Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 55 taka til hendinni á jörðinni og með hjálp vina og fjölskyldu byggðu þau upp glæsilegt býli. Tamningaað- staða í sérflokki og síðustu sumur starfrækti Sollý reiðskóla fyrir börn og þar komust færri að en vildu. Ekki man ég hvað við hjónin fórum í margar hestaferðir með Sollý en þær voru margar og yfirleitt var rið- ið upp í Þjórsárdal og nágrenni hans. Síðasta ferðin okkar var síð- asta sumar og þá riðu þau Lína og Bjarni Ófeigur með, og við grínuð- umst með það að þau riðu eins og fautar en það væri vegna þess að Sollý væri búin að þjálfa þau svo vel í reiðskólanum. Ég held að Sollý hafi liðið best á skógargötunum í Þjórsárdal á einhverjum af gæðing- um sínum en í þessari ferð var hún á Djarfi. Ég mun aldrei ríða skógargötuna með Sollý aftur og ég efast um að ég hafi eins mikla ánægju af því að fara þangað aftur. Það síðasta sem Sollý sagði við mig var: „Valli, þú veist að mér þyk- ir svo …“ Hún náði ekki að klára setninguna en ég veit hvernig hún átti að enda. Sollý, þú varst besta vinkona mín og það mun ekki líða sá dagur að ég hugsi ekki um þig. Þinn vinur Valdimar Bjarnason (Valli). Það var kvöld eitt fyrir nokkrum árum, að Sollý kom í heimsókn til Hjalta bróður síns á Snorrabrautina og ætluðu þau í bíó. Hún horfði rannsakandi yfir íbúðina sem var óvenju vel þrifin, allt á sínum stað og búið að vaska upp. Hún spurði: „Hver er hún?“ Þetta varð til þess að Hjalti ákvað að kynna mig fyrir Sollý systur og spurði mig hvort ég hefði áhuga á að fara helgina eftir á Ásólfsstaði en Sollý ætlaði að vera þar í hestaleið- angri ásamt Hermanni nokkrum Karlssyni. Þegar ég hitti Sollý, tók ég strax eftir því hvað hún var glaðleg, já- kvæð og þægileg í viðmóti. Hún tók afskaplega vel á móti mér enda ekki á hverjum degi sem Hjalti kynnti dömur fyrir fjölskyldunni. Hún spurði Hjalta hvort hann vildi fara á hestbak og hann vildi það, svo spurði hún mig og ég var nú alveg til í það. Ég varð þess heiðurs aðnjót- andi að fara á bak á Stjarna sem var fyrsti hesturinn hennar. Hefði hún vitað hversu hryllilega lélegur hestamaður ég var, hefði hún ábyggilega hugsað sig um tvisvar. Stjarni gamli átti örugglega ekki skilið að vera setinn lélegum knapa. Hjalti segist sjaldan hafa séð svona mikla lofthæð á milli knapa og hnakks, þegar Stjarni gamli ákvað skyndilega að fara í kapplaup við Kötlu, hest Hjalta og ég skil ekki enn í dag hvernig ég hékk á baki. Síðar var mér nú reyndar sagt að Stjarni hefði mikið keppnisskap. Seinna sama dag ákváðu þau systk- inin að fara út á tún og stækka gerð- ið hjá hestunum og ég, borgarpían kom með í för. Þau systkinin hlupu léttfætt yfir skurði og móa á meðan ég staulaðist á eftir þeim móð og másandi. Þegar ég kom að einum skurðinum og ætlaði að hoppa yfir, missti ég jafnvægið og var nærri því dottin í skurðinn. Hjalti reif í mig til þess að ég dytti ekki, greip því mið- ur í óæskilegan undirfatnað, sem rifnaði og ég datt kylliflöt ofan í skurðinn. Ég hélt að Sollý og Hjalti myndu kafna úr hlátri, rétt áður en þau björguðu mér upp úr skurðin- um. Á Ásólfsstöðum var ég svo heila helgi, undirfatalaus, í allt of stórum fötum af Hjalta. Þessi atvik voru svo ótrúlega klaufaleg að nauðsynlegt var að hafa húmor fyrir sjálfum sér. Þetta voru mín fyrstu kynni af Sollý og höfum við hlegið mikið að þess- um atburði síðan. Upp frá þessu hófst góður vinskapur með okkur Sollý og við gátum spjallað um allt milli himins og jarðar. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til hennar og hún var einstaklega gestristin og góð við okkur fjölskylduna. Hún sagði mér margar sögur af Hjalta, því hún þekkti hann einna best og hún gat á svo skemmtilegan hátt dæmt hann og jafnframt gert hann að besta manni í heimi. Eins og hún sagði eflaust við okkur öll, lét hún alla sína drauma sína rætast fyrir dauðann. Hún eignaðist jörð, frábæran eiginmann og yndislega dóttur. Hún var komin heim. Þrátt fyrir svart útlit gat hún alltaf séð björtu hliðarnar á öllu. Elsku Sollý mín. Þú lofaðir að klípa í mig þegar þú værir komin á leiðarenda. Þú vildir trúa því að það væri líf eftir dauðann. Ef svo er, viltu líta eftir okkur. Þín mágkona Ragnheiður. Elsku frænka mín og vinkona er látin, aðeins 35 ára gömul. Eigin- maður, ung dóttir, fjölskylda og vin- ir sitja eftir og spyrja um tilgang- inn. Hver og einn reynir að finna svar í sínu hjarta. Og trúa því að nú sé hún í ljósinu bjarta hjá mömmu sinni sem hún missti ung, og ömmu sem kvaddi ekki fyrir löngu. Það er gott að ylja sér við hugsunina um þennan endurfund. Við nöfnurnar vorum systradæt- ur, elstu börn mæðra okkar sem gáfu okkur báðum nafn ömmu. Við vorum öll eins og einn stór systk- inahópur og til aðgreiningar var hún kölluð Sollý og ég Stóra Solla. Það kom snemma í ljós að sveita- lífið átti hug hennar allan. Hestar voru líf hennar og yndi allt frá unga aldri, áhuginn þvílíkur að stundum þótti borgarbörnunum nóg um. Eitt sumar var ég í vist á Sauðárkróki og Sollý í sveit í Skagafirði. Ég heim- sótti hana oft og dáðist að því hvað hún kunni og gat þó hún væri bara smákrakki. Hún gat aftur á móti engan veginn skilið hvernig ég nennti að passa barn allan daginn og vorkenndi mér mikið. Það sem einkenndi Sollý öðru fremur var lífsgleði og væntum- þykja. Hún sýndi það gjarnan með því að bjóða oft heim til sín og veita okkur þannig innsýn í sinn drauma- heim, sveitina. Hún vissi af eigin reynslu hvað það var gefandi fyrir börnin að komast í snertingu við dýr. Okkur fjölskyldunni eru ógleymanlegir réttardagarnir á Skeiðum þar sem Sollý blómstraði, jafnvel í skugga veikindanna. Mér þótti vænt um þegar hún með glöðu geði tók að sér veislu- stjórn í brúðkaupi okkar Halldórs. Það var gott að hlæja og tárast með henni því hún átti gott með að tala um tilfinningar sínar og fékk mann til að gera það líka. Hún var þroskuð sál og hún tókst á við veik- indi sín af einstakri yfirvegun. Ég kveð Sollý með söknuði og eftirsjá. Maríusonur, mér er kalt, mjöll af skjánum taktu, yfir mér ávallt vaktu. Lánið bæði og lífið er valt, ljós og myrkur vega salt. Í lágu koti á ljóstýrunni haltu. (Guðm. Friðjónsson) Megi algóður Guð styrkja Her- mann og Línu við þeirra mikla missi. Solveig H. Sigurðardóttir. Ég minnist þess þegar ég kynnt- ist þér fyrir nær tíu árum. Hermann bróðir var kominn með kærustu og hún hafði jafnvel enn meiri áhuga á hestum en hann! Ég man hvað það var auðvelt að kynnast þér. Þú varst svo hlý, skemmtileg og alveg ein- staklega hláturmild. Það var líka mjög notalegt að koma í heimsókn til ykkar. Þú skapaðir þægilegt and- rúmsloft, fólk náði að vera það sjálft og laust við öll formlegheit. Þú varst strax frá byrjun í miklu uppáhaldi í tengdafjölskyldunni og í góðu sam- bandi við alla. Ég dáðist oft að því hvernig þú nálgaðist málin af bjartsýni og trú á að geta framkvæmt alla hluti. Það var vissulega þörf á slíku hugarfari þegar fjölskyldan flutti í sveitina um hávetur, öll hús á jörðinni í vægast sagt döpru ástandi og drasl út um allt. Það er hreint með ólíkindum að haustið eftir skyldi vera haldin ógleymanleg brúðkaupsveisla í hlöð- unni á Efri-Brúnavöllum. Saman tókst ykkur Hermanni og Línu að byggja upp hlýlegt heimili í sveitinni og góðan stað til að búa á. Í sveitinni vildir þú vera og hvergi annars staðar. Dálæti þitt á dýrum og samband þitt við þau fannst mér alltaf einstakt. Hestarnir reistu haus og sperrtu eyrun þegar þeir heyrðu í þér, kötturinn Snúður kom hlaupandi á móti þér og Vaskur og Skotta fylgdu þér hvert fótmál. Öll dýr hændust áreynslulaust að þér. Elsku Sollý, ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynn- ast þér. Samskipti okkar voru alltaf svo góð og gefandi. Hermann og Lína, ykkar missir er mikill og er hugur minn hjá ykk- ur. Óla, Steinunni, systkinum Sollýj- ar og fjölskyldum þeirra vil ég senda mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Snorri Karlsson. Sólveig Ólafsdóttir eða Sollý frænka eins og við kölluðum hana alltaf var mikill vinur okkar systk- inanna enda mikill samgangur fjöl- skyldnanna og við á svipuðum aldri. Á þessari stundu hrannast upp ótal bernskuminningar sem við átt- um saman og langar okkur að minn- ast á nokkrar þeirra. Það voru ófáar ferðirnar sem við frændsystkinin fórum með rútunni eða akandi með foreldrum okkar til afa Hjalta og ömmu Karenar á Selfossi. Þar var nú ýmislegt brallað. Lúxusferðirnar voru samt þegar við fengum að fara einar án yngri systkina. Sveitin heillaði Sollý alltaf. Dýr voru í miklu uppáhaldi hjá henni og sérstaklega þá hestar. Næmi hennar og áhugi var slíkt að fljótt var hún fjölfróð um hesta. Hestar hreinlega löðuðust að henni en þó var Stjarni öllum öðrum fremri. Við vorum sem litlar hnátur mikið að skottast í kringum afa Hjalta og hans kindur. Einnig þótti okkur mikið til koma þegar við fengum að skrifa fjárdóma á afkvæmasýning- um. Þá vorum við afar stoltar. Merkilegt hvað við þrjú, afi, Sollý og ég, unnum vel saman þrátt fyrir mikla stjórnsemi hvers okkar. Sollý var mikil keppniskona og þegar við spiluðum á spil þá gat stundum slegið í brýnu. Sollý var al- gjör lestrarhestur og gat á undra- verðan hátt einbeitt sér þó svo að allt væri í háalofti hjá systkinum okkar og sjónvarpið á fullu. Það skipti ekki máli hvort bækurnar eða blöðin voru á íslensku, ensku eða dönsku, hún las allt og þá komu nú dönskublöðin hennar ömmu Karen- ar að góðum notum. Þrátt fyrir að þau systkinin væru ólík þá ríkti mik- ill kærleikur og vinsemd á milli þeirra. Það var alltaf gaman að hitta systkinin og þá var alltaf glatt á hjalla, gert grín að þeim yngri og mikið hlegið. Við heyrum ennþá hlátur Sollýjar en hún hló manna hæst. Það var mikið gæfuspor þegar hún kynntist Hermanni og eignaðist Línu Möggu. Þau bjuggu um skeið á Selfossi en hugurinn stefndi á að komast í sveit. Hennar langþráði draumur varð fljótt að veruleika. Þau eignuðust jörðina Efri-Brúna- velli I á Skeiðum og í framhaldinu var efnt til veglegs brúðkaups. Er sá dagur mjög eftirminnilegur. Okk- ur finnst einkenna þau Sollý og Her- mann að þau hafa gert sér grein fyr- ir að hamingjan er heimafengin en ekki keypt. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur. (Einar Ben.) Elsku Sollý, okkur þykir óendan- lega vænt um þig. Við eigum eftir að sakna þín. Takk fyrir allt. Það var aðdáunarvert að fylgjast með hvað fjölskylda Sollýjar var dugleg og samheildin á meðan veikindi hennar stóðu yfir. Við systkinin sendum Hermanni og Línu Möggu ásamt systkinum Sollýjar og mökum, föð- ur, fósturmömmu og afa Hjalta inni- legustu samúðarkveðjur, svo og öllu frændfólki hennar og vinum. Það verður bjart yfir endurfundum Sol- lýjar og mömmu hennar sem kvaddi okkur fyrir mörgum árum. Blessuð sé minning þeirra. Halla Karen, Svava og Hjalti Kristjánsbörn. Vor hinsti dagur er hniginn af himni í saltan mar sú stund kemur aldrei aftur sem einusinni var. (H.K.L.) Elsku Sollý. Þú sem varst búin að lofa að skrifa minningargrein um mig þegar þar að kæmi, skemmti- lega eins og þér einni var lagið, án mærðar og vífilengna. Í stað þess sit ég nú hér og er stirt um mál. Við Sollý komum á svipuðum tíma inn í Reykjahlíðarfjölskylduna og náðum strax vel saman. Sollý var á viðkvæmum aldri, unglingur sem misst hafði móður sína ung. En hér eignaðist hún stjúpfjölskyldu sem henni var afskaplega kær og mikils virði. Sömuleiðis þótti mér og okkur öllum fengur að ungri stúlku með ákveðnar skoðanir og ferska sýn. Gleði, jákvæðni og hæfileiki til að sjá það spaugilega í málunum, húsið ómaði af hlátrasköllum þegar Sollý var á staðnum. Eitt sinn dvaldi hún hjá okkur Svenna vetrarlangt og tamdi flestöll hrossin á bænum milli mjalta, þar var blómaskeið okkar hestamennsku. Sollý var náttúrubarn, hestamað- ur góður samkvæmt sinni skag- firsku arfleifð og mikill dýravinur. Sömuleiðis skarpgreind, snjall penni, flugmælskur ræðumaður og sögumaður af guðs náð. Sollý hóf ung blaðamennsku, m.a. í Eiðfaxa, og margir munu minnast hennar fyrir framlagið á þeim vettvangi. Við gömlu frænkurnar vorum ein- staklega ánægðar með hann Hemma, þótt við hefðum sjálfar mátt velja maka fyrir Sollý hefðum við ekki getað valið betur. Með Hemma sér við hlið rættust allir draumar Sollýjar, saman eignuðust þau Línu litlu, svo keyptu þau Brúnavellina þar sem þau hófu blandaðan búskap á nútímavísu með hestana í fyrsta sæti. Þau náðu á skömmum tíma að byggja upp góða aðstöðu og brydduðu upp á mörgum nýjungum í hestamennsku. Fram- tíðin virtist björt hjá duglegu ungu fólki, allt nema krabbameinið sem gerði ítrekaðar atlögur að Sollý og hafði að lokum betur. Við Svenni, Sigga Sóley og Ingvar Hersir minnumst Sollýjar með miklu þakklæti fyrir allt sem hún gaf okkur. Katrín í Reykjahlíð. Sollý var vinkona mín. Við fórum stundum saman í bíó og horfðum á spólur saman. Hún kenndi mér að sitja hest. Síðasta sumar hætti ég að ríða barnahestinum mínum og fór að ríða Nótt. Hún var stundum óþæg af því hún er svo ung en Sollý kenndi mér að láta hana tölta, brokka og feta. Sollý var besta frænka mín. Bjarni Ófeigur. Ég kynntist Sólveigu Ólafsdóttur þegar hún kom 12 ára gömul inn í tengdafjölskyldu mína. Sameigin- legur hestaáhugi tengdi okkur fljótt saman og spjölluðum við oft um hesta og nánast allt sem þeim tengdist. Þrátt fyrir ungan aldur gat Sollý frætt mig um margt í fræðum hestamennskunnar og þekkti hún til dæmis vel til fjölmargra hestakynja, útbreiðslu þeirra á jörðinni og var fróð um ættarsögu íslenska hests- ins. Þá er sjö daga hestaferð með Sollý og fleira góðu fólki afar eft- irminnileg. Með í för voru margir erlendir ferðamenn og fjölmörg ferðahross. Sollý, sem þá var rétt innan við tvítugt, tók virkan þátt í því að fræða gestina um íslenska hestinn, sögu hans, landið og þjóð- ina. Mér varð ljóst í þessari ferð að sögu- og tungumálakunnátta hennar var einstök og skopskyn frábært enda áttum við erfitt með halda aft- ur af hlátrinum í forreiðinni undir lok ferðarinnar, þegar við rifjuðum upp spaugileg atvik frá fyrstu dög- unum á Hengilssvæðinu, Þingvöll- um og á Lyngdalsheiði. Hrossin í rekstrinum voru úr ýmsum áttum en nokkur hross voru fædd Ingvari bónda í Reykjahlíð. Við áttum það einnig sameiginlegt að laðast mjög að Ingvari og geta hlegið dátt að óvenjulegum orðatiltækjum hans. Ingvar reyndist mér einstaklega vel sem tengdafaðir og ekki leið langur tími þangað til Sollý fór að kalla hann afa Ingvar og Sveinfríði tengdamóður mína ömmu Fríðu. Í Reykjahlíð áttum við Sollý saman margar glaðar stundir inni í bæ, úti í hesthúsi eða á þeysireið um engj- arnar. Árin liðu og nú kom að því Sollý stofnaði heimili með Hermanni og eignaðist Línu litlu. Það er ánægjulegt að rifja það upp að Fríða Margrét, dóttir okkar Ernu, var í vist hjá Sollý og Hermanni þegar Lína var tveggja ára gömul. Þau reyndust Fríðu Margréti einkar vel og á hún margar góðar minn- ingar frá þeim tíma og finnst nú erf- itt að vera fjarri á þessum sorg- artíma í fjölskyldunni. Hún sendir sínar bestu kveðjur frá Danmörku. Með þessum orðum hef ég rifjað upp nokkur góð minningabrot um Sólveigu Ólafsdóttur. Hennar verð- ur sárt saknað en minning Sollýjar mun lifa áfram hjá okkur sem kynntumst henni. Við í Laugaskarði sendum fjölskyldu Sollýjar okkar innilegustu samúðarkveðjur og lát- um hér fylgja ljóðið Skeiðfákur sem minnir á ógleymanlegt samband Sollýjar og Stjarna: Sumar. Og söngrödd í hlíðum. Svartáin morgunleg. Hestinum rauða ég hleypti út hagann, um beinan veg. Og hesturinn hafði vængi! hljóp, nei hann lyftist á flug og vann þar í andrá einni á öllum jarðfjötrum bug. Á bógum hans brotnaði ljósið sem úr brunni himinsins skein. Hann tók einn sveig kringum tunglið og tíminn í faxinu hvein! (Hannes Pét.) Þorsteinn Hjartarson. Í dag kveð ég eina af mínum kær- ustu vinkonum. Sameiginlegur áhugi okkar á hestum leiddi okkur saman, en vinátta okkar snerist þó um svo margt annað. Við komumst að því að við áttum ótrúlega margt sameiginlegt og náðu umræður okk- ar langt út fyrir hestamennskuna. Við Sollý gat maður talað um allt, frá bókmenntum og sögu yfir í fót- bolta og formúlu. Hún var vel inni í öllum málum og lagði sig fram um að fylgjast með því sem var að ger- ast í þjóðfélaginu. Þegar vorum ungar og ólofaðar þvældumst við víða, fórum m.a. saman í ógleymanlegar ferðir til út- landa og víðs vegar um Ísland. Oft höfum við rifjað upp þessar ferðir sem voru ansi skrautlegar enda tókst okkur yfirleitt að lenda í ein- hverjum hrakförum og skemmtileg- um uppákomum. Sollý var góður ferðafélagi og í þessum ferðum ræddum við öll okkar hjartans mál. Hún talaði oft um fjölskyldu sína og hversu mikið hún elskaði hana enda fjölskyldan með eindæmum sam- hent. Sollý missti móður sína ung og móðurmissirinn mótaði hana mikið. Á margan hátt var hún rótlaus og minnti mann stundum á litla hríslu sem ekki nær að festa rætur. En þegar hún fékk aðhald og stuðning, umhyggju og ástúð, blómstraði hún í allar áttir. Hún var fluggáfuð og gat tekist á við alls kyns verkefni, hvort sem það voru greinaskrif um hrossarækt, fréttaflutningur á Rík- isútvarpinu eða nám í Háskólanum. Allt lá þetta fyrir henni eins og opin bók. Fyrir henni voru aldrei nein vandamál, hún velti sér ekki upp úr hlutunum og miklaði þá ekki fyrir sér. Hún bara reddaði sér. Henni fannst t.d. ekkert mál að búa á Sel- tjarnarnesi og vera með hesta í Hafnarfirði. Meira að segja þegar bíllinn gafst upp þá fór hún bara í strætó. Henni fannst ekkert mál að leigja túnblett á Selfossi fyrir hest- ana þó hún ætti ekki bíl. Hún fór þá bara á puttanum og heimsótti afa Hjalta í leiðinni. Og ef hún kom sér í klandur eða lenti í mótbyr þá lagði hún aldrei árar í bát, heldur setti hausinn undir sig og tókst á við mál- ið. Hún vissi að hún átti góða að og hún sagðist oft vera þakklát fyrir að eiga svo góða fjölskyldu sem vildi SJÁ SÍÐU 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.