Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 41 Það er engin leið að túlka samning, sem felur í sér skuldbindingu um að afhenda yfirstjórn flugsamgangna öðru ríki við tilteknar aðstæður í blóra við íslensk lög og takmörkun á beitingu lögfestra ákvæða um inntak refsilögsögu ríkisins, öðruvísi en svo að í honum felist „afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi“ og að hann „horfi til breytinga á stjórnarhögum rík- isins“, eins og segir í 21. gr. stjórn- arskrárinnar. Slíka samninga er ein- ungis heimilt að gera með samþykki Alþingis. Það er því ómögulegt að komast að annarri niðurstöðu en að forsætisráð- herra og utanríkisráðherra hafi bein- línis farið út fyrir stjórnskipulegt um- boð sitt við samningsgerðina nú í haust. Með öðrum orðum: Í óða- gotinu sömdu þau ekki bara af sér. Þau gleymdu ekki bara að láta þýða fyrir sig textann. Þau virðast hafa brotið stjórnarskrána í leiðinni. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Í MENNINGARSTEFNU Hafn- arfjarðarbæjar, eins og nær allra sveitarfélaga, er klausa um menn- ingu fyrir alla. Bærinn hefur á síð- ustu árum lagt sig fram um að framfylgja þessari stefnu og boðið upp á fjölda viðburða án gjaldtöku. Þannig stendur Hafnarborg, lista- og menningarstofnun Hafn- arfjarðar, fyrir metnaðarfullum há- degistónleikum í mánuði hverjum, Byggðasafnið býður upp á fyr- irlestraröð undir heitinu Fróðleiks- molar í Pakkhúsinu og af 60 dag- skráratriðum Bjartra daga í fyrra var aðeins rukkaður aðgangseyrir inn á sjö viðburði. Nýundirritaður samningur við Glitni gerir okkur kleift að gera enn betur því að nú er frítt í söfnin í Hafnarfirði; Byggða- safnið og Hafnarborg. Fordæmi Listasafns Ís- lands hefur sýnt fram á um helmingsfjölgun gesta við breytinguna og tölur frá Bretlandi og víðar eru á sama veg. Það skiptir nefnilega miklu máli að takmarka ekki aðgang að sögu og listum, og þátttaka Glitnis í því verkefni okkar í Hafnarfirði er stórt skref og mikilvægt. Aðgangseyrir safna á Íslandi hrekkur í langflestum tilvikum skammt þegar rekstrarkostnaður í heild sinni er skoðaður og skiptir því sjaldan sköpum um gæði sýn- inga og umfang. Hann hefur hins vegar í för með sér vissa takmörkun enda þótt aðgangs- eyrir safna sé jafnan lágur á Íslandi. Menningarlegt uppeldi er ekki eitt- hvað sem kemur af sjálfu sér og for- eldrar eiga ekki að láta slíkt uppeldi eingöngu í hend- urnar á starfsfólki skólanna enda þótt samstarf á milli safna og skóla sé með ágætum. Það þarf að ýta betur undir að við og börnin okkar lærum að meta það mikla starf sem unnið er á söfnum landsins, að koma við á safni á að vera eins sjálfsagður hlutur og að skreppa út á vídeóleigu. Einnig er hægt að tengja saman safnaferð og góðan göngutúr og minni ég á að í Hafnarfirði er nú opið lengur á söfnunum á fimmtudögum, þ.e. til kl. 21.00. Ég hvet alla til að kynna sér skemmtilegar og lifandi sýningar Byggðasafnsins og framúrskarandi listir og menningu í Hafnarborg. Þetta er tímamótasamningur í starfsemi safnanna og um leið og ég þakka Glitni fyrir stuðninginn óska ég starfsmönnum safnanna til hamingju með þennan glæsilega samning. Frítt í söfnin í Hafnarfirði Marín Hrafnsdóttir fjallar um menningarstefnu Hafn- arfjarðar og samning við Glitni » Það skiptir máli aðtakmarka ekki að- gang að sögu og listum, og þátttaka Glitnis í því verkefni okkar í Hafnarfirði er mikilvægt skref. Marín Hrafnsdóttir Höfundur er menningar- og ferðamálafulltrúi. lán í íslenskum krónum. Aðstæður á innlendum markaði, sérstaklega veik eftirspurn eftir lánum í krón- um, leiddu til þess að þetta lausafé tók tiltölulega langan tíma að finna sér farveg til nýrra út- lána. Breytingar á skipulagi op- inberra íbúðalána í sumar (2004) leiddu hins vegar til þess að svig- rúm skapaðist fyrir almennar lánastofnanir að hefja útlán á því sviði og hafa þau farið hraðvax- andi að undanförnu. Líklegt má telja að aukin neyslulán fylgi í kjölfarið eftir því sem uppsveiflan í efnahagslífinu nær hámarki.“ Að lokum segir: „… er ljóst að þessar aðgerðir (Seðlabankans) hafa skapað gríðarlega útlánagetu. Ef peningamargfaldarinn er af stærð- argráðunni 20 munu þessar að- gerðir að lágmarki geta aukið út- lán og peningamagn um allt að 800–900 milljarða króna á næstu misserum.“ Styrkleiki vaxta- og verðáhrifa Þegar horft er á þróun peninga- mála hér á landi undanfarin miss- eri, þar sem grunnfé og útlán bankastofnana hafa aukist gríð- arlega, vaxtahækkanir slegið öll met, styrkleiki krónunnar náð nýj- um hæðum og viðskiptahallinn mælist í tugum prósenta af lands- framleiðslu, er rétt að spyrja hvort peningayfirvöld hafi staðið rétt að málum. Getur verið að stýrivaxtabreytingar eigi ekki við í sama mæli í litlum opnum hag- kerfum og í stærri efnahags- heildum þar sem utanríkisviðskipti vega ekki eins þungt. Seðlabankinn hefur ítrekað hækkað stýrivexti sína með það að markmiði að reyna að hafa áhrif á verð bæði lánsfjármagns til skamms og langs tíma og þannig slá á eftirspurnina í hagkerfinu. Það eru hins vegar miklar líkur á að mikill vaxtamunur milli inn- lends og erlends fjármagns leiði til mikils innstreymis erlends fjár- magns sem aftur styrkir gengi ís- lensku krónunnar. Sterkari króna gerir verðlag innfluttra vara mjög hagstætt. Þá er ljóst að stýrivextir hafa ekki áhrif á neyslu og fjár- festingu fjármagnaða af tekjum eða losun eigna nema í litlum mæli, en þeir lækka aftur á móti innflutningsverðlag gegnum geng- isáhrif eins og áður segir sem ýtir undir neyslu og fjárfestingu á inn- fluttri framleiðslu (styrkir kaup- mátt mældan í gjaldeyri). Við kringumstæður þar sem aðgengi að lánsfjármagni er eins auðvelt og undanfarin misseri geta verð- áhrifin (lágt innflutningsverð) á neyslu og fjárfestingu orðið öfl- ugri en vaxtaáhrifin. Með öðrum orðum væntingar heimila og fyr- irtækja um gengis- og verð- lagsþróun geta aukið þjóð- arútgjöldin umfram þau samdráttaráhrif sem vaxtahækk- anir hafa á þjóðarútgjöld. Brýning Landsbankans frá árs- byrjun 2005 átti sannarlega rétt á sér. Mín skoðun er sú að Seðla- bankinn eigi að vera mun öflugri og virkari við stjórn peninga- magns hagkerfisins en raun ber vitni. Það getur hann með því að samstilla áhrifin á útlánagetu bankanna og eftirspurnina eftir lánsfé. »Mín skoðun er sú aðSeðlabankinn eigi að vera mun öflugri og virkari við stjórn pen- ingamagns hagkerfisins en raun ber vitni. Höfundur er hagfræðingur og fyrr- verandi starfsmaður Alþjóðagjald- eyrissjóðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.