Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði málefni fjölskyld- unnar og barna að umtalsefni í ára- mótaræðu sinni. Vék hann m.a. að skýrslunni um fátækt barna á Ís- landi, sem birt var fyrir síðustu jól. Forsetinn taldi að hlúa þyrfti bet- ur að fjölskyldunni en gert hefði verið og for- eldrar þyrftu að eyða meiri tíma með börn- um sínum. Það þyrfti að stytta vinnutímann til þess að auðvelda þetta. Forsetinn sagði, að lág laun hjá mörgu fólki væru hluti vand- ans. Hér skal tekið undir orð forseta Ís- lands í þessu efni. Barnabætur rýrðar um milljarð á ári Jóhanna Sigurðardóttir alþing- ismaður segir að ríkisstjórnir Sjálf- stæðisflokksins og Framsókn- arflokksins hafi rýrt barnabætur um 10 milljarða króna að verðgildi til síðustu 10 árin eða um 1 milljarð á ári. Það er ekki von á góðu, þegar stjórnvöld standa þannig að málum gagnvart börnum og foreldrum þeirra. Ísland er með ríkustu löndum heim en samt getur ríkisstjórn landsins ekki búið betur að börnum landsins en raun ber vitni. Í stað þess að auka barnabætur að verð- gildi til er stöðugt verið að rýra þær. Hið sama er að segja um skattleys- ismörkin. Ef þau hefðu fylgt launa- vísitölu frá 1988 væru þau í dag 136 þúsund krónur á mánuði en þau eru aðeins 90 þúsund. Þessi staðreynd á stærsta þáttinn í því að skattar hafa undanfarin ár stöðugt verið að hækka á launa- fólki og einkum þeim lægst launuðu. Ójöfnuður hefur aukist Undanfarið hafa tals- menn Sjálfstæð- isflokksins reynt að gera útreikninga um fátækt og ójöfnuð á Ís- landi tortryggilega. Hafa þeir sagt að vegna nokkurra auðmanna á Íslandi mælist nú meiri fátækt og ójöfnuður en áður. Þetta er misskilningur eða út- úrsnúningur talsmanna Sjálfstæð- isflokksins. Stefán Ólafsson prófess- or leiðréttir þetta í stuttri grein í Fréttablaðinu 4. janúar. Hann segir að í útreikningum um fátækt og ójöfnuð sé ekki byggt á meðaltali tekna heldur miðgildi. Stefán segir: „Miðgildi tekna eru þær tekjur sem eru í miðju tekju- stigans, þ.e. þar sem jafn margir hafa tekjur fyrir ofan og fyrir neðan viðkomandi tekjur. Út frá slíku mið- gildi er reiknað hlutfall fátækra en ekki út frá venjulegu meðaltali. Upp- hæðir hæstu teknanna skipta því venjulega ekki máli fyrir slíkar mæl- ingar.“ 85 milljarðar hafðir af almenningi Ríkisstjórnin hefur haft 35 millj- arða af almenningi með því að láta skattleysismörkin ekki fylgja launa- vísitölu eins og eðlilegt hefði verið. Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launavísitölu frá 1988 hefðu tekjur almennings orðið 35 milljörðum meiri en þær hafa orðið. Skattarnir hefðu verið lægri sem þeirri upphæð nemur. Álíka upphæð en þónokkuð hærri eða 40 milljarðar hafa verið hafðir af öldruðum sl. tæp 12 ár vegna þess að lífeyrir aldraðra frá al- mannatryggingum hefur ekki hækk- að í takt við laun verkafólks eins og lögbundið var til 1995 og lofað var af stjórnvöldum að mundi haldast. Aldraðir, barnafólk og almenningur allur á því stórar upphæðir inni hjá ríkinu eða alls 85 milljarða króna. Barnabætur hafa rýrnað um 10 milljarða Björgvin Guðmundsson fjallar um barnabætur og ójöfnuð »Ríkisstjórnin hefurhaft 35 milljarða af almenningi með því að láta skattleysismörkin ekki fylgja launavísitölu eins og eðlilegt hefði verið. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MORGUNBLAÐIÐ hóf umræður um hollustu matar í grunnskólum í leiðara sínum nýlega. Um leiðara blaðs má segja að hann gefi tóninn um málefni sem betur mætti fara í samfélaginu. Viðbrögð undirritaðrar voru þau að blogga um vanda mötu- neyta frá rekstrarlegu sjónarhorni. Vandinn verður ekki leystur nema skoða allar hliðar málsins og þá ekki síður innan skólanna. Þegar Morgunblaðið gefur tóninn í leiðara er æskilegt að blogg með við- brögð frá mismunandi sjónarhorni fái að koma fram. Ekki eins og var í dag þar sem einungis einn bloggari fékk sviðsljósið frá einu sjónarhorni hjá ritstjóra boggsins í umræddu máli. Bloggin virðast vera flokkuð eftir vinsældum en ekki eftir því hvernig þau falla inn í umræðuna hverju sinni eða hafa samfélagslegt gildi til betri vegar. Blogg frá lesendum Morg- unblaðisins þurfa að ná eins miklum árangri á breiðum grundvelli og hægt er í umræðunni. Annars missir blogg bloggarans frá grasrótinni marks. Tæplega er æskilegt að bloggið þróist upp í blogg lobbíista. Umræðan um að börnin okkar þurfi góðan og hollan mat er mik- ilvæg. Úrræði sem koma til álita er að einkareka mötuneytin, bjóða þau út og fá faglærða matreiðslumenn. Einkarekstur hefur verið orð sem helst ekki má nefna í skólageiranum. Í stað þess að nýta sér kosti formsins með ákveðnum forsendum. Und- irrituð þekkir rekstur og fyr- irkomulag skólamötuneyta nokkuð vel þar sem hún hefur unnið sem matráður í leikskóla, matráður við Landspítala – háskólasjúkrahús og einnig við mötuneyti í grunnskóla. Vandinn er fólginn í því að skóla- stjórnendur hafa ekki næga faglega þekkingu á matreiðslu og matarinn- kaupum en leggja aðaláherslu á að fá sem ódýrastan vinnukraft og þrengja svo að starfseminni, að erfitt er að reka mötuneytin með þeim kröfum sem verður að gera til innkaupa og matreiðslu skólamötuneyta. Með þessu fyrirkomulagi verður reksturinn ómarkviss og dýrari. Nauðsynlegt er að skoða reksturinn sérstaklega til að raunhæft útboð geti farið fram með ákveðnum skil- yrðum um gott hráefni sem væri vel matreitt. Það er auðveldara að gera kröfur ef matráðurinn hefur reksturinn á eigin hendi og getur tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Að sjálfsögðu eiga skóla- stjórnendur að hafa tillögurétt og geta sett fram kvartanir við matráð- inn og til skólaráðs. Umrædd atriði þurfa að komast í umræðu hjá bæjaryfirvöldum. Ekki er eftir neinu að bíða, annars gæti farið svo að allur matur yrði verk- smiðjuframleiddur innan fárra ára. Undirrituð beinir þessum skoð- unum sínum sérstaklega til bæjaryf- irvalda hér í Kópavogi þar sem hún býr og þekkir talsvert málin þar. Þar hefur verið ófremdarástand í sumum leikskólum vegna þess að erfitt hefur verið að fá matráða til starfa. Það sýna auglýsingar á Job.is í marga mánuði síðan sl. vor. Að skoða holl- ustuþáttinn eingöngu missir marks ef rekstrarleg stjórnum og mat- reiðsla í mötuneytum verður ekki gerð betri með faglegum hætti. SIGRÍÐUR LAUFEY EIN- ARSDÓTTIR, Ársölum 5, Kópavogi. Leiðari Morgunblaðsins – um skólamötuneyti Frá Sigríði Laufeyju Einarsdóttur: VEGNA umfjöllunar Morg- unblaðsins hinn 14. og 15. febrúar sl. um mengun við leikskóla vill Umhverfissvið Reykjavíkurborgar koma eftirfarandi á framfæri: Í Morgunblaðinu var vitnað til niðurstaðna í könnunum Heilbrigð- iseftirlits Reykjavíkur um að styrkur köfnunarefn- isdíoxíð (NO2) hafi farið yfir heilsuvernd- armörk við 20 leik- skóla í borginni á ár- unum 1997 til 1999. Svifryk (PM10) var á þeim tíma ekki mælt sérstaklega en svifryk eru agnir sem eru minni en 10 míkró- metrar. Árið 1997 voru mælingar gerðar með tækni sem leyfði ekki viðmiðun við heilsuverndarmörk og því var ekki unnt að gefa út viðvaranir af neinu tagi. Hins vegar gáfu loftgæðamælingar á þessum árum, þ.e. frá 1997 til 2000 skýrar vísbendingar um vax- andi styrk mengunarefna í borg- inni. Mælingar og viðvaranir Til að geta gefið út viðvaranir ákváðu borgaryfirvöld árið 2000 að auka mælingar og setja upp tölvu- búnað til að fylgjast með loftgæð- um í rauntíma, m.a. til að geta samstundis brugðist við þegar loft- mengun nálgaðist heilsuvernd- armörk. Síðustu 5 ár hafa þrjár mælistöðvar verið notaðar, tvær fastar og ein færanleg. Önnur föstu stöðvanna er við Grensásveg, en þar er talið að mengun frá bíla- umferð sé mest. Hún gefur því vís- bendingu um mestu mengun í borginni. Hin fasta mælistöðin er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og gefur vísbendingu um dæmi- gerð loftgæði sem almenningur nýtur. Þriðja mæli- stöðin er notuð til að afla upplýsinga um loftgæði á hinum ýmsu stöðum í borg- inni. Mælistöðvarnar sýna loftgæði í raun- tíma og hægt er að fylgjast með þeim all- an sólarhringinn á heimasíðu Umhverf- issviðs (www.umhverf- issvid.is) . Niðurstöður gefa gott yfirlit yfir loftgæði í borginni. Umhverfissvið fylgist grannt með niðurstöðum og hefur, þegar ástæða er til, gefið út frétta- tilkynningar til að vara við mikilli svifryksmengun í borginni. Í desember 2006 funduðu fulltrúar Umhverfissviðs, Mennta- sviðs og Leikskólasviðs til að fara yfir áhrif loftmengunar á heilsufar. Skólayfirvöld vilja geta brugðist við þegar styrkur svifryks er mik- ill og ljóst er að starfsfólk leik- skóla nálægt stofnbrautum þarf sérstaklega að gefa þessu gaum. Í því sambandi er nauðsynlegt að gera greinarmun á svifryki og öðr- um loftmengandi efnum vegna bílaumferðar – því svifryk hefur mest áhrif á heilsu miðað við þá þekkingu sem nú liggur fyrir. Dreptu á bílnum Umhverfissvið hefur átt gott samstarf við leikskólayfirvöld í Reykjavíkurborg til að draga úr mengun. Forráðamenn barna hafa fengið tilmæli um að drepa á bíl- unum fyrir utan leikskólana og sett hafa verið upp skilti með áletruninni „Dreptu á bílnum“ og „Bíll í lausagangi mengar“. Í fyrra var ráðist í auglýsingaherferðina „Virkjum okkur“ þar sem vegg- spjald gegn bílum í lausagangi var hengt upp í öllum leik- og grunn- skólum. Einnig voru búnar til sjón- varpsauglýsingar. Reykjavíkurborg hefur enn fremur rekið herferð gegn nagladekkjum til að draga úr svifryksmengun í andrúmsloftinu. Samkvæmt starfsáætlun Um- hverfissviðs Reykjavíkurborgar á að mæla kolmónoxíð (CO) við leik- skóla Reykjavíkurborgar í ár. Auk þess verður færanlega mælistöðin notuð til að mæla loftgæði við þá leikskóla sem eru nærri stórum umferðargötum. Að lokum er rétt að benda á að hvert og eitt okkar getur gert margt til að draga úr svif- ryksmengun og annarri loftmeng- un, s.s. að ganga, hjóla, nota al- menningsvagna, samnýta bifreiðar og nota ekki nagladekk. Annars næst ekki viðunandi árangur. Leikskólar og loftgæði Ellý Katrín Guðmundsdóttir segir frá aðgerðum Reykjavík- urborgar gegn loftmengun » Árangur næst ef allirleggja sitt af mörk- un til að draga úr loft- mengun: ganga, hjóla, nota almenningsvagna, samnýta bifreiðar, nota ekki nagladekk … Ellý Katrín Guðmundsdóttir Höfundur er sviðsstýra Umhverf- issviðs Reykjavíkurborgar. Fréttir í tölvupósti Í FEBRÚAR á síðasta ári skrifaði ég grein um ömmu mína og afa sem var stíað í sundur á gamals aldri vegna þess að þau voru mis heilsuhraust. Afi var það veikur að hann þurfti að flytja á hjúkrunarheimili á meðan amma þótti ekki nægilega veik til þess að fá að fylgja honum. Þar sem heilbrigðiskerfi okkar virðist leggja meiri áherslu á meðhöndlun sjúk- dóma en að viðhalda heilbrigði eru þessir starfshættir staðreynd. Það tók ömmu og afa um tveggja ára bar- áttu að sameinast á ný og ég fullyrði að þessi langi aðskilnaður hafði veru- leg neikvæð áhrif á heilsu þeirra beggja. Amma komst ekki til afa fyrr en hún var orðin það veik að annað var ekki hægt. Gömlu hjónin höfðu deilt kjörum saman í meira en hálfa öld en fengu ekki að njóta samvistar og stuðnings hvors annars þegar þau þurftu mest á honum að halda. Er það skrítið að heilsu þeirra hafi hrak- að? Nú fyrir stuttu bárust fregnir af eldri hjónum á Akureyri sem eru í svipuðum aðstæðum. Hjónin Sum- arrós Sigurðardóttir, 88 ára og Sig- urður Ringsted Ingimundarson, 94 ára, hafa verið gift í rúm 60 ár en nú geta þau ekki verið lengur saman. Í þeirra tilfelli er Sumarrós orðin það veik að hún þarf á vist á stofnun að halda á meðan Sigurður er talinn of hress til að fá að búa með konu sinni á hjúkrunarheimili. Sú staðreynd að þeim líður illa hvort án annars virðist ekki skipta neinu máli. Í fréttum kom fram að Sigurði hefur hrakað veru- lega eftir að konan hans fór og hefur hann lést um nokkur kíló. Er óeðli- legt að álykta að viðskilnaður hans við konu sína hafi haft þar áhrif? Ég hef rætt við fjölmarga aðila, þar með talið starfsmenn hjúkr- unarheimila og hjúkrunarforstjóra, um aðskilnað eldri hjóna og eru allir sammála því að slíkur aðskilnaður getur haft veruleg áhrif á heilsu og lífsgæði þeirra sem lenda slíkum að- stæðum. Ef það eru markmið heil- brigðiskerfis okkar að tryggja heil- brigði og aukin lífsgæði þá mega svona starfshættir ekki eiga sér stað. Í fréttum af máli Sigurðar og Sumarrósar, sem ég tek fram að ég þekki ekki persónulega, kom fram að ef aðstæður Sigurðar breyttust ekki sérstaklega á næstu átján mán- uðum yrðu aðstæður hans endur- skoðaðar ef „þörf væri á“. Það þarf varla að útskýra að átján mánuðir í lífi 88 ára og 94 ára einstaklinga er langur tími. Þegar fólk er komið á þennan aldur er ekki hægt að búast við að það eigi langan tíma eftir við bærilega heilsu. Þetta er gangur lífs- ins. Það getur því ekki verið sæm- andi í „velferðarsamfélagi“ að eldra fólk sé svipt möguleikanum á bæri- legum lífsgæðum á ævikvöldinu með þessum hætti. Stjórnvöld eiga að skammast sín fyrir slíka framkomu og lagfæra þjónustuna hið snarasta. Eldra fólk í þessum aðstæðum hefur einfaldlega ekki tíma til að bíða eftir því að stjórnvöld setji málið í nefnd og lofi breytingum eftir kosningar. Gamla fólkið á skilið að mál þeirra verði leyst strax. SIGURÐUR HÓM GUNNARSSON, nemandi í iðjuþjálfun. Gamla fólkið getur ekki beðið Frá Sigurði Hólm Gunnarssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.