystra hinn 16. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Aðalsteinn Ólafsson, f. 12.12. 1906, d. 2.6. 1970, og Jakobína Björns- dóttir, f. 22.8. 1920, d. 8.8. 1997. Systk- ini Birnu eru Anna, f. 1939, Inga, f. 1942, Baldur, f. 1943, Sverrir, f. 1944, Bjarnþór, f. 1946, d. 1965, Jónína, f. 1949, Ólafur, f. 1953, Björn, f. 1955, Björg, f. 1959, og Soffía, f. 1962, d. 1963 Eftirlifandi sambýlismaður Birnu er Árni Björgvin Sveins- son, f. á Hóli á Borgarfirði eystra 30. október 1934. Börn þeirra eru: 1) Þröstur Fannar Árnason, f. 2.4. 1975, maki Hólmfríður Jó- hanna Lúðvíks- dóttir, f. 25.2. 1983. 2) Drengur Árna- son, f. 3.4. 1975, d 3.4. 1975. 3) Ragn- hildur Sveina Árna- dóttir, f. 26.3 1978. Barn Jón Að- alsteinn, f. 12.9. 2004. Fyrir átti Birna með Kjartani Karlssyni, f. 17.11. 1941, d. 23.11. 1995, synina Jón Að- alstein Kjartansson, f. 10.4. 1963, d. 21.9. 2000; og Árna Bergþór Kjartansson, f. 7.3. 1964, maki Petra Jóhanna Vignisdóttir, f. 11.7. 1967. Börn þeirra eru Sig- urvin Ingi, f. 11.5. 1989, Vignir Andri, f. 21.2. 1999, og Blædís Birna, f. 20.7. 2004. Útför Birnu var gerð frá Bakkagerðiskirkju í Borgarfirði eystra 27. janúar. Hæ mamma. Ég ákvað úr því að ég get ekki farið heim í Sigtún til að fá mér kaffisopa og spjalla við þig að skrifa þér bréf. Þú dóst á þriðjudegi og þann þriðjudag var ég að vinna á Reyðarfirði og fann allt í einu þá hvöt að hringja í þig eins og ég hef gert eigi sjaldnar en daglega allt mitt líf. Venjulega er ég ekki einu sinni með síma á mér í vinnunni en þennan dag var ég með hann og þeg- ar ég stimpla inn númerið heima þá fer ég að hugsa: Ætli mamma sé ekki vöknuð? Þú varst ekki vöknuð, held- ur svaraði Beta og sagði mér að það væri eitthvað að. Þá vissi ég það, henti frá mér verkfærunum og keyrði beint heim á Borgarfjörð, því þú varðst aldrei lasin. Þessi ferð var erfið og löng. En fjörðurinn okkar fallegi skartaði sínu fegursta þennan dag er ég beygði inn í hann. Það var sem hann klæddist hvítum spariföt- um og stæði heiðursvörð er sál þín stefndi í átt til himna mót Nonna bróður sem eflaust tók vel á móti þér. Er ég sat við rúmið þitt og kvaddi þig í hinsta sinn heima í Sig- túni var sem tíminn stæði kyrr. Minningar og svipmyndir úr lífi mínu tóku á sig myndir er þær fóru að streyma um hugann sem sýnt væri á tjaldi, mínir stærstu sigrar, sem og sorgir, birtust mér ljóslif- andi, og alls staðar varst þú með mér á myndunum. Ég var svo rosalega stoltur af þér. Jarðarförin þín fór fram á laug- ardegi að viðstöddu fjölmenni, og aftur skartaði fjörðurinn okkar fal- legi sínu fegursta er við bárum þig til þinnar hinstu hvílu, fólkið er næst þínu hjarta stóð. Yngstu barnabörn- in tvö voru bara heima í Sigtúni og minntust þín, ömmu sinnar, með því að leika sér saman falleg og góð. Ég bað séra Jóhönnu sérstaklega að minnast á í ræðunni að góðmennska við þá er minna mega sín, fólk sem lent hefur undir í lífinu, væri dyggð. Þessa dyggð kenndir þú okkur öllum börnunum þínum sem og barnabörn- um, og fyrir það ætla ég að leiðarlok- um að þakka þér sérstaklega, þetta er dyggð sem ég met mikils. Pabbi er búinn að standa sig eins og hetja, bara svo þú vitir það. Þegar til svo óvæntra leiðarloka kemur vakna margar spurningar en fá svör fást. Eitt veit ég þó, að þú fékkst svo sannarlega óskir þínar uppfylltar að þurfa aldrei að leggjast inn á stofn- anir eða verða að aumingja. Þú dóst heima, í þínu rúmi, í þinni heima- byggð. Jæja, mamma mín, þá er komið að lokum og bara eftir að þakka fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, alið mig upp, verið minn besti vinur og sálufélagi. Allt sem ég á eftir að gera í lífinu verður tileinkað þér, fyrir þig skal ég standa mig. Bið að heilsa Nonna og Ása sem sitja áreiðanlega sinn við hvora hlið þína og Lappi liggur við fæturna. Guð, hvað ég sakna þín mikið. Ég vil senda, systkinum mínum Adda og Röggu, mágkonu minni Petru, systkinabörnum mínum þeim Sigurvini Inga, Vigni Andra, Blædísi Birnu, Jóni litla Aðalsteini, pabba mínum Árna Björgvini, og konu minni henni Hólmfríði mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og þakka fyrir allt. Þröstur. Birna Þórunn Aðalsteinsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Minningargreinar hag hennar ávallt sem bestan. Sam- skipti hennar við föður sinn voru einstök og þau töluðu saman dag- lega og stundum oft á dag. Þar ríkti umhyggja og ástúðleg afskiptasemi á báða bóga. Hún var svo sannar- lega pabbastelpa. Hún talaði líka oft um hversu heppin hún hefði verið að eignast Nunnu sem stjúpmóður og samband hennar við systkini sín var mjög kærleiksríkt. Ekki síður átti hún góð samskipti við ömmur og afa og hjá þeim átti hún alltaf skjól. Þegar Sólveig kynntist Hermanni og fór að búa hófst nýr kafli í lífi hennar. Fljótlega eignuðust þau sól- argeislann Sigurlínu Margréti sem Sollý var stolt af að nefna í höfuðið á móður sinni. Þau hófu búskap á Sel- fossi og skyndilega varð strákas- telpan Sollý að einstakri mömmu og húsmóður sem eldaði og bakaði eins og besti kokkur. Hún var alltaf að sýna á sér nýjar hliðar enda var hún manneskja mikilla andstæðna, sam- bland af prinsessu og sveitakonu. Henni fannst jafngaman að hirða hrossin eins og að dekra við sig með dýrum kremum og snyrtidóti. Sig- urlína var aðeins ungbarn þegar móðir hennar veiktist fyrst af krabbameini og þrátt fyrir að Sollý óttaðist meinið tók hún niðurstöð- unum af miklu æðruleysi og var ákveðin í að berjast eins og ljón. Hún lét ekkert stöðva sig og saman létu þau Hemmi drauma sína ræt- ast, keyptu jörð og lyftu grettistaki við endurbætur og framkvæmdir á nýju heimili. Allt þetta á sama tíma og Sollý barðist hetjulega við mein- ið. Í sveitinni leið Sollý vel og þar festi hún ræturnar endanlega. Upp óx stór og sterk eik sem blómstraði reglulega þrátt fyrir erfið veikindi. Þegar meinið tók sig upp öðru sinni og ljóst var að hún fengi ekki langan tíma á þessari jörð, sagðist hún staðráðin í því að lifa lífinu til fulls þann tíma sem hún fengi. Og það gerði hún. Þessi ár eru nú svo mik- ilvæg fjölskyldunni því þau eru full af góðum minningum sem hjálpa þeim sem eftir lifa. Sollý fylgdi hug- myndum sínum eftir, rak reiðskóla, hélt folaldasýningar, ferðaðist, tók á móti gestum og naut samvista við vini og ættingja. Hæst ber brúð- kaupsdag þeirra Hermanns þegar hún lét gamlan draum um sveita- brúðkaup rætast og blásið var til heilmikils hlöðuballs á einum feg- ursta degi sumarsins. Þar var hún í essinu sínu og naut þess að vera með fólkinu sínu í sveitinni sem hún elskaði svo heitt. Hún lagði sig fram við að skapa fallegar minningar handa dóttur sinni og velferð henn- ar var henni hugleikin fram á síð- ustu stundu. Lífsgleðin fylgdi henni og hvar sem hún fór var fjör og gaman. Hún var skapstór en það bráði alltaf fljótt af henni, hún var hjartagóð og gestrisin og annt um allt sitt fólk, bæði vini og vanda- menn. Í dag erum við þakklát fyrir að dauðastríðið tók stuttan tíma og hún fékk að vera heima í faðmi fjöl- skyldunnar þar til endalokin blöstu við. Þegar móðir mín dó skyndilega um sl. jól veitti Sollý mér mikinn styrk og stuðning. Við ræddum um dauðann og eilífðina og hún sagðist vita að hinum megin tæki annað líf við, þar væri góður staður og að mamma sín og amma Sól myndu taka á móti henni þegar hennar tími kæmi. Þá vissum við ekki að sá tími nálgaðist óðfluga, en við vorum sam- mála um að trúa á aðra tilvist og endurfundi ástvina. Og nú, aðeins örfáum dögum síðar, hefur eikin sem dafnaði í sveitinni fellt lauf sín og visnað, því jafnvel stærstu og sterkustu tré falla ef höggvið er nærri lífæðum þeirra. Kæru Hemmi, Lína og aðrir ást- vinir. Ykkar missir er mikill, en fal- legar minningar munu hjálpa ykkur að stíga þau þungu spor sem fram- undan eru. Hún veitti gleði inn í líf okkar allra. Elsku Sollý, ég mun minnast þín um alla tíð og er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kveðja þig. Í mínum huga verður þú alltaf falleg, með síða dökka hárið, falleg- asta bros í heimi og tindrandi dökk brúnaljós. Þú varst hávær og hlát- urmild og þér fylgdi gleði. Ég veit þú dvelur á góðum stað og þangað til Stjarni þinn kemur máttu þeysa á Morgni mínum um gylltar engjar í Paradís. Ég mun sakna þín, en ég minnist þín með gleði í hjarta. Hafðu þökk fyrir allt og allt – við hittumst hinum megin. Við Bjarni vottum fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Minningin um einstaka manneskju lifir áfram. Megi hugrekki hennar og styrkur verða okkur innblástur til góðra verka í eigin lífi. Hulda G. Geirsdóttir. Elsku Sólveig. Það fyrsta sem kemur í huga minn þegar ég hugsa um þig er hláturmildi, gleði, grall- araskapur, kjarkur, þor, ákveðni, dugnaður, þrjóska og hreinskilni. Það rifjast upp þegar þú komst lítil falleg sex ára hnáta til sumardvalar hjá okkur fjölskyldunni í Lyngholti. Þar áttir þú eftir að dvelja mörg sumur við leik og störf, oft komin norður áður en skóla lauk og dvaldir eins lengi fram eftir hausti og hægt var. Það var aldrei lognmolla í kringum þig, þú varst atkvæðamikil í öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur og stundum reyndir þú jafn- vel að stjórna búinu með Svavari pabba eins og þú kallaðir hann allt- af. Hvar sem þú komst varstu hrók- ur alls fagnaðar og hreifst fólk með þér. Þú hafðir góðan húmor og hafð- ir gaman af græskulausri stríðni. Hestarnir voru líf þitt og yndi, varla leið sá dagur að þú færir ekki á hestbak, jafnvel oft á dag. Þú varst dugleg til allra verka úti við en minna fyrir innanhússverkin. Þegar inn var komið hafði bóklestur for- gang en þú varst mjög bókhneigð. Árin liðu og þú tókst á við sum- arstörf fjarri Lyngholti. Þú kynntist Hermanni og þið eignuðust litla sól- argeislann hana Sigurlínu Margréti sem nú horfir á eftir móður sinni líkt og þú þurftir að gera á sínum tíma. Á Efri-Brúnavöllum I byggð- uð þið upp ykkar framtíð og þar hafðir þú góða aðstöðu til að leggja rækt við hestamennskuna. Framtíð- in virtist björt og fögur þegar vá- gesturinn gerði vart við sig. Ekki síst þá reyndi á dugnað þinn, þraut- seigju og æðruleysi en þú hélst þínu striki og framkvæmdir það sem hugur þinn stóð til. Alltaf hélst þú tryggð við okkur og það var alltaf skemmtilegt að hitta þig eða heyra í þér og frétta hvað þú varst að gera. Nú þegar þú hefur kvatt er tóm og söknuður í huga mínum og með þessum ljóðlínum vil ég þakka þér, Sólveig mín, fyrir samfylgdina og minnist þín með virðingu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Fjölskyldu og aðstandendum votta ég mína innilegustu samúð og bið að Guð gefi ykkur styrk á þess- um erfiðu tímum. Blessuð sé minning Sólveigar Ólafsdóttur. Jón Svavarsson frá Lyngholti. Sólveig Ólafsdóttir  Fleiri minningargreinar um Sól- veigu Ólafsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Anna Björk og fjöl- skylda, Kristinn Hugason, Vildís Ósk Harðardóttir, Árni og Sjöfn, Rakel, Starfsfólk Þjórsárskóla, Sig- urborg og Jón Ólafsson, Sigurður Sigmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.