Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 47 þessu einstaka jafnaðargeði og þol- inmæði sem prýddi ömmu. Hún var alveg einstök í því að njóta stundarinnar hverju sinni. Amma hefur gefið mér svo mikið af sér og kennt mér svo margt, sem ég vona að ég geti farið vel með og skilað áfram til næstu kyn- slóðar. Hrefna Frímannsdóttir. Það var alltaf mikið tilhlökkun- arefni að skreppa vestur í Bjarn- arhöfn til að hitta ömmu og afa og vel á sig leggjandi að hossast í langri í bílferð yfir Laxárdalsheið- ina. Alltaf var það jafnspennandi þegar við loksins komum í Helga- fellssveitina og Bjarnarhafnarfjall- ið blasti við. Þegar komið var í hlað urðu hundarnir yfirleitt fyrst- ir til að taka á móti manni og svo afi og amma. Afi eins og venjulega með örlítið stingandi skeggbrodda og amma bústin með flétturnar og svuntuna. Amma var okkur stelp- unum mikil fyrirmynd og mig dreymdi um að vera með sítt hár niður á rass eins og hún, taldi það vera toppinn á tilverunni að geta sett hárið í tvær fléttur. Amma var nú ótrúlega þolinmóð við okkur barnabörnin sem hoppuðum upp um allt og höfðum oft hátt (því ekki vorum við fá!). Það var bara svo gaman hjá okkur, allt bauð upp á skemmtun; langur gangurinn sem hægt var að hlaupa eftir fram og til baka, fara í hoppukeppni og hvaðeina, öll herbergin sem hægt var að leika sér í eða koma sér fyr- ir með spilastokkinn. Skemmtileg- ast af öllu var að fá ömmu til að spila við okkur vist, ég hef aldrei vitað neinn eins klókan í vistinni og ömmu. Henni tókst nánast alltaf að spila nóló án þess að fá á sig nokk- urn slag. Við barnabörnin fylgd- umst agndofa með og reyndum að læra trixin. Þegar haldið var heim á leið stóðu amma og afi alltaf á tröpp- unum og vinkuðu þangað til við vorum komin úr augsýn. Ég vatt upp á mig í bílnum til að geta séð þau í afturrúðunni og vinkaði án afláts. Það var líka gaman þegar amma og afi komu til okkar að Hólum. Þegar mamma var fjarverandi í töluverðan tíma vegna barnsfæð- ingar hugsaði amma um mig. Þó að ég saknaði mömmu mikið þá var ósköp indælt að hafa ömmu hjá sér og fá alltaf heitan hafragraut á morgnana. Amma og afi skiptust á að fara með bænirnar með mér og var mikið í mun að ég lærði alla romsuna, sem og ég gerði. Ég hugsaði mikið um alla englana sem þar komu fyrir og hvernig þeir gætu allir setið á sænginni minni. Það voru dálítil viðbrigði þegar amma flutti í Hólminn og í stað allra herbergjanna og víðáttunnar í Bjarnarhöfn var komin lítil íbúð og steyptar götur. Síðbuxur leystu pilsið af hólmi og flétturnar fengu að fjúka. Fjölskyldumyndirnar voru þó allar á sínum stað og mál- verkið af Asparvíkinni. Það var ekki annað að sjá en amma yndi sér vel á dvalarheimilinu, hún og vinkonur hennar voru nánast eins og flissandi unglingsstúlkur. Amma var alltaf mjög ung og þróttmikil í anda og ég gleymi því aldrei þegar hún sagðist óska þess að vera orðin þrítug aftur. Enda kunni hún vel að meta þegar Mummi sendi henni pólitískan áróður sem ætlaður var yngstu kjósendunum og hún ávörpuð sem „kæri ungi kjósandi“. Það var því mjög erfitt að horfa upp á hvernig líkaminn brást henni síðustu árin. Ég mun alltaf minnast glettn- innar, hlýjunnar, hversu gott var að vera hjá ömmu og hversu mikið mér þykir vænt um hana. Laufey Erla Jónsdóttir. Ég kvaddi ömmu mína í síðasta skipti daginn fyrir gamlársdag. Það var mjög dregið af henni en hún vildi samt þegar setjast upp til þess að spjalla og spyrja frétta. Við sungum saman jólasálma, eða öllu heldur, Gerður konan mín söng en við amma bærðum var- irnar. „Sjá himins opnast hlið“ hljómaði yfir sjúkrasænginni úr jólasálmi Björns Halldórssonar þar sem við, og án efa, guðs englar sát- um í kringum. Amma táraðist og ég get ekki svarið fyrir hið sama. Brátt leið þó að kveðjustund. Amma kyssti börnin mín og okkur. Við vorum síðan farin – hún fór sjálf fimm vikum síðar þegar him- ins hlið opnuðust fyrir henni. Ég er svo heppinn að hafa alist upp með Laufeyju ömmu minni bæði þegar foreldrar mínir bjuggu í Bjarnarhöfn og síðar þegar ég dvaldi hjá henni og afa. Ég man eftir ömmu frá minni fyrstu byrjun í flestu. Þegar hún kenndi mér að spila þjóf og ólsen ólsen við eldhús- borðið eða þegar ég hjálpaði henni að gefa hænunum og eins þegar ég lá inni í bæ stundunum saman og las úr bókasafni afa. Ég man einn- ig hvernig hún hastaði á mig þegar ég gerði eitthvað sem ekki mátti og hvernig ég vappaði í kringum hana og reyndi að skilja heiminn með því að spyrja hana í sífellu. Ég ólst upp í sveit þar sem fátt var um leikfélaga og af þeim sökum sótti ég enn meira koma til afa og ömmu. Það spillti heldur ekki fyrir að þau keyptu sjónvarp löngu á undan foreldrum mínum. Það var fátt skemmtilegra en að horfa á kúrekamyndir í stofunni hjá þeim. Stundum voru myndirnar svo mik- ið fullorðins að ég var skíthræddur að ganga heim í myrkrinu á eftir en það er önnur saga. Þegar ég lít til baka finnst mér amma hafa ver- ið ákaflega þolinmóð gagnvart inni- setum mínum og eins ærslafullum leikjum þegar frændsystkini mín komu í heimsókn. Dyr afa og ömmu stóðu mér alltaf opnar. Ég man ekki eftir því að hafa séð ömmu iðjulausa þegar heilsa hennar var enn óbiluð. Raunar man ég ekki eftir að hafa séð hana sitja nema með prjóna í hönd og mig grunar að hún hafi borðað standandi þegar gesti bar að garði. Hún var kvik og rösk við öll sín verk þótt henni hafi án efa fundist þau misskemmtileg. Þannig mynd- aði hún dálitla andstæðu við afa sem var hægur og nákvæmur. Þeg- ar ég lít aftur sé ég að henni þótti ákaflega gaman að átaksverkefn- um sem fjölskyldan vann í samein- ingu – í sláturtíð, rúningi eða hey- vinnu – sem sýnir líklega hve mikil félagsvera hún var. Skemmtilegast þótti henni held ég að vera í berja- mó sem ég raunar held að hafi ver- ið títt um konur af hennar kynslóð. Ég held raunar að hugur hennar hafi verið jafn kvikur og hún sjálf. Líklega hefur hún aldrei haft mik- inn tíma til þess að lesa en hún nam hið talaða orð og hafði af- bragðs minni. Amma hafði sítt, dökkskollitað hár sem hún fléttaði og batt. Ég man oft eftir henni við vaskinn að kemba sér hárið og binda það síð- an. Afi sagði eitt sinn við mig að honum þætti hár vera ein mesta prýði kvenfólks. Hann leit síðan til ömmu og sagði stoltur að henni hefði aldrei flogið í hug að klippa á sig drengjakoll þrátt fyrir að það hefði komist í tísku. Ég heyrði þau aldrei hækka róminn í æsingi þeg- ar þau ræddu saman enda var verkaskiptingin skýr – amma var húsfreyja og hafði forræði innan- stokks en afi utan. Þau voru reyndar afar ólíkar persónur en þegar ég lít aftur sé ég að þau voru ótrúlega samhent hjón. Amma hlustaði ávallt á útvarpið á hæsta styrk þegar hún vann hús- verkin og þegar hún prjónaði hafði hún bæði útvarpið og sjónvarpið á – það hindraði hana þó ekki í að halda uppi samræðum á sama tíma. Líklega hefur hún kunnað við allt annað en þögn í kringum sig. Hvernig gat hún annað? Amma hafði alið allan sinn aldur á heim- ilum þar sem heimilisfólkið skipti tugum. Hún var ein af átján systk- inum, móðir tíu barna, tugföld amma og matmóðir fjölda annarra. Afa og henni þótti fátt skemmti- legra en að bjóða fólki í mat eða kaffi – hvort sem það var einn stakur ferðalangur eða rútufarmur af fólki – alltaf mátti bæta einum enn við borðið. Amma var ákaflega forvitin og fréttaþyrst og hafði sterkar skoðanir á mörgu sem hún lét í ljós yfir kaffibolla með miklum sykri. Hún var einnig hnyttin og átti til snögg og meinhæðin tilsvör. Þegar ég lít aftur finnst mér lífs- starf ömmu vera ákaflega merki- legt í þau 90 ár sem hún lifði og hún hafi komið býsna mörgu í verk. Hún var húsmóðir og hús- freyja. Þessi tvö starfsheiti voru mjög virt á fyrri tíð en virðast nú vera lögð að jöfnu við atvinnuleysi í opinberri umræðu. Víst er að vinna ömmu minnar þessi 90 ár kom að litlu eða engu leyti fram í mældri landsframleiðslu líkt og önnur störf sem engar beinar launagreiðslur koma fyrir. Hins vegar skapa alúðleg húsmóðurstörf – hvort sem þau eru unnin af körl- um eða konum – raunverulegt virði. Það eru þessi síendurteknu smáu viðvik, þessir mörgu litlu hleðslusteinar sem byggja upp heimili, fjölskyldur og gifturíkan lífsferil, en það er ekkert magn af landsframleiðslu sem getur komið í stað þess að hafa átt gott atlæti í æsku. Raunar má segja með sanni að þegar ævinni lýkur sé fátt hægt að telja til meiri afreka en að hafa haldið gott heimili. Að því leyti var amma afrekskona. Ég sjálfur vildi óska öllum krökkum þess að hafa afa og ömmu í næsta húsi sem hafa alltaf nægan tíma fyrir spurulan strák. Þegar ég kvaddi ömmu í síðasta skipti voru það hinar sjálfvirku hurðir spítalans sem lukust upp fyrir mér þegar ég gekk út í lífið á nýjan leik. Mér finnst þetta vera töluverð tímamót. Ásgeir Jónsson. Orðstír fagur aldrei deyr óhætt má því skrifa á söguspjöldum síðar meir, sagan þín mun lifa. (Guðrún Jóh.) Það var fyrir réttum 6 árum eða í byrjun febrúar árið 2001 að ég kynntist Laufeyju Valgeirsdóttur og fólkinu hennar í Bjarnarhöfn. Þarna kynntist ég konu sem hafði gert og reynt ýmislegt og smátt og smátt heyrði ég meira af sögu þessarar ótrúlegu konu sem ólst upp norður á Ströndum, stofnaði heimili þar og eignaðist níu börn, tók sig svo upp með fjölskyldu sína og flutti að Bjarnarhöfn á Snæ- fellsnesi, þar sem yngsta barnið fæddist nokkrum árum seinna. Margt var búið að ganga á í kring- um hana og mikið búið að gerast í lífi þessarar konu þegar ég kynnt- ist henni, en samt stóð hún keik og óbuguð. Mér er hún einstaklega minnisstæð á fjölskyldumótinu sumarið 2001 þegar við vorum á tanganum við víkina þar sem þau tóku land, þegar þau komu fyrst til Bjarnarhafnar, þarna stóð þessi 83 ára gamla kona og rifjaði upp hvernig henni leið þegar hún sá sín nýju heimkynni um 50 árum áður og þótt hún segði ekki mjög margt, þá fóru greinilega margar minn- ingar um hugann hjá henni. Eftir að samband mitt við þetta fólk rofnaði hef ég reynt að fylgjast með hvernig Laufeyju hefur geng- ið. Ýmis áföll og veikindi hafa dun- ið á henni en alltaf hefur hún jafn- að sig aftur eða eins og einn ættingi hennar sagði við mig í fyrrasumar, „hún er alltaf alveg að fara en svo rís hún upp aftur, hún er svo ótrúlega lífseig“, en nú er lífskerti Laufeyjar Valgeirsdóttur „brunnið að stjaka“ og hún kvaddi vonandi sátt og ánægð, umvafin ást og kærleik ættingja og vina og hin- um megin hafa þeir Bjarni og Reynir tekið á móti henni ásamt öðrum ástvinum og kunningjum sem farið höfðu á undan henni yfir móðuna miklu. Laufey mín, þakka þér fyrir alla þá vinsemd og vináttu sem þú sýndir mér á því stutta skeiði sem við áttum saman og börnum þín- um, tengdabörnum og öllum ætt- ingjum sendi ég samúðarkveðjur með þökk fyrir allt. Minning Lauf- eyjar Valgeirsdóttur lifir. Sigrún M. Gunnarsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN RUT DANELÍUSDÓTTIR, (Dúna Dan), Gullsmára 11, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. febrúar kl. 13.00. Danelíus Sigurðsson, Margrét Ellertsdóttir, Alfreð Almarsson, Helga Haraldsdóttir, Halldór Almarsson, Helena Jónasdóttir, Sigfús Almarsson, Sigrún Sigurðardóttir, Pálmi Almarsson, Vilborg Sverrisdóttir, Sveindís Almarsdóttir, Kjartan Snorrason, Vignir Almarsson, Inga Yngvadóttir, Dagbjört Almarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BERGÞÓR NJÁLL GUÐMUNDSSON, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 19. febrúar kl. 13.30. María Magnúsdóttir, María Bergþórsdóttir, Guðmundur Hjálmarsson, Helgi Bergþórsson, Kristín Bergþórsdóttir, Pétur Þór Lárusson, Ingibjörg H. Bergþórsdóttir, Guðmundur Kr. Ragnarsson, Guðmundur Örvar Bergþórsson, Aðalheiður Gísladóttir, Rúnar Þór Bergþórsson, Albert Valur Albertsson, Brynjar Bergþórsson, Apríl Eik Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát konu minnar, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÁSGERÐAR ÖLDU GUÐMUNDSDÓTTUR, Árskógum 6, Reykjavík. Páll Gunnar Halldórsson, Erla Linda Benediktsdóttir, Friðbjörn Sveinbjörnsson, Halldór Ingólfur Pálsson, Sigurlaug Kristín Pálsdóttir, Lára Margrét Pálsdóttir, Svanur Tómasson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR, seinast til heimilis í Lindasíðu 2, Akureyri, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð fimmtu- daginn 15. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Kristinn Jónsson, Jakobína Reynisdóttir, Hermann Ragnar Jónsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Guðný Jóhanna Jónsdóttir, Óskar Sigurpálsson, Gunnar Jónsson, Jóhanna Andrésdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON frá Bakkafirði, Hringbraut 80, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðviku- daginn 7. febrúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elísabet Dóris Eiríksdóttir, Guðmundur Ólafsson, A. Elín Bergsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.