Morgunblaðið - 17.02.2007, Síða 57

Morgunblaðið - 17.02.2007, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 57 MINNINGAR ✝ Guðríður Guð-mundsdóttir fæddist og ólst upp á Brekku á Ingj- aldssandi við Ön- undarfjörð 12. ágúst 1912. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Ísafjarðar 8. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Einarsson refaskytta og Guð- rún Magnúsdóttir. Hún átti fjögur hálfsystkini og sextán alsystkini, og eru þau öll látin nema Guð- munda Guðmundsdóttir, f. 10. d. 10. febrúar 1983, þau eiga þrjú börn. Sambýlismaður Þórunnar er Ingimundur Guðmundsson. 2) Ásgeir Gunnbjörn, f. 14. ágúst 1934, d. 14. ágúst 1950. 3) Guð- rún, f. 19. október 1935, gift Guð- mundi Birni Hagalínssyni, f. 2. maí 1934, þau eiga sex börn. 4) G. Skúli, f. 12. desember 1937, kvæntur Halldóru Margréti Ott- ósdóttur, f. 6. desember 1935, þau eiga sex syni. 5) Þórður Sæberg, f. 4. janúar 1950, kona hans er Ulla Faag, f. 23. apríl 1951, þau eiga tvö börn. Fóstursonur þeirra Guðríðar og Bjarna er Sæþór Mildinberg Þórðarson, f. 16. nóv- ember 1942, kvæntur Mörtu Mar- gréti Haraldsdóttur, f. 16. júlí 1947, þau eiga fjögur börn. For- eldra Sæþórs eru Þórður Sigurðs- sonar og Salóme Halldórsdóttir. Afkomendur Guðríðar eru 103. Guðríður verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. júní 1926. Guðríður giftist 20. nóvember 1932 Bjarna Sveini Þórð- arsyni, f. á Kleif- arkoti í Mjóafirði 7. nóvember 1903, d. 24. janúar 1990. For- eldrar hans voru Þórður Bjarnason og Kristín Hann- esdóttir. Guðríður og Bjarni bjuggu lengst af á Flateyri við Önundarfjörð. Börn Guðríðar og Bjarna eru: 1) Þórunn Kristín, f. 20. júní 1933, giftist Kristjáni Júl- íusi Finnbogasyni, f. 27. maí 1928, Elsku mamma mín, nú skilja leið- ir okkar um sinn, það er alltaf sárt að kveðja, þú varst farin að þrá hvíldina og endurfund við pabba sem þú varst sannfærð um að tæki á móti þér. Ég var aðeins nokkurra mánaða gamall þegar þið tókuð mig í fóstur og átti ég bara að vera í skamman tíma en þegar á reyndi þá gátuð þið ekki hugsað ykkur að skilja mig eftir hágrátandi og var það ekki reynt aftur. Ég var smávaxinn fram eftir aldri og töldu einhverjir að þú tímd- ir ekki að gefa mér að borða en það var öðru nær, alltaf var nóg að bíta og brenna, og falleg voru fötin sem þú saumaðir á mig. Það sést best á gömlu myndunum. Ég var kvikur og frár á fæti og sagðist þú oft hafa þurft að hlaupa fram á bryggju, niður í fjöru eða upp í Bót til að gæta mín. Þú varst ákveðin og skapföst kona og vildir að maður stæði sig. Oft hefur mér verið líkt við pabba enda vorum við talsvert skyldir, ekki eru mörg ár síðan sagt var við mig „fé er nú gjarnan við fóstra líkt“. Ég er svo lánsamur að eiga dótturson sem ber nafn pabba og sonardóttur sem ber nafnið þitt og hafði hún gaman af þegar við heimsóttum þig síðastliðið sumar og þú gerðir athugasemd við mig. Þá sagði hún eftir á „hún langamma er ennþá að ala hann afa upp“. Þú varst mjög vinnusöm kona og hugs- aðir um heimilið okkar af miklum myndarbrag eins og þeir vita er til þekktu. Einnig má þekkja hand- bragð þitt af þeim munum sem þú skilur eftir þig og afkomendur þínir fá að njóta og prýða heimili þeirra um ókomin ár og vekja góðar minn- ingar þeirra um þig. Heimilisfólkið var ekki bara þið og börnin ykkar, oftar en ekki voru ættingjar og vin- ir í lengri eða skemmri tíma á heimilinu – auk þess sem þú sinntir foreldrum þínum á þeirra efri árum er þau þörfnuðust umönnunar. Elsku mamma mín, það er margs að minnast og margt að þakka og mun ég geyma minningarnar um þig og pabba í hjarta mínu. Hjartans kveðjur til ykkar frá okkur Mörtu og afkomendum okk- ar. Við hittumst aftur síðar, með þökk fyrir allt, einnig viljum við senda uppeldissystkinum mínum og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Þinn fóstursonur, Sæþór Mildinberg. Guja amma var alin upp á fjöl- mennu heimili þar sem nýta varð vinnuafl heimilisins vel. Amma var ekki gömul þegar hún fór að taka til hendinni við að prjóna sokka og leppa og passa yngri systkini sín. Hún sagði: „Mig langaði nú stund- um út að leika mér með Nonna bróður þegar sólin skein og ég sat inni við að passa yngri systkini mín. En það var nú ekki verið að fara út með börn á fyrsta ári svo stelpur gegndu því starfi að passa þau“. Amma sagði að sér hefði leiðst óg- urlega að læra að prjóna og heitið því að gera það ekki þegar hún yrði fullorðin. Guðmundur faðir hennar orti þá þessar vísur til marks um framtíð- aráform hennar. Guðríður mín gæða sprund gefur lepp í skóna. Iðjusöm er alla stund öllum fremri að prjóna. Ef ég væri orðin frú aldrei skyldi ég prjóna. Eina ætti ég auðuga frú óspart mér að þjóna. Ekki fylgdi hún amma mín þess- um æskuheitum sínum varðandi prjónaskapinn, ætli prjónlesið skipti ekki tonnum sem hún afkastaði um ævina. Þegar heilsan og giktin fóru að hamla því að hún gæti unnið handavinnu sagði hún: „Ég kann svo illa við mig sitjandi með hönd- urnar á guðsgullinu.“ Þarna átti hún við það að sitja auðum höndum. Amma mín var stór kona í orðs- ins fyllstu merkingu, há á velli, myndarleg og með mikinn persónu- leika. Réttlæti var henni í blóð bor- ið og dæmdi hún ekki aðra heldur studdi þá er á stuðningi þurftu að halda. Ég átti dyggan stuðning hjá henni þegar á reyndi bæði í sorg og gleði og vil hér í hinsta sinn þakka henni hann. Ég mun líka gera það með því að halda minningu hennar og mannkostum í heiðri meðal barna minna og afkomenda. Hún amma var fyrsta rauðsokk- an sem ég kynntist en samt sagði hún að við nútímakonur værum búnar að eyðileggja karlmennina, já, hún kallaði þá alltaf karlmenn. „Þeir vita ekki lengur hvernig þeir eiga að vera fyrir frekjunni í ykkur, þið bara heimtið og gleymið að jafn- réttið þarf að vera á öllum sviðum, ekki bara eins og ykkur hentar.“ Henni fannst heimilið vera orðið að orrustuvelli um hver gerði hvað en ekki lengur sá griðastaður fjöl- skyldunnar sem það áður var. Aftur á móti hélt hún langar ræður um kúgun kvenna fyrr og nú og bless- aði breytingar sem orðið hafa í jafn- réttisátt körlum og konum til handa. Amma tók margt verkið af okkur þegar hún var heima í Hrauni og sérstaklega þótti okkur Möggu gott að losna við uppvaskið. Hún sagði oft: „Þegar ég var stelpa hlakkaði ég alltaf til þegar gestir sem komu færu aftur því það var svo gaman að þvo upp leirtauið.“ Þetta skildum við Magga ekki. Lífsspeki ömmu var að hafa gaman af því sem hún gerði hverju sinni. Nú skilur leiðir, elsku amma mín. Þú kallaðir mig jafnan nöfnu þína eftir að ég varð fullorðin og þótti mér ofur vænt um það. Þegar afi fór sagði hann mér að hann væri að fara með Fagranesinu inn Djúp, að Arngerðareyri og þaðan að Kleifa- koti í Mjóafirði þangað sem hann átti sín æskuspor. Ég veit að afi hefur verið tilbúinn að bera tösk- urnar þínar á leiðarenda. Ég mun koma við og minnast ykkar. Hjart- ans þökk fyrir allt, nafna mín. Guðríður Guðmundsdóttir (Guja). Brimnesvegurinn var ævintýra- land fyrir krakka að koma á. Bjarni afi í kjallaranum að smíða og amma að baka. Hjallurinn, búrið, geymsl- an, stóri steinninn í fjörunni og garðurinn; allt voru þetta lítil æv- intýralönd með króka og kima sem varð að skoða. Vínarbrauð, skonsur, kleinur og allskyns góðgæti var alltaf til hjá ömmu. Afi kom upp í öllum kaffi- og matartímum og fékk sér snarl. Og alltaf kysstust þau eftir hvern matmálstíma. Amma brosti í kampinn – lét samt lítið á því bera. Þessar og ótrúlega margar minn- ingar koma upp í hugann þegar maður hugsar til baka um lífið á Kambinum hjá ömmu og afa. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera hjá þeim nokkra daga yfir sumartíma. Við kölluðum hana ömmu dreka. Ákveðin kona með lífsskoðanir sem tekið var eftir. Síðasta sumar hitti ég ömmu á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Ég hafði lít- ið upptökutæki með mér. Ég bað hana að segja mér sögur frá æsku sinni á Brekku á Ingjaldssandi. Sögurnar um langömmu en amma bar alltaf mikla virðingu fyrir henni. Hún sagði mér sögurnar af lífinu á þessu stóra heimili sem hún ólst upp á. Amma sagði alltaf, að söguna af langömmu þyrfti að skrifa. Það væri nauðsynlegt. Það væri ekki nóg að skrifa bara söguna af langafa. Langamma væri hetjan. Amma ásamt systrum sínum pass- aði yngri systkinin þótt þau væru nýfædd. Langamma var þá farin að vinna – það var fyrir stóru heimili að sjá. Ömmu fannst það mikilvægt að þessi hluti sögunnar kæmi fram. Stundum komu amma og afi suð- ur. Þá voru þau hjá mömmu og pabba í Garðabænum. Ég held þeim hafi leiðst það að vera í Reykjavík. Afi eitthvað svo eirðarlaus. En amma þó skárri. Flateyri var þeirra staður. En það var gaman að hafa þau á heimilinu. Það lífgaði upp á tilveruna og manni fannst þau vera svo rosalega gömul þegar maður var svona ungur. Maður bar virð- ingu fyrir þeim. Ég man ekki á hvaða kvöldum Dallas var sýnt en þá sátu allir fyrir framan sjónvarpið í vindlareykjar- kófinu frá pabba. Afi og amma sátu saman. Afi byrjaði á því að kalla JR Jón R. Og amma gerði það líka. Afi var eitthvað utan við sig og skildi stundum ekki alveg hvað var að gerast. Þá hastaði amma á afa og útskýrði. Þetta þótti mér ótrúlega skemmtilegt. Endalausar minning- ar um þau. Flestir í fjölskyldunni voru full- vissir um að amma yrði 100 ára gömul – jafnvel eldri. Hún sagði þó alltaf eftir að Bjarni afi dó að hún vildi fá að fara. Já, Bjarni afi var stór hluti af hennar lífi. Þau voru gift í 57 ár. Amma lifði í 17 ár án hans. Þegar ég heimsótti ömmu í síðasta skiptið á sjúkrahúsið á Ísa- firði spurði ég hana hvernig hún hefði það. Hún svaraði: „Hvernig heldurðu að ég hafi það Jói minn? Liggjandi í rúminu allan daginn – gónandi upp í loftið. Geri ekki neitt!“ Þarna var amma dreki að tala. Þreytt! Tilbúin til að fara. Og nú er hún komin til afa. Þessi orð eru skrifuð af mikilli virðingu fyrir stórbrotinni konu. Konu sem ég er kominn af. Hetju sem ég mun stoltur segja sögur af í framtíðinni. Jóhannes Kr. Kristjánsson. Látin er á Ísafirði föðursystir mín Guðríður Guðmundsdóttir, Guja frænka eins og hún var alltaf kölluð í minni fjölskyldu. Mig lang- ar að minnast hennar í örfáum orð- um, sérstaklega vegna þess að mér þótti ákaflega vænt um þessa frænku mína, að öðrum systkinum pabba ólöstuðum. Ég átti því láni að fagna að vera í fæði og húsnæði hjá þeim hjónum, Guju og Bjarna manni hennar, sumarlangt er ég var fimmtán ára þegar ég vann sem landróðramaður á Kvikk sem gerð- ur var út frá Flateyri. Það var margt um manninn í heimili hjá Guju þetta sumarið og var þar amma mín, móðir Guju, Guðrún Magnúsdóttir háöldruð og elsti sonur hennar Helgi sem einnig var kostgangari hjá systur sinni. Þá var heimasætan Guðrún og Guð- mundur Hagalínsson kærastinn hennar sem bjó einnig á heimilinu. En við Guðmundur vorum á Kvikk hjá þeim þekkta aflamanni og upp- alanda sjómanna á Vestfjörðum, Helga Sigurðssyni, alltaf kenndur við Kvikk. Ekki má gleyma yngsta barninu á heimilinu, Þórði, sem ólst þarna upp í stórum frændgarði. Guja frænka var ákaflega hlý og góð kona og vildi manni alltaf vel. Hún var líka stjórnsöm og vildi hafa reglu á hlutunum og passaði ákaflega vel að heimilisfólkið fengi nóg að borða og klæddi sig vel. Fékk maður svo sannarlega að heyra þetta: „Ertu nú orðinn sadd- ur … ertu nú nógu vel klæddur Sverrir minn.“ Undir þetta tóku amma og Helgi frændi sem létu ekki kjurt við liggja að ala barna- barn og bróðurson sinn upp og gefa honum gott veganesti út í lífið. Þessi afskiptasemi í ömmu og systkinunum gat stundum farið í fínustu taugarnar á unglingnum og töffaranum sem vissi nákvæmlega hvernig átti að lifa lífinu. Einu sinni gekk ég svo langt þegar Helgi frændi var að vanda um við mig að ég svaraði fyrir mig svo ömmu þótti nóg um og sagði: „Að þú skulir vera sonur hans Nonna míns og tala svona til hans Helga míns.“ Ég svaraði að vörmu spori: „Ég er ekk- ert sonur hans, ég er eingetinn.“ Þá varð Guju frænku nóg boðið og tók litla frænda sinn á beinið og fer ekki sögum af því framhaldi. En seinna meir var oft minnst á þessi orðaskipti í þröngum hóp og þá í gamni. Það var rosalega gaman þetta sumar hjá Guju, samverustundirnar í eldhúsinu, sögurnar sem sagðar voru og grínið og „alvaran“. Þetta sumar er mér ógleymanlegt og upp úr minningunum stendur þessi sterka og hlýja kona sem hélt svo vel utan um fjölskylduna sína og frændur sem áttu athvarf hjá henni. Þegar ég nú kveð þig, kæra frænka, með þessum fátæklegu orð- um þá vona ég að þú hafir fundið friðinn og hvíldina, sem þú varst farin að þrá. Með þér er gengin stórbrotin, fal- leg og elskuleg kona sem við, sem hana þekktum, minnumst með virð- ingu og hlýju. Fjölskyldu Guju frænku sendi ég mínar bestu kveðjur og harma að geta ekki verið við útför hennar í dag. Blessuð sé minning mikilhæfrar konu. Sverrir Jónsson. Nú hefur elskuleg móðursystir mín, hún Guja frænka, fengið hvíld- ina. Hún var orðin þreytt og illa farin af gigtinni, enda sagði hún oft við mig: Ég skil ekki hvað er verið að láta svona kerlingu lifa, ég er orðin svo gömul. Þrátt fyrir háan aldur var hún minnug og vel með á hlutina fram í andlátið. Ég hef alltaf verið Guju og Bjarna þakklát fyrir hversu góð þau voru mér þegar ég, þá 5 ára, var hjá þeim á Flateyri, handleggs- brotin í nokkrar vikur. Það var seinnipart vetrar og ekki alltaf gott að komast heim á Ingjaldssand. Ég fór mikið með frænku á milli bæja á Flateyri, eins og ég kallaði það. Þar kynntist ég nýju lífi í „stórmenning- unni“ og fannst afskaplega gaman að heimsækja vinkonur hennar. Það var líka skemmtilegt að kíkja við í kjallaranum hans Bjarna þar sem hann var með smíðaverkstæði. Á þessum tíma var Guðrún móður- amma mín hjá þeim og þaðan eru einu minningar mína um hana. Undanfarin ár höfum við Guja oft hist. Undir það síðasta dvaldi hún á öldrunardeild Sjúkrahússins á Ísa- firði eins og faðir minn. Það gladdi hana að hafa einhvern að spjalla við og þegar við heimsóttum pabba hittumst við alltaf. Henni fannst alltaf gaman ef ég hafði á orði hvað hún væri fín og í fallegum kjólum og oft kom hún við fötin mín til að skoða hvernig efni væri í þessu og hinu. Það var gaman að fara inn til hennar á síðasta aðfangadagskvöld og óska henni gleðilegra jóla og bjóða henni góða nótt en hún var háttuð þegar við komum með pabba. Ekki fannst henni leitt að fá faðmlag og koss frá Þór mínum sem hún var afskaplega ánægð með, og hún skoðaði jólafötin henn- ar Sædísar vel og vandlega. Hún hafði góðan smekk fyrir fatnaði enda var hún alla tíð mikil hann- yrða- og saumakona. Einu sinni ætlaði Sædís, þegar hún var fimm ára gömul, að biðja hana ömmu sína um að kenna sér að prjóna en henni fannst hún of ung. Sædís var nú ekki alveg sátt við það og tók prjónana og garnið og arkaði upp á þriðju hæð til Guju frænku og ætlaði biðja hana um að kenna sér. Guja sagði; hvaða vit- leysa er í henni að þú sért of lítil. Eftir dálitla stund kemur Sædís trítlandi niður, búin að prjóna dúkkutrefil. Sædís hefur prjónað mikið síðan og sýnt Guju frænku sinni mikið af því dóti og fötum sem hún hefur gert Guju til mikillar gleði. Nú er mamma orðin ein eftir af stóra systkinahópnum frá Brekku. Það hefur verið erfitt undanfarin ár að fylgja svona mörgum systkinum síðasta spölinn. Mamma hefur verið sérstaklega dugleg að heimsækja og aðstoða systur sínar sem voru síðastar eftir. Ég votta mömmu og allri fjölskyldu Guju samúð okkar allra. Álfhildur. Guðríður Guðmundsdóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 LEGSTEINAR Tilboðsdagar Allt að 50% afsláttur af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.