Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 23 Sögusýningin er til húsa í Aðalstræti 6 og spannar 120 ára sögu bankans og þjóðarinnar. Skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna. Sögusýning Landsbankans Aðalstræti 6 (húsnæði TM). Sími: 410 4300 Opið virka daga kl. 11:00-17:00, um helgar kl. 13:00-17:00 Enginn aðgangseyrir - Barnahorn – Alltaf heitt á könnunni Laugardagur og sunnudagur: Sveinbjörn Guðbjarnarson, sem er fjölkunnugur um sögu bankans, leiðbeinir gestum og svarar spurningum. Sunnudagur kl. 14:00: Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, segir frá listaverkasafni Landsbankans og fresku (veggmynd) Kjarvals „Saltfiskstökkun”. Baltasar Samper, myndlistarmaður, segir frá og útskýrir uppruna og þróun freskutækninnar. Á Sögusýningu Landsbankans er margt markvert að sjá og skoða, ekki aðeins úr bankasögunni heldur eru dregnar upp myndir úr þjóðlífi fyrri tíðar enda saga bankans og þjóðarinnar sam- tvinnuð á ýmsan hátt. Á sýningunni má m.a. sjá skrifstofuherbergi frá árinu 1886, nýtt líkan sem sýnir miðbæinn eftir brunann mikla 1915, tækniþróunina allt frá pennastöng til samskiptatækja nútímans og líkan af framtíðarskipulagi miðborgarinnar. Landsbankinn 120 ára SÖGUSÝNING Viðburðarík helgi ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 36 29 6 02 /0 7 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands er um þessar mundir á tónleikaferð- lagi um þrjú Evrópulönd; Þýska- land, Austurríki og Króatíu. Sveitin hélt utan 11. febrúar og kemur aftur á þriðjudaginn kemur. Þrennir fyrstu tónleikar sinfóníunnar voru í Köln, Düsseldorf og Braunschweig í Þýskalandi og hafa þegar birst dóm- ar um tónleikana í þýskum dag- blöðum. Á bloggsíðu sinfóníunnar hafa kaflar úr þessum dómum verið þýddir yfir á íslensku. Fyrst er það kafli úr dómi í dagblaðinu Neue Rhein Zeitung um tónleika sveit- arinnar í Düsseldorf: „Undir stjórn aðalhljómsveit- arstjóra síns Rumons Gamba, mátti hlýða á sýnishorn af kunnáttu hinna metnaðarfullu íslensku hljóðfæra- leikara. Þeim var fagnað með húrra- hrópum og miklu klappi eftir að hafa spilað tvö snerpuleg aukalög.“ Í sama blaði er svo fjallað um flutning sveitarinnar á Trilogiu Pic- cola eftir Jón Leifs: „Tónsproti Bretans ljær verkinu ekki bara aukinn kraft heldur fær það til að glitra eins og ískristal. Af fullum þunga en fjaðurmýkt leiðir maestro Gamba hljómsveit sína, með hraðann í fyrirrúmi en einnig er áherslan á hetjulegan þunga og ískalda hljóma.“ Fínleg blæbrigði Í dagblaðinu Rheinische Rundsc- hau er einnig fjallað um tónleika sveitarinnar í Düsseldorf, og þá sér- staklega flutning á Sinfóníu nr. 2 eft- ir Síbelíus: „Eftir hlé, glansnúmer fyrir nor- rænar hljómsveitir, önnur sinfónía Síbelíusar. Nú gaf Gamba loksins hljómsveitinni lausan tauminn sem hljóðfæraleikararnir launuðu með óheftri leikgleði. Fínleg blæbrigði töpuðust þó ekki. Stirndi á lokaþátt- inn eins og stórfenglegan org- elpunkt.“ Loks kemur fram á síðunni að Li- lya Zilberstein, sem leikur einleik á píanó með sveitinni, hafi vakið sér- staka athygli fyrir frammistöðu sína á tónleikunum, og að gagnrýnandi sem sá og heyrði tónleika sveit- arinnar í Köln hafi ausið hana lofi. Í dag heldur sveitin svo tónleika í Zagreb í Króatíu en lokatónleikar ferðarinnar verða í Konzerthaus í Vínarborg 19. febrúar. Meira: sinfonian.blog.is Sinfónían fær góða dóma Í Köln „Þeim var fagnað með húrrahrópum og miklu klappi eftir að hafa spilað tvö snerpuleg aukalög,“ sagði gagnrýnandi um tónleikana í Köln. NÝJASTA hefti tékkneska bók- mennta- og menningartímaritsins Host er að stórum hluta tileinkað ís- lensku máli, bókmenntum og menn- ingu. Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, ritar grein um íslenska tungu, sögu hennar og sérkenni, Friðrik Rafnsson, bók- menntafræðingur og þýðandi, fjallar um íslenska samtímamenn- ingu, Marta Bartoskova, bók- menntafræðingur og þýðandi, fjallar um íslenskar samtímabók- menntir og birtir eru kaflar úr bók- um eftir rithöfundana Sjón, Vigdísi Grímsdóttur, Gyrði Elíasson og Sig- urbjörgu Þrastardóttur. Þá er það hefð í tímaritinu að birta fjölda ljós- mynda eftir sama ljósmyndarann í hverju tölublaði, en að þessu sinni hlýtur íslenski ljósmyndarinn Guð- mundur Ingólfsson þann heiður, en birtar eru um tuttugu ljósmyndir í tímaritinu, allar teknar hér á landi. Morgunblaðið/Kristinn Bókmenntir Í tímaritinu eru birtir kaflar úr bókum eftir íslenska rit- höfundana, þar á meðal Sjón. Morgunblaðið/Ómar Ylhýra Vigdís Finbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, ritar grein um íslenska tungu, sögu hennar og sérkenni í menningartímaritið Host. Ísland í tékknesku tímariti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.