Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 49 amma er ekki þar en eftir stendur auðvitað afi og það verður áfram gott að koma til hans. Elsku amma, ég og fjölskylda mín kveðjum þig nú með söknuði en jafn- framt þakklæti fyrir allar góðu sam- verustundirnar sem við höfum átt saman. Guð blessi minningu þína, Einar Aðalsteinn, Eyrún og börn. Þorbjörg föðursystir mín var við- stödd þegar ég fæddist og í dag fylgi ég henni til grafar. Hún lifði lengst þeirra Hátúnssystkina sem búsett voru í Neskaupstað, en auk hennar bjuggu þar Sveinhildur, Laufey, Sig- urður, Friðrik og Árni. Þau systk- inin bjuggu öll á sama svæðinu inn- arlega í bænum í námunda við Hátún þar sem þau voru fædd og uppalin. Þegar ég horfi til bernsku- áranna fléttast þau líka öll saman í minningunni enda var samgangur fjölskyldnanna mikill. Þær systurn- ar Þorbjörg, Sveinhildur og Laufey voru ólíkar en hver með sínum hætti hafði mikil og góð áhrif á mig, systk- ini mín og frændsystkini sem ólust upp í innbænum á Norðfirði um miðja síðustu öld. Sérstaklega minn- ist ég jólaboðanna þegar stórfjöl- skyldan var saman komin og voru þau haldin á heimilunum til skiptis. Þar voru þær systur ásamt mömmu í aðalhlutverki og kepptust við að gleðja okkur börnin með ljúfum kræsingum og maður reyndi að standa sig með því að gera þeim sem best skil. Ég á góðar minningar um þær systur allar en ég tengdist Þor- björgu þó jafnvel sterkari böndum en hinum, sennilega vegna þess að við bræðurnir vorum stundum vist- aðir í Miðgarði 3 ef foreldrar okkar fóru af bæ. Stundum vorum við hjá Björgu og Einari, tengdaforeldrum Þorbjargar, sem bjuggu í sama húsi og reyndust okkur eins og bestu amma og afi. Mér fannst ég alltaf vera í vissu uppáhaldi hjá Þorbjörgu frænku minni og í Miðgarði var ákaflega gott og hlýlegt að vera. Í minningunni sé ég frænku mína líka ljóslifandi fyrir mér á jólaböllum kvenfélagsins Nönnu sem haldin voru milli jóla og nýárs. Þar var hún bæði hrókur alls fagnaðar sem og litlum frænda stoð og stytta ef eitt- hvað bjátaði á. Slíkar bernskumynd- ir fylgja manni alla tíð og eflaust ekki tilviljun að þær koma upp í hug- ann á svona stundum. Þær eru tákn um veröld sem var, en er samt óað- skiljanlegur hluti af manni sjálfum. Þorbjörg frænka mín var fínleg kona og fríð sýnum, kvik á fæti og í tilsvörum. Það var reisn yfir henni alla tíð og ekki dró úr henni á síðari árum. Þau Jón S. Einarsson voru samrýnd hjón og áttu farsæla sam- búð. Þau tilheyra kynslóð sem var í blóma lífsins þegar Neskaupstaður reis hæst og hafa tekið virkan þátt í frábæru starfi eldri borgara þar í bæ á síðustu árum. Þau Jón áttu fallegt heimili og þar var alltaf alúðlega tek- ið á móti manni. Þorbjörg hafði gam- an af því að rifja upp sögur frá fyrri tíð og hafði lag á því að sjá spaugi- legar hliðar á atburðum mannlífsins. Það ásamt einlægu og hlýlegu við- móti hefur mér raunar virst vera einkennandi fyrir þau Hátúnssystk- in öll. Þorbjörg hélt sinni skýru hugsun og góða minni alla tíð. Hún fylgdist vel með þjóðmálum, var var- kár í dómum um menn og málefni og leitaðist við að sjá hið góða í fari fólks. Hún tókst á við veikindi sín á síðustu mánuðum af miklu æðru- leysi. Hún hafði lifað vel og kvaddi sátt. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt Þorbjörgu frænku mína og fjöl- skyldu hennar að frá fyrstu tíð. Ég sendi Jóni og dætrum þeirra Krist- ínu Björgu og Margréti og fjölskyld- um þeirra samúðarkveðjur. Vilhjálmur Árnason. Látin er föðursystir mín, Þor- björg Guðríður Vilhjálmsdóttir frá Hátúni í Nesi í Norðfirði, á nítugasta aldursári. Margs er að minnast við brotthvarf Þorbjargar. Samskiptin milli fjölskyldnanna voru töluverð í bernsku minni og æsku. Ferðir voru stopular á meðan samgöngur milli landshluta voru aðallega á sjó og frændfólk, sem kom til höfuðstaðar- ins til lækninga eða annarra erinda, gisti oft á heimili okkar um nokkra hríð. Góð kynni sköpuðust þá meðal fólks. Þorbjörg var næst á eftir föð- ur mínum, Bjarna Vilhjálmssyni, í stórum systkinahóp og voru þau einkar samrýnd. Síðar, er Þorbjörg og Jón Einarsson maður hennar eignuðust bíl, ferðuðust foreldrar mínir gjarnan með þeim á sumrin innan lands og til útlanda er slíkar ferðir urðu algengari, fyrst með Gullfossi en síðar með flugi. Fór jafnan afar vel á með þeim. Þorbjörg var stálminnug og greind kona og hún fræddi mig á ýmsan hátt um föðurfjölskyldu mína. Faðir hennar og afi minn, Vil- hjálmur Stefánsson, hafði átt bæði góða og erfiða daga. Hann var stöndugur útvegsbóndi á þeirra tíma mælikvarða, en bjó við töluverða ómegð, fimmtán börn sem upp kom- ust. Þorbjörg minntist þess að eitt sinn hafi verið pöntuð föt á þá bræð- ur hennar eftir verðlista frá París, nokkuð sem síðar varð óþekkt fyr- irbrigði við þau höft sem ríktu á upp- vaxtarárum okkar barnabarna hans. Erfið ár í útgerð á þriðja áratug tuttugustu aldar léku Vilhjálm grátt. Hann varð að láta frá sér bát sinn vegna skulda, og lagði hart að sér og sínum við að greiða þær upp, meðal annars til að missa ekki borgaraleg réttindi sín til setu í sveitarstjórn. Síðari kona hans, Kristín Árnadótt- ir, dó fyrir aldur fram árið 1936, að- eins 49 ára gömul. Reynt var að koma börnunum, sem voru hvert öðru næmara, til einhverra mennta, í iðnskóla, alþýðuskóla, héraðsskóla, búnaðarskóla, kennaraskóla og jafn- vel menntaskóla, en ekki urðu dæt- urnar langskólagengnar fremur en flestar konur þeirra tíma. Þorbjörg hafði þó allt sem þurfti til að verða hin færasta menntakona hefði það staðið henni til boða. Sterk er minningin frá sumrinu 1955 er ég fékk að fara með Þor- björgu og fjölskyldu hennar austur landveginn og dvelja hjá henni yfir hásumarið. Ferðin tók lengri tíma en nú gerist. Fyrst var ekið með áætlunarbíl til Akureyrar þar sem við dvöldum í nokkra daga hjá skyld- fólki, en síðan yfir Möðrudalsöræfi austur og yfir Oddsskarð, sem þá var ný samgöngubót. Áður hafði ver- ið ekið út með Reyðarfirði yfir í Við- fjörð þaðan sem ferjað var til Norð- fjarðar. Þá leiðina hafði ég heimsótt Vilhjálm afa og fjölskyldu hans með foreldrum mínum árið 1947. Sum- arið 1955 var einmuna blíða aust- anlands. Við nöfnur, Kristín Björg Jónsdóttir, dóttir Þorbjargar og ég vorum uppátækjasamar í meira lagi en ég minnist fyrr og síðar og mat- seld Þorbjargar, ekki síst kæfan og kryddsultan, urðu til þess að sum- ardvölin var samfelld sæla. Og suður með Esjunni var ég send með það besta sem ég gat hugsað mér í nesti. Fáum árum síðar kom ég til Nes- kaupstaðar nýgift að heimsækja bónda minn á síld og næstu ár þar á eftir urðu samskiptin töluverð er hann rak síldarsöltun á Reyðarfirði. Þá var gott að fara með frumburðinn Magnús í heimsókn til Þorbjargar og Jóns og leyfa honum að leika við jafnaldra sinn, Jón Einar, dótturson þeirra. Alltaf voru móttökurnar höfðinglegar þótt Þorbjörg þyrfti að sinna umsvifameiri heimilisstörfum en nú gerist. Ég minnist þess að hún varð að binda klút fyrir stútinn á vatnsslöngunni til að sía burt leirinn úr yfirborðsvatninu sem Norðfirð- ingar áttu þá einungis kost á til þvotta og matseldar. Sjór var þá not- aður í sundlaugina. Alltaf var Þor- björg veitandinn og fyrirmyndin um heimilishald. Blómarækt hennar, garðrækt, kökur, berjasaft og sulta, allt var þetta ómótstæðilega fallegt og gott. Nú er æviskeið Þorbjargar á enda runnið. Að leiðarlokum skulu henni færðar þakkir fjölskyldu okkar allr- ar fyrir umhyggju og frændrækni, sér í lagi móður okkar, Kristínar Ei- ríksdóttur, sem er farin að heilsu. Jóni, Kristínu Björgu, Margréti og fjölskyldum þeirra sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Kristín Bjarnadóttir. ✝ Björg SigurrósJóhannsdóttir, húsfreyja á Mið- Mói, fæddist í Hóla- koti í Austur- Fljótum 9. sep- ember 1923. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 3. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sigríður Jónsdóttir, f. á Hvammi í Fljótum 17.5. 1890, d. 14.10. 1939 og Jóhann Benediktsson, f. á Neðra-Haganesi í Fljótum 14.6. 1889, d. 9.6. 1964. Alsystkini Bjargar eru: Sóley Stefanía, f. 26.10. 1910, d. 8.9. 1980, Jónína Guðrún, f. 19.7. 1912, d. 28.10. 1960, Margrét Petra, f. 19.10. 1914, d. 9.6. 1978, Benedikt Stef- án, f. 12.12. 1916, d. 13.9. 1997, Ingibjörg Sæunn, f. 1.6. 1918, Guðmundur Jón, f. 18.12. 1919, Árný Sigurlaug, f. 31.12. 1921, d. 13.3. 1996, Andrés Stefán, f. 21.10. 1924, Sæmundur, f. 23.9. 1926, d. 22.12. 1927, Ólafur Guð- mundur, f. 17.10. 1927, Einar Ingiberg, f. 15.1. 1929, d. 23.6. 1983 og Jón, f. 5.9. 1930, d. 5.9. 1931. Hálfbróðir, Sigurður Þor- steinn, f. 29.11. 1945. Björg ólst upp með foreldrum sínum. Björg giftist 14.5. 1946 Páli Ragnari Guðmundssyni, f. á Aust- ara-Hóli 23.4. 1917, en alinn upp frá 10 ára aldri að Laugalandi í Fljótum hjá Lovísu Grímsdóttur og Guðmundi Ás- mundssyni, eftir að faðir hans lést. For- eldrar Páls voru hjónin Ólöf Anna Björnsdóttir, f. 29.9. 1890, d. 10.3. 1989 og Guðmundur Jónsson, f. 26.10. 1893, d. 6.7. 1927. Árið1945 keyptu þau hjón jörðina Mið-Mó í Fljótum og fluttu þangað 1947 þar sem þau bjuggu í áratugi, hin síðari ár voru þau í skjóli barna sinna, þeirra Jónmundar og Sig- ríðar. Börn Bjargar og Páls eru: 1) Guðmundur Óli, f. 14.5. 1944, kvæntur Guðrúnu Kristínu Krist- ófersdóttur frá Grafarbakka í Hrunamannahreppi, f. 13.11. 1947. Börn þeirra eru: a) Eggert; sonur hans er Jón Páll, b) Þor- björn Ingi; dóttir hans er Re- bekka Rut og sambýliskona Arn- fríður Hafþórsdóttir, c) Ragna Björg, sambýlismaður Róbert Steinar Tómasson, sonur þeirra er Alexander Logi, d) Kristófer Freyr og e) Anna Katrín. 2) Jón- mundur Valgeir, f. 4.9. 1945, d. 29.10. 2004. 3) Sigríður, f. 13.7. 1952. Björg verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður að Barði í Fljót- um síðdegis. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Bogga á Mið-Mói, tengdamóðir mín, lést á gjörgæsludeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri laugardaginn 3. febrúar sl., eftir stutt en erfið veikindi. Þegar ég kom í fjölskylduna, ásamt tveimur sonum mínum, tók Bogga mér og drengjunum vel og hefur hún ætíð verið artarleg í minn garð og minna. Hún bar hag fjölskyldu minnar fyrir brjósti og fylgdist hún vel með ömmubörnunum og lang- ömmubörnum sínum. Bogga var alin upp við fátækt og í stórum systkinahópi í harðbýlli sveit en sumarfagurri. Hún gat verið skaphörð en ekki ósanngjörn. Hún vildi hafa sitt vandræðalaust og hafði sínar skoðanir á mönnum og málefnum. Í þjóðmálum fylgdi hún Framsóknarflokknum en taldi að flokkurinn sinn hefði villst af leið hin síðari misseri. Það líkaði henni ekki. Hún hafði mynd af Ólafi Jóhannessyni uppi á vegg. Á borðinu hafði hún mynd af Her- manni Jónssyni á Ysta-Mói, ná- granna sínum, og Stefáni Guð- mundssyni alþingismanni. Nú síðast setti hún á borðið mynd af Kristni H. Gunnarssyni alþingis- manni. Þetta voru og eru baráttu- menn að hennar skapi sem gáfust ekki upp. Ekki heyrði ég hana hall- mæla fólki. Hún sagði stundum „hann á bágt,“ er rætt var um hið neikvæða í fari manna. Hún mátti fátt aumt sjá eða af vita. Hún varð vel sjálfbjarga og ræddi oft ekki fyrr en eftir á við bónda sinn um það er hún af hendi lét og taldi að kæmi viðtakanda vel. Boggu varð það þungt og mikið áfall er Jón- mundur, Jonni á Mið-Mói, sonur þeirra hjóna lést um aldur fram fyrir rúmum tveimur árum. Hún bar harm sinn í hljóði en treysti á Guð sinn og bað hann um styrk sér og sínum til handa. Um árabil átti Bogga við veikindi að stríða. Hún var orðin slitin og átti erfitt um gang nema við tvær hækjur. Hækj- urnar notaði hún þó ekki inni við eða þegar hún taldi sig þurfa að flýta sér. Hún þurfti að hafa hend- urnar lausar svo hún gæti borið á borð og sinnt öðrum eldhúsverk- um. Í byrjun desember flutti Bogga frá Mið-Mói og til Sauðárkróks, ásamt sínu fólki. Hún gerði kross- mark fyrir útihurðina. Hún yfirgaf sveitina sína með trega og söknuði. Hún vissi betur en við hin að hún kæmi þar ekki framar í þessu lífi. Hins vegar hafði hún gengið frá því að hún yrði lögð til hinstu hvílu í Barðskirkjugarði við hliðina á Jonna syni sínum, syninum sem hún syrgði í hljóði. Ég bið Guð að styrkja þau Pál tengdaföður minn sem nú er sjúk- lingur og Siggu mágkonu mína sem var þeirra stoð. Þau hafa misst mikið, ekki síst þar sem Bogga var sterkasti hlekkurinn er á reyndi. Hér hvílir væn og göfug grein af gömlum, sterkum hlyni; hún lokaði augum hugarhrein með hvarm mót sólar skini. Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel, í vinskap, ætt og kynning. Hún bar það hlýja holla þel, sem hverfur ekki úr minning. (Einar Ben.) Bogga mín! Ég þakka þér vin- semd þína í minn garð og minna. Hvíl þú í friði. Guðrún Kristín Kristófersdóttir. Elsku amma. Þú fórst svo snögglega frá okkur en nú ertu komin til Jonna okkar og ég veit að hann hefur tekið vel á móti þér. Þegar þú fórst á sjúkra- húsið þá hélt ég að þú kæmir alltaf heim aftur en svo var ekki. Ég, Kiddi og Anna Kata fórum strax norður þegar við vissum í hvað stefndi og náðum að kveðja þig. Þú varst svo spræk um jólin þegar við komum norður, það var stoppað fyrst hjá ykkur, þú varst svo ánægð að sjá okkur Róbert og Al- exander þar sem þú varst búin að vera með svo miklar áhyggjur af stráknum þegar hann veiktist í desember og hringdir í mig til að athuga hvort við kæmum ekki norður um jólin. Þið voruð nýflutt á Krókinn og það var svo stutt sem þú fékkst að njóta þess að vera í nýja húsinu, þið keyptuð allt nýtt í það. Þegar Alexander var fæddur þá sendi ég ykkur fullt af myndum í möppu og þú hringdir strax í mig og lést mig vita að þú værir búin að fá þær. Mamma talaði um hvað þú værir ánægð að fá myndirnar. Þegar Alexander var skírður þá komstu með pabba suður og þú varst svo ánægð með ferðina þótt þú stoppaðir aðeins í nokkrar klst. En þú talaðir um að þú værir eins og ný manneskja og varst ekkert þreytt eftir þessa ferð. Þegar við Róbert komum norður með Alex- ander þá komu þið á Krókinn og við tókum fullt af myndum af ykk- ur með hann. Þú varst búin að grafa upp gamlar myndir af pabba og Jonna þegar við komum í næstu ferð, þú varst fljót að sýna mér þær og talaðir um að Alexander væri alveg eins og þeir, bæði tökt- um og hreyfingum. Þú fórst að prjóna peysur á hann og sagðir að þú værir að hvíla þig á vettling- unum og sokkunum en samt fylgdi það alltaf með. Það sást á þér hvað þú varst svo ánægð að sjá Alexand- er og hvað þú gast hlegið að uppá- tækjum hans. Ég kom alltaf á sumrin til ykkar að Mið-Mói eða um leið og skólinn var búinn að vori og var þangað til hann byrjaði aftur að hausti og svo líka þegar voru ferðir um helgar. Það var svo margt sem við gerðum eins og þeg- ar við fórum á vélsleða frá gatna- mótunum því það var allt ófært vegna snjóa, ég fór fyrst og svo var náð í þig og þegar þið komuð þá dastu af sleðanum þegar var hon- um var beygt en þið voruð nánast stopp. Þú kenndir mér að prjóna og þú hafðir þolinmæði í það þótt ég sliti alltaf lopann. Svo beiðstu eftir okkur afa þegar við fórum niður að vatni til að vitja um netið og komum heim með fullt af silungi og alltaf fékk ég ferskan silung í hádeginu, enn er þetta minn uppá- haldsmatur. Þú varst alltaf mjög dugleg að koma á Krókinn með Jonna eða þegar var ferð, þá hafðir þú eldað handa okkur fiskibollur eða kjötfars þegar við komum heim úr skólanum í hádeginu, þá var mamma ekki heima. En eftir að mamma og pabbi keyptu Efnalaug- ina þá stoppuðuð þið alltaf þar og komuð þið nánast alltaf með fullan poka af kökum, ástarpungum og kaffi en þú passaðir alltaf að fara í Kaupfélagið áður. Þín verður sárt saknað, elsku amma mín. Elsku afi og Sigga, Guð veiti ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Ragna Björg, Róbert og Alexander Logi. Úff, jæja, amma, þá ertu farin og ég stend eftir með hálftómt hjarta. Þannig líður mér og hef gert alveg frá því ég kvaddi þig á spítalanum fyrir nokkrum dögum. Ég veit eig- inlega ekki hvað ég á að rita hér á blað, svo margar eru minningarnar að það er enginn hægðarleikur að byrja. Ég byrjaði mjög ung að koma í sveitina til ykkar afa enda ekki langt að fara útí Mið-Mó frá Króknum. Í gegnum tíðina hefur ferðunum þó farið fækkandi enda ég búin að vera á smá faraldsfæti en alltaf þegar tími gafst kom mað- ur við í sveitinni. Þar tókst þú á móti manni með fullt borð af alls- konar bakkelsi og alltaf áttirðu til kók handa mér þar sem ég var og er sú eina af systkinunum sem ekki þykir góð mjólkin beint út kúnni. Enda þegar ég var lítill gormur í sveitinni fékkstu alltaf mjólk í fernu handa mér hjá mjólkurbíl- stjóranum, svo ég gæti nú fengið mér mjólk og kexköku í kvöld- kaffinu með ykkur afa, Jonna og Siggu fyrir svefninn. Í seinni tíð var maður svo farin að drekka kaffi, svart og sykurlaust, þér til mikillar undrunar. Hvað er þetta barn, notarðu ekki einu sinni mjólk til að kæla kaffið? En þú drakkst það nú líka svart og sykurlaust. Þú vissir alltaf hvað þú söngst og hef- ur ætíð hugsað vel um fjölskylduna okkar, kannski einum of stundum enda hörkukona hér á ferð. Eftir að Jonni frændi dó var orðið erfitt að sjá um búið og þú ekki lengur orðin fær um að fara útí fjós. Það Björg Sigurrós Jóhannsdóttir SJÁ SÍÐU 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.