Morgunblaðið - 17.02.2007, Síða 45

Morgunblaðið - 17.02.2007, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 45 ÞRIÐJA skýrsla ECRI (hefur verið kölluð Evrópunefndin gegn kynþáttamisrétti) um Ísland hefur litið dagsins ljós og er íslenskum stjórnvöldum bent á margt það sem betur mætti fara varðandi hugs- anlegt misrétti gagnvart minni- hlutahópum og hælisleitendum og þau hvött til þess að bæta lagaum- hverfi og standa betur vaktina í þess- um efnum. ECRI er gagnrýnið á köflum og það liggur í eðli þess. Starfsnefndin er sett á stofn af aðildarríkjum Evrópuráðsins í þeim tilgangi að vinna gegn kynþáttafordómum og kynþáttamisrétti í Evrópu en ekki til þess að klappa fyrir rík- isstjórnum þó að þess sé einnig gætt að hrósa því sem vel er gert. Helstu gagnrýn- isatriði  ECRI gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki staðfest viðauka nr. 12 við Evr- ópusáttmálann um mannréttindi en við- aukinn kveður á um al- gert bann við kyn- þáttamisrétti. Þessi gagnrýni er mjög ákveðin.  Þá eru einnig taldir upp aðrir sátt- málar varðandi rétt- indi minnihlutahópa og farandverkamanna sem Ísland hefur ekki skrifað upp á en ætti að hafa gert að dómi ECRI.  ECRI hvetur íslensk stjórn- völd til þess að setja löggjöf gegn kynþáttamisrétti sem nái til allra þátta lífs í samfélagi og gera þol- endum auðvelt um vik að sækja rétt sinn.  Þá mælir ECRI sterklega með því að sett verði upp embætti um- boðsmanns sem taki á kynþátta- fordómum og kynþáttamisrétti.  Stjórnvöld eru hvött til þess að auka stuðning sinn við Alþjóðahús og Fjölmenningarsetur.  ECRI hvetur mjög ákveðið til þess að tryggt verði að félagasamtök sem vinna að framgangi mannrétt- inda, þ.m.t. útrýmingu kynþátta- fordóma, fái fjárstuðning með þeim hætti að sjálfstæði þeirra og virkni sé tryggð.  ECRI hvetur til þess að meiri áhersla verði lögð á mannréttindi í skólakerfinu með áherslu á jafnræði og virðingu fyrir fjölbreytni að leið- arljósi.  Hvatt er til meiri rannsókna á högum minnihlutahópa á Íslandi.  Því er stungið að íslenskum stjórnvöldum að þau geri lagaum- hverfi skýrara varðandi móttöku á svokölluðum kvótaflóttamönnum.  Því er beint til ríkisstjórn- arinnar að hún athugi það hvers vegna svo fáir flóttamenn hljóti hæli hér og menn beðnir að skoða allt það ferli m.a. áfrýjunarferlið.  Settar verði skýrar reglur um rétt barna þeirra sem sækja um hæli til skólagöngu  Bætt verði úr tungumála- kennslu barna sem hafa íslensku sem annað tungumál  Skoðaðar verði ástæður þess að börn af erlendum uppruna falli fyrr úr skóla en önnur börn  Þess verði gætt að börn sem ekki vilja sækja tíma í kristinni sið- fræði og trúarbragðafræðum fái skýran valkost í skólum.  Varað er við múslimafóbíu sem hafi skotið upp kollinum  Stjórnvöld eru hvött til þess að gæta réttar kvenna sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi.  Varað er við gyðingaandúð  Því er beint til fjölmiðla að þeir grandskoði það að þeir með fréttum sínum stuðli ekki að andrúmslofti sem sé óvinsamlegt í garð minni- hlutahópa.  Sá háttur er gagnrýndur að at- vinnuleyfi skuli fara beint til atvinnu- rekanda (á núna við þá sem eru utan EES-svæðis) en ekki til manneskj- unnar sjálfrar.  Hvatt er til íslenskukennslu en jafnframt til þess að þeir sem ekki hafi náð valdi á málinu eigi rétt á túlkaþjónustu á viðeig- andi stöðum.  Að innflytjendur fái notið menntunar sinnar.  Gætt sé virðingar fyrir fjölskyldulífi þeirra sem ekki eru ís- lenskir ríkisborgarar. Í þeim efnum er 24urra ára reglan gagnrýnd.  Stjórnvöld eru hvött til þess að koma sér upp langtíma inn- flytjendastefnu þar sem lagt sé upp með gagn- kvæma aðlögun. Mörgu er hrósað, t.d. Innflytjendaráði og lát- in í ljósi sú ósk að það hljóti brautargengi. Þá er starfsemi Alþjóða- húss og Fjölmenning- arseturs á Ísafirði hrós- að. ECRI (European Commission against racism and Intolerance) er 46 manna sérfræð- inganefnd, einn frá hverju landi Evrópuráðsins, með að- setur í Strassborg. Aðalvinna nefnd- arinnar liggur í því að gera skýrslur um ástand mála hvað varðar kyn- þáttafordóma og kynþáttamisrétti í löndum Evrópuráðsins. Þetta er þriðja skýrslan um Ísland. Nokkuð hefur færst í vöxt að aðildarríki fari fram á að fá viðauka hegnda við skýrslurnar með athugasemdum. Ís- lensk stjórnvöld kusu að gera það ekki og eiga hrós skilið. Miklu nær er að skoða þessar ábendingar og reyna að fara eftir þeim. Þær eiga býsna mikinn rétt á sér því að glöggt er gests augað. Skýrslan var tilbúin af hálfu ECRI 30. júní 2006 en síðan hefur átt sér stað samráðsferli við stjórnvöld ís- lensk í því skyni að leiðrétta stað- reyndavillur. Skýrsla ECRI um Ísland – margvís- legar ábendingar Baldur Kristjánsson fjallar um skýrslu ECRI Baldur Kristjánsson »ECRI gagn-rýnir íslensk stjórnvöld fyrir að hafa ekki staðfest viðauka nr. 12 við Evrópusátt- málann um mannréttindi. Höfundur er tilnefndur af íslenskum stjórnvöldum til vinnu í ECRI og var formaður nefndar félagsmálaráð- herra, sem gerði tillögu um Innflytj- endaráð. TENGLAR .............................................. http://www.coe.int/t/E/hum- an_rights/ecri/ NÝLEGA kynnti Lýðheilsu- stofnun niðurstöður MUNNÍS- rannsóknarinnar. Megintilgangur rannsóknarinnar var að kanna tannátu og glerungseyðingu hjá 1., 7. og 10 bekk árið 2005. Rann- sóknin sýnir að tannheilsa barna og unglinga hefur far- ið versnandi síðustu ár. Í útdrætti rann- sóknarinnar á vef Lýðheilsustofnunar segir: ,,Í norrænum samanburði lætur nærri að íslensk börn og ungmenni séu að meðaltali með tvöfalt fleiri skemmdar tenn- ur en samanburð- arhópar í Svíþjóð (2005) og er staðan verri en á hinum Norðurlöndunum. Hjá 15 ára ung- lingi eru að meðaltali rúmlega 4 fullorðinstennur skemmdar og þarfnast viðgerðar eða hafa þegar verið fylltar. Hjá þeim 33% sem verst eru sett innan þessa hóps eru að meðaltali 9 tennur skemmdar. Glerungseyðing grein- ist hjá 30% 15 ára unglinga. Tíðni tannskemmda fer vaxandi og áhyggjuefni hversu algengt það er að ekki er gert við tannskemmdir. Um 17% barna og ungmenna (4– 18 ára) mæta ekki í reglubundið eftirlit hjá tannlækni.“ Einnig kemur þar fram að Tryggingastofnun ríkisins (TR) greiði umtalsvert minna vegna forvarna í tannheilbrigðismálum barna nú en árið 1998. TR veitir styrki vegna tann- lækninga barna og unglinga, ör- yrkja og aldraðra. Þegar Siv Frið- leifsdóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra tók við embætti sínu lagði hún upp með tvö aðaláhersluefni: Forvarnir og aldraða. Þess ber þó ekki merki hvað tannlækningar varðar; sam- kvæmt fjárlögum 2007 er einungis gert ráð fyrir 2,7% hækkun á framlögum til skjólstæðinga TR vegna tannlækninga. Þessi pró- sentuhækkun nær engan veginn að halda í við verðbólgu síðasta árs, hvað þá að vega upp á móti fjölgun í þeim hópum sem njóta styrkjanna eða rétta af þá lækk- un sem orðið hefur á framlögum hins op- inbera til þessa mála- flokks hin síðari ár. Hvers vegna skyldu heilbrigðisyf- irvöld hafa komist upp með að skerða smátt og smátt framlög til tann- lækninga síðustu ár? Jú, árið 1998 rann út samningur Tannlækna- félags Íslands og TR og tókust ekki samningar um endurnýjun. Þar höfðu tannlæknar samið við TR um fast verð fyrir tann- læknaþjónustu við skjólstæðinga stofnunarinnar. Tannlæknar sömdu þá um verð sem þeir töldu að væri ásættanlegt fyrir viðkom- andi þjónustu. Þetta kom svo aft- ur skjólstæðingum TR til góða þar sem innifalið var í samningunum að þeir fengju stærstan hluta tannlæknakostnaðarins end- urgreiddan. Þegar samningurinn rann út hvarf þrýstingur á heil- brigðisyfirvöld að láta styrkina fylgja almennri verðlagsþróun og því fór sem fór. Þeir þrýstihópar sem hefðu átt að láta sig málið varða svo sem ASÍ, foreldra- samtök, samtök eldri borgara og Öryrkjabandalagið hafa því miður sofið á verðinum hvað þetta varð- ar. Hver skyldu nú vera viðbrögð ráðherra þegar allt stefnir í óefni í tannheilbrigðismálum barna og unglinga? Jú, það er að semja við tannlækna um ,,ókeypis skoðun og eftirlit hjá ákveðnum hópum barna“ svo sem haft hefur verið eftir henni í fjölmiðlum síðustu daga. Það á sem sagt að semja við tannlækna um samræmda gjald- skrá fyrir þessa þjónustu. Og ef tannlæknum hugnast ekki slíkur samningur ,,þá munum við auglýsa eftir tannlæknum sem vilja koma á svona samningi“ (ráðherra í Blaðinu 8. febrúar 2007). Þessi skilaboð hljóma óneitanlega und- arlega; allt í einu er það tann- lækna að bjarga margra ára svelti í framlögum hins opinbera til tannlækninga með því að koma á fastri ríkisgjaldskrá í tannlækn- ingum. Einhvern veginn hljómar þessi boðskapur ráðherra eins og það eigi að finna sem fyrst blóra- böggla fyrir lélegri tannheilsu barna og unglinga annars staðar en innan heilbrigðisráðuneytisins. Það virðist ekki hafa hvarflað að heilbrigðisyfirvöldum að tann- læknar séu ef til vill alls ekki í að- stöðu til að semja um fasta gjald- skrá fyrir tannlækningar ákveðinna hópa í þjóðfélaginu. Tannlækningar, eins og önnur þjónusta, falla undir samkeppn- islög. Það þýðir að tannlæknum er óheimilt að hafa samráð um gjald- skrár sínar. En er þetta ekki bara í lagi, að veita ákveðnum árgöngum skoðun og forvarnir á sama verði – væri ekki líka í lagi að stórmarkaðirnir kæmu sér saman um verð á nauta- lundum og handsápu ef þeir kepptu hver við annan í verði á Maggi-súpum og kaffi? Það væri fróðlegt að heyra hvaða augum samkeppniseftirlitið lítur þessar hugmyndir ráðherra. Niðurstöður MUNNÍS- rannsóknarinnar koma vart tann- læknum á óvart, enda hefur tann- heilsu barna og unglinga hrakað áberandi síðustu ár. Því er það fagnaðarefni að heilbrigð- isráðherra hafi lýst yfir vilja til að gera eitthvað í þeim málum. En að stilla því þannig upp að málið standi og falli með samningi við tannlækna er hin mesta firra. Hið opinbera verður einfaldlega að veita meiri peningum til mála- flokksins og hækka verulega tann- lækningastyrki til barna og ung- linga. Verði það gert er ekki ósennilegt að einhver hluti tann- læknastéttarinnar bjóði upp á þá „ókeypis skoðun og forvarnir“ sem ráðherra er svo tíðrætt um út frá lögmálum hins frjálsa markaðar. Ekki hefur enn reynt á hvort tannlæknar hafa vilja til samninga við TR en vafasamt verður að telj- ast að landslög leyfi þeim að ganga til slíkra samninga. Um yfirlýsingar heil- brigðisráðherra í tann- heilbrigðismálum Magnús Jón Björnsson fjallar um tannheilbrigðismál og gerir athugasemd við yfirlýsingu heilbrigðisráðherra » Slæm tannheilsabarna og unglinga virðist vera í beinu sam- hengi við minnkandi framlög TR til mála- flokksins. Deila má um hugmyndir ráðherra til úrbóta. Magnús Jón Björnsson Höfundur er doktor í tannlækningum og ritari Tannlæknafélags Íslands. ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 FYRIR um áratug var stöð- ugleiki í efnahagsmálum markmið í sjálfu sér. Þetta markmið mátti m.a. finna hjá Sjálfstæð- isflokknum. Nú eru aðrir tímar. Efnahagslegur stöðugleiki er ekki lengur markmiðið heldur þensla. Þenslan, sem kallast góðæri við betri tækifæri, er í eðli sínu ójafn- vægi. Ríkisstjórninni verður ekki lengur tíðrætt um að verja stöð- ugleikann. Ástæða þess er mjög einföld. Stöðugleikinn er löngu farinn. Nú tala ráðherrar rík- isstjórnarinnar einungis um að það þurfi að tryggja áframhald- andi þenslu og hagvöxt. Umræð- an um fyrirhugaðar stór- iðjuframkvæmdir ber skýran vott um þetta nýja markmið rík- isstjórnarflokkanna. Þenslan er nýtt höfuðmarkmið ríkisstjórnarinnar. Þensla og sveiflurnar sem henni fylgja eru hins vegar vondar því í þeim fylgir sóun og ójafnvægi. Sveiflu- kennt efnahagslíf er ekki af hinu góða. Samfara ójafnvægi og þenslu er verðbólga og geng- issveiflur sem koma mjög mis- munandi niður á fólki og fyr- irtækjum. Og með því er öll áætlanagerð fyrir einstaklinga og fyrirtæki sett í uppnám. Þetta vita bæði íslenskir atvinnurek- endur og íslenskar fjölskyldur. Stöðugt efnahagslíf er hins veg- ar æskilegt og gott markmið. Stöðugleiki þýðir jafn hagvöxtur og jafnvægi á vinnumarkaði. Samfélagið verður að geta gert áætlanir fram í tímann. Og sam- félagið verður að hafa ástæðu til að ætla að áætlanir geti staðist. Það hlýtur því að eiga að vera markmið hagstjórnar á hverjum tíma að búa heimilum og fyr- irtækjum stöðugt umhverfi. Stöð- ugt umhverfi er einfaldlega ekki til staðar núna. Krónan er nánast í rússíban- aferð í boði ríkisstjórnarinnar. Vinnumarkaðurinn er sömuleiðis þaninn til hins ýtrasta. Verðbólg- an hefur verið yfir verðbólgu- markmiðinu í heil þrjú ár. Vext- irnir eru þeir hæstu í vestrænum heimi. Viðskiptahallinn hefur ver- ið í sögulegu hámarki og þjóðin aldrei eins skuldsett. Traust hagstjórn er íslensku þjóðinni afar nauðsynleg. Hag- stjórn á að miða að því að verja stöðugleikann í stað þess að eyða honum. Til þess að svo megi verða þarf að koma ríkisstjórninni frá. Það eru til aðrir sem geta betur. Ágúst Ólafur Ágústsson Hvað varð um stöðugleikann? Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.