Morgunblaðið - 17.02.2007, Page 54

Morgunblaðið - 17.02.2007, Page 54
54 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sólveig Ólafs-dóttir bóndi fæddist í Hafn- arfirði 1. október 1971. Hún lést á líknardeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss 13. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ólafur Hjalta- son, f. 2. apríl 1948, og Sigurlína Mar- grét Ásbergsdóttir, f. 29. júlí 1948, d. 13. janúar 1983. Seinni kona Ólafs og stjúpmóðir Sól- veigar er Steinunn Ingvarsdóttir, f. 8. júní 1952. Systkini Sólveigar eru: 1) Hjalti Ólafsson, f. 25. sept- ember 1972, maki hans er Ragn- heiður Líney Pálsdóttir, f. 27. nóv- ember 1972. Sonur Hjalta er Ólafur, f. 1991. Synir Hjalta og Ragnheiðar eru Páll Helgi, f. 2000, Sólveigar er Sigurlína Margrét, f. 1. febrúar 2000. Sólveig ólst upp í Reykjavík en eyddi öllum sínum sumrum og frí- um í Skagafirði og síðar Árnes- sýslu. Hún naut þess að vera í kringum hesta og það áhugamál hennar og síðar atvinna mótaði líf hennar frá unga aldri. Hún varð stúdent frá MR 1991 og nam ensku og sagnfræði við Háskóla Íslands. Sólveig starfaði við tamningar bæði erlendis og innanlands. Hún vann við þýðingar og greinaskrif, m.a. fyrir Eiðfaxa International, og var um tíma aðstoðarritstjóri Eiðfaxa. Hún var fréttamaður hjá RÚV árið 1999. Í janúar 2003 fluttu Sólveig og Hermann að Efri-Brúnavöllum og bjuggu sam- an þar með hesta, nautgripi og fé. Síðustu ár starfaði Sólveig við reiðkennslu bæði á Selfossi og síð- ar á Efri-Brúnavöllum. Sólveig sinnti ýmsum félagsstörfum á veg- um hestamannafélaga. Útför Sólveigar verður gerð frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. og Ásberg Arnar, f. 2005. 2) María Kar- en, f. 25. febrúar 1976, maki hennar er Valdimar Bjarnason, f. 19. maí 1972. Börn þeirra eru Bjarni Ófeigur, f. 1998, Breki Hrafn, f. 2003, og Snæfríður Sól, f. 2006. 3) Stjúpbróðir Sólveigar er Atli Sig- urðsson, f. 2. maí 1976, maki hans er Kattie Nielsen, f. 23. desember 1979. Son- ur þeirra er Sebastian, f. 2004. 4) Snæfríður Ólafsdóttir, f. 28. des- ember 1987. Hinn 14. ágúst 2004 giftist Sól- veig Hermanni Þór Karlssyni, f. 15. apríl 1966. Foreldrar hans eru Karl Stefánsson, f. 21. desember 1930, og Þóra Hermannsdóttir, f. 15. maí 1937. Dóttir Hermanns og Ég veit ekki hvernig ég á að koma orðum að því hvernig persóna Sollý systir var. Hún var ótrúleg mann- eskja og sennilega sú sem ég leit mest upp til í lífinu. Hún var sig- urvegari í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og kláraði allt sem hún ákvað að gera með stæl, eins og við fengum að sjá þegar hún var búin að ákveða að deyja. Þegar hún lá bana- leguna á Brúnavöllum var henni efst í huga hvað við værum sorgmædd og að okkur liði nú ekki nógu vel. Þegar ég var að fara frá henni á sunnudaginn, og var að kveðja hana, bað hún mig nú að keyra varlega því að það væri nú örugglega mikil hálka. Já, það var henni efst í huga að okkur liði nú örugglega vel. Sollý var líka frábær skemmtanastjóri í fjölskyldunni og passaði upp á að við hittumst reglulega og gerðum okkur glaðan dag. Réttasúpan var orðinn siður hjá henni og mættu margir til að njóta réttanna og ekki síður fé- lagsskaparins við hana og Hermann. Sollý bað okkur stórfjölskylduna að passa upp á að réttasúpan yrði hald- in árlega áfram á Brúnavöllum. Sollý sagði okkur að draumar henn- ar hefðu ræst, hún ætti yndislega dóttur, frábæran mann og hún væri orðin bóndi á frábærum stað. Við Sollý misstum mömmu okkar þegar við vorum tíu og ellefu ára og höfum upp frá því leitað mikið hvort til annars með alls konar hluti. Sollý trúði því að hún væri að fara að hitta mömmu, ömmu Sól, ömmu Karen og afa Ásberg og þess vegna er dauði hennar ekki síður hátíð- isdagur fyrir hana en sorgardagur. Elsku Hemmi, Lína, pabbi og allir ég veit að þið hafið misst mikið og eigið eftir að þurfa að glíma við mikla sorg, en Sollý vildi að við héldum áfram og slökuðum hvergi á að lifa lífinu lifandi. Hjalti Ólafsson. Stóra systir mín er dáin, langt fyrir aldur fram. Systir mín sem hefur alltaf passað upp á mig. Ef ég á að nota eitt orð til að lýsa Sollý þá er það styrkur. Hún hefur orðið fyr- ir miklum áföllum í lífinu en alltaf lent á báðum fótum og gert það besta úr aðstæðum sínum á hverjum tíma. Hún var yfirburðamanneskja, greind hennar og drifkraftur var slíkur að flestir sem kynntust henni dáðust að henni. Hún var þó alltaf hún sjálf fyrst og fremst og hélt sínu striki hvað sem öðrum fannst. Örlög hennar voru ráðin þegar hún var fimm ára og fór í sveit að Lyngholti. Þar varð Sollý að hestakonu og því fékk ekkert breytt, hvorki pabbi, amma né aðrir sem töldu að þetta væri nú kannski einum of mikill áhugi. Hestar urðu hennar ástríða og starf allt hennar líf eftir það. Lífshlaup Sollýjar er hvatning til okkar um að láta drauma okkar ræt- ast og vera hamingjusöm með það sem við höfum. Síðustu dagana kom styrkur hennar sérstaklega í ljós þegar hún lagði okkur lífsreglurnar og hafði áhyggjur af því hvort ég gréti nokkuð allan daginn eða hvort við pössuðum ekki að hvíla okkur. Hún sagði mér á dánarbeði sínum að mesta lán sitt í lífinu hefði verið að kynnast Hermanni. Saman gengu þau í gegnum gleði og sorg og eign- uðust sinn sólargeisla hana Línu sem er lifandi eftirmynd móður sinnar. Sollý var brúarstólpi í mínu lífi og ég á eftir að syrgja hana og sakna það sem eftir er. Far þú í friði og guð blessi minn- ingu þína. María Karen. Sólveig Ólafsdóttir á Efri-Brúna- völlum á Skeiðum var mikil hæfi- leikakona, bæði fluggáfuð og ein- stakur námshestur, og átti mjög auðvelt með bóklegt nám, en hún var einnig mjög dugleg og líkamlega sterk, og átti sérstaklega auðvelt með að temja og þjálfa reiðhesta, og hafði um tíma atvinnu við að sýna ís- lenska gæðinga hjá þýska hestaeig- andanum Feldman í stórborgum Evrópu, m.a. Berlín og París og Vín- arborg. Sólveig vann um skeið mikið að ritstörfum, við útgáfu rita um hestaíþróttir og tamdi hesta og bjó um tíma í Lyngholti nærri Sauð- árkróki, þar sem hún ólst upp að nokkru leyti í æsku, en hún missti móður sína þegar hún var aðeins 11 ára gömul, og var þá um nokkurt skeið í Lyngholti hjá því vandaða fólki Svavari og Guðrúnu, sem þar hafa búið nú um langan tíma. Sól- veig var sonardóttir mín, dóttir Ólafs Hjaltasonar verslunarmanns í Reykjavík og konu hans Sigurlínu Ásbergsdóttur, en hún var ættuð frá Hofi á Höfðaströnd, en hún dó eftir 13 ára hjónaband með Ólafi, frá þremur ungum börnum. Ólafur var svo lánsamur að hann giftist aftur Steinunni Ingvarsdóttur hjúkrunar- konu frá Reykjum á Skeiðum, og þá fékk fjölskyldan að nýju gott heimili í Reykjavík, og Sólveig lauk þá stúd- entsprófi með miklum sóma. Síðar fór hún í Háskóla Íslands og stund- aði þar nám í ensku og bókmennt- um, sem hún átti létt með að læra. En Sólveigu dreymdi alltaf um að búa í sveit og geta stundað hrossa- rækt og lifa að hluta af landbúnaði. Hún var þá svo lánsöm að kynnast ungum manni, Hermanni Þór Karls- syni frá Bægisá í Hörgárdal í Eyja- firði, og þau tóku saman, keyptu jörðina Efri-Brúnavelli á Skeiðum, sem er góð bújörð og sæmilega hýst. Þau eignuðust telpu fyrir sjö árum og gengu í hjónaband fyrir tveimur árum og hafa síðan end- urbyggt flest hús á jörðinni en Her- mann er ágætur smiður auk mennt- unar í reiðmennsku. Á þessum vetri virtist því flest það sem þau Her- mann og Sólveig höfðu einsett sér að keppa að komið til þeirra innan seilingar, en þá skall ógæfan yfir þau. Sólveig hafði greinst með krabbamein fyrir nokkrum árum, og þau lyf, sem hún fékk til að vinna gegn sjúkdómnum, höfðu fram til þessa virkað, en sá frestur sem von- ast var eftir var nú ekki lengur fyrir hendi. Það er erfitt að lýsa þeim sársauka og vonbrigðum sem þessi nýju viðhorf sköpuðu, en nú virtust engin grið gefin lengur. Mér var þannig innanbrjósts að oft hafði ég dáðst að hetjudáð og æðruleysi Sól- veigar, en aldrei sem nú þegar ég horfði þarna á hana dauðvona og allt frá henni tekið, að nefna þá ekkert annað en það, sem þyrfti að gera fyrir þau sem eftir lifðu. Hún Sól- veig var þá í mínum augum dáðrík kona, sem við öll gátum verið stolt af. Við verðum að trúa að hún hafi verið kölluð burt til að vinna enn vandasamara verk í öðrum heimi en hún þurfti að sinna hér. En hér er mikil sorg sem erfitt er að finna huggun gegn, hjá lítilli dóttur og mikilhæfum föður og stórri fjöl- skyldu, sem finnst missirinn við brottför þessarar duglegu miklu konu í blómskeiði lífsins óbætanleg- ur. En þó er okkur öllum efst í huga innilegt þakklæti fyrir allt hennar líf og störf hjá okkur í 35 ár þar sem hún hefur alla tíð verið svo mikill gleðigjafi og æðrulaus á hverju sem gekk. Hjalti Gestsson afi. Sólveig systurdóttir mín er fallin í valinn, alltof ung eftir langa og stranga baráttu við illvígan sjúk- dóm. Þann hinn sama og lagði móð- ur hennar að velli á sama aldri fyrir tæpum aldarfjórðungi. En þó Sól- veig sé ekki lengur á meðal okkar, verður hún öllum eftirminnileg sem kynntust henni, því hún var um svo margt óvenjuleg stúlka. Lundin létt, skapið stórt, greindin fljúgandi og getan til að tjá sig í töluðu og rituðu máli ótvíræð. Og þó Sólveig væri að öllu jöfnu mild í fasi og framkomu, þá var hún föst fyrir þegar sannfær- ing hennar var annars vegar og eng- inn veifiskati. Sólveig var fyrsta barn Sigurlínu systur minnar og Ólafs Hjaltasonar eiginmanns hennar og mikill aufúsu- gestur í þennan heim. Frá upphafi var hún umvafin mikilli elsku for- eldra sinna og mikils frændgarðs sem á rætur að rekja norður í Skagafjörð og um Suðurland. Sam- bandið við frændur og frænkur ræktaði Sólveig alla tíð af einstakri elskusemi. Okkar fyrstu kynni lof- uðu að vísu ekki góðu um framhald á frændskap og vináttu. Hún var ekki orðin eins árs gömul þegar lítill bróðir kom í heiminn og hvernig sem það atvikaðist þá þurfti hún í skyndingu að komast undir lækn- ishendur, því móðir hennar óttaðist að hún hefði drukkið sápulög. Lína gat ekki farið frá hvítvoðungnum og mér var því falið verkefnið, þó ég hefði varla séð barnið áður og þekkti ekkert inn á krakka. Lækningin var fólgin í því að láta barnið kasta upp og það var greinilega ekki talið verk lækna eða hjúkrunarfólks. Ég varð því að sjá um málið sjálfur. Hún barðist á móti, argaði og gargaði og sló frá sér í allar áttir. Það var þá sem mér lærðist að þessi stúlka léti engan vaða yfir sig á skítugum skónum. Við jöfnuðum okkur bæði á þessum atburði um síðir. Að missa móður sína aðeins ellefu ára gömul var Sólveigu að sjálf- sögðu erfið lífsreynsla en margir urðu þó til að létta henni þann mikla missi og gera lífið bærilegra. Systk- inin voru mjög náin og studdu hvert annað í blíðu og stríðu og Óli og Nunna og ömmur og afar í Reykja- vík, á Selfossi og síðar á Reykjum mynduðu þétt öryggisnet sem gott var að reiða sig á. Á menntaskóla- árunum dvaldi hún langdvölum hjá foreldrum mínum og höfðu þau mikla ást á henni og hún á þeim. Þar lærði hún að eigin sögn að lesa Morgunblaðið á morgnana með afa Ásberg og ræða heimsmálin og dapra framtíð Sambandsins áður en hún fór í skólann, meðan amma hennar og nafna leysti danskar krossgátur. Á stuttri lífsleið kom Sólveig víða við. Hún var bókaormur, lærði sagn- fræði, vann um skeið sem blaðamað- ur og flutti pistla í útvarp. Hún var mjög pólitísk og erfði frá báðum for- eldrum og móðurforeldrum óbilandi trú á stefnu og störf Sjálfstæðis- flokksins og mikinn fyrirvara á öll- um kenningum miðstýringarmanna. En hvert sem hún fór og hvað sem hún gerði, þá voru hestar alltaf mið- depill lífs hennar. Hvort sem hún var norður í Skagafirði í sveitinni hjá Guðrúnu og Svavari í Lyngholti, þar sem hún dvaldi mörg sumur sem barn og unglingur við frábært atlæti, eða austur á Hæli eða Reykj- um hjá frændfólki og vinum, þá var hugurinn alltaf bundinn við hrossin. Í sveitinni sló hjartað, innan um skepnurnar vildi hún vera, hún vildi verða bóndi. Það var því mikil gæfa að hún skyldi finna lífsförunaut, sem var sama merki brenndur, auk þess að vera að öðru leyti gæddur mikl- um mannkostum. Saman unnu þau hörðum höndum og af miklum myndarskap að byggja upp bú sitt á Efri Brúnavöllum á Skeiðum með það í huga að reka þar alhliða hrossabú með reiðhöll, kennslu og ræktun. Þar var gott að koma. Við minnumst Sólveigar með þakklæti og söknuði, en sárastur er söknuður hennar nánustu, Her- manns, Línu litlu, Óla, Nunnu og systkinanna. Við María og strák- arnir okkar sendum þeim öllum innilegustu samúðarkveðjur og von- um að tíminn lækni þeirra djúpu sár. Jón Ásbergsson. Við erum harmi slegin. Bjarti hláturinn hennar Sollu er þagnaður. Hláturinn sem svo oft tók yfirhönd- ina þegar hún sagði frá og var svo bráðsmitandi. Meðfædd glaðværð hennar mátti þó reyna margt. Hún háði tvisvar baráttu við krabbamein. Fyrst með mömmu sinni og missi hennar. Síð- an aftur þegar hún sjálf var nýorðin móðir. Hún var sigruð og þó er það svo fjarri öllum sanni að hún hafi tapað. Þegar ég lít yfir ævi hennar, finnst mér hún hafa verið gæfukona sem náði að lifa flesta drauma sína. Henni var innilega fagnað þegar hún kom í heiminn af glöðum og vin- mörgum foreldrum, öfum og ömm- um og stórum frændgarði. Og eftir að hafa misst móður sína eignaðist hún aðra, hana Nunnu, sem varð þeim systkinum óendanlega um- hyggjusöm og nærgætin. Snemma sást að Solla og dýr áttu samleið. Þegar hún var 13 ára og fór í sveit að Lyngholti í Skagafirði, barst bréf frá henni til afa og ömmu á Selfossi. Þar mátti lesa fyrirboða þess sem koma skyldi. Bréfið hófst á þessum línum. „Ég veit ekki hvernig ég fór að því að lifa, áður en ég kynntist honum …“ Þarna var ekki átt við prinsinn á hvíta hestinum, eins og búast mátti við af táningskaupakonu, heldur hestinn Stjarna, skagfirskan gæðing sem fylgdi henni síðan. Hestar urðu upp frá því grunn- tónninn í tilveru hennar. Eins og hún sagði gat hún örugglega ekki lifað án samneytis við þá. Hún var knapi, tamningamaður, dómari, rak reiðskóla, ræktaði og seldi hesta, var blaðamaður og ritstjóri hesta- blaða, flutti fjölda útvarpsþátta um hesta og kom að bókaútgáfu um þá. En það var pláss fyrir fleira í hennar lífi. Hún lauk prófum í ensku og sagnfræði við Háskóla Íslands um leið og hún stofnaði fjölskyldu með Hermanni og þau eignuðust Línu litlu og jörðina Efri-Brúna- velli. Þetta hafa verið hamingjuár með mikilli uppbyggingu sem öll fjölskyldan tók þátt í. Vitneskjan um að tíminn væri skammtaður gerði hann dýrmætari og gleðistundirnar dýpri. Tíminn er runninn út, Solla er farin. Vegir skiptast. - Allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdagskveðja, öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt sem keðja, krossför ein með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið, stórt og smátt er saman bundið. (Einar Ben.) Fagur er fjallahringurinn frá Brúnavöllum. Næst er Vörðufellið fagurgrænt, í austri Hekla, í vestri Bláfell og Jarlhettur í Langjökli. Á sléttum völlunum verður Solla lögð til hinstu hvílu. Í grenndinni er Stjarni í haga og Hermann og Lína litla vaka yfir búinu. Minningin um mikilhæfa og góða konu lifir með okkur. Megi hún styrkja þau, foreldra, systkini og aðra ástvini. Unnur Hjaltadóttir. Það er erfitt að festa hugann við að skrifa minningargrein þegar maður er gagntekinn af reiði og bit- urð út í lífið fyrir að hrifsa á burt bestu manneskju í heimi. Sollý var svo góð að ef hún hefði séð kónguló skríðandi á gólfinu hjá sér hefði hún látið hana labba upp á blað og síðan sleppt henni út um gluggann. Við hjónin töluðum stundum um það að ef við hefðum þurft að lifa öðru lífi hefðum við viljað vera dýr hjá Sollý, betri vist hefði ekki verið hægt að hugsa sér. Ekki fyrir löngu talaði Sollý um það við okkur að henni þætti svo fyndið þegar fólk væri að tala við sig um vandamál. Vesen, vandamál og frasar eins og „ég hef ekki tíma“ eru hlægilegir þegar við horfum á lífshlaup Sollýjar og ég skammast mín fyrir að hafa nokk- urn tíma tekið mér þessi orð í munn. Sollý fékk ekki tíma til að leysa nema einn þriðja af þeim verkefnum sem hún hefði annars leyst. Sollý var alltaf að vinna í einhverjum verkefnum og frá því að hún fór að tala um hlutina leið ekki langur tími þangað til verkið var komið í fram- kvæmd eða búið. Ég kynntist Sollý fyrst þegar við riðum saman undir Klett haustið ’89. Þá var hún með Stjarna sinn gamla vin og Kolskegg, öflugan hest sem hún lánaði mér svo síðar í göngur. Þarna sá ég að þau þrjú voru órjúfanlegt teymi og þeg- ar kallarnir stoppuðu til að staupa sig og taka í nefið fór hún að gæla við hestana, skoða hófana og laum- aði svo að þeim nammi. Við töluðum oft um þessa fyrstu fjallferð okkar beggja því ég var með hest sem teymdist frekar illa og á köflum fór meiri tími í að ná klárnum aftur en að smala fénu. Þremur árum seinna kynntist ég systur hennar, Maríu Karen, en þá bjó Sollý í Skagafirði en fluttist þó fljótlega suður. Árið 1999 fluttu svo Sollý og Hemmi á Selfoss og þá fór ég oft í hádeginu með snúða og við spjölluðum um heima og geima. Sollý var alfræðiorðabók og það var ekki margt sem hún ekki vissi, hún til dæmis las ekki Moggann eins og venjulegt fólk, hún las hvern ein- asta staf. Þegar ég var í Háskól- anum að lesa undir próf í Hagstefnu Evrópusambandsins fannst mér ég ekki nógu klár í þessu og þá hringdi ég í Sollý kvöldið áður og eftir tveggja tíma símtal vissi ég allt um Evrópusambandið og ég glansaði í gegnum prófið. Þriðji janúar 2004 var erilsamur dagur, verið var að jarða afa Ingvar, Breki Hrafn okkar átti árs afmæli og síðast en ekki síst voru Hemmi og Sollý að flytja upp að Brúnavöll- um. Ég man þegar við sátum um kvöldið á kössum í kjallaranum ör- þreytt en Sollý var svo glöð vegna þess að hennar gamli draumur að flytja upp í sveit var orðinn að veru- leika. Það þurfti heldur betur að Sólveig Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.